Morgunblaðið - 24.10.2009, Blaðsíða 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 2009
Eftir Guðmund Karl
sport@mbl.is
„ÉG var ekki ánægður með spila-
mennskuna til að byrja með en í
seinni hálfleik fórum við að gera það
sem við ætluðum að gera. Það er
þannig þegar tímabilið byrjar erf-
iðlega þá þarf átak til að ná sjálfs-
traustinu upp,“ sagði Hrafn Krist-
jánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir
útisigur á FSu í gærkvöld, 96:67.
Þetta er fyrsti sigur Blika í vetur en
FSu er enn á botninum, án stiga.
Breiðablik spilaði hörkuvörn í síð-
ari hálfleik „Við fórum að yfirdekka
og gera sendingarnar erfiðari fyrir
þá. Það er líka þannig þegar maður
er með leikmann með eins stórar
byssur og Þorsteinn Gunnlaugsson
þá getur maður ekki annað en lokað
miðjunni á löngum köflum. Við erum
með líkamlega sterkara lið en FSu
og það sást greinilega undir körf-
unni,“ sagði Hrafn.
Rob Newson, þjálfari FSu, las
lengi yfir sínum mönnum inni í klefa
eftir leik enda veitir ekki af að fara
yfir málin á þeim bænum. FSu á von
á bandarískum leikmanni í hlutverk
leikstjórnanda en óvíst er hvenær
hann kemur. Því fyrr því betra fyrir
skólaliðið sem er eins og höfuðlaus
her í augnablikinu.
Fyrsti sigur Blika
FH-ingurinnMatthías
Vilhjálmsson
kom til landsins í
gær en hann hef-
ur undanfarna 10
daga verið við æf-
ingar hjá norska
úrvalsdeildarlið-
inu Start. Matt-
hías var lengur en ráð var fyrir gert
þar sem hann nældi sér í smá flensu
í upphafi ferðarinnar. Ekki kom
Matthías með samningstilboð í far-
teskinu. ,,Hann er áhugaverður leik-
maður en við munum meta það eftir
tímabilið hvort hann er leikmaður
sem komi til með að styrkja liðið,"
segir Svein Mathisen, yfirmaður
knattspyrnumála hjá Start, á vef fé-
lagsins.
Matthías er samningsbundinnFH-ingum út árið 2011 en
hann átti afar góðu gengi að fagna
með Íslandsmeisturunum í sumar og
var einn þeirra besti maður. Matt-
hías, sem er 22 ára gamall miðju- og
sóknarmaður, lék alla 22 leiki FH-
inga í Pepsi-deildinni og skoraði í
þeim 10 mörk auk þess sem hann
lagði upp nokkur fyrir félaga sína.
Haukar ætlaekki að
styrkja lið sitt
frekar fyrir bar-
áttuna í Pepsi-
deildinni á næstu
leiktíð en eins
fram kemur ann-
ars staðar hér á
síðum blaðsins
gekk Daði Lár-
usson í raðir Haukanna í gær. Áður
höfðu Haukar gert samninga við þá
Arnar Gunnlaugsson og Guðmund
Viðar Mete sem koma frá Val og
Kristján Ómar Björnsson, sem snýr
aftur til félagsins frá Þrótti R.
Ragnar Óskarsson skoraði tvömörk fyrir Dunkerque þegar
liðið steinlá fyrir stjörnum prýddu
liði meistaranna í Montpellier, 29:21,
í frönsku 1. deildinni í handknattleik.
Dunkerque er í fimmta sæti deild-
arinnar með 6 stig að loknum fimm
umferðum. Montpellier er efst með
fullt hús stiga.
Kári KristjánKrist-
jánsson skoraði
tvö marka Ami-
citia Zürich þeg-
ar liðið vann
öruggan sigur á
RTV 1879 Basel,
31:23, á heima-
velli í svissnesku
A-deildinni í
handknattleik. Kári og félagar eru
nú komnir upp í annað sæti deild-
arinnar. Þeir hafa 12 stig eftir átta
leiki, eru fjórum stigum á eftir Ka-
detten, liði Björgvins Páls Gúst-
avssonar, markvarðar.
Arna Sif Pálsdóttir, landsliðs-kona í handknattleik, skoraði
eitt mark og var einu sinni vísað af
leikvelli í tvær mínútur þegar lið
hennar, Horsens HK, steinlá í heim-
sókn sinni til Viborg, 34:10, í dönsku
úrvalsdeildinni. Horsens situr í næst
neðsta sæti deildarinnar með 2 stig
eftir sjö leiki.
Carles Puyol fyrirliði Evrópu- ogSpánarmeistara Barcelona
hefur loks náð samkomulagi við for-
ráðamenn liðsins um nýjan samning.
Puyol mun skrifa undir samning
sem gildir til ársins 2013 einhvern
næstu daga. Þessi 31 árs gamli varn-
armaður hefur leikið með Katalón-
íuliðinu allan sinn feril og leikirnir
eru orðnir 451 sem hann hefur spilað
fyrir félagið síðan hann lék sinn
fyrsta leik með því fyrir 10 árum.
Fólk sport@mbl.is
g
g
a
g
Eftir Björn Björnsson
sport@mbl.is
PÁLL Kolbeinsson þjálfari KRinga
andaði léttar þegar flautað var til
leiksloka í miklum baráttuleik Tinda-
stóls og KR í úrvalsdeildinni í körfu-
bolta á Sauðárkróki í gærkvöld. KR
vann að lokum, 114:107.
KR-ingar byrjuðu mun betur og
voru fljótlega komnir með þægilega
stöðu og um 15 stiga forskot. En
heimamenn komu grimmir til leiks og
náðu muninum niður í 8 stig fyrir hálf-
leik. Í síðari hálfleik sýndu svo heima-
menn tennurnar, hittnin var í topplagi
og vörnin góð, og um miðjan þriðja
leikhluta náðu þeir að jafna og eftir
það var allt í járnum til leiksloka. Þó
gestirnir hefðu lengstum frumkvæðið,
þá skildu liðin sjaldnast meira en 2-4
stig. Það var svo á lokamínútunni, að
KR-ingar sigu framúr og lönduðu
sigri, sem var síður en svo auðveldur.
„Þetta var bara í einu orði sagt
hörkuleikur, og hefði getað farið á
hvorn veginn sem var og það var ekki
fyrr en á síðustu mínútu að mínir
menn náðu að landa þessu. Líklega
var vanmat í strákunum eftir síðasta
leik þessara liða, þó að ég hafi nú ver-
ið að reyna að segja þeim að Tinda-
stóll væri sýnd veiði en ekki gefin. Ég
verð bara að segja það að ég átti engin
svör við þessum stórleik sem við feng-
um á móti okkur, hittnin hjá þeim var
ótrúleg og mér var hreinlega hætt að
lítast á blikuna. Þessvegna er ég bara
feginn að þetta er búið og við förum
héðan með tvö stig. Við fengum á okk-
ur allt of mörg stig en héldum haus og
Tommy kom firnasterkur inn í síðasta
leikhlutann og þá gekk þetta,“ sagði
Páll Kolbeinsson þjálfari KR.
Í liði Tindastóls átti Helgi Rafn
Viggósson stórleik, var yfirburðamað-
ur á vellinum, en einnig áttu Svavar
Birgisson, Michael Giovacchini, Axel
Kárason og Helgi Freyr Margeirsson
mjög góðan dag og börðust vel.
Í liði KR var Semaj Inge allt í öllu,
ásamt Brynjari Þór Björnssyni, þá
var Fannar Ólafsson að vanda sterkur
undir körfunni. Tommy Johnson kom
í ljós í lok þriðja og svo í fjórða leik-
hluta, en hafði fram að því varla sést.
„Var hreinlega hætt að lítast á blikuna“
ÓLAFUR Stefánsson gefur á ný kost á sér í ís-
lenska landsliðið í handknattleik sem Guðmundur
Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í
gær. Hópurinn kemur saman hér á landi eftir
helgina og verður við æfingar fram að mánaða-
mótum. Ólafur hefur ekki gefið kost á sér í lands-
liðið síðan það tók þátt í Ólympíuleikunum í Peking
í ágúst í fyrra. Ellefu leikmenn sem eru í hópnum
að þessu sinni voru í silfurliði Íslands á Ólympíu-
leikunum. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Logi Geirsson
og Sigfús Sigurðsson eru meiddir og þar af leiðandi
ekki með í þessari æfingatörn.
Fimmtudaginn 29. október leikur svo landsliðið
pressuleik gegn úrvalsliði íþróttafréttamanna en
leikurinn fer fram í Laugardalshöll kl. 19.30.
Fyrir utan pressuleikinn mun íslenska landsliðið
einbeita sér að æfingum þessa
viku sem það verður saman. Það
mun vera sameiginleg nið-
urstaða landsliðsþjálfara og
leikmanna að einbeita sér að því
að stilla saman strengina við æf-
ingar fremur en að spila tvo til
þrjá landsleiki eins og landslið-
inu stóð til boða, m.a. við Sviss.
Landsliðið mun ekki koma
saman oftar á þessu ári en stefnt
er á að það hittist á nýjan leik strax á fyrstu dögum
næsta árs og hefja þá formlega undirbúning fyrir
Evrópumótið sem hefst í Austurríki 19. janúar. Þar
leikur Ísland í riðli með Dönum, heimamönnum og
Serbum.
Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Markmenn: Björgvin Páll Gústafsson, Kadetten
Handball, Hreiðar Guðmundsson, TV Emsdetten.
Aðrir leikmenn: Alexander Petersson, SG Flens-
burg-Handewitt, Arnór Atlason, FCK, Aron Pálm-
arsson, Kiel, Bjarni Fritzson, FH, Guðjón Valur
Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen, Heiðmar Fel-
ixson, TuS N-Lübbecke, Ingimundur Ingimund-
arson, GWD Minden, Ólafur Guðmundsson, FH,
Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen, Róbert
Gunnarsson, VFL Gummersbach, Sigurbergur
Sveinsson, Haukum, Snorri Steinn Guðjónsson,
Rhein-Neckar Löwen, Sturla Ásgeirsson, HSG
Düsseldorf, Sverre Jakobsson, TV Grosswallstadt,
Vignir Svavarsson, TBV Lemgo, Þórir Ólafsson,
TuS N-Lübbecke. iben@mbl.is
Ólafur gefur kost á sér eftir rúmlega árs leyfi
Ólafur Stefánsson
Eftir Kristján Jónsson
kris@mbl.is
GRINDVÍKINGAR eiga því ekki að
venjast að skora aðeins 67 stig á
heimavelli sínum í Iceland Express-
deild karla í körfuknattleik. Það gerð-
ist þó í gærkvöldi þegar þeir fengu
Njarðvíkinga í heimsókn. Njarðvík-
ingar höfðu betur og sigruðu 74:67 og
eru ósigraðir í deildinni eftir þrjár um-
ferðir án þess að tefla fram Banda-
ríkjamanni.
Í fyrri hálfleik benti þó ekkert til
annars en Grindvíkingar væru í góðum
gír. Skyttur þeirra Brenton Birm-
ingham og Þorleifur Ólafsson byrjuðu
leikinn vel og Páll Axel Vilbergsson
skoraði tvær þriggja stiga körfur und-
ir lok fyrri hálfleiks. Grindvíkingar
voru fjórum stigum yfir í hálfleik
38:34.
Í síðari hálfleik sneru Njarðvíkingar
taflinu við og tóku öll völd á vellinum.
Varnarleikur þeirra grænu small sam-
an og þeir létu kné fylgja kviði í sókn-
inni. Áður en þriðja leikhluta lauk voru
Njarðvíkingar búnir að ná fimmtán
stiga forskoti, 58:43, og litu ekki um öxl
eftir það: „Þeir skoruðu 67 stig og eru
besta sóknarlið landsins og auk þess á
heimavelli. Það hlýtur að vera frábær
varnarleikur. Við komum hingað með
okkar áherslur og þær gengu upp. Það
snerist fyrst og fremst um að stöðva
þriggja stiga skot þeirra. Vörnin small
hjá okkur í síðari hálfleik og þá held ég
að þriggja stiga skotnýting þeirra hafi
ekki verið góð. Þeir skoruðu um 30 stig
í seinni hálfleik og það er frábær
vörn,“ sagði Magnús Gunnarsson sem
átti frábæran leik hjá Njarðvík.
Brenton Birmingham sagði Grind-
víkinga hafa verið óvenju daufa í sókn-
inni: „Það er óvenjulegt að við skorum
aðeins 67 stig á heimavelli. Ég vil ekki
taka neitt frá Njarðvíkingum sem
spiluðu mjög góða vörn en það var eitt-
hvað sem vantaði hjá okkur.“
Morgunblaðið/HilmarSig
Frábær Magnús Gunnarsson var í stóru hlutverki hjá Njarðvík í gærkvöld.
Njarðvíkingar ósigraðir eftir þrjá leiki
Njarðvík fékk
á sig 67 stig
í Grindavík