Morgunblaðið - 26.10.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.2009, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2009 íþróttir Sæt hefnd Fernando Torres og David N’Gog tryggðu Liverpool 2:0 sigur í stórleiknum gegn meistaraliði Man United. Þungu fargi létt af Rafael Benítez. Arsenal tapaði tveimur stigum 7 Íþróttir mbl.is ÓSKAÐ hefur verið eftir því að Guðjón Val- ur Sigurðsson og Ólafur Stef- ánsson gefi kost á sér í heimsúrvalið í handknattleik sem mætir landsliði Kró- atíu miðviku- daginn 2. desember í sýning- arleik í tilefni 60 ára afmælis Handknattleikssambands Króatíu. Þetta er gert í framhaldi af til- kynningu um sama efni frá því í sumar en þá voru Snorri Steinn Guðjónsson og Sigfús Sigurðsson einnig valdir í heimsliðið. Þeir eru hins vegar ekki á lista þeim sem settur var inn á heimsíðu Handknattleikssambands Króatíu um helgina. Hvernig á því stend- ur að Snorri og Sigfús hafa fallið út af listanum hefur ekki fengist skýring á. Landsliðsþjálfari heims- og ól- ympíumeistara Frakka, Claudio Onesta, á að stýra heimsúrvalinu í fyrrgreindum afmælisleik sem fer fram í Zagreb. iben@mbl.is Guðjón og Ólafur í heimsliðið Ólafur Stefánsson ÓLÖF Edda Eðvarðsdóttir, Íþrótta- bandalagi Reykjanesbæjar, héldur áfram að slá aldursflokkametin í meyjaflokki í sundi. Hún setti glæsilegt met meyja í 100 metra bringusundi á sundmóti Sundfélags Hafnarfjarðar í Hafnarfjarðarlaug í gær þegar hún synti á 1.17.95 mín- útur. Gamla metið átti Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi, 1.18,58 og var það sett fyrir 16 árum. Þetta er annað metið sem Ólöf Edda setur á skömmum tíma. Ólöf Edda á ekki langt að sækja sundhæfileikana en faðir hennar er Eðvarð Þór Eðvarðsson einn fremsti sundmaður sem þjóðin hef- ur átt og Íþróttmaður ársins árið 1986. iben@mbl.is Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni Góð Ólöf Edda Eðvarðsdóttir. Morgunblaðið/RAX Barist Eyþór Magnússon, Ragnar Hjaltested og Atli Ævar Ingólfsson berjast hart um knöttinn í viðureign HK og Stjörnunnar í Digranesi síðdegis í gær. Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is MARGRÉT Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður kvennalands- liðs Íslands í knattspyrnu frá upp- hafi, varð að fara meidd af velli eftir hálftíma leik gegn Frakklandi í und- ankeppni HM á laugardag þar sem Frakkar höfðu betur, 2:0. Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrir helgi á Margrét við meiðsli í lærum að stríða sem lýsa sér þannig að himnan utan um lærvöðva er of þröng og hún getur því ekki beitt sér sem skyldi. „Það kom okkur í opna skjöldu að hún þyrfti að fara út af svona snemma. Hún finnur alltaf fyrir þessum meiðslum en suma daga get- ur hún æft og spilað án þess að það skipti máli. Aðra daga er hún hins vegar viðþolslaus af sársauka og það var þannig í þessum leik,“ sagði Sig- urður Ragnar Eyjólfsson landsliðs- þjálfari í samtali við Morgunblaðið. Það er því óvíst hvort Margrét getur tekið þátt í leiknum við Norð- ur-Írland í Belfast á miðvikudag. „Þetta kemur líklega ekki í ljós fyrr en í upphitun á leikdegi. Við reynum eins og við getum að hafa hana klára í slaginn á miðvikudaginn en það er ekki víst að meðferð hjá sjúkraþjálfara hjálpi neitt við það. Þetta eru mjög sjaldgæf meiðsli sem virðast vera að hrjá hana en þau valda því að hún finnur oft mikið til þegar hún tekur spretti og slíkt. Hún er búin að æfa lítið undanfarið út af þessu og stefnir bara á að klára tímabilið með liði sínu, Kristianstad, áður en reynt verður að laga þetta. Það kom okkur samt sem áður á óvart hve slæm þessi meiðsli eru og við reiknuðum með að hún gæti spil- að þennan leik gegn Frökkum.“ Sigurður Ragnar gæti einnig þurft að vera án Söru Bjarkar Gunn- arsdóttur sem missti af Frakka- leiknum vegna veikinda en hún fór með hópnum til Belfast. „Sara er hægt og bítandi að jafna sig og vonandi verður hún búin að ná sér á miðvikudaginn. Við settum hana bara í einangrun ef svo má segja, enda er þetta bráðsmitandi flensa, þannig að hún borðar ekki með hópnum og sefur ein í herbergi og slíkt,“ sagði Sigurður Ragnar. Margrét og Sara ekki með?  Meiðsli hrjá Margréti Láru sem gæti misst af leiknum við N-Íra á miðvikudag  Fór sárþjáð af velli í leiknum gegn Frökkum  Sara í kapphlaupi við tímann Margrét Lára Viðarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.