Morgunblaðið - 26.10.2009, Page 2
„VIÐ vorum svolítið lengi í gang.
Þetta snérist bara um þolinmæði
hjá okkur, því við vissum að þær
myndu hanga svolítið á boltanum til
þess að gera okkur óþolinmóðar.
Þegar á leið þá var þetta bara
spurning um hvenær við myndum
stinga þær af,“ sagði Hrafnhildur
Ósk Skúladóttir, fyrirliði og marka-
hæsti leikmaður Vals, eftir stór-
sigur á ungu og efnilegu liðið HK,
36:18, í úrvalsdeild kvenna í hand-
knattleik í Digranesi í gær.
HK-liðið, sem hafði í gær á að
skipa sjö leikmönnum sem jafn-
framt leika með unglingaflokki,
hélt í við Val fyrstu 20 mínútur
leiksins í gær. Á lokakafla fyrri
hálfleik skellti hið sterka lið Vals í
lás og skoraði sjö síðustu mörk hálf-
leiksins. Staðan var 16:8, að honum
loknum og úrslitin svo gott sem
ráðin. Engu breytti þótt Valur
skipti helstu leikmönnum sínum út
af þegar á síðari hálfleikinn leið.
Hrafnhildir lauk lofsorði á hið unga
lið HK sem á svo sannarlega fram-
tíðina fyrir sér. Valur hefur þar
með hlotið sex stig úr þremur leikj-
um en HK er um miðja deild með
tvö stig að loknum þremur við-
ureignum.
Valur mætir Haukum í deildinni
á miðvikudaginn en Haukar eru
taplausir í öðru sæti með fjögur stig
eftir tvo leiki. Einu taplausu lið
deildarinnar mætast á miðvikudag-
inn á heimavelli Hauka.
„Það er mjög mikilvægur leikur
fyrir bæði lið, ekki síst okkur vegna
þess að okkur gekk illa gegn Hauk-
unum á síðasta keppnistímabili. Við
munum því leggja allt í sölurnar á
miðvikudaginn, það er afar mikil-
vægt, ekki bara fyrir stöðuna í
deildinni heldur einnig fyrir haus-
inn á okkur,“ sagði Hrafnhildur
Skúladóttir. iben@mbl.is
Fastar fyrir Heiðrún B. Helgadóttir
fékk óblíðar viðtökur hjá Hrafnhildi
Skúladóttur og Önnu Guðmundsd.
Stórsigur hjá Val sem
er taplaus á toppnum
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2009
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
SUNNA Jóns-
dóttir fór fyrir lið
Fylkis í leik liðs-
ins gegn KA/Þór
í N1-deild kvenna
á laugardaginn.
Sunna skoraði 7
mörk fyrir Ár-
bæjarliðið í 27:15
sigri á Akureyri.
Það var ljóst í
fyrri hálfleik að
yfirburðir Fylkis væru miklir en 6
mörk skildu liðin að í hálfleik, 14:8
fyrir Fylki. KA/Þór er án stiga eftir
þrjá leiki en KA/Þór stóð í liðum
Fram og FH í fyrstu tveimur leikj-
unum þar sem sóknarleikurinn var
mun betri en í leiknum á laugardag.
Emma Havin Sardardóttir skor-
aði 5 mörk fyrir KA/Þór en aðeins 6
leikmenn skoruðu fyrir Akureyr-
inga í leiknum.
Fylkir tapaði naumlega fyrir Ís-
landsmeistaraliði Hauka í fyrstu um-
ferð 25:23 á heimavelli og var þetta
fyrsti sigurleikur Fylkis á tíma-
bilinu. Sunna María Einarsdóttir lét
að sér kveða í sókninni ásamt nöfnu
sinni Jónsdóttur. Sunna María skor-
aði 6 mörk.
seth@mbl.is
„Sunnurnar“
úr Fylki sáu
um KA/Þór
Sunna María
Einarsdóttir
GUÐMUNDUR
Karlsson þjálfari
kvennaliðs FH í
handboltanum
verður eflaust
með áherslur á
úthald og þrek á
næstu vikum ef
marka má leik
liðsins á laug-
ardaginn gegn Ís-
landsmeistaraliði
Stjörnunnar. Aðeins þrjú mörk
skildu liðin að í hálfleik, 17:14, en
þegar leiknum var lokið hafði lið
Atla Hilmarssonar landað 15 marka
sigri, 40:25. Stjarnan er með 4 stig
eftir þrjár umferðir en liðið tapaði
18:17 í fyrstu umferð gegn Val.
FH er með 2 stig eftir 2 leiki en
Fimleikafélagið lagði KA/Þór í
fyrstu umferð.
Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 8
mörk fyrir Stjörnuna og stórskyttan
Alina Daniela Tamasan skoraði 7 en
Tamasan var áður með eftirnafnið
Petrache. Kristín Clausen skoraði 6
mörk fyrir meistaraliðið.
Ragnheiður Rósa Guðmunds-
dóttir skoraði 9 mörk fyrir FH og
var langatkvæðamest. Sigrún Gils-
dóttir skoraði 5. seth@mbl.is
Þrekæfingar
á dagskrá hjá
FH-ingum?
Elísabet
Gunnarsdóttir
VÍKINGUR er með lið í efstu deild
kvenna í handbolta í fyrsta sinn í
mörg ár og er ljóst að liðið þarf að
fá tíma til að sanna sig. Á laug-
ardaginn tapaði Víkingur stórt
gegn Fram, 44:13. Staðan í hálfleik
var 24:6. Víkingsliðið er ungt og í
markinu stóð 15 ára stúlka, Díana
Ágústsdóttir. Það er óhætt að segja
að Díana hafi haft nóg að gera í sín-
um fyrsta meistaraflokksleik. Guð-
ríður Ósk Jónsdóttir skoraði 5
mörk fyrir Víking sem tapaði 47:13
í 2. umferð gegn Val.
Anna María Guðmundsdóttir
skoraði 8 mörk fyrir Fram en 11
leikmenn komust á blað hjá Safa-
mýrarliðinu. seth@mbl.is
Ungt lið Vík-
ings þarf tíma
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
MIKLU munaði fyrir HK að
Valdimar Þórsson lék afar vel í
síðari hálfleik eftir að hafa ekki
verið svipur hjá sjón í þeim fyrri.
Valdimar sem lék veikur skoraði
níu af fjórtán mörkum liðsins í síð-
ari hálfleik og lagði grunninn að
nokkrum til viðbótar.
Patrekur Jóhannesson var von-
svikinn yfir að hafa tapað leiknum
og sagði sína menn hafa farið illa
að ráði sínu. „Við náðum fjögurra
marka forskoti í byrjun síðari hálf-
leik en vorum ekki nógu klókir í
framhaldinu,“ sagði Patrekur sem
einnig var óánægður með fram-
göngu dómarana. „Það voru
nokkrir hreint óskiljanlegir dómar
í lokin sem ég skil ekki. Það er
fúllt að þurfa að horfa upp á óskilj-
anlega dóma hvað eftir annað sem
nánast var hlegið að. Þetta minnti
mig svolítið á Þýskaland, erfiður
útivöllur, rólegt í húsinu og dóm-
gæslan ekki sanngjörn. En þrátt
fyrir þessa dómgæslu þá áttum við
að vinna leikinn, við fengum tæki-
færi til þess,“ sagði Patrekur.
„Það var erfið fæðing á þessum
sigri okkar. Sverrir Hermannsson
meiddist snemma leiks og Valdi-
mar veikur auk þess sem við erum
með nokkra menn meidda og ekki
alveg tilbúna í slaginn þótt ég hafi
teflt þeim fram,“ sagði Gunnar
Magnússon, þjálfari HK sem er
ánægður með stöðu liðsins í deild-
inni.
Morgunblaðið/RAX
Snjall Valdimar Fannar Þórsson kemur skoti á mark Stjörnunnar eftir að hafa snúið á Vilhjálm Halldórsson, Sverri Eyjólfsson og Þórólf Nielsen.
Valdimar fór á kostum
HK situr á toppi N1-deildar karla í
handknattleik taplaust eftir þrjár
umferðir að loknum sigri á Stjörn-
unni, 23:21, í Digranesi í gær. Stjarn-
an var yfir í hálfleik, 11:10, og hafði
frumkvæðið framan af síðari hálf-
leiks þegar leikmenn liðsins fóru illa
að ráði sínu hvað eftir annað í leik
sem verður vart lengi í minnum hafð-
ur fyrir að hafa verið vel leikinn.
Digranes, Íslandsmótið í handknatt-
leik, úrvalsdeild karla, N1 deildin,
sunnudaginn 25. okt 2009.
Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:1, 6:2,
7:10, 10:11, 10:14, 16.15, 16:18,
20:19, 21:21, 23:21.
Mörk HK: Valdimar Fannar Þórsson
9/3, Ragnar Hjaltested 6/2, Atli
Ævar Ingólfsson 3, Bjarki Már Gunn-
arsson 1, Hákon Bridde 1, Bjarki Már
Elísson 1, Ólafur Víðir Ólafsson 1/1,
Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson
10.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Stjörnunnar: Jón Arnar Jóns-
son 4, Kristján S. Kristjánsson 4,
Þórólfur Nielsen 4/2, Daníel Ein-
arsson 3, Sverrir Eyjólfsson 3, Vil-
hjálmur Halldórsson 2/1, Guð-
mundur S. Guðmundsson 1.
Varin skot: Roland Valur Eradze
22/1 (þar af 7 til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar
Guðjónsson, vantaði alla línu í dóm-
gæslu þeirra.
Áhorfendur: 200.
HK – Stjarnan 23:21
Morgunblaðið/RAX
Patrekur óhress með dómgæsluna
HK taplaust á toppnum