Morgunblaðið - 26.10.2009, Side 3

Morgunblaðið - 26.10.2009, Side 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2009 Föstudagur 30. okt. kl. 12.00-13.00 í E-sal Íþr.-miðstöðvar- innar í Laugardal. Tengsl afmælisdaga og árangurs í íþróttum – Ingi Þór Einarsson aðjúnkt við HÍ. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Uppl. í síma 460-1467 og á vidar@isi.is. Hádegisfundur ÍSÍ Sjá nánar á www.isi.is TROY Matteson er ekki þekktasti kylfing- urinn á PGA-atvinnumótaröðinni í golfi en hann á nú met sem mun eflaust standast tím- ans tönn. Matteson hafði aldrei leikið 18 holur á 61 höggi áður en Frys.com meistaramótið hófst á fimmtudaginn. Matteson hefur nú gert það tvívegis en hann lék á 61 höggi á öðrum og þriðja keppnisdegi.Hann verður þrítugur í nóvember og hefur einu sinni sigrað á PGA- móti. Steve Stricker átti PGA-mótsmetið eftir þrjá hringi, 123 högg, en það setti hann á Bob Hope meistaramótinu í janúar. Það voru fleiri kylfingar sem voru í sviðs- ljósinu á þriðja keppnisdegi. Nicholas Thomp- son lék 11. brautina á 2 höggum eða 3 höggum und- ir pari, en það heitir víst al- batros. Og Thompson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. braut sem er par 3. Tveir aðrir kylfingar fóru holu í höggi á mótinu þriðja keppnisdegi, báðir á 16. braut Ted Purdy notaði 5- járn og vann hann Merce- des Benz-bifreið. Chad Campbell kom aðeins síðar á teiginn og setti boltann ofan í holuna með 6-járni. seth@mbl.is Mótsmet, albatros og hola í höggi Troy Matteson ÞAÐ er óhætt að segja að sænski kylfing- urinn Michael Jonzon hafi gert allt rétt á síð- ustu stundu á lokadegi Castello meistara- mótsins í golfi í gær. Jonzon varð að enda í fyrsta eða öðru sæti á mótinu til þess að vera öruggur með að halda keppnisrétti sínum á næsta tímabili en hann hefur átt erfitt upp- dráttar á Evrópumótaröðinni á þessu tíma- bili. Jonzon gerði gott betur, því hann tryggði sér sigur með því að setja niður pútt fyrir fugli á síðustu holunni og er þetta fyrsti sigur hans í 12 ár á Evrópumótaröðinni. Martin Kaymer frá Þýskalandi endaði einu höggi á eftir Jonzon líkt og Christian Nilsson frá Svíþjóð. Jonzon, sem er 37 ára, var í 158. sæti peningalistans fyrir mótið á Spáni en 115. efstu halda keppnisrétti sínum á Evrópumótaröðinni. Hann virtist vera að missa ein- beitinguna á loka- hringnum þegar hann fékk skramba (+2) á 15. braut og skolla (+1) á þeirri næst síðustu. Hann setti hins- vegar niður um 6 metra langt pútt fyrir fugli á lokaholunni og tryggði sér sigur, 60 milljón kr. í verðlaunafé og tveggja ára keppnisrétt. seth@mbl.is Jonzon með stáltaugar á lokaholunni Michael Jonzon HK og KA áttust við í gær í Mi- kasa-deild karla og er óhætt að segja að þar hafi liðin boðið upp á miklar sviptingar. KA vann tvær fyrstu hrinurnar, 25:6 og 25:20. Kópavogsliðið náði að halda sér á floti með því að vinna þriðju hrin- una 25:22. Það virtist kveikja neista í gestunum, því HK vann einnig fjórðu hrinuna sem var spennandi, 25:23. Oddahrinan endaði 15:12 fyrir HK sem er nú á toppi deild- arinnar með 4 stig líkt og KA. HK hefur unnið fleiri hrinur og er því í efsta sæti. Stjarnan er í þriðja sæti með 2 stig og Þróttur R. á botninum með 0 stig. Stjarnan og Þróttur mætast í leik á þriðju- dagskvöld í Kennaraháskólanum kl. 20.30. seth@mbl.is Öruggt hjá HK gegn Fylki  Karlalið HK tyllti sér á toppinn í Mikasa-deild karla með góðum sigri gegn KA  Akureyringar komust í 2:0 en Kópavogsliðið svaraði í næstu þremur hrinum Morgunblaðið/RAX Vandræði Fyllkir sá ekki til sólar gegn HK í Mikasadeild kvenna á laugardaginn en þar hafði HK betur, 3:0. Íslandsmótið í blaki fer vel af stað en rúmlega 60 lið taka þátt í vetur í ýmsum deildum. Kvennaliðum fjölg- aði um þrjú í efstu deild. Á laugardag áttust við HK og Fylkir í Fagralundi í Kópavogi í efstu deild kvenna, Mi- kasadeildinni. HK sigraði nokkuð örugglega, 3:0, en hrinurnar fóru 25:18, 25:12 og 25:8. Arnar Jón Agn-arsson tryggði liði sínu EHV Aue eitt stig á útivelli þeg- ar hann jafnaði metin, 33:33, rétt áður en flautað var til leiksloka í viðureign liðsins við SG BBM Bietigheim á útivelli í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Arnar Jón var markahæstur leikmanna þess að þessu sinni með átta mörk. EHV Aue er í 10. sæti deildarinnar með 10 stig að loknum níu leikjum.    Í norðurhluta þýsku 2. deild-arinnar í handknattleik tapaði Ahlener SG, lið Ólafs Bjarka Ragn- arssonar fyrrverandi HK-manns, fyrir Bad Schwartau, 33:29, á úti- velli. Ólafur Bjarki skoraði þrjú mörk fyrir Ahlener SG sem situr í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig að loknum níu viðureignum, er tveimur stigum á eftir ASV Hamm og Vfl Potsdam.    Hreiðar Guð-mundsson, landsliðs- markvörður í handknattleik, stóð í marki TV Emsdetten síð- ustu fimm mín- útur leiksins við Wilhelms- havener í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar, og varði fjögur skot. TV Emsdetten vann auðveldan sigur á heimavelli, 34:22, er í fjórða sæti með 12 stig eftir átta leiki.    Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraðifjögur mörk og var tvisvar sinn- um vísað af leikvelli í tvær mínútur þegar Sönderjyske vann Ikast, 35:24, í næst efstu deild danska handknattleiksins. Sönderjyske er í öðru sæti deildarinnar.    Ítalinn Valent-ino Rossi varði heimsmeist- aratitilinn í vél- hjólakappakstri um helgina, GP. Þetta er í níunda sinn sem Rossi fagnar heims- meistaratitli í þessari grein en hann keppir fyrir Yamaha. Rossi varð fjórði í keppn- inni sem fram fór í Malasíu en það dugði til að verja titilinn. Fólk sport@mbl.is BARNAHÁTÍÐ fór fram í Laugar- dalnum þar sem að yngstu iðkend- urnir kepptu, en þeir eru úr 5. 6. og 7. flokki. Keppnin var að sjálfsögðu í aðalhlutverki hjá mörgum en einnig var hluti af ísnum nýttur fyrir þá sem vildu glíma við ýmsar þrautir á skautunum. Í Egilshöll skiptu kon- urnar sér í fjögur lið þar sem að fé- lagslínurnar voru þverbrotnar og þótti tilraunin heppnast vel. Flott tilþrif og fínir taktar á ísnum  Konurnar létu að sér kveða í blönduðum liðum í Egilshöll  Yngri keppendur áttu sviðið í Laugardalnum  Áköf keppni í bland við skemmtilegar þrautir Það var nóg um að vera á ísnum hjá íshokkíleikmönnum landsins um helgina. Konurnar létu að sér kveða í Egilshöll þar sem að keppt var með nýju fyrirkomulagi og börnin voru í aðalhlutverki á ísnum í Laugar- dalnum. Morgunblaðið/RAX Góðir Þeir gáfu ekkert eftir í leikjunum ungu strákarnir í Laugardalnum um helgina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.