Dýralíf - 01.09.1925, Síða 2

Dýralíf - 01.09.1925, Síða 2
2 DÝRALÍF veturna varir hann marga mánuði. Meðalaldur fiskiflugnanna er sagður mánuður (eftir að þær eru komnar úr púppuhylkinu) en menn vita til að pær hafi orðið 63 daga gamlar. Það sem hér heflr sagt verið, á við flskifluguna í Danmörku. Hér á iandi er hún sennilega töluverl lengur að klekjast út; púppusvefninn varir t. d. vafalaust allan veturinn. Af því flskiflugan gerir töluverðan skaða, væri nauðsynlegt að einhverjir vildu rannsaka lifnaðarhætti hennar hér; til pess þarí þolinmæöi og aðgætni, en engin fjárútlát. Fiskiflugan verpir stundum víunum i sár á mönnum og dýr- um og i nasaholur áveikum mönnum. Einkennilegt er, að í hvert skifti, sem flugan verpir, verða eilt eða tvö egg eftir inni í flug- unni, sem klekjast út þar, svo flugan fæðir 1 eða 2 lifandi unga. Fiskiflugan verpir ekki nema á eitthvert æti, en sé flugu með fullþroska egg, varnað um tíma, að komast á slikan stað, rifna eggin um leið og hún verpir, svo það verða spriklandi maðkar, en ekki egg, sem hún fæðir. Laxinn þ. e. sama tegund og er hér á lslandi (salmo salar) er í ám og fljótum báðumegin við Atlandshaf norðanvert. Ameriku megin við Atlandshaf er útbreiðslu svæði hans frá New York, norður á Labrador. í Grænlandi er hann aðeins í einstöku á, en nóg er þar af silungi. Evrópumegin er laxinn útbreiddur frá Gali iu á Spáni, til Petchorafljótsins á Norður-Rússlandi. Laxinn, sem er í ám sem renna í vatnið Vænir (Venern) í Sviþjóð er talinn sömu tegundar og okkar lax, en gengur ekki sem annar lax til sjávar; sama er að segja um laxinn í stóru vötnunum í Norður- Ameriku, sem St. Lawrencefljótið kemur úr. Fyrsti lnx í sjó ú, snðurhveli. í ám þeim, sem falla i norðurhluta Kyrrahafsins, (og inn- höf þess) eru nokkrar tegundir af laxi, og eru sumar þeirra stærri en okkar lax-tegund. Væri gaman að reyna eina slíka tegund í einni eða tveimur ám hér á íslandi; það mælti flytja frjóvguð hrogn hingað frá Ameríku. Á suðurhvcli jarðar, var enginn lax fyr en hann var þangað fluttur af mannavöldum, en það var ekki fyr en á öldinni sem leið. Voru þá ýmsar tegundir af laxi og silungi fluttar þangað t. d. var okkar laxtegund flult til Ástralíu og Nýja-Sjálands fyrir eilthvað sextiu árum, og er þar nú í mörg-

x

Dýralíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýralíf
https://timarit.is/publication/772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.