Dýralíf - 01.09.1925, Blaðsíða 5

Dýralíf - 01.09.1925, Blaðsíða 5
DÝRALÍF meö lafandi eyru. í Austur-Afríku eru kettir, sem eru meö stífum hárum, sem standa beint út. Er sagt aö varla sé hægt aö hugsa sér ólikari skepnur, svo náskyldar, sem þessa ketti, og hina lang- hærðu silkimjúku Angóraketti. í Síam eru til bláeugðir ketlir, sem einnig eru frábrugðnir flestum öðrum köttum að pví leyti, að auðvelt er að venja pá á að elta húsbónda sinn, eins og hund- ar gera. Það er álitið, að það hafi verið Forn-Egyptar sem fyrstir hafi tamið ketti. Myndin sýnir hvernig farfuglar eru merktir til þess að hægt verði að komast eftir ferðalagi peirra, ef þeir skyldu nást aftur. Merkið er alúminíumræma með einkennisstöfum og númeri. Ræman er beygð í hring um annan fót fuglsins, eins og sést á myndinni sem er af amerískum fugli, sem ekki er hér á landi, (Sjá greinina: Velrarvist farj'uglanna.) Fisltar í Kóngófljóti. Nýlega er lokið rannsókn á flskasafni úr Kongófljótfog þver- ám þess, alls um 6000 fiskum, er Afríkuleiðangur náttúrugripa- safnsins í New York hafði veitt á árunum 1909-15. Reyndust legundirnar ekki færri en 234 og 29 þeirra voru óþektar áður. Hér á landi eru aðeins flmm fiskategundir í ósöltu vatni: hornsíli, álar, Iax og tvær silungstegundir (menn eru nú horfnir frá því að murtan í Þingvallavatni sé sérstðk tegund). Kemur þessi mikli fjöldi tegunda í Kongó vel saman við þá almennu reglu, að dýrategundunum fækkar, því lengra sem dregur frá miðjarð- arlínu, en einstaklingar hverrar tegundar verða tiltölulega fleiri.

x

Dýralíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýralíf
https://timarit.is/publication/772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.