Dýralíf - 01.09.1925, Blaðsíða 7

Dýralíf - 01.09.1925, Blaðsíða 7
DÝRALÍF Hvcrnig vcrðor <1ýi*nlffid þá? í grein i »Nature« segir J. H. Jeans, aó eftir 1.500.000 miljónir ára verði rúmmál sólarinnar aðeins 9/io af því sem nú er, cn Ijósmagnið ekki nema '/l0 8f núverandi ljósmagni hennar. Jörðin verður þá lengur að fara kringum sólina, eða um 451 dag (eins og þeir eru nú) í stað 365 daga 5 stundir 18 minútur og 46 sekúndur, sem er nákvæmlega lengd ársins á vorum límum. Smávegis. — — Geografisk Tidskr. segir að afarmikið sé af fiski við Suður-pólslandið (Antarktica), sem Englendingar hafa slegið eign sinni á. Einnig er þar mikið af sel. -------Norðmenn ráða nú fyrir Svalbarða (Spitzbergen) sam- kvæmt urskurði stórveldanna. I-eir hafa nú gefið út lög um það, að á tímabilinu frá 1. maí til 30. sept. ár hvert, skuli hreindýr og ísbirnir, refir og rostungar vera friðaðir á Svalbarða. — — Stærstu St. Bernharðs hundarnir eru hérumbil sex sinnum lengri en minstu japönsku kelturakkarnir og tvö hundr- uð sinnum þyngri. -------Mennirnir geta ekki synt nema að þeir hafi lært það, en flest spendýr geta gert það af eðlishvötum. Mannaparnir, þ. e. órangútanar gorillur sjimpansar og gibbonar eru þó undantekn- ing, og líkir mönnunum aó þessu leyti, þó lægri apategundir geli synt, án þess að hafa lært það. (Metchnikoff). -------Pað eru nú tvær aldir síðan gullfiskar fluttust híngað til álfu frá Kína. en þeir eru ræklitegund, sem Kinverjar hafa haft um langan aldur. Hér í Evrópu helur gullfiskum vlða verið slept í ár og fljót og auka þar kyn sitt. Gullfiskar eru i ýmsum vötnum í Danmörku, en einkum þrifast þeir vel í Suður-Evrópu. -------í Norður-Amerfku eru 2514 spendýrategundir er menn þekkjasemsérstakar tegundir, en altaf eru að finnast fleiri. Mikill hluti af þessum fjðlda eru smá nagdýr. -------í Finnlandi hafa nú verið friðaðir algerlcga þessir fuglar: Allir vaðfuglar, kríur, svanir, lundar, æðarkollur og ungar þeirra (en blikar ekki nema nokkurn tíma). ~ Frakkar hafa gefið út lög um að selir og ræðarar (peng- úinar) skuli friðaðir alt árið á Crozet og Kerguelen eyjaklösunum og á Amsterdam og St. Paul eyjunum (allar syðst í Indlandshafi). Eftirlitsskip frá Madagaskar á að sjá um að friðunarlögunum sé hlýtt. -------Austræni Ioðselurinn (Arctocephalus australis) sem eilt sinn var mikið af á Kerguelen og fleiri eyjum, er sagður

x

Dýralíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýralíf
https://timarit.is/publication/772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.