Dýralíf - 01.09.1925, Blaðsíða 8

Dýralíf - 01.09.1925, Blaðsíða 8
8 DÝRALÍF uppræltur par og ef til vill alveg útdauóur. En af af sæfílnum sem er stærsta selategund heimsins (stærri en rostungur) hvaö eitthvað vera eftir af á ofannefndum eyjum. -----Um morguninn p. 2 febrúar fanst lifandi haftirðill í barnaskólaportinu í Rvík. Var farið með hann niður að höfn. Par staðnæmdist hann lítið eitt, meðan hann var að laga sig til, hélt svo til sjós. -----Haftirðillinn verpir í Grimsey, en ekki annarsstaðar hér við land, að menn viti pað fyrir visL En pað er lialdið að hann verpi i Látrabjargí, af pví hann sést par í nánd, bæði vetur og sumar. -----Frá Grænlandi kemur á hverjum vetri töluvert af haftirðlum til norðurlandsins, en til suðurlandsins koma peir sjaldan. Haftirðillinn er mjög líkur álkunni, en mikið minni, ekki stærri en pröstur. -----í ofviðrinu 8. febrúar náði drengur í snjótitling og setti í búr. En titlingurinn undi sér par illa, hamaðist fram og aftur um búrið, í hvert skifti sem komið var að pvi. Var pá reynt að láta spegil inn í búrið og pá brá svo viö, að fuglinn varð mikið rólegri. Pað var auðséð að honuin fanst hann ekki vera einn lengur. -----Lundi er sá fugl, sem mest veiðist af í Færeyjum, ár- lega um V* milljón. Meðalveiði (i háf) er 300 á dag, en fyrir kemur að einn maður fær alt að 1000. -----Holurnar sem lundinn grefur til pess að verpa i, eru að meðaltali um einn meter á lengd. Færeyingurinn Sverre Patursson, sem skrifað hefur um lundann, segir að auka megi lundavarp með pví að gera holur, nógu djúpar til pess lundinn geti horfið inn í pær, hann grafi svo pað sem á vantar. Dý 7 V Sí 1 í f kemur út 9 sinnum á ári (mánaðarlega nema y l Ctll 1 sumarmánuðina). Flytur fræðandi og skemtandi smágreinar, aðallega um líf dýra. Árgangur 2 krónur, greiðist, fyrirfram. Utsölumenn út um sveitir óskast. Utanáskrift til blaðs- sins: Dýralíf, Austurstræti 1, Reykjavík. Nature besta og frægasta náttúrufræðrit heimsins. Kemur út vikulega (á ensku.) Ársfjórðungur koslar á íslandi 16 shillings. Ómissandi á öllum bókasöfnum. Ritstjóri: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg b.f.

x

Dýralíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýralíf
https://timarit.is/publication/772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.