Vitinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vitinn - 25.08.1939, Qupperneq 2

Vitinn - 25.08.1939, Qupperneq 2
2 Föstutdaginn 25. ágúst 1939. Frá þjóðhátíðinni 1939. VITINN HUGSJÓNABLAÐ MEÐ MYNDUM BLÚSSAR ANNAN HVORN FÖSTUDAG RITSTJÓRI: ÁRNI GUÐMUNDSSON ísafoldarprentsmiðja h.f. EYJABÁLKUR Fyrsti vélbátur, sem kom til Vestmannaeyja, hét „Eros“. Það var 1904. Bátur þessi var aðeins 4 smálestir að stærð, og reyndist illa, gekk t. d. aldrei um vetrarvertíð. 1906 gengu héðan 2 vélbátar, en 1907 voru þeir orðnir 18. Fyrsta björgunar- og strand- varnaskip, er íslendingar eign- uðust, kom til Vestmannaeyja 25. marz 1920. Það var „Þór“, sem Björgunarfélag Vestm.eyja hafði fest kaup á í Danmörku. Kostaði skipið 270 þús. kr. Áttavitar voru fyrst notaðir í Vestm.eyjum um 1870. Voru þeir mjög fábrotnir, eða aðeins segulnál, sem lék á oddi. En um 1906 komu spíritusáttavitarnir fyrst til sögunnar. Eitthvað munu Vestm.eying- ar hafa notað línu (lóðir) á 15. og 16. öld, en brátt lagt hana niður aftur. Voru svo handfær- in eingöngu notuð, allt fram til 1897, að Magnús Guðmundsson Margir kviðu fyrir þjóðhátíð- inni, sem vonlegt var. Það var nú fyrst og fremst hið voðalega Verzlunarmannafélag, sem mikl- ar sögur gengu um. Mynduðust um það ýmsar þjóðsögur, svo sem að 1000 stykki af þessum voðamönnum hefðu pantað hér tjaldstæði o. fl. Þetta fór þó allt bærilega, því að þeir, sem fóru yfir punktinn, dóu ósköp kurteis- lega uppi um brekkur, eða ann- ars staðar, þar sem þeir trufl- uðu ekki umferðina. Og óspekt- ir gerðu þeir engar. Virðist oss því, þrátt fyrir allt, að þetta blessað fólk sé bara eins og fólk gerist og gengur. — Þá var halastjarnan, sem átti að koma 4. ágúst og valda óveðr- um miklum, en í blóra við stjörnufræðingana hefur hún annaðhvort breytt um kúrs — eða þá dregið eitthvað að sér halann. A. m. k. kom hún ekki að neinu tjóni. Loks var svo hin herfilega Labrador-lægð, sem var að mjakast hér heimundir, dagana fyrir þjóðhátíðina. Þó dró það heldur úr kvíðanum, þegar merkismaður einn í bænum upp- lýsti það, að Labrador væri á Suður-ítalíu og varla færi lægð- arskömmin að flækjast alla leið hingað. Þrátt fyrir það lentum á Vesturhúsum lagði hér línu 10. apríl það ár. Fyrstu árin var línan dregin af handafli, eða þar til 1910, að fyrstu línuspil- in komu í báta hér. Fyrsta tilraun með dragnót hér við Eyjar gerði Gísli Magn- ússon í Skálholti um 1920. Þorsteinn Jónsson í Laufási við í lægðinni, en sluppum þó mjög billega, svo sem kunnugt er. í dalnum var umhorfs líkt og vant er, nema hvað vitabygg- ing fögur stóð á kletti ofan við ræðupallinn. Var hann þar, að voru viti, til þess að forða mönnum frá ýmsum óvitaskap, sem þeir lenda stundum í, við þetta tækifæri. Þrátt fyrir vit- ann strönduðu þó nokkrir, en náðust allir út (þ. e. upp — og heim) fyrir sunnudagsmorgun. Á laugardagskvöldið sýndu skátar listir sínar. M. a. sýndu þeir mjög fallega, hvernig á að falla í yfirlið — og vekja menn við aftur, enn fremur hraðtjöld- un o. m. fl„ sem gerði mikla lukku. Hátalarinn var ýmist þegj- andi hás eða með hiksta. Hikst- ann hafði hann fyrri daginn, en hæsina þann seinni. Var hann þá skírður upp og nefndur „lág- talari“. — Eitthvað var verið að tala um „fluguveiðara“ í sambandi við steypta pallinn, og ku fólk hafa viljað límast við hann. Má vera, að einhverjir strákarnir hafi fengið þá flugu í höfuðið, að kannske mætti veiða þannig eitthvað af Reykjavíkurdömun- um, og halda þeim eftir. reyndi fyrstur manna að nota net til þorskveiða hér, en heppn- aðist ekki. 17. marz 1916 lagði bátur héðan úr Eyjum þorska- net og tókst vel. Er vertíðin 1916 talin fyrsta netavertíð hér í Eyjum. Næstu 3 árin á undan hafði þó norskur maður, För- land, reynt hér þorskanet og heppnaðist vel.

x

Vitinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vitinn
https://timarit.is/publication/777

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.