Þættir úr dagbók lífsins - 25.01.1931, Blaðsíða 2

Þættir úr dagbók lífsins - 25.01.1931, Blaðsíða 2
2 ÞÆTTIR IJR DAGBÓK LÍFSINS Frá Kleppi til Canada. Ilér að ofan Dirtisl mynd, sem tekin var 1. ágúst hátíðarsumarið. Var hún notuð á vegabréf mitt til Bandaríkj- anna. Eins og mörgum er kunnugt, fór eg þessa l'erð. Er sú ferðasaga mjög skemtileg og æfintýrarík. Þá sögu set ekki hér alla. Hún mun birt- ast í smábæklingi, er cg hefi i hyggju að gefa út. Eu þær upplýsingar get eg gefið, að eg komst til Quebec í Can- ada — þar var eg í 8 daga — og þá 8 daga alla var eg í innflytjenda- fangelsinu þar, ásamt 7 Islendingum er ætluðu sömu leið og cg Iiafði ætlað mcr að fara. Mér sncrist liugur i fang- elsinu. Eg fann að íslenska þjóðin mátti ekki missa neinn af sonum sín- um — og eg er einn þeirra. — Hlakk- aði eg mjög mikið til að koma aftur heim til ættjarðarinnar, konu og barna, háaldraðs föður og mörgu svstkina. — Þetta fólk tók vel á móti mér, en „gylti skrillinn“ hefir unnið á mér, eins og hann gat. Eg hefi verið ofsóttur og hundeltur, og virðist eins og geðvcikisofsóknaræði liafi gripið ýmsa af þeim, er hæst hcra á islenska valdahimninum. .7. M. G. I fangelsi (!) f grein hér að framan segi eg ofur- lítið frá för minni til Canada. Mynd sú, er að ofan sést, er tekin í Canada. Eg heimsótti bandaríkska ræðismanns- ins i Quebec, til að fá áritun lians á vegabréf mitt lil Spanisli Fork í Utha. Ræðismaðurinn sagði, að eg skyldi láta taka af mér eina mynd, því að hana vantaði, til þess að pappirar minir væru löglegir. Fór eg því 13. ágúst til La-Glass, fransks myndasmiðs, og tók hann af mér þessa míynd og koslaði hún 2 dollara. Fór eg siðan á ræðis- mannsskrifstofuna aftur mcð mvnd- ina, en eftir góðrar stundar bið kvaddi ræðismaðurinn mig lil viðtals og spurði mig ýmsra spurnlnga, en sagði mér, að eg yrði að hafa 500 dollara í lófanum, ef eg vildi fá að halda lengra. Eg kvaðst ekki liafa meir af þessum „almáttugu dollurum“, sökum þess að skipafélagið „Canadian Paci- fic“ og Eimskipafélag íslands liefðu gefið okkur ]iær upplýsingar, að við þyrftum að liafa með okkur öll vott- orð og 50 dollara i peningum og 10 dollara til konsúls fyrir áritun, er við færum yfir landamæri Bandaríkjanna. Út af þessu varð mikið þóf, sem eg geymi að segja frá. Frændi konu minn-

x

Þættir úr dagbók lífsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þættir úr dagbók lífsins
https://timarit.is/publication/779

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.