Þættir úr dagbók lífsins - 25.01.1931, Blaðsíða 8

Þættir úr dagbók lífsins - 25.01.1931, Blaðsíða 8
8 ÞÆTTIR ÚR DAGBÓK LÍFSINS hafa i frammi annað cn hcilagan sann- lcika. Því ég var á Iíleppi, er dr. Helgi Tómasson var rekinn, og hr. Ólafur Thorlacius tók við; og einnig er hr. Lárus Jónsson tók við af Ólafi Tlior- lacius, og er mér manna kunnugast um allar þær hlaðagreinar, sem um málið hafa verið skrifaðar. En ég ])oli ekki, að það sé logið upp á neinn, hvort sem það er heldur ihaldsmaður, fram- sóknarmaður, jafnaðarmaður, kom- múnisti eða lireinn og heinn sjálfstæð- ismaður. Og að endingu vil ég hiðja fyrir sjúklingunum og þjóðarinnar hönd, o ghljóðar sú bæn þannig: Algóði, himneski faðir, sem rikir bæði i þessum lieimi og öðrum, hjálp- aðu okkur, sem heilbrigðir erum, til þess að hjálpa þeim, sem sjúkir eru, og mæðast undir þungri byrði. Kæri, faðir, láttu ísl. þjóðina greiða skuld sina á þessu ári, er hún skuldar frá liðna ár- inu 1930, þvi að sannarlega eru það mennirnir, sem liafa steypt hinu unga, 12 ára gamla ísl. ríki svo djúpt, sem það er sokkið; það er skylda okkar, að hjálpa sem bræður og systur, til að létta þessum óhróðri og hinum þunga bagga, af þjóðinni, sem hin ísl. saur- blöð iiafa stofnað henni í, og nefni ég ekki neitt sérstakt blað, því þau liafa verið öll fullkomlega samtaka í þeirri grein, með hinu „pólitíska“ skvaldri, gegn andstæðingum sínum, hvert fyrir sig, og ætti liver þjóð að skammast sin fyrir að niðurníða land og þjóð með illum og Ijótum skrifum, um helstu menn þjóðar sinnar.“ Og geri ég það því að tillögu minni, að rikisstjórnin taki fljótlega í taum- ana og láti ekki þenna ágæta spítala: „Nýja-Klepp“, standa tóman eða því sem næst, sökum vönlunar á hæfum lækni, er kunni að starfrækja hann með viti. Og verður því Læknafélag íslands og ríkisstjórnin að koma sér saman um, að starfrækja spítalann, án nokkurra flokkadrátta, og það tafar- laust. Og að endingu vil ég, að feng- inni reynslu, benda á, að það verði hvorki dr. Helgi Tómasson né lir. Lár- us Jónsson, sem verði neitt við þenna spitala riðnir. Byrjum nú nýtt ár, og nýtt lif, og látum ekki árið 1931 verða okkur eins til skammar í erlendum Idöðum og árið 1930. — Þar las ég, að við hefðum vitlausan dómsmálaráð- herra, hefðum ætlað að myrða konung vorn á Þingvöllum s.l. sumar, og enn- fremur, að Þjóðbankinn væri á hausn- um. — Varð ég að svara þessu öllu saman á bjagaðri ensku, að alt þetta væri tilhæfulaust. Með vinsemd og virðinu, Magnús Guðmundsson, bakarameistari. Bréf tli Lárnsar Jónssonar. Eg ]>akka yður fyrir vottorðið, sem þér hafið sent lögreglustj. í Reykjavík og dagsett er 21. janúar 1931. Eg verð að dæma með mínunx vitlausa haus, eins og aðrir sleggjudómarar. Og því dæmist rétt að vera, að mænuásinn i yður muni vera farinn að skrölta af Tikarbranda-leysi, þar sem þér ekki einu sinni gctið skrifað nafn mitt rétt. Við hittumst seinna á vígvellinum. J. M. G. Bréf til sr. Ölafs Ölafssonar. Kæri fermingar- og giftingar-faðir! Eg ætla að þakl<a þér fyrir heim komuna í Nýja Klepp, fyrir sjúkling- anna hönd og fyrir þá guðsgjöf, er þú jóst úr skjóðu þinni, en því miður get ég ekki ])akkað fyrir mína liönd eða fyrir þá sjúklinga. sem læstir voru rneð lásum. -Eg bað þig, að lesa upp kafla úr Bjarma, þingsetningarræðu séra Bjarna Jónssonar, frá 11. des. 1917, en þú neitaðir sunnudaginn 1(5. nóv. 1930. J. M. G. FJELAQSPRENTSMIÐJAN

x

Þættir úr dagbók lífsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þættir úr dagbók lífsins
https://timarit.is/publication/779

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.