Þjóðvinurinn - 13.10.1926, Blaðsíða 1

Þjóðvinurinn - 13.10.1926, Blaðsíða 1
ÞJQÐVINUR i Ritstjóri og útgefandi: Jóhann Sch. Jóhannesson. ' H I. árg. Akureyri 13. október 1926. 1. tbl. Ávarp. Það þarf ekki langan formála fyrir lítilli bók, segir máltœkið, og á það við þetta litla blað, sem nú hefur göngu sína í fyrsta sinn. Ýmsum finst líklega aS það sje að bera í bakkafullan lœkinn, að gefa út fleiri blöð en nú er gert. En þegar betur er aðgœil sj'est, að blöð- in eru yfirleitt smávaxin og annað, sem verra er, að þau eru flest stétta- blöð, sem bera aðeins fýrir brjóstinu heill vissra stjetta. Auka þau því mörg hinn óheppilega stjettaríg, og reka fleyga stjettarígs og sundrung- . aranda dýpra og dýpra inn í með- vitund þjóðarinnar. Þetta blað á ekki að vera málgagn neinnar vissrar stjettar. Það vill llta jafn sanngjörnum augum yfir alt þjóðfjelagið og láta alla njóta sann- mœlis, og þjóðina vantar einmitt slík blöð. Það vill sameina þjoð- ina en ekki 'sundra henni. Blaðið mun flytja frumsamdar og þýddar greinar, Ijóð, smásögur og frjettir, ef því endist aldur til. Inn- an skams birtist í því dálítil ferða- saga efiir útgefandann úr utanför til Danmerkur og Noregs. Og yfir- leitt verður reynt til þess að gera blaðið fróðlegt og skemtilegt. I stjórnmálum fylgir það stefnu íhaldsflokksins. Ihaldsflokkurinn. Enginn stjórnmálaflokkur í land- inu er atyrtur eins mikið og íhalds- flokkurinn. Einn andstæðingur hans sagði hjer á fundi í fyrra, að hann væri á móti öllu góðu. Álíka óvit- urlegum og ósanngjörnum ummæl- um rignir yfir hann. Bölvað íhaldið eða afturhaldið, segja menn. Þegar eitthvað fer miður í þjóðmálunum, segja andstæðingarnir að alt sje það verk íhaldsins. Sá, sem þetta ritar, er einn af þeim mönnum, sem telja fhalds- flokkinn besta stjórnmálaflokk lands- ins. Og skal nú farið nokkrum orðum um hann. Það má segja, að nafnið íhalds- flokkur sje ekki að öllu ieyti heppi- legt eða rjett valið. Pað var tekið með tilliti til fjárhagslegrar viðreisn- ar og andstöðu á móti óhollum byltingastefnum. Annars er flokk- urinn bæði frjálslyndur og styður hverskonar framfarir, svo að íhalds- nafnið á þar illa við. Hefði verið heppilegra að nefna hann viðreisn- arflokk, frjálslynda flokkinn (því að hann er á móti öllu ófrelsi) eða eitt- hvað því um líkt. En nafnið ætti ekki að hafa svo mikið að segja. Menn eiga að líta á verkin, en ekki nafnið. Og óþarft er, að nöfn stjórn- málaflokka sjeu mjög skrumkend. íhaldsflokkurinn er ekki stjetta- flokkur. í honum eru menn úr öll- um stjettum: embættismenn, kaup- menn, bændur og verkamenn. Þar fylkja menn sjer utan um mál og hugsjónir, en flokkast ekki eftir stjett eða stöðu. Er það pví rang- nefni, að nefna hann kaupmanna- flokk, og þá, sem hann fylla, kaup- mannasinna. Stefnuskrá íhaldsflokksins er f þrem greinum: 1. Fjárhagsleg viðreisn landsins. 2. Efling allra atvinnuvega. 3. Að styðja almenna mentun, vís- indi og listir. Það sjest á stefnuskránni, að hugsað er um allar stjettir. Engan á að bera fyrír borð. Það er ekki meining þessa flokks, að gera neinn hluta þjóðarinnar að olnbogabörn- um eða níðast á neinum flokki manna eða stjett hvað gjöld snertir, eða neita neinum um styrk, sem vijl bjargast áfram, hvort sem hann er bóndi, verkamaður eða útgerðar- maður. í engum flokki eru eins margir framtakssamir menn eins og íhalds- flokknum. í honum eru flestir út- gerðarmenn landsins og atvinnurek- endur (að sumum bændum undan- skildum). Og það er fje frá þeim. sem mest og best hefir forðað land- inu frá fjárhagslegu hruni og gert það kleift, að verja fje til ýmsra framkvæmda og menningarbóta fyrir almenning. Það þurfti sterkt átak til að forða landinu frá fjárhagslegu hruni. Hefir íhaldsstjórnin verið ásökuð mjög fyrir þungar álögur. Hafa andstæð- ingarnir kvartað undan því, hve al- þýða hefir orðið að borga mikið og tekjur ríkissjóðs farið mjög fram úr áætlun. En síst ættu menn að harma það, hve mikið hefirborgast af skuldunum. Og nú er farið að ljetta byrðunum af bökum almenn- ings. Eiga allir þakkir fyrir það, hve drengilega og möglunarlaust þeir hafa borið hin þungu gjöld. Enda hafa tvö undanfarin ár verið mikil veltiár. Pá hefir stjórn íhaldsflokksins

x

Þjóðvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvinurinn
https://timarit.is/publication/780

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.