Þjóðvinurinn - 13.10.1926, Blaðsíða 2

Þjóðvinurinn - 13.10.1926, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVINURINN verið núið því mjög um nasir, hve mikið hún hafi gefið einstökum mönnum eftir af skuldum, t. d. tog- arafjelaginu »Kári« o. fl. En þetta kemur t'yrir í ölium löndum, að óhöpp henda atvinnurekendur og einstaka menn fara um. Og þó að bankar hafi gefið nokkrum upp skuldir, er það eðlilegt. Peir Hfa á atvinnurekendum og þeim, sem staría með fjeð. Mótstöðumönnum íhaldsflokks- ins finst mörgum of lítið lagt á þá ríku. Segja þeim hlíft meira en vera ber. En af öllu má of mikið gera. Og illa væri það farið, ef enginn fengi að eignast neitt. Pví að fje efnamanna er að miklu leyti sá höfuðstóll, sem notaður er til að reka með atvinnufyrirlækin. Pegar banki lánar manni fje til að kaupa fyrir skip, veitir eigandi skipsins mörgum vinnu, sem ann- ars hefðu máske ekkert að gera. í Danmörku hafa nokkrir efnamenn yfirgefið landið vegna of mikilla skatta til þess opinbera, t. d. ekkja Otto Mönsteds o. fl. íhaldsmenn borga ekki hærri laun heldur en aðrir eða bruðla meira með fje. Forsprakka andstæðinga- flokkanna velgir ekki við háum launum og verða margir þeirra vel efnaðir menn á fáum árum. Út á við berast þeir líka mikið á, þó að þeir sjeu ekki eins eyðslusamir og Krassin, sendiherra Rússa í París. Hann eyddi 10 þús. frönkum í blóm á borðin hjá sjer í veislu á nýárs- dag 1924. En hann er fulltrúi ör- eiganna. Ekki er hann íhaldsmaður. Jafnaðarmenn skammamjögíhalds- menn fyrir það, að þeir sjeu með kapítalmyndun, Kalla þá auðvalds- sinna o. s. frv. Er það mjög óeðli- legt, að heyra íslendinga kvarta um það, þó að við eigum nokkra efn- aða menn, þar sem fátækt og ræfils- háttur hefir elt þessa þjóð eins og skuggi um langan aldur. Og nú, þegar við erum að komast úr hinni fjárhagslegu bóndabeygju, er það að verða talið skammáryrði að óska eftir, að menn verði efnaðir. Ihaldsflokkurinn er á móti öllum stjettaríg. Hann hugsar jafnt um sveitir og bæi. Hann er með rækt- un landsins og menningu þjóðar- innar. En rígur sá, sem nú er að myndast á milli sveita og kaupstaða, er óheilbrigður og óheillavænlegur. Er hann sprottinn af tilverknaði nokkurra stjórnmálamanna, en ekki sjálfsögð afleiðing af neinum mis- rjetti. Pví að það er ekki að búast við því, að bændur fái vinnukraft- inn fyrir ekki neitt eins og í gamla da'ga. Og þegar ýmsir menn hafa svo þúsundum skiftir árlega með því að stunda sjó, væri það óvitur- legt að ætlast til þess, að þeir færu í vinnumensku fyrir örlítið kaup í sveit. Bæirnir íslensku eru ekki svo stórir, að nein hætta stafi af. Og órjett er að kalla þá spillingarbæli, eins og sumir gera. Ritstjóri Al- •þýðublaðsins viðurkennir það líka í greininni »7 landa sýn«, að öll menning verði stórfeldari í fjöl- menni. íhaldsflokkurinn er frjálslyndur. Hann vill lofa mönnum að vera þar, sem þeim best Iíkar. Hann er á móti átthagaböndum, einkasölu og öllu ófrelsi. Hann hyllir öll mann- rjettindi og vill láta alla vera jafna fyrir lögunum. Hann ann allri ment- un. Mótstöðumenn hans þykjast viija hlúa að fræðslu almennings meira en hann. En það er ekki rjett. Hann er með skólaskyldu barna og með stofnun nýrra skóla eftir því sem hægt er. Hann er með auknum iðnaði, bættum samgöng- um á sjó og landi. í íhaldsflokknum eru margir bestu stjórnmálamenn landsins. Má í því sambandi nefna fjármálaráðherra Jón Porláksson, sem bæði er vitur mað- Ur, víðsýnn og sanngjarn. Væri, þjóðinni það mikið tjón, ef hann færi úr stjórn landsins. Segja fróðir menn og hygnir, að ekki sje í landi hjer heppilegri maður en hann til að fara með fjármálin. Og mun það satt vera. Er það einkennilegt, hve andstæðingar meta Iítils störf hans. Og sýnir það, hve stjórn- málabarátta okkar er harðvítug og ósanngirnin mikil. Verður hjá mörg- um alt að víkja fyrir flokksofstæki og valdafíkn. Enginn flokkur er eins sanngjarn og íhaldsflokkurinn. Sá flokkur lætur menn best njóta sannmælis. Enginn flokkurinn er eins vel fall- inn til að fara með stjórn landsins. Pess vegna kjósa allir rjettsýnir menn þingmenn úr þeim flokki, svo marga, sem hægt erv Frambjóðendur land kjörslista. AUir vita að íslendingar hafa iengst af kosið úrvalsmenn að vitsmunum og mentun til að skipa þann virðulega og vandasama se?s að sitja á þingi. En nú er þetta að breytast. Sumir stjórnmálaflokkar þessa lands hika ekki við að tefla fram reglulegum stjórn- málaskussum, ef þeir eru nógu blindír flokksmenn. Pó er það einn f!okkurr sem alt af sjer um að bjóða þjóðinni aðeins ágætis þingmannsefni. Og það er íhaldsflokkurinn. Á framboðslista þessa flokks tíl land- kjörsins 1. vetrardag eru sem kunn- ugt er, Jónas læknir á Sauðárkróki og Einar Helgason garðyrkjufræðingur í Reykjavík. Báðir landskurmir ágætis- menn. Andstæðingarnir geta ekkert fundið Jónast til lasts annað en það, að hann hafi á Hólafundinum í fyrra sagt á þá leið, að hann væri nú lík- lega ekki eins fróður í stjórnmálum eins og nafni hans frá Hriflu. Pessi orð geta vel verið sögð í gamni, ef hann hefir nokkurntíma sagt þau. Og váeri það nokkuð saknæmt þö að stjórn- málamennirnir teldu sig ekki alvitra? Jeg býst við að mörgum leiðist grobb sumra þeirra. Og það er áreiðanlegt að þroski Jónasar læknis, þekking hans á iar.dsmálum og víðsýni hans er meiri en Jónanna beggja sem á and- stæðingalistanum eru. Eða er nokkur svo óvitur að álíta hann þeim ekki snjallari? Og gæti nokkur verið á- nægður með Alþing íslendinga ef það skipuðu ekki meiri menn en Jón frá Ystafelli og Jón Sambandsendurskoð- andi?

x

Þjóðvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvinurinn
https://timarit.is/publication/780

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.