Þjóðvinurinn - 13.10.1926, Blaðsíða 3

Þjóðvinurinn - 13.10.1926, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVINURINN 3 ÞJÓÐVINURINN =5 P 1 kemur út á miðvikudögum fyrst 1 — f um sinn f ]=. ' h s Afgreiðsla blaðsins er hjá W j Sveini kaupm. Sigurjónssyni. j I Seldur í lausasölu á 10 au. blaðið. X SSS BSS =r 0 Ríkisrekstur og einkasala. Þelta eru áhugamál jafnaðarmanna og sumra úr Framsóknarílokknum. Um rákissrekstur er það að segja, að að hann hefir gefist illa hjer á landi. ^llir muna eftir rekstri Tjörnessnám- unnar og kartöfluræktinni syðra. Hvort- tveggja fór á hausinn. Að taka af eigendunum framleiðslutækin og gera alla að þjónum þess opinbera, kippir mjög úr áhuganum og gerir menn að ósjálfstæðum vinr.umönnum í stað frjálsra vinnuveitenda. Ýmsir halda því fram, að meiri ábyrgð fylgi því að staifa fyrir ríkissjóðinn. En svo er ekki. Menn álíta bak hans svo breitt, að óhælt sje að vera beimtufrekur og slá slöku við. Þegar metm eiga fram- leiðslutækin sjálfir, verður áhuginn meiri. Þeir framkvæmdastjórar, sem ríkið setti, yrðu ekki betri en þeir, sem nú stjórna atvinnurekstrinum. Afli yxi ekki við ríkisreksfur nje markaður yrði betri. Menn gera nú það sem hægt er til að fá nýja markaði. Hitt er skylda þess opinbera, að styrkja allar atvinnubætur. Enda vaxa tekjur ríkissjóðs við aukna framleiðslu. Um einkasöluna er það að segja, að margir athuga það ekki, er þeir tala um gróða af henni í ríkissjóðinn, að atvinna borgaranna (þeirra sem versla) minkar. Þessvegna batnar ekki fjárhagur landsmanna við einkasölu, heldur rennur fjeð í annan vasa, vasa ríkissjóðs. Öðru máli er að gegna, ef hið opinbera hefði sett á stofn nýjar verksmiðjur, sem bæru sig vel veittu mönnum vinnu. Það var ný atvinna, ný framleiðsla. Ýmsar þjóðir hverfa nú frá einkasöluhugmyndinni Norðmenn hafa líka t. d. nýlega af- numið ríkiseinkasölu á korni. Margir merkir jafnaðarmenn erlendis, svo sem Stauning forsætisráðherra Dana eru á móti einkasölu. Er lítt skiljanlegt dá- læti margra íslendinga á þessu tvennu ríkisrekstri og einkasölu. Virðast þeir, sem þessu fylgja, hylla hina gömlu tima og úrelta hugsunarhátt að alþýð- an eigi að vera ábyrgðarlausir vinnu- menn þess opinbara, þar sem nokkrir höfðingjar hafa öll völdin og ráði rekstri atvinnuveganna og allri verslun. En auðvitað eiga þessir fáu stjórnendur að vera úr flokki jafnaðarmanna og Framsóknarflokknum. Og þá er ekki hætta á mistökunum! Símfrjettir. Jón Sigurðsson frámbjóðandi lands- kjörsins hjelt lokaðan fund i Hafnar- firði i gœrkveldi með jafnaðarmönnum og Bolsum. I dag œtlar hann og fónas frá Hriflu austur yfir fjall og halda þar fundi. Einhverjir úr Ihalds- flokknum i Reykjavik œtla að mœta á þeim fundum. Morgunblaðið i dag skorar á Jón Sigurðsson að halda fund með Reykvikingum, því heyrst hafði, að hann mundi œtla að sleppa því, Kolaverkfailsforkólfar hafa samþykt að halda því áfram. Þó fjölgar þeirn mönnum, sem vinna við námurnar. 5—6 togarar á veiöum syðra. Fleiri togarar œtla ekki á veiðar fyr en kolaverkfallinu Ijettir, Um helgina snjóaði töluvert i Rvik. Bæjarfrjettir. Til Danmerkur fór með Botníu síðast Ingibjörg Sigurgeirsdóttir ekkja Björns Jósefssonar frá Gæsum, með tveim dætr- um sínum, Guðnýu og Snjólaugu. Hefir Þorsteinn sonur hennar keypt dálitla jörð út á Sjálandi. Ætlar fólk þetta að setjast þar að. Slátrun verður lokið í Kaupfjelagi Ey- firðinga í dag. Esja fór austur um í morgun. Nonni fer í dag[áleiðis tiL Reykjavíkur vestur um. Utan úr heimi. Talsímalínur hafa nú verið lagðar yfir þvera eyðimörkina Sinai þar sem Móses og Aron Ieiddu ísraelsmeun yfir. Nú er hægt að síma frá Jerúsalem og Haifa í iandinu heiga til Cairo, Alex- andriu og Port Said. í amerískum borgum hafa 60°/o af íbúum talsíma og bíla, 47°/o ryksugur, 23% þvottavjelar knúðar með rafmagni, og 70°/o rafmagns-strokjárn. í Bandaríkjunum í Ameríku eru 20,000,000' mótorvagnar og kostnað- urinn við rekstur þeirra var árið sem Ieið 2,800,000,000 dollarar. í Englandi hafa 136 menn mist lífið síðan i janúar síðastl. við mótor- hjólslys. 1925 urðu 115,472 slya á götum Lundúnaborgar og 3971 mistu þar lífið." Suezskurðurinn styttir leiðina til Austurlanda um 23 daga. Ferð um hann tekur 15 — 20 tíma. Svíar eru óánægðir með nýrri amer- ískar kvikmyndir. Segja þær margar hafa siðspillandi efni og kenni mönn- um eyðslu og sællífi. Enska stjórnin hefir í ár bannað Kínverjum að setjast að í Ny-Zeeland. Franskir vínbruggarar hafa stofnað fjelag til þess að kenna mönnum að eta ost. Segja þeir, að vissar osta- tegundir bæti vínsmekk manna. Eilt af stærri veitingahúsum Berlínar hefir látið setja radió-áhöld i öll her- bergin, sem eru um 200. Þjóðarskömm. Ekkert sýnir betur siðferðislegan þroska og ágæti Forn-ísiendinga en það hve illa þeir þoldu níð og óvirðu- leg orð um sig og sina. Heiður og gott mannorð var þeim svo dýrnlætt, frægðarlöngun þeirra svo sterk, að alt sem skygði á þetta varð að þvost af. og það oft með blóði. Hve ólíkur hugsunarháttur þjóðarinnar er nú og í fornöld, sjest best á því, hve menn

x

Þjóðvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvinurinn
https://timarit.is/publication/780

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.