Þjóðólfur - 01.12.1940, Page 3
Þ JOÐOIFUR
3
fyrir Dani að tryggja danska hags-
muni hér á Iandi, sem mest mætti
vera. Danir einir viðurkenndu hlut-
leysi og fullveldi okkar, þar til að
Englendingar gerðu það fyrir
nokkru. Fyrst viðurkenndu þeir
okkur sem frjálsa þjóð, en svo
rændu þeir okkur frelsi og fullveldi
og óvíst er hvenær við fáum aftur
það frelsi, sem Englendingar hafa
rænt okkur.
Það er ekki til of mikils mælzt
að hver sannur íslendingur, sem
ekki vill að land og þjóð sé gefið
erlendu ríki, með ívilnunum og
réttindaverzlun, geri sér ljóst, hvað
af ákvæðum sambandslaganna get-
ur hlotizt.
Það sem þarf að gera í sam-
bandsmálinu er að næsta Alþingi
lýsi því yfir, að sambandslögin
séu úr gildi fallin, þar sem Danir
fullnægi ekki sambandslagasamn-
ingnum. Þá um leið verður Al-
þingi að hefjast handa um undir-
búning lýðveldis.
II.
í dag, 1. desember, þegar við
minnumst 22 ára fullveldis íslands,
þá eru mjög breyttar aðstæður frá
því sem áður var. Þaðríkirmikiló-
vissa og meiri óvissa en nokkru
sinni fyrr, hvað um ísland verður
í framtíðinni. Hvað verður um
fullveldi vort?
Þeir atburðir sem gerðust hér á
landi 10. maí s. 1. og sem alþjóð
eru kunnugir, marka tímamót í
æfi þjóðarinnar. Þeir atburðir geta
haft hinar ægilegustu afleiðingar
fyrir land vort og þjóð, þar sem
landið kar.n að eiga eftir að verða
vígvöllur manndrápa og eyði-
legginga.
Hver veit nema að af þessum
atburðum hljótizt sömu örlög og
biðu hinnar .norsku þjóðar.
Sú hætta sem yfir íslandi er í
dag, hefir orðið til vegna þeirra
atburða, sem skeðu hér á landi 10.
maí s.l. Ef ráðist verður á ísland,
er þeim árásum beint gegn hinu
brezka setuliði, en ekki gegn ís-
lendingum. Þó að árásunum verði
ekki beint gegn okkur, þá verður
íslenzka þjóðin samt ver. út leíkin
en hinn brezki her. Enda virðist
það vera gullvæg regla hjá Bretum
að heyja styrjöld þannig, að banda-
menn þeirra beri hita og þunga
styrjaldarinna. ísland, eitt minnsta
ríki álfunnar, hefir verið steypt
út í styrjöld án nokkurra sérstakra
ástæðna eða hafa nokkuð unnið
til þess. Svo mun megá' ætla að
hin brezki floti geti varnað þýzkum
skipum að sigla til íslands og þar
sem það er viðurkennt af Bretum
sjálfum, að það sé lítt hugsandi
að Þjóðverjar komi hingað fljúg-
andi frá Noregi með eitthvert
burðarmagn, en til þess að Þjóð-
verjar geti haldið lanftinu stund-
inni lengur, þá þurfa þeir að hafa
með sér þung hernaðartæki.
Enda búast ekki Bretar við Þjóð-
verjum hingað, það sýna bezt
hernaðaraðgerðir þeirra hér á landi,
því þær líkjast meir hugsunarhætti
hjá »hysterisku« fólki, en almennri
skynsemi.
En burt séð frá þessu og hinni
heimskulegu framkomu brezku
hernaðaryfirvaldanna, þá verðum
við að gæta þess að vernda þjóð-
erni vort fyrir hverskonar. ásælni
og áreitni hins erlenda setuliðs,
því þjóðernið er sverð og skjöldur
fámennra þjóða, í sókn þeirra og
vörn fyrir lífinu, fyrir frelsinu og
fyrir hamingjunni.
Það hefir komið í ljós, að nokk-
ur hópur hérlendra manna hefir
fengið sig til að hafa samneyti við
hinn erlenda her á ýmsan hátt,
án þess að gera sér ljóst, hvað af
slíku getur hlotizt og án þess að
slíkt sé æskilegt og nauðsynlegt,
enda er það ríkt í fari þessara
manna, að gleypa við öllu, sem
erlent er, án tillits til hvort það
sé gott eða illt eða hvort það
hentar íslendingum. Það hefir
borið mikið á því, að ungt
fólk og aðallega sá hluti
unga fölksins, sem sækir kaffihús-
in, gefi sig eitthvað að þessu er-
lenda setuliði.
Hvað ætlu hinar ungu stúlkur
hefðu sagt, ef einhver óþekktur
maður ofan úr sveit hefði komið
inn á kaffihús og verið í vaðmáls-
fötum, með hátt upp reimaða
vatnsleðurskó á fótum sér og ekki
kunnað að dansa, bara þjösnast
einhvernveginn áfram, án þess að
geta stígið eitt einasta dansspor.
Dætur betri borgara Rvíkur hefðu
ekki sótzt eftir að ná kunnings-
skap við hann. Þær hefðú neitað
að dansa við hann og jafnvel forð-
ast hann. Það hefði ekki þýtt
fyrir hann að fara inn á Hótel
Borg. Þessu fólki finnst:
»bara ef lúsin útlend er,
er þér bitið sómi«.
Lahdið morar af erlendum her.
Það verður að einangra íslenzkt
þjóðlíf sem mest frá áhrifum frá
hinum erlenda her. Vér verðum
að gæta sóma lands og þjóðar.
Það á ekki að eiga sér stað nein
óþörf umgengni við hið brezka
setulið. Sæmd íslendinga er mis-
boðið, þegar íslendingar sækja
skemmtanalíf með brezkum her-
mönnum. í skemmtanalifinu geta
ekki leiðir íslendinga og hins er-
lenda setuliðs legið saman.
Það er mjög óviðeigandi og
ástæðulaust, að íslendingar sitji
veizlur og dansboð með setuliðinu
eða að bjóða brezkum hermönnum
heim til sín. Slík heimili verða að
teljast mjög óþjóðleg.
III..
Það verður að glæða ást æsk-
unnar á landi voru og þjóð og
vernda tungu vora frá hverskonar
áhrifum. Það verður að efla sóma-
tilfinninguna.ábyrgðartilfinninguna,
skylduræknina og skilning á því,
áð hver sem vill verða góður ís-
lendingur, verður að gera meiri
kröfur fyrir hönd þjóðar sinnar,
en sjálfs síns. Vér verðum að
styrkja þjóðræknina, gera hana að
öflugu varnarvirki gegn hverskon-
asælni erlendis frá og sem sér-
staklega er þörf nú og að sá metn-
aður sé í þjóðlífinu, sem lækni
þær veilur og meinsemdir sem nú
þrífast. Að þjóðræknin verði
lyftistöng til að vernda þjóðernið
frá tortímingu.
Úlfar.
r
I stórum
dráttum.
Síðan hertakan fór fram i vor,
hafa hugsandi menn haft allmiklar
áhyggjur og það ekki af ástæðu-
lausu, út af siðferðismálum þjóðar-
innar og sambúðinni við Eng-
lendinga. Það bar strax töluvert á
því, en er nú að verða óþolandi
áberandi, að ungar stúlkur sækist
eftir að vera með hermönnunum í
setuliðinu brezka. Siglfirzkar stúlkur
reyndust engir eftirbátar kynsystra
sinna annarsstaðar á landinu í
þessu efni. Það lítur helzt út fyrir,