Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1932, Síða 8

Skólablaðið - 01.12.1932, Síða 8
-8- SAN MICHELE. I. A eyjunni Capri, í ríki hins eilifa dags, situr aldraöur maöur undir laufÞaki garðs síns, og rennir hálfblindum augunum enn Þá einu sinni yfir ljóssins dýrö. Fyrir löngu er ha'nn oröin Þess áskynja, aö myrkvin augu hins norrsena marms Þola ekki suðræna sól, en æfinlega hefur ljósÞráin heit og brenn- andi lokað augum hans fyrir röddum skynsem- innar og knúð hann til að óhlýönast boöorö-um hinna miklu alvaldí>.Og ljóssins guð hefur lagt á Þreyttar heröar hans Þunga refsingu, geislarnir björtu Ijósta augu hans myrkri blindunnar, og sjónartaugin, sem áður færöi sál hans blessun dagsins, hún flytvir honum nú dimma ógnun um eilift myrkur. En hann flýr ekki örlög sín. Til hinstu stundar vill hann njóta ljóssins í fyllsta œeli, hann vill renna úr bikarnum í botn, Þó aö eitur sé undir. Og Því starir hann áfram í ljósiö - og blindan vex. i£n á næturnar sækja að honum sárir harmar og varna honum svefns. Honum liggur viö örvilnan. Hann kviöir fyr- ir myrkrinu, sem er aö læsa vitund hans heljaklóm, og hann er einmana. í húminu verö- ur ljósÞráin volaugri en áöur, og Það er eins og honum finnist, aö hann sé lifandi graf_ inn. En Þá koma minningamar svifandi úr suöri timans og bera sál hans birtu og yl. ógnir svefnlausra nátta missa sárasta brodd- inn, minningnrnar hrifa hann töfratökum og leiöa hönd hans til pennans. Og i kyrð hinnar suðnenu nætur skrifar hann bókina "San Michele", sem borið hefur sorg hans og gleði, harm og huggun um viöa veröld. II. Um langon al&ur hafa stefnubundin otvinnu- skóld og læröir rithöldar, verið aö berja Það framan i mannanna börn á hverjum tima, aö svonc eigi aö skrifa og svona sé lifið, n^fnilega i anda rikjandi tizku. En æ og æf- inlega vakir Þó efinn i djúpunum, og undir hinu gljáða og svipvana yfirborði réttrit- unarklikunnar ólgar frelsisÞráin i óbrotnum sálum. Og Þaö er einmitt hin óhéöa . og óbrotna sál, sem speglar lifiö réttast og sannast i öllum Þess litbrigöum, Það er hún, sem er hljóðnæmust á fótatak atburðanna og glöggskyggnust á straumrúnir tilverunnar. Hún er ekki jámhlekkjuð viö sérstök sjónarmið, eins og lásbúndinn kálfur, hún sér ekki ein- göngu hiö bjarta og ekki eingöngu hið svarta, ekki eingöngu st jömuns og ekki eingöngu fora- pollinn. Hún sér allt, sem sjáanlegt er, og á vængjum frelsisins svifur hún um-heim og heima. Bók hinnar óbrotnu og éháðu skáldsálar er eins og villiblóm i blómagaröi bókmennt- anna. Villiblón, sem vökvast hefur beizkum ■ támrni og yljazt af bjartri gleði, óháð dg óstutt af höndum hins marglærða garðyrkju- manns. Máske hafa stormor tilfinninga rænt Það hinni listrænu. slikju og skapaö Þvi úfin blæ, en litur Þess er æfinlega hreinn og ósvikinn og angan Þess Þrungin lifrænum sannleika. Bókin "San Michele" er i minum augum, eitt af Þessum villiblómum i blóma- garöi bókmenntanna - óbrotið snildarverk, sem miklu fremur er skrifaö af manni meö mannlegt hjartalag, heldur en kaldhuga rit- snillingi. Látleysiö og einlægnin, fjöriö óbundna og hinn djúpúögi harmur koma lesand- anum ósjálfrátt til að gleyma öllum bókmennta- legum mælistikum og gömlum kenningum um skáldlegt andriki, fléttuð stilbrögð og listrsent mikilvægi. G-amla andlausa stefnan um l'art pour 1'art fær banasáriö af slikum bókum sem "San Michele", Þar sem undirstraum- urinn er ekki steinrunninn i formum fegurðar, heldur lifandi rás mannúðlegra'* tilfinninga. I riki hinna listrænu bókmennta situr "San Miehele" sjálfsagt ekki i öndvegi, en henni er skipað i heiðurssæti i miklu dýrðlegra riki, i riki lifsins. - Höfundur "San lÆichele" er sasnskur læknir og heitir Axel Munihe. Hann hefur farið viða / um heim og st\mdað lækningar i mörgum stór- borgum Evrópu, m. a. i Paris, Neapel og Róm. Hann hefur verið á gönguför norður i Lapp- landi, gengið á fjöll i Mið-Evrópu, háð ein- vigi i Páris, og barist við koleruna i Neapel. Stundum situr hann um kyrt ? Ca.pri og grefur hundana sina i'garðinum við San Michele. I bokinni "San Michele" skýrir hann frá öllu Þessu og mörgðu öðru, Hann er sérkennilegur maður á margan hátt og dýravinur með af- brigðum, enda skrifar hann mikið um hundana sina i bókinni. Apinn "Billy" er lika tals- verð persóna i"San Michele", en gallinn á

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.