Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1943, Síða 8

Skólablaðið - 01.04.1943, Síða 8
Skúu Norðdahl rz J “I - JL I 1 — V NÚ er liðið um það bil eitt ár síð- an að við kvöddum heimkynni okkar í hús- um Haskólans, með þsr "björtu vonir í brjósti að komast í skólans eigin hús- næði að afliðnu sumri. Okkur varð a.ð ósk okkar, og fyrir hragðið má fullyrða, að félagslíf skólans hafi aukizt svo og dafnað, að einstakt er, Enn þá einu sinni kveðjum við skól- ann, sum um stundar sakir,en önnur fyrir fullt og allt. Þau, sem eiga afturkvomt að hausti, hverfa að sumarstörfunum með þeim vonum, að skilyrði til fjölbreytts og skemmtilegs fólagslífs hafi aukizt að mun, er þau koma aftur. Það er vegna þessa, að mig langar til að rifja upp ýmislegt, sem mér og sjálfsagt fleirum liggur þungt á hjarta og gæti verið gott umhugsunarefni yfir sumarið fyrir nemendur og skólastjórn. Snemma á þessu skólaári kom út mik- il og skilmerkileg bókaskrá lestrarfé- lagsins íþöku , samin af jóhannesi For- dal og Ólafi Helgasyni. Eiga báðir pess- ir piltar þakkir skildar fyrir £að verk, íjví að skráin gefur glöggar heimildir um bókaeign nemenda og auðveldar þeim að velja sér góðar bækur til lestrar í frí- stundunum. Þetta starf JÓhannesar og Ól- afs gefur okkur tilefni til að virða fyr- ir okkur aðbúnað safnsins og þá til að álykta, að slíkur bókakostur er meira virði en svo, að við höfum efni á að láta hann eyði- leggjast vegna vondra og illa meðfarinna húsakynna. Það er því ástæða fyrir nem- endur og skólastjórn'að hjálpast að því að bsta um meðferð og aðbúnað safnsins. Enn fremur gefur það tilefni til að minnast á það, að ánægjulegt yrði að koma í skólann að vetri, ef Skólabókasafnið yrði þá einnig skráð og lestrarsalurinn kominn í það lag, að nemendur mættu koma þangað og lesa annaðhvort námsbækur sínar, fræði- bælcur safnsins eða sögubækur þess. k undanförnum árum hefur íþrótta- áhugi nemenda verið ákaflega lítill mið- að við það sem áður var, eins og glöggt sést á því, að núverandi nemendum skól- ans er alls kostar ókunnugt um allan bann fjölda af innanskólamótum, sem fram fóru í ýmsum íþróttagreinum. Ef til vill iaá kenna deyfðina því, að þeir nemendur, sem skyldu halda á málunum, hafa brugð- izt skyldu sinni, en þó staðhæfi ég, að hér megi kenna um húsnæðisleysinu og svo því, hvað værukærir nemendur eru orðnir og latir við að leggja nokkuð á sig. Nemendur. SÚ var tíðin,að Menntaskólinn átti beztu sveitina í kappmótum við aðra slcóla, en nú standa margir okkur framar. Látum næsta vetur sanna, að við getum staðið öðrum skólum fyllilega á sporði. Þo verðum við að ætlast til þass af skól- anum, að hann veiti okkur þann aðbúnað, að okkur verði kleift að halda á loft áunnum heiðri hans. Þa er að minnast á selið og notkun bess. í haust er leið var kosin sels- nefnd svo kölluð,og átti hún að úthluta selsferðunum á meðal bekkjanna þannig, að réttlátast yrði skipt. Um starf nefnd- arinnar er ákaflega lítið að segja, að öðru leyti en því, að valds hennar hefur lítið gætt og ójöfnuður varð enn um sels- ferðafjölda bekkjanna. Er vonandi,að þetta lagist næsta vetur. Síðan að "Gráni" gamli hvarf úr eigum nemenda hefur eitt stærsta vandamálið í sam- bandi við selsferðirnar verið fararkosturinn. í fyrra og

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.