Norðlingur - 03.07.1928, Side 1
NORÐLINGUR
1. blað.
Akureyri 3. jdlí 1928.
1. ár.
Ávarp.
Hjer á Akureyrí heýir að minsta
kosti tvisvar verið gerð tilraun til
þess að halda úti dagblaði. Þau
blöð áttu sjer ekki langan aldur.
Ýms skilyrði, sem dagblaði eru
nauðsynleg, hafa sjálfsagt ekki veríð
hjer fyrir hendi. En nú á síðustu
8—10 árunum hafa ýmsar breyting-
ar orðið á þjóðarhögum og lífshátt-
um almennings hjer norðanlands, á
viðskijtum og atvinnuvegum, sam-
göngum og öðru því, er marka spor
í þjóðlíjinu; og þœr breytingar knýja
beinlínis á þörfina á blaði, sem
kemur örara út eji vikublöðin. Þeg-
ar skoðaðar hafa verið niður í
kjölinn þœr aðstœður, sem skapa
dagblaði tilverurjett og nauðsynleg
hlutverk að inna af höndum, má
fullyrða, að einmitt nú sje tímabœrt
og eðlilegt að bjóða almenningi hjer
norðanlands blað, sem standi í ör-
ara sambandi við hanti en vikublöðin.
Á Akureyri og við Eyjafjörð er,
og mun jafnan verða, þungamiðja
allra framkvœmda, alls atvinnulífs
og mikilvœgustu andlegra og verk-
legra hreyfinga í Norðlendingafjórð-
ungi. Hjeðan og hingað sveigjast
ótvírœtt allir þeir straumar, sem
nokkru róti valda hjer norðanlands.
Veldur því margt, sem óþarfi er að
draga hjer fram. Blaðakostur Norð-
lendinga hlýtur því alt af að verða
bundinn við Akureyri. Nú eru hjer
fyrir tvö vikublöð og eitt, sem kem-
ur út tvisvar í viku. En þess verð-
ur ekki dulist, að vikublöðin eru
orðin á eftir tímanum — eru orðin
ónóg. Örari viðskifti almennings í
öllum efnum, tíðari og rneiri við-
burðir, sem máli skifta, allurfram-
kvæmdahraði þjóðlífsins nú orðið
leiðir það af sjer, að vikublöðin
geta ekki gegnt œtlunarverki nútíma-
blaða nema að litlu leyti. Þau
verða sífelt á eftir rás viðburðanna,
geta ekki gripið nœgilega fljótt og
fast í málin eða mótað stefnu þeirra
eftir því, sem heillavœnlegast er, og
verða Jíví óumflýjanlega áhrifaminni
til umbóta og hverskonar þjóðar-
framfara en œskilegt vœri. Þessu
taki valda dagblöðin rniklu fremur.
Það hafa menn sjeð, og þörfin hef-
ir skapað þau.
Þá er og annað atriði, sem dag-
blöðin hafa Ijettari aðstöðu til að
rœkja betur en vikublöðin. Það er
það hlutverkið, að segja lesendum
sínum hvað er að gerast með J)jóð-
inni hjer og þar á landinu á hverj-
um tírna. Dagblöðin eru einskonar
lifandi samband milli allra lands-
hluta, og' því sterkara, sem sam-
göngur eru betrí. Og nú eru þœr
að komast í það horf hjer í hjerað-
inu, að öll skilyrði eru til þess, að
flestir hjeraðsbúa geti daglega not-
ið þeirra frjetta og nýmœla, inn-
lendra og eríendra, sern dagblað
hefir að flytja. Vikublöðunum er
varnað að miklu leyti að rœkja þetta
menningar- og frœðslustarf, vegna
þess, hve strjált þau koma út. Þetta
og margt annað vetdur því, að dag-
blöðin verða framtíðarblaðakostur
þjóðarinnar, en vikublöðin hverfa
smátt og smátt að mestu leyti. —
y>Norðlingur« mun leggja sjerstaka
stund á frjettir og frásögn samtíma
viðburða alstaðar á landinu, og
telja sjer skylt að frœða lesendur
sína um það, sem er efst á baugi í
málum þjóðarinnar. Hefir blaðið
alveg óvenjulega góða aðstöðu til
að geta int það starf vel af hendi.
Jafnframt mun það láta bæjar-
mál Akureyrar meira til sín taka
en vikublöðin geta komið við. Er
það eitt œrið nóg til þess, að skapa
því tilverurjett og skipa um það
sem J)jettastri fylkingu bœjatbúa.
En um stefnu /)ess að öðru leyti,
í þjóðmálum og stjórnmálum, skal
það eitt sagt að þessu sinni, að
það mun ekki leggjast syndsamlega
þungt á sveifina með þeim ráðleysu-
flokkum, sem nú fara með völdin í
landinu, en styðja eindregið alla þá
viðleitni, sem eflir borgaralegt frelsi
landsmanna innan þeirra marka, sem
þjóðskipulag vort liefir sett. Og
fullkomna andúð mun það sýna
hverju því, sem vill hefta athafnalíf
manna og keyra einstaklingskraft-
ana í viðjar ríkisvalds og einokunar.
í þessu ávarpi til lesenda blaðs-
ins hejir verið talað um dagblað.
Fyrst um sinn mun þó »Norðling-
ur« ekki koma út nema annan hvorn
dag, og er það stórt skref jrá viku-
blöðunum. En að því marki er
stefnt með stofnun hans, að
hann komi út daglega, og verð-
ur það vœntanlega með haustinu.
Eins og lesendur sjá, er hjer
byrjað í smáum stíl. En útgefandi
vœntir þess, að svo vel taki Akur-
eyrarbúar, Eyfirðingar og Norðlend-
ingar yfir höfuð þessu fyrsta norð-
lenska blaði, semœtlað er að standa í
nánara og örara sambandi vi.ð þá
en vikublöðin, að þvígeti á skömm-
um tíma vaxið sá fiskur um hrygg,
að unt verði að stœkka það.
Ritstjórinn.
Síldveiðin. Hún er þegar byrjuð
f herpinætur. Hafa þrjú skip að minsta
kosti fengið sig full á tiltölulega stutt-
um tíma. Eitt þeirra var «Sjöstjarnan«;
lagði hún upp f Krossanesi 460 mál,
og hafði fengið þann afla á tæpum
tveim sólarhringum. Verksmiðjan mun
hafa gefið 8 kr. fyrir málið.
Síldarsöltun mun verða nokkur
hjer á Akureyri í smnar. Salta að minsta
kosti þrír útgerðarmenn eitthvað af
skipum sínum hjer, bæði á Tanganum
og við innri bryggjuna. Guðmundur
Pjetursson mun salta um 8000 tunnur
og Stefán Jónasson og Jón Kristjáns-
son eitthvað. ’ Er það mikilsvirði fyrir
bæjsrmenn á ýmsa Iund, að hjer er
ekki gjörauðn hvað síidarverkun snertir
Einstaka túnblett var farið að
slá á S'glufirði í fyrri viku. En mjög
er þar illa sprottið eins og víða annars
staðar
SL-mts&ófiaiia f
d ÖMíVrlClýZ-Í