Norðlingur

Tölublað

Norðlingur - 03.07.1928, Blaðsíða 3

Norðlingur - 03.07.1928, Blaðsíða 3
NORÐLINGUR 3 Að sunnan. Reykjavík í gærkvöldi. Kappreiðar. Kappreiðar Hestamannafjelagsins, aðrar á þessu sumri, fóru hjer fram á sunnudaginn. Vann stökkið sami hestur og á fyrri kappreiðunum; er eigandi hans Hermann Thorsteins- son frá Þingvöllum. Nýtt met var sett á skeiði, 24,2 sek. Uppsögn Mentaskólans. Mentaskólanum var sagt upp á laugardaginn. Útskrifuðust 39 stúd- entar. Inntökupróf í 1. bekk fór fram síðustu viku, og gengu 60 nem. undir það, og stóðust prófið 42, Dómsmáiaráðherra heldur enn fast við miðaldástefnu sína og ger- ræði í því efni, að bægja nýsvein- um frá skóianum, og fá því ekki nema 25 af 42 að ganga inn í skól- ann, þó að þeir hafi einkunnarrjett til. Er þung og mikil óánægja í fólki á Suðurlandi yfir þessari harð- stjórn og órjettmæta ofbeldi ráð- herrans. Læknafjelag íslands hjelt fund sinn hjer á laugardaginn og framhaldsfund í dag, og verður honum slitið seint í kvöld. Enn hefir ekkert af honum frjest, það er tíðindum þykir sæta. >SúIan«. Flugvjelin fór í dag til Hólma- víkur með farþega. Ætlaði norður til Akureyrar, en gat ekki tekið þangað nema 1 farþega vegna Hólmavíkur-farþeganna, og hætti því við förina. Er búist við, að hún fari norður á morgun. Hún hefir verið í ágætu Iagi síðan skift var um vjel í henni. Skemtiför »GuIIfoss«. Ákveðið er, að GuIIfoss fari vestur og norður um land til Ak- ureyrar 11. þ. m. með skemtiferða- fólk á sama hátt og í fyrra. Og komið hefir til tals, og mun full- ráðið, að hann fari til Grímseyjar í þeirri för, ef veður Ieyfir. Jarðarför frú Hrefnu Tulinius, sem beið bana af bílslysinu um daginn, fór fram hjer í dag að viðstöddu afar- miklu fjölmenni og við almenna hluttekningu bæjarbúa. Hallgrími Tulinius og börnum hans líður nú sæmilega eftir slysfarirnar. Rannsókn á jarðhita. Undarfarið hefir farið fram hjá Laugunum hjer borun eftir jarð- hita, og hefir hún þótt bera góðan árangur. Er hitinn nú kominn upp í 80 gr. á Celsius. Enn er ekki hægt að segja með vissu um úr- slit eða árangur þessara rannsókna, en menn gera sjer góðar vonir um, að fá megi mikil not jarðhitans þarna, ef hann reynist nægilegur, og er rannsóknunum haldið áfram. Á annað hundrað fuiltrúa kemur með »Esju« hingað á fimtudaginn. í gær lagði »Esja« af stað úr Rvík áleiðis með fulltrúa á stórstúkuþing, sem háð verður að þessu sinni hjer i bæ, og hefst með guðþjónustu kl. 1 á fimtudaginn. Prjedikar síra Árni Sigurðsson frfkirkjuprestur. Um 80 sunnlenskra fulltrúa munu hafa farið með skipinu frá Reykjavík. Pá tekur það fulltrúa á Sandi, í Pat- reksfirði, á ísafirði og Siglufirði, og er búist við, að koma muni með því nokkuð á annað hundrað á stórstúku- þingið. Að austan koma fulltrúar með Lagarfossi á fimtudaginn, og hingað eru komnir og koma þessa dagana margir fulltrúanna, bæði með Goða- fossi og á annan hátt. Sigurður Jóns- son stórtemplar kom raeð »Dronning Alexandrine* siðast. Framkvæmdanefnd stórstúkunnar gekst fyrir því, að »Esja« færi þessa för með fulltrúana. Er svo til ætlast, að þeir, sem með henni koma, búi og borði í henni meðan á þinginu stendur. Pví sýnt þótti, að allur þessi mannfjöldi fengi ekki gistingu í landi auk allra þeirra aðkomumanna, kennara og annara, sem hjer verða gestkomandi um þessar mundir. Verð- ur »Esja« þvi »fljótandi hótel* þessa dagana — en sjálfsagt af betra taginu, þar sem svo siðavandir menn eiga í hlut og templarar. En mjög verður mannkvæmt í bænum meðan þingið stendur yfir, því að hingað kemur, að sögn, margt manna víðsvegar úr hjer- aðinu þeirra erinda, að hitta vini og kunningja f hópi fulltrúa. — Fyrir stórstúkuþinginu liggja nú ýms mikilsverð mál, er Regluna snerta. Má þar einkum tilnefna: Hvort Reglan eigi að taka þátt í hátíðahaldinu á Þingvöllum 1930 sem sjálfstæður aðilji; hvort Reglan hjer á landi eigi að bjóða heim bindindisþingi Norðurlanda 1930; hvort stúkurnar í Færeyjum skuli standa undir yfirstjórn íslensku Regl- unnar eða hlíta stjórn stórstúkunnar dönsku, en færeysku stúkurnar eru stofnaðar hjeðan að heiman; útgáfa Templars — breyting á einhverja lund; fulltrúarjettur, skattar undirstúknao.fl. Gert er ráð fyrir því, að störfum stórstúkuþingsins verði hagað þannig, að fulltrúar fái ráðrúm til, áður en þingi lýkur, að bregða sjer eitthvað burt úr bænum, þeir, sem það kjósa, til þess að skoða umhverfið og þá staði, sem markverðastir þykja. Er sennilegast, að farið verði eitthvað hjer fram í fjörðinn. Vestur að Hólum, á biskupsvígsl- una og prestastefnuna, lögðu á stað hjeðan í dag sjera Friðrik Rafnar, sjera Ásmundur á Hálsi, sjera Þorsteinn Briem, sjera Sigurður Stefánsson og líklega sjera Þorvarður Þormar. Búist var við að fara mutidu allir prestar hjeðan úr prófastsdæminu, að undan- teknum sjera Bjarna á Siglufirði. Norðlíngur kemur út fyrst um sinn, að minsta kosti, eins og tekið er fram á öðrum stað f blaðinu, annan hvorn virkan dag, kl. 1—2 síðdegis. Verður hann borinn út um bæinn fyrst um sinn í flest hús til þess að gefa bæj- arbúum kost á að kynnast honum. Að þeim tíma liðnum eru þeir, sem ger- ast vilja áskrifendur að honum, beðnir að láta vita um það á afgreiðslu hans, Hafnarstræti 103, eða síma blaðsins 226. Áskiftargjald er 1 kr. á mánuði. Áuglýsingum, sem eiga að koma í blað- inu, þarf að koma á afgreiðsluna eða í prentsmiðju Björns jónssonar ekki síðar en kl. 9 árdegis þann dag, sem blaðið kemur út, »Súlan< Sagt var hjer í bænum í morgun, að flugvjelin væri væntanleg hingað í dag. En eftir því sem flug- ferða-afgreiðslan hjer segir, veit hún ekkert til þess, að hún komi. Þó mun það ekki vera útilokað.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.