Norðlingur

Tölublað

Norðlingur - 30.11.1929, Blaðsíða 3

Norðlingur - 30.11.1929, Blaðsíða 3
NORÐLINGUR 3 maður, fullur ofdrambs og fláttskapar í því sviði. sHræið« er dautf, gerir engum neitt. En þrátt fyrir þennan mikla mun, er þó vitleysa ein að ráð- ast á Erl. sem verslunarstj. — fyrir pólitíska stigamensku hans. Af þessu ættu ritstj. Vkm. að sjá, að þessi röksemdafærsla hrekkur ekki hjá þeim. Alstaðar brestur þá heil- brigðan grundvöll. Alstaðar verða þeir böðlar sinna eigin heimskuraka. Diir oo rnMlm „Dagnr“ og Sig. Eggerz. Blað sljórnarinnar, það sem gef- ið er út hjer á Akureyri, gengur með mjög slæman meltingarkvilla þessar vikurnar. Slíkir sjúkdómar eru harla alvarlegir eða geta orðið. Og það lítur út fyrir, að sá sje af verri tegundinni, sem nú þjáir stjórnarblaðið hjer. Að minsta kosti ber það sig afar-illa. Pað getur ekki melt þá staðreynd — ekki skilið þann einfalda sannleika — að þó einhver maður væri þess fýsandi, að gengið væri að sam- bandslagafrumvarpiuu 1Q18, þá get- ur sá hinn sami nú verið óánægð- ur með ýms aíriði þess, og viljað fá þeim breytt, eða jafnvel algerðan skilnað iandanna, annan en kon- ungssambandið. Peíta getur blað- ið ekki melt, og er því með sífelda kveinstafi um þetta, hnútur og dylgj- ur til Sjáifstæðismanna og ýmsar illar getsakir í þeirra garð. í stað þess að það ætti aðvfá sjer meðul við sjúkdómnum — heilbrigða skynsemi, almenna, óbrjálaða dóm- greind. — Nú beinast þrautastunur blaðsins sjerstaklega að Sig. Eggerz. Hann hafi verið harðánægður með sam- bandslögin 1918, og kvatt aðra til að greiða atkvæði með þeim. En nú telji hann þau háskagrip. Af þessu sjáist, að Sig. Eggerz meini ekkert með þessum látum öllum. Og síst sje ástæða til að byggja tiiveru stjórnmálaflokks á slíkum hjegóma. — Á þessu sjest að sjúk- dómur blaðsins er all-alvarlegur. Ekki ætti nú að þurfa annað, en að benda blaðinu á það, að maður sá, sem Dagur mun telja að mest- ur ljómi sje yfir allra íslenskra stjórnmálamanna, Jón Sigurðsson, fór mjög svipað að og Eggerz nú. Jón var ekki neinn eintrjáningur í íslenskum sjálfstæðiskröfum. Hann lagði altaf áhersluna á það að taka það sem fengist og ynnist í hvert sinn, sleppa engu fótmáli, sem unt væri að stíga fram á við, þó hið endanlega takmark næðist ekki nema í smá-áföngum. Eitt skref í senn — svo næðist alt á endanum. Það var þetta, sem fylgjendur sambandslaganna gerðu 1918. Mönnum eins og S. Eggerz duldist ekki, að með sambandslögunum var ekki alt fengið. En þau gáfu meira en nokkurntíma hafði fengist áður. Pau voru stærsta sporið, sem stigið hafði verið. Pað var augljós stjórnmálaheimska að hafna því — stíga það ekki. Reynslan hefir sýnt, að það átti að ganga fram. En — nú vilja þessir sömu menn taka baráttuna upp á ný —• eða að minsta kosti síanda á verði gegn því, að það, sem ekki fjekst með sambandslögunum, verði noíað til óheilla íslendingum. Peir vilja fara að dæmi Jóns Sigurðssonar og nota nú þá afstöðu, sem fjekst með sambandslögunum, til þess að vernda ónotaðan auð íslands og tryggja hann landsmönnum einum. Þeir telja þetta svo alvarlegt mál, að fullkomlega sje rjettmætt að grundvalla eina hliðina á starfsemi stjórnmálaflokks á þessu atriði. Af þessu verður bert, að það er ekkert annað en barnaskapur hjá Degi, að halda því fram, að þeir menn geti ekki gert fylstu kröfur um sjálf'stæði íslands nú, sem voru með sambandslögunum 1918, það hljóti að vera loddaraskapur og meiningarleysa. Pað er þvert á móti! Pað er eðlileg afleiðing af samþykt satnbandslaganna, að það sem þá vanst, sie notað til að vinna meira, standa fastara, komast enn nær takmarkinu. Erlendar sfmfregnir. Rvík í morgun. Frá Nobile. Símað er frá Pragn að Nobile sje þar staddur, og segi frá því, að hann hafi tekið tilboði frá Ame- ríku um að taka þátt í flugi til Norðurpólsins 1930. Arabar líflátnir. Níu Arabar hafa verið dæmdir til dauða fyrir að myrða Gyðinga í óeirðunlim í september í haust. _ ______________ I Reyktóbak munntó- ^ bak, neftóbak, vindla og sigarettur er best að kaupa í | Nýja söluturninum. | Til landsog sjávar. Jafnaðarmeun i bæjarstjórn Siglu- fjarðar hafa fengið þá tillögu samþykta þar, að send væri beiðni til stjórnar- ráðsins, að það fastsetti tölu bæjar- fulltrúa kaupstaðarins, og hefði þá 9, Til þessa hafa þeir verið 8 og bæjar- fógeti sá 9, en hann er ekki bæjar- fulltrúi, þó hann hafi rjettindi þeirra á fundum. Vafalaust verður Jónas við þessari bón þeirra siglfirsku vinanna. Fjelag útvarpsnotenda í Reykja- vík hefir nýlega haldið fund út af óá- nægju, sem er innan þess, yfir fram- komu stjórnarinnar í skipun manna í útvarpssráðið. Áttí fjelag útvaips not- enda, samkvæmt lögum, að útnefna einn manninn. En stjórnin brýtur lög- in, og gengur alveg fram hjá fjelaginu og nefnir til tvo menn í ráðið í siað eins. Harmoniku-konsert ætla þeir Marino Sigurðsson og Haraldur Björns- son, að halda í Nýja Bío kl, 3 á morgun. Hafa þeir undanfarið haldið slíka konserta þrisvar fyrir fullu húsi í Reykjavík undanfarið, og sömuleiðis einu sinni við ágæta aðsókn bæði í Hafnarfirði og Keflavík. Fyrirhugað var, að þeir Færu erlendis og spiluðu þar á grannophon plötur. En þeirri för var fresfað þangað til nú eftir nýár. 80 pokar af pósti komu hingað með báðum skipunum, íslandi og Esju. Esja kom hjer í morgun snemma,. og fór aftur í dag. Staka. Bygð á stofni staðreyndar stendur bjargföst vissa mín: að aldrei læri aumingja Erlingur að skammast sín. Hrafn.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.