Norðlingur

Tölublað

Norðlingur - 24.12.1929, Blaðsíða 6

Norðlingur - 24.12.1929, Blaðsíða 6
6 NORÐLINGUR Hefl skrifstofn Kosningaskrifstofa fyrst' um sinn ’;>■ í* Hafnarstræti 98 niðri. — Skrifstofutími kl. 4—6 e. h. Giiðm. Pjetursson. hríð og munu skipsmenn ekki hafa sjeð til lands fyr en niðti tók. Þá strax, eða litlu síðar, komust 6 menn í land úr skipinu. En er fara átti fram aftur, til þess að reyna að sækja þá, sem eftir voru, en þeir voru 14, hvolfdi bátnum í brimgarðinum. Manntjón varð þó ekkert við það. En ekki þótti við- lit að reyna aðra björgunartilraun, þó að viðbúið þætti, að líf þeirra, sem í skipinu voru, væri í veði. Pegar skipið var strandað, sendi það neyðarmerki og tilkýnningu um strandið. En síðan tók fyrir ait samband við það. Á sunnu- daginn var þó sú vitneskja fengin um strandið, að hægt var að kveðja skip til hjálpar »Þór«. Fór togar- inn »Hannes ráðherra* þegar á vettvang, aðallega tii þess að reyna að bjarga mönnunum, sem enn höfðust við í skipinu, Sömuleiðis kom varðskipið »Ægir« til strand- staðarins í gærmorgun. Og þá tókst að ná öllum mönn- unum úr skipinu, og er ekki um annað getið, en að þeir hafi verið heilir á húfi, þó að þeir hljóti að hafa verið orðnir væstir og þrek- aðir. — Nánari frjettir eru ekki komnar af þessum atburði enn, því að síma- bilanir eru mikiar þar vestra og ekki unt að ná í Skagaströnd eða Blönduós. Að sjálfsögðu hefur »Pór« verið vátrygður. En ilt er að missa hann nú á þessum tíma frá landhelgis- gæslu, og mun ómetanlegt það tjón, sem ríkið kann að bíða við þetta. Er það dapurlegast tilhugs- unar, að þetta slys skyldi henda einmitt f einni af þessum snatíferð- um stjórnarinnar, sem varðskipin eru nú svo að segja daglega not- uð í. Ekki hefur frjest neitt um það, hvað mikið »Pór« muni vera brot- inn, en sjálfsagt er það mikið, því brim var gífurlegt. Messur um hátíðina. Aðfanga- dagskvöld: Akureyri kl. 6. jóladag: Akureyri kl. 11 f. h., Lögtnannshlíð kl. 2 e. h. og Akui eyri kl. 5. 2. jóla- dag: Messað á spítalanum og í Kristneshæli. Sunnudaginn milli jóla og nýárs: Gierárþprpi kl. 12 á hádegi. borgaraflokksins verður fyrst um sinn í verslunarmannafjelagshúsinu; opin frá 8— 10 e. h. hvern virkan dag. Kosninganefndin. B. S. A. Sími 9. 2 línur. B. S. A. Lokum aðfanga- og gamlársdag þegar búið er að keyra að kirkju og alveg á JÓLA- og NÝJÁRSDAG, svo bílstjórar geti notið hátíðanna eins og aðrir menn. — Gleðileg jól! Gott ár! Þökkum viðskiftin! Bífre/ðastöð Akureyrar. Kr. Kristjánssoh. t Árni Eiríksson, bankagjaldkeri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu seinni partinn í gær. Bana- meinið var hjaríaslag. Hans verð- ur nánar minst síðar hjer í blaðinu. Tjon af norðangarðinum. Frá Dalvík. Mikið og margskonar Ijón varð bæði til lands og sjávar af vonsku- veðrinu síðastliðinn laugardag. Mun þó ekki enn algerlega tilspurt um það, því að símslit eru víða og því örðugt að leita sannra frjetta. Á Dalvík rak einn vjelbát á land, eins og sagt var frá í síðasta blaði. En, hann náðist jafn skjótt úr brim: rótinu-, lítið brotinn, en sjálfsagt nokkuð reyndur. Pá tók þar 5 bryggjur, sumar alveg og aðrar að mestu leyti. Voru það bryggjur þeirra Porleifs Porleifssonar á Hóli, Fripieifs og Jóhanns Jóhannssona, Höepfners- ve'slunar, Kaupfjelagsins og S gurð- ar Jónssonar. Sagt er, að ekki hafi komið á Dalvík annað eins brim í þrjátíu ár. Gekk brimið yfir háan malar- kamb og suður á milii húsanna. Frá Siglufirði. Þar varð gífurlegt tjón í bryggju- skemdum og á húsum líka. Telst fróðum mönnum svo til, að það tjón nemi á annað hundrað þúsund krónur. 1 Brimið geiði ’nreint fyrjr sínum dyrum og byrjaði á ystu bryggj- unni, bæjarbrvggjunni; þó braut það hana ekki, heldur víxlaði hana í miðjunni og brr'ut ýmislegt úr henni, Pá tóku við bryggjur Dr. Poul, fóru þær að mestu leyti. Pá fóru allar bryggjurnar, sem ríkis- verksmiðjan var búin að kaupa, og platningarnar með. Bryggjur Hall- dórs Guðmundssonar fóru og al- gerlega, platningar og undan einu húsi. Pá þvoði cg undan platning- um Ásgeirs Pjeturssonar og »BaId- urs«. Sagði tíðindamaður Norðl. í gær, að heiía mætti að ekkert væri óskemt og flest farið tii fulls alla leið inn að Gránu-eigninni, Flóðbylgju afskaplega gerði á Siglufirði, svo að þar var Iíkara að húsin stæðu í stöðuvatni en á landi. Gekk flóðbylgjan suður á milli »Haugasunds« og Bíósins, og var eins og foss suður af eyrinni. Var hverju mannsbarni ófæri neðst og yst á eyrinni meðan háflæði var. Nærri má geta, að mikil skemd er á húsum vegna þessa vatns- gangs.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.