Norðurland - 26.11.1976, Blaðsíða 2
Magnús Kjartansson:
99Þú mátt aldrei selja
það úr hendi þér“
Mér var að berast í hendur
lsta tölublað af Norðurlandi
og sé ástæðu til þess að óska
norðlenskum sósíalistum til
hamingju með mikil og góð
umskipti í blaðaútgáfumál-
um. Ég sé einnig ástæðu til
þess að óska norðlendingum
til hamingju með að hafa feng
ið Vilborgu Harðardóttur til
ritstjórastarfa; við höfum ver
ið samverkamenn í blaða-
mennsku mjög lengi, og hún
á bæði til þann dugnað og þá
dómgreind sem er aðal góðs
blaðamanns.
Það var aðeins eitt sem
vakti undrun mína í þessu
nýja og myndarlega blaði, for
ustugrein sem Böðvar Guð-
mundsson skrifaði undir fyrir
sögninni „Alþingismenn í
kaldastríðsleik“. Greinin fjall
aði um það hvað ég væri
ómerkilegur og lélegur þing-
maður, þótt nafn mitt væri að
vísu ekki fest á blaðið. Þar er
sem betur fer um að ræða
veilu í starfsemi Alþýðubanda
lagsins sem fljótlegt og auð-
velt er að bæta úr, og skal ég
með ánægju stuðla að því. En
það var tilefnið sem vakti
undrun mína. Ég flutti tillögu
um það 1 þingbyrjun að ís-
lensk stjórnarvöld tækju upp
sömu reglur um heimsóknir
Bandaríkjamanna til íslands
og vist þeirra hér og íslend-
ingar eru látnir sæta í Banda-
ríkjunum.
Þetta er mál sem ég hef oft
fjallað um, vegna þess að ég
tel það eitt skýrasta dæmið
um lágkúru íslenskra stjórn-
valda í samskiptum við banda
rísk. Þegar Bandaríkin her-
námu ísland öðru sinni 151
hófst hér á landi ömurlegasta
tímabil sem ég hef lifað. Þús-
undum íslendinga var smal-
að til hernámsframkvæmda á
Miðnesheiði, og hernámsflokk
arnir þrír, Sjálfstæðisflokkur,
Framsóknarflokkur og Al-
þýðuflokkur, gerðu fastráðna
starfsmenn sína að njósnurum
hernámsliðsins, afhentu her-
námsliðinu gögn um alla þá
sem um atvinnu sóttu, stjórn-
LeikféJag
Akureyrar
Karlinn föstudag.
Sabína sunnudag.
Sabína miðvikudag.
Karlinn fimmtudag.
Miðasalan er opin frá
5 — 7 s. d. daginn fyrir
sýningardag og 5 — 8.30
sýningardaginn.
Sími 1-10-73.
L. A.
málaskoðanir þeirra, foreldra
þeirra, vini og kunningja.
Einnig réðu Bandaríkin í þjón
ustu sína hóp manna sem
vann að njósnum um íslend-
inga, þannig að smátt og
smátt urðu þegnar þessa lands
„mannlíf á spjaldskrá“ í
bandaríska sendiráðinu. Þá
kröfðust Bandaríkin þess að
íslendingar afléttu þeirri
reglu að Bandaríkjamenn
þyrftu vegabréfsáritun til ís-
lands, þótt herraþjóðin beitti
íslendinga harðasta pólitísku
eftirliti ef þeir óskuðu af ein-
hverjum ástæðum að ferðast
vestur um haf. Á þetta var
fallist af íslenskum stjórnar-
völdum, og var þá komin upp
sú skipan sem tíðkast í sam-
búð nýlenduherra og ný-
lendna. Þessi skipan helst enn,
og fékk ritstjóri Norðurlands
m. a. fróðlega reynslu um það.
Mér finnst þessi niðurlæging
íslenska ríkisins stórmál, en
Böðvar Guðmundsson segir að
þessi skipan sé „selffölgelig-
heð“ sem „enginn getur
breytt, vafasamt hvort nokkur
vill breyta“.
Böðvar Guðmundsson segir
að þessi tillaga mín sé „leik-
ur“, settur á svið til þess að
„breiða yfir þann skelfilega
sannleik að stóru málin ráð-
ast án almennrar þátttöku al-
þingismanna" og á þá við að
efnahagsmál og kjaramál séu
stóru málin. Þótt ég sé léleg-
ur þingmaður hugsa ég einnig
um kjaramál og efnahagsmál.
En á því sviði eru áhyggjur
mínar takmarkaðar. Ég veit
að verkalýðshreyfingin og Al-
þýðubandalagið munu hrinda
þeirri láglaunastefnu sem nú
er verið að reyna að festa 1
sessi; sú barátta verður vafa-
laust hörð, en ég er í engum
vafa um málalokin. Áhyggjur
mínar eru bundnar við her-
námið. Það hefur nú staðið
rúman aldarfjórðung, og
meirihluti landsmanna þekkir
ekki annað ástand. ískyggi-
lega stór hluti þjóðarinnar
hefur bognað andlega eins og
áskrifendasöfnun „Varins
lands“ sannaði, og furðu marg
ir sem ekki aðhyllast þann
hóp virðast telja að hernámið
sé ástand sem „enginn getur
breytt“. Þessi þróun hefur
oft vakið mér áhyggjur, en ég
hef átt því láni að fagna að
eignast góða vini sem ekki
vildu gefast upp. Einn þeirra
var Guðmundur Böðvarsson
skáld á Kirkjubóli. Eitt sinn
sendi hann mér til birtingar
í Þjóðviljanum kvæði sem
hann kallaði Fylgd. Hann
ræðir þar við „litla ljúf, labba,
pabba stúf“ og biður hann að
koma með sér út í daginn. Þar
ræðir hann við drenginn sinn
um landið og fólkið sem í land
inu hefur búið með því tæra
og tilgerðarlausa málfari sem
honum var gefið flestum
skáldum fremur. Næst síðasta
vísan er svona:
Ef að illar vættir
inn um myrkragættir
bjóða svika sættir,
svö sem löngum ber
við í lieimi hér,
þá er ei þörf að velja:
Þú mátt aldrei selja
það úr hendi þér.
Það voru tilfinningar af
þessu tagi sem ollu því að ég
fór í öndverðu að skipta mér
af stjórnmálum; þær eru enn
efst í vitund minni og verða
það vonandi meðan öndin
blaktir í brjósti mér.
Með þökk fyrir birtinguna,
Magnús Kjartansson.
PI8TILL VIKLNNAR
SPARTACIJS
Mörgum stigum hinnar sósíalísku verkalýðsbaráttu hafa
verið gerð nokkur sldl, hér í blaðinu að undanförnu og
einnig í fyrirrennara þess, Alþýðubandalagsblaðinu, að
ógleymdum Þjóðviijanum. I því sambandi hefur verið
minnst á alls konar „isma“, eða stefnur svo sem eins og
kommúnisma, sósíalisma og sósíaldemokratisma og það
hefur eflaust ruglað marga í ríminu, þegar þeir ætla svo
að reyna að heimfæra þessar stefnur upp á íslenskt þjóð-
félag, að það kemur ekki heim og saman við þær útlist-
anir sem borgaraflokkarnir, það eru hinir svokölluðu
„lýðræðisflokkar“, sem eru Alþýðuflokkur, Sjálfstæðis-
flokkur, Framsóknarflokkur og Samtökin sálugu, hafa
gert á þessum stefnum.
Ekki er hægt að skilgreina hverja stefnu út af fyrir
sig í svona stuttum pistli, en til glöggvunar má setja upp
dæmisögur um heildarþróun vissra þátta mannkynssög-
unnar og þess vegna væri það ekki úr vegi að setja upp
dæmisögu um eðlis- og stigsbreytingu baráttu verka-
mannsins, á þessari jarðsöguöld.
Tökum til dæmls bardagaþrælinn Spartacus, sem allir
sögufróðir menn ættu að þekkja, en hann var talinn leið-
togi þeirra bardagaþræla er gerðu uppreisn gegn kúgur-
um sínum og með sameinuðu átaki tókst þeim það, því
þeir áttu aðeins til eins að vinna: Lífsins! En þrátt fyrir
þessa „Iaunahækkun“ var enginn eðlismunur á stéttar-
stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Þeir þurftu ekki að láta líf
sitt á leiksviði kúgaranna! Eftir langvarandi baráttu þræl-
anna, í gegn um aldirnar, auðnaðist þeim að fá eignarrétt
á nauðþurftum sínum, eins og klæðum og skæðum en
enga hlutdeild í þeim afrakstri sem kom út úr þeirra
vinnu. Þeir voru ennþá þrælar. Svo kom að lénsskipu-
laginu og þá hafði þeirra barátta náð þeirri stigbreytingu
í launum, að þeir máttu hafa viðlegupláss utan húsbónda-
haganna, en öll sú vinna, sem þeir inntu af hendi var eign
lénsherrans. Sem sagt, enginn eðlismunur, aðeins stigs-
munur. Það væri hægt að rekja ýmsa smáa þætti, svo
sem eins og það, að þegar leiguliði ætlaði að gifta sig,
þá heimtaði Iénsherrann að fá að liggja með brúðinni
fyrstu nóttina. En þetta er útúrdúr. Þegar svo verkalýður-
inn sameinaðist gegn lénsaðlinum og braut konungsdæmið
niður þá spratt upp ný stétt, borgarastéttin, sem var arf-
taki lénsaðalsins, en tók upp breyttar aðferðir gegn verka-
lýðnuin með því að hagnýta framtak verkamannanna
(leiguiiðanna) í stærri einingum. Verksmiðjum. Þessar
samþjöppuðu einingar urðu til þess að samstaða verka-
manna varð betri varðandi kaupgjaldsbaráttuna, en stétt-
arstaðan var hin sama. Þrælar, með hærri laun! Þess
vegna ætti það að vera hverjum manni Ijóst að staða
„nútímaverkamannsins“ í þjóðfélaginu er hin sama og
Spartacusar, eðlilega séð, þó svo að kaupgjaldsbaráttan
hafi tekið stigbreytingum.
Þetta er sú staðreynd sem hinir svokölluðu lýðræðis-
flokkar“ hafa reynt að fela. I hvert skipti, sem sósíalistar
benda á að eðlisbreyting er jafnóumflýjanleg og stigbreyt-
ing, þá rjúka þeir til og byrja að skruma til lýðsins um
að þe'r vilji atvinnulýðræði, sem hefur hvorki áhrif á
eðlis- né stigbreytinguna, heldur villir um fyrir laun-
þegum um áðurnefndar stefnur, og þeir byrja að kalla
sig jafnaðarmenn, vinstrimenn og það hefur meira að
segja gengið svo langt að sjálfstæðismenn hafa boðið út
„róttæka sjálfstæðisstefnu“. I þessum feluleik sínum
hafa þeir svo ráðist gegn samfélagshugsjóninni með alls-
kyns orðagjálfri og telja ríkið í eðli sínu mesta óvin
hvers þjóðfélagsþegns. Það skal engan undra þó að það
sé talið til dyggða að svíkja undan skatti, þegar svona
lýðskrumarar vaða uppi. Þeir eru meira að segja svo
ósvífnir að halda því fram, að sú barátta, sem Spartacus
hóf og arftakar hans hafa haldið áfram til þessa dags,
sé uppfundinn í tilraunaglösum þeirra Karl Marx og Fried-
rich Engels og þess vegna sé þetta gömul lumma, sem
ekki á heima í okkar þjóðfélagi og kemur þar af leiðandi
ekki að neinuin notum. Þetta eru þeirra ær og kýr.
Sem sagt, Spartacus, það þjóðfélagsfyrirkomulag sem
við búum nú við er steinaldarfyrirkomulag sem verður að
afncma, en það tekst ekki nema að þú fyllir þann flokk
sem skilgreinir hina sósíalísku verkalýðsbaráttu rétt og
það er Alþýðubandalagið! Á þann hátt og engan annan
er hægt að efla baráttuvilja alþýðunnar til þeirrar eðlis-
breytingar, sem áður er nefnd, ná algjörum yfirráðum
verkalýðsins yfir þeim framleiðslutækjum sem hann sjálf-
ur hcfur skapað og hann sjálfur vinnur við, eða með
öðrum orðum: Þjóðfélagið!! Þ. S.
2 — NORÐURLAND