Norðurland - 26.11.1976, Síða 3
Helgi Guðmundsson:
SAIUFÉLAGI IMÚTÍIVIAISIS
I. grein
Helgi Gu'ðmundsson.
Um þær mundir sem Alþýðu-
samband íslands er að halda
þing sitt, og heldur jafnframt
upp á 60 ára afmæli sitt er
ekki úr vegi að taka til um-
fjöllunar stöðu verkalýðshreyf
ingarinnar, svo menn gerðu
sér betur grein fyrir þeim
vandamálum og úrlausnarefn-
um sem við er að glíma á
hverjum tíma. Með þessu er
ekki átt einasta við kjaramál
í þrengstu merkingu. Miklu
fremur um langtímamarkmið.
í því efni þarf þá að svara
þeirri spurningu hvort vel hafi
unnist á liðnum árum og að
hverju eigi að einbeita kröft-
unum í framtíðinni.
FÉLAGSLEG VANDAMÁL
Eins og alkunna er hefur
íslenska þjóðfélagið tekið
firna miklum stakkaskiptum
á því árabili sem liðið er síð-
an verkalýðshreyfingunni óx
svo fiskur um hrygg að hún
fór að hafa áhrif á þróun þess.
Sú hungurveröld, félagslegt
öryggisleysi og menntunar-
skortur sem þá var hlutskipti
alþýðu, heyrir nú fortíðinni
til og er væntanlega engum
eftirsjá að því. Orsakirnar
fyrir því að tekist hefur að
afnema margvíslegt ranglæti
úr þjóðfélaginu eru vafalítið
af ýmsum toga, en áhrifarík-
ast er þó án vafa afl og vilji
verkalýðshreyfingarinnar
gegn um árin. Naumast verð-
ur á stundum greint á milli
hinnar faglegu og pólitísku
baráttu, því hvor þátturinn
um sig hefur skilað stórum
hluta af árangrinum.
Hér verður ekki rakin saga
stéttabaráttunnar að neinu
verulegu leyti en minna má á
að á stríðsárunum skapaðist
óvenjulegt ástand sem verka-
lýðshreyfingunni tókst að hag
nýta sér og hefja þá lífskjara
byltingu sem æ síðan setur
mark sitt á íslenskt þjóðfélag.
Sú barátta sem gerði þessa
lífskjarabyltingu mögulega
var þá í raun búin að standa
um langt árabil. Beindist hún
að því í fyrsta lagi að vinna
verkalýðsfélögunum sess inn-
an samfélagsins, fá þau viður-
kennd sem raunveruleg hags-
munasamtök alþýðunnar og í
öðru lagi að því að vekja al-
þýðuna sjálfa til skilnings á
möguleikum til að afnema
ríkjandi ranglæti, með sam-
takamætti sínum.
Það tókst að vekja stéttar-
vitund verkalýðsstéttarinnar
og árangurinn lét ekki á sér
standa þegar hvort tveggja
fór saman heppilegt ástand í
þjóðfélaginu og miklir forystu
hæfileikar hjá forystumönn-
um verkalýðs til að leiða bar-
áttuna við ríkjandi aðstæður.
Enginn þarf þó að ímynda sér
að ekki hafi verið skiptar
ákoðanir um baráttuleiðina á
hverjum tíma og vafalítið hef
ur einatt verið hart deilt á
forystuna.
Gera má sér í hugarlund að
ekki hafi þurft að leita langt
eftir röksemdafærslu til að
sýna verkafólkinu fram á
nauðsyn samstöðu. Félagslegt
ranglæti blasti við um allt.
Atvinnuleysi var næstum eins
og lögmál, óumflýjanlegt,
nokkuð sem varð að reikna
með þegar öll lífsafkoman var
skoðuð. Mismunur auðs og fá-
Til félagsmanna
KEA
Félagsmenn vorir eru vinsamlegast beðnir að
skila hið fyrsta arðmiðum, sem þeir kunna að eiga
fyrir yfirstandandi ár.
Arðmiðunum ber að skila í lokuðu umslagi, er
greinilega sé merkt nafni, heimilisfangi og félags-
númeri viðkomandi félagsmanns og má skila um-
slögunum í aðalskrifstofu vora eða í næsta versl-
unarútibú.
Tekið skal fram, að vegna vinnutilhögunar á
skrifstofu vorri er æskilegt að arðmiðum sé skilað
eigi sjaldnar en þrisvar til fjórum sinnum á ári.
Kaupfélag Eyfirðinga
tæktar himinhrópandi aug-
]jós.
Við þessar aðstæður varð
til forystulið sem sannarlega
hertist í eldi baráttunnar og
meðal verkamannanna mýnd-
aðist harðskeytt og dugmikið
baráttulið er reyndist fært um
að leiða hin erfiðustu stétta-
átök til sigurs.
RÓMANTÍK EÐA RAUN-
SÆTT MAT?
Róttækir menn í verkalýðs-
hreyfingunni hafa alla tíð síð-
an litið til umrædds tímabils
Er barátta andstæðra stétta
úr sögunni, hin liðna tíð ein-
ungis til í rómantískum hyll-
ingum? Eða má ef til vill hag-
nýta sér reynslu fyrri ára til
að finna raunsæja baráttuleið
við ríkjandi aðstæður?
PÓLITÍSKT OG FÉLAGS-
LEGT AFL
Eins og nú er komið málum
er íslenskt launafólk miklu
verr launað en þekkist í ná-
grannalöndunum og vinnutími
á íslandi er miklu lengri.
Allir segjast sammála um að
sem óskaástands, sem skapa
yrði á nýjan leik. Reynslan
hafi sýnt og sannað að með
baráttuleið þess tíma hafi af-
drifaríkustu sigrarnir verið
unnir.
En það almenna félagslega
ástand í þjóðfélaginu sem þá
var ríkjandi, og átti vafalítið
sinn þátt í að baráttan varð
svo árangursrík er ekki leng-
ur fyrir hendi. Lífsgæðamatið
er annað, almennar skoðanir í
samfélaginu eru aðrar, um-
ræðuefnin eru önnur, fram-
boð í menningarmálum er
öðru vísi, skoðanamyndunin
fer öðru vísi fram og þannig
mætti lengi telja.
Þegar þessa, og margs ann-
ars er gætt, er ástæða til að
velta því fyrir sér, hvaða að-
ferð verkalýðshreyfingin á að
beita í baráttu sinni. Eru til
einhverjar nýjar leiðir sem
koma í stað hinna eldri? Er
stéttarvitund og samkennd
verkalýðsstéttarinnar nægi-
lega mikil til þess að fólk telji
eðlilegt að leggja mikið af
mörkum í félagslegri baráttu?
Er gamli baráttuandinn úr sög
unni og ef svo er, hvernig má
þá endurvekja hann?
þetta sé óæskilegt ástand, og
því beri að breyta. Jafnvel at-
vinnurekendur og afturhalds-
samir pólitíkusar eru til með
að samþykkja það. Hins vegar
er aldrei að þeirra mati mögu
leiki á að breyta ástandinu,
ýmist vegna versnandi við-
skiptakjara, eða vegna þess að
landslýðurinn hefur tekið út
forskot á sæluna þegar batnar
í ári. En hverju er þá um að
kenna að svo er komið og hvað
an er úrbóta að vænta?
Mestu ræður vafalítið sú
undarlega árátta fjölda verka-
fólks að velja til pólitískrar
forystu í þjóðfélaginu fulltrúa
þeirra afla, sem hafa and-
stæðra hagsmuna að gæta. Af
leiðingin er svo sú að borgara
stéttin ræður yfir miklu póli-
tísku afli, sem hún hikar ekki
við að beita gegn verkalýðs-
hreyfingunni hvenær sem
henni þykir henta. Við þessu
hefur verkalýðshreyfingin
ekki átt kröftugt andsvar,
öðru fremur vegna þess að
starfshættir hennar hafa í
allt of ríkum mæli einkennst
af karpi um kaupið eitt og
baráttuviljann til umtals-
verðra þjóðfélagslegra breyt-
inga hefur skort.
Hvort vænta má breytinga
á þessu ræðst vafalítið af því
hvort verkalýðshreyfingin
muni á næstunni breyta starfs
háttum sínum í verulegum at
riðum. Á þetta við um hvort
tveggja: Baráttuna út á við
og starfshættina inn á við.
Þegar rætt er um barátt-
una út á við er að sjálfsögðu
ekki aðeins átt við kaup-
gjaldsmál, heldur ekki síður
um almenna þátttöku verka-
lýðshreyfingarinnar í skoðana
myndun í samfélaginu. Takist
henni ekki að hafa áhrif í þá
veru að vekja félagslega vit-
und meðal félagsmanna sinna
munu afskipti alþýðusamtak-
anna af þjóðfélagsmálum og
þar með möguleikarnir á að
ráða raunverulegri fram-
vindu í lífskjörum alþýðu-
stéttanna, áfram vera bundin
við þjark um verðlitlar krón-
ur og aura einar saman.
Um það hvort vænta megi
breytinga í þessu efni verður
fjallað síðar.
Foreldrar
settust á
skólabekk
Sú nýbreytni hefur verið tek-
in upp á Dalvík að hafa for-
eldraviku í skólunum og var
hún lialdin í síðustu viku.
Voru þá skólarnir opnaðir og
foreldrum boðið að koma og
fylgjast með eftir vild.
Töluverður fjöldi foreldra
kom í heimsókn í skólana og
sat í tímum með börnum sín-
um, einkum í yngri bekkjun-
um, en færra á gagnfræðastig-
inu. Þar var þó ekki um kennt
áhugaleysi foreldra, en frem-
ur hinu, að unglingarnir sjálf-
ir munu heldur hafa latt þá
fararinnar, — hvernig sem
ber nú að túlka það!
Það hefur ekki gerst áður
að foreldrum væri' gefið slíkt
tækifæri til að kynnast starfi
skólanna, en einn faðir, sjó-
maður, tók það sjálfur upp 1
fyrra að koma og fylgjast með
kennslu í skóla barna sinna.
Karlakórinn á Dalvík æfir
nú af miklum krafti fyrir jóla
tónleika. Hann hyggur á Nor-
egsferð næsta sumar og hefur
haldið tvö hjónaböll til fjár-
öflunar.
Viðræður eru hafnar um
norræna menningarviku á
Norðurlandi næsta sumar
milli Dalvíkur, Ólafsfjarðar,
Blönduóss og Sauðárkróks. —
Óttar.
NORÐURLAND — 3