Norðurland


Norðurland - 20.04.1977, Qupperneq 5

Norðurland - 20.04.1977, Qupperneq 5
Afmælisleiksýning LA Carlo Goldoni: Passíukórinn og hljómsveit á æfingu í Akureyi arkirkju í desember sl., en þá flutti kórinn Te Deiun eftir Charpentier. ÍILS ÞREKS íukórsins um flutning Messíasar mun einfaldari í flutningi en td. nútímatónlist. Starf kórs- ins hefur líka verið tvíþætt, þeas. við höfum ekki einungis hugsað um flutning tónverka heldur einnig um að auka tón mennt kórfélaganna, bæði hvað varðar raddþjálfun og nótnalestur. Því miður hefur þetta nokkuð orðið að sitja á hakanum í vetur, þar sem svo mikill tími hefur farið í að æfa Messías. :ssias andels sem samin er við óbreyttan texta biblíunnar. Einnig er Messías fyrsta óratorían sem fjallar um allt líf frelsarans en áður höfðu verið samin verk þar sem tekin voru fyrir ákveðin skeið í ævi hans, fæð- ingin, píslarsagan, upprisan o. s.frv. Sá sem tók saman texta óratoríunnar var Charles Jenn ens, en hann hafði áður verið Hándel innan handar við út- vegun og samantekt söng- texta, t. d. fyrir óratoríuna Saul. Texti Messíasar er tek- inn jöfnum höndum úr Gamla og Nýja-testamentinu. í fyrsta hlutá" er fjallað um komu Messíasar, jólasöguna og verk frelsarans samkvæmt frásög- um guðspjalla Lúkasar og Mattheusar og spámannanna Jesaja og Sakaría. Annar þátt ur er um frelsun og píslir Messíasar, þar sem aðallega er stuðst við frásögn Jesaja spá- manns og Davíðssálma. í þriðja þætti er svo þakkar- gjörð til Messíasar fyrir að sigrast á dauðanum og þar stuðst við Korintubréfin og opinberun Jóhannesar. Barokktónlist hentar kómum Hvers vegna varð svo Messí as fyrir valinu í vetur? Það er kannski dálítið erfitt að nefna eina ástæðu fyrir því, — sagði Roar. — Sjálfur þekki ég þetta verk vel, ég 'hef verið með í flutningi þess heima í Noregi og svo þekki ég kórinn það vel að ég treysti honum til að flytja það, — kannski ekki á heimsmæli- kvarða, — en þokkalega. Bar- okktónlist hentar vel kórum af þessari stærð, flest kórverk sem samin voru fyrir 1800 eru fyrir tiltölulega litla kóra. Það má geta þess til gamans, að þegar Messías var fyrst flutt- ur var steypt saman tveimur kirkjukórum, 16 drengjum og 16 karlmönnum. Tilfæringar í skemmunni Voru ekki ýmsir erfiðleikar í sambandi við æfingar á Messíasi? Tæknilega ræður kórinn vel við verkið, en það krefst mjög mikils þreks. Kórinn verður að standa allan tímann sem það er flutt og það er mjög langt. Hins vegar þarf hann ekki að syngja allan tímann, resítatíf og aríur geta varað allt að stundarfjórðungi og þá hvílast raddirnar á meðan. Til að auka úthaldið höfum við eiginlega orðið að hafa þrekæfingar upp á síðkastið. Hvemig er aðstaðan til að flytja svo viðamikið tónverk hér á Akureyri? Hljómburðurinn í kirkjunni er afbragðsgóður, en það er erfitt að koma svo mörgum flytjendum fyrir. Þess vegna verða tónleikarnir nú haldnir í íþróttaskemmunni. Þar er hljómburður auðvitað ekki eins góður, en það verður reynt að bæta hann. Kórinn, hljóðfæraleikarar og einsöngv Roar Kvam. arar verða á áhorfendapöllun um og áheyrendur á stólum sem komið verður fyrir á gólf inu. Síðan verður að koma fyr ir skermi yfir flytjendum þannig að hljóðið berist til áheyrenda í stað þess að hverfa upp í loft skemmunnar. Aukinn áhugi Hvemig hafa svo undirtekt ir við starf kórsins verið? Þær hafa verið mjög ánægju legar. Ég hef veitt því athygli að áhugi fólks hefur aukist mjög mikið á þessari tegund tónlistar. Sem dæmi um það má nefna að nú syngja í kórn- um rúmlega 50 manns, það hefur reyndar gengið alveg sérstaklega vel að fá fólk í kór inn í vetur. Það hefði verið skemmtilegt, — bætti Roar við, — að færa Messías upp eingöngu með kröftum héðan frá Akureyri, en enn skortir nokkuð á að hljóðfæraleikar- ar hér við tónlistarskólann ráði við flutning hljómsveitar verksins. Hér á Akureyri eru þó til ágætir flytjendur, sér- staklega hvað varðar einsöng- inn, td, fluttum við fyrir jólin Te Deum eftir Charpentier án þess að leita annað. En núna töldum við rétt að fá einsöngv ara og hljóðfæraleikara ann- ars staðar frá, — en vonandi verður hægt eftir nokkur ár að flytja hér svipuð verk án aðfenginna krafta. NORÐURLAND þakkar Ro- ari Kvam fyTir viðtalið og ósk ar Passíukómum og stjórn- anda hans allra heilla í fram- tíðinni. B. G. AFBRAGÐ AIMIM- ARRA KVEIMIMA Leikstjóri: Kristín Olsoni. Leikmynd: Hallmundur Krist insson. Það mætti koma leikhúsgest- um furðulega á óvart, hversu nútímalegur, ærslafenginn og sannfærandi þessi sjónleikur verður hér á fjölunum á Ak- ureyri, þegar þess er gætt, að höfundurinn er ítalskur og hef ur senn legið 200 ár í gröf sinni. En reynslan sannar að árin og aldirnar breyta ekki mannlegu innræti að marki, og þær manngerðir, sem Carlo Goldoni dregur sundur og sam an í góðlátlegu, en þó mein- legu spotti, eru enn við lýði. Þetta eru fyrst og fremst fínu broddborgararnir, sem vilja berast mikið á og sýnast auð- ugir af fjármunum og vits- munum, og lifa mjög um efni fram í þeim greinum, og tekst ekki að skýla veraldlegu og andlegu fátæki sínu. Leiksýn- ingin hefst með skemmtilegu og suðrænu fjöri, sem kemur fram í söngvum, dansi, rassa- köstum og sviptingum, sem allt er framkvæmt með fim- legum og eðlilegum hætti. Slíkt látbragð er mörlandan- um að vísU ekki eiginlegt, en vera má að leikstjóranum hafi tekist að gera hér kraftaverk, og sé gæddur snilldarhæfileik um þess knapa, sem getur jafn vel riðið lata og illgenga jálka til tölts og vekurðar. Jóhann Ögmundsson leikur Dottore lögfræðing, sem er ekkjumaður, en börn hans leika Áslaug Ásgeirsdóttir, fer með aðalhlutverk leiksins. Aðrir leikarar eru, Gestur E. Jónasson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson og Ása Jóhannes- dóttir. Þessi tvö síðasttöldu hlutverk eru smávægileg og gefa leikurunum litla sem enga möguleika, þó að bœði geri sitt besta. Eins og sjá má af upptalningu þessari, standa allir atvinnuleikarar okkar áð 6ýningunni, og þeir eru að svo góðu kunnir, að enginn þarf að efast um, að vel er séð fyrir hverju því hlutverki, sem þeir fá til meðferðar. Saga Jóns- dóttir leikur þjónustustúlku, sem er meira en lítið sérstæð, og hefur ráðið sig í þessa vist í því augnamiði að ná sér niðri á syni húsbóndans. Og hún er klókur mannþekkjari, kænn og sniðugur bragðarefur, sem nær valdi yfir öllu heimilis- fólkinu, með því að nota rétta og viðeigandi aðferð við hvern einstakan. Hún lærir utanað ýmsa þætti, sem snerta áhugamál hvers um sig, og ásamt brjóst- viti hennar, dugar þetta henni til að eignast traust og aðdáun allra, og hún hefur lag á að kitla réttar kenndir í brjósti hvers og eins, og meira að segja matarástina. Henni og Aðalsteini tekst til dæmis svo vel að neyta ímyndaðrar mál- tíðar, að það liggur við að maís grauturinn fari að kitla bragð lauka áhorfenda. Allur fyrri þáttur leiksins er svo haglega ofinn og saman settur, að áhorfendum finnst hann vara aðeins stimdarkorn, Saga Jónsdóttir og Aðalsteinn Bergdal í hlutverkum sínum. Þórir Steingrímsson og Heim- ir Ingimarsson, en tengdadótt- ir hans er leikin af Sigur- veigu Jónsdóttur. Þjóna fjölskyldunnar leika Árni Valur Viggósson, Aðal- steinn Bergdal, og síðast en ekki síst Saga Jónsdóttir, sem og það skapast eftirvænting og spenna, og allir hlakka til að sjá og heyra hvað gerist nú. Síðari þátturinn heldur að vísu uppi áhuga og athygli leikhúsgesta, og fólk skemmt- ir sér ágætlega. En þó finnst Framhald á bls. 6. N ORÐURLAND — 5

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.