Norðurland - 13.04.1978, Side 2
NORÐURLAIMD
Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra
Ritnefnd: Böðvar Guömundsson, Helgi Guðmundsson, Soffla Guö-
mundsdóttir, Þórir Steingrfmsson og Þóra Þorsteinsdóttir.
Ritstjóri: Þröstur Haraldsson (óbm.).
Dreifing og auglýsingar: Kristln Ólafsdóttir.
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Eiösvallagata 18, slmi 21875.
Póstfang: Box 492, 602 Akureyri.
Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar.
Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins.
Hvernig skai
vopninu beitt?
Rétt einu sinni verður íslensk verkalýðshreyfing aðtaka
á honum stóra sínum og verja kjör sín árásum fjand-
samlegs ríkisvalds sem beitt hefur meirihluta sínum á
alþingi til að rifta gerðum kjarasamningum. Þetta er
árviss atburður en viðbrögð verkalýðs hafa veriðnokk-
uð breytileg.
Eitt breytist þó ekki: alltaf verður stéttin að grípa til
síns sterkasta vopns, verkfallsins; með öðru móti verða
kjörin ekki varin og hefur reyndar ekki alltaf nægt. En
því vopni má beita á ýmsan hátt eins og sagan sýnir.
Síðari hluta sjöunda áratugarins og framan af
þessum var verkfallsbaráttan fremur einhæf. Eftir að
samningaviðræður höfðu dregist úr hömlu og komið
langt fram yfir gildistíma samninga var verkfallsvopn-
inu beitt af fyllsta þunga, allsherjarverkfall skall á.
Þetta voru mjög kostnaðarsamar aðgerðir fyrir stéttina,
hún þurfti að leggja á sig miklar fórnir og reyndi oft á
úthaldið. Enda fór það oftast svo að þeir sem hægast
vildu fara rufu samstöðuna fyrstir og gerðu öðrum erf-
iðara fyrir þótt þeir ættu enn til baráttuvilja og þrek.
Á síðustu árum hefur þetta breyst nokkuð. Verka-
lýðshreyfingin hefur beitt verkfallsvopninu af meiri
hugmyndaauðgi og gætt þess að ofbjóða ekki baráttu-
þreki stéttarinnar. Einkum var þetta áberandi í síðustu
samningalotu í fyrra. Þá var sett á yfirvinnubann og því
fylgt eftir með skyndiverkföllum og svæðisbundnum
allsherjarverkföllum sem stóðu í stuttan tíma. Það
sýndi sig að þessar breyttu aðferðir báru árangur.
Og nú er enn runninn upp tími harðrar stéttabaráttu.
Af þeim tíðindum sem orðið hafa til þessa má glöggt sjá
að verkalýðshreyfingin hefur dregið ýmsa lærdóma af
reynslu síðustu orrahríðar. f upphafi var ætlunin að
sýna auðstéttinni og ríkisvaldi hennar styrk stéttar-
innar með tveggja daga allsherjarverkfalli. Það gekk þó
ekki algerlega sem skyldi. f fyrsta lagi kom sú staðreynd
berlega í Ijós að innan verkalýðshreyfingarinnar eru
Trjóuhestar þar sem eru stéttarfélög þau sem
íhaldsmenn ráða. Þessi félög hlupust undan merkjum
og undraði kannski engan. f öðru lagi var jarðvegur-
inn ekki plægður nógu vel, forystan gætti þess ekki að
hafa næg samráð við hinn almenna félaga og búa hann
undir átökin.
En nú er önnur lota hafin. Verkamannasamband
Islands hefur hvatt aðildarfélög sín til að stöðva
útskipun á öllum útflutningi frá landinu. Þessi aðgerð
er vel hugsuð og vænleg til þess að gefa góða raun.
f fyrsta lagi reynir þessi aðgerð mest á þann hluta
stéttarinnar sem í öllum verkfallsátökum hefur sýnt af
sér mestan baráttuvilja: hafnarverkamenn. f öðru lagi
þarf stéttin ekki að setja traust sitt á Trjóuhestana í
sínum röðum (það sýnir sig í yfírlýsingu Sjómanna-
félags Reykjavíkur hvað það hefði þýtt). f þriðja lagi
krefst þessi aðgerð ekki neinna teljandi fórna af stétt-
inni, td. missir enginn vinnu nema atvinnurekendur
sýni þá óbilgirni að tefja samningaviðræður úr hömlu.
f fjórða lagi kreppir þessi aðgerð verulega að atvinnu-
rekendum og rekur fleyg í þeirra raðir. Þeir geta illmögu
lega beitt verkbanni því þá stöðva þeir innflutninginn
líka. Skipafélögin verða að senda skip sín með tómar
lestar frá landinu. Þess verður ekki langt að bíða að
rekstrarfjárskortur geri vart við sig hjá útflutnings-
fyrirtækjum því fjárstreymi til landsins stöðvast og
lánamöguleikar skerðast.
Það er því engin furða þótt Morgunblaðið hafí látið
öllum illum látum að undanförnu og að íhaldið hafí
beitt fyrir sig jafnt Trjóuhestunum í verkalýðshreyfíng-
unni sem heildsölunum á albingi sem leggja nú til í
bræði sinni að verkfallsrétturinn verði afnuminn. - ÞH.
Eignarráð
á búskap-
arlandinu
Rétt fyrir byrjun þessa vetrar
skrifaði ég smágrein í Norð-
urland um Fnjóská og lífíð í
dalnum, og gerði í lokin ráð
fyrir að bæta kanski einhverju
við seinna, en það hefur nú
ekki orðið fyrr en þetta. Mikið
hefur verið um að vera í mál-
efnum bænda á þessum vetri
og maður hefur verið að hlusta
og gá til veðurs í því dimm-
viðri, þar sem réttar áttir
virðast týndar og leiðsögu-
mennirnir benda hingað og
þangað.
(Jónas Dagblaðsritstjóri
fékk sitt versta landbúnaðar-
kast fyrir jólin, og má ekki
greina hvort um ofnæmi eða
ofstæki er að ræða, en það er
úrlausnarefni læknavísind-
anna. Eftir kastið þoldimaður
inn ekki lengur það hrat sem
íslenskar kjötsteikur eru, og
brá sér því til Lundúna til að
koma meltingunni í lag og
þakka breskum fyrir allt gott
síðan í landhelgisstríðinu.
Þarna át maðurinn tværveisl-
ur á dag í heila viku, þar á
meðal grænar og bláar steik-
ur, rauða kjúklinga og kín-
verskar keisarasteikur. ^essu
skolaði hann svo niður með
,,göfugustu“ vínum jarðarinn-
ar - það voru sko engin ,,róna“
vín eins og uppá íslandi. Eftir
þetta hafði maðurinn svo
jafnað sig í bili.)
Það virðist annars hlálegt
| að vera að bollaleggja um það,
2 á hvern hátt eigi að takmarka
| eða drepa landbúnaðarfram-
, leiðsluna niður, því að það
1 kemur af sjálfu sér þegar
2 verðþenslukerfi auðstéttar og
1 peningavalds er búið að eyði-
2 leggja sölumöguleika landbún
I aðarins, eins og nú þegar er
■ orðið.
■ Annars ætlaði ég að minn-
| ast á aðeins einn þátt svo-
■ nefndra bændamála, en hann
| er: eignar- og umráðaréttur
■ landsins.
Um það mál liggja nú fyrir
I tvö frumvörp á Alþingi, ann-
að frá Alþýðufl.þingm. og
Olgeir
Lúthersson
skrifar úr
Fnjóskadal
hitt frá Alþýðubandal.þingm.,
og mun það síðarnefnda vera
bændum miklu fremur að
skapi, því þar er t.d. ekki lagt
til að eignarráð bænda á vötn-
um og veiðirétti séu af þeim
tekin. Ég hef áður lýst hvernig
íbúar sveitanna urðu að stríða
við vatnsföllin óbrúuð á fyrri
tíð, og þó að nú séu þau brúuð,
þá þarf sveitafólkið að aka
margan krókinn á brýrnar
vegna ótal erinda og félags-
lífsins í sveitinni. Þetta gerir
drjúgan kostnaðarlið yfir árið
í tima og bílkostnaði, sem
sanngjarnt er að veiðitekjur
komi á móti. Þær fást þó ekki
heldur kostnaðar- né fyrir-
hafnarlaust, þó ýmsir hafi af
þeim fjárhagslegan stuðning.
Bæði frumvörpin gera ráð
fyrir því að afréttirnir séu
,,þjóðareign“, en bændur hafi
þar beitarrétt eins og áður, og
umráð séu í höndum Alþingis.
En þetta eru lítilfjörleg orð á
pappír.
Afréttir eru óbyggðir sem •
tilheyra vissum byggðum land ■
fræðilega og íbúum þeirra ■
efnahagslega. Sumstaðar hef- ■
ur verið ágreiningur og tog- ■
streita um afréttarnot vegna ■
utanaðkomandi ásóknar, þeg- *
ar sveitarfélag hefur ekki haft ■
hreinan umráðarétt þeirra af- 2
rétta, sem því tilheyra sam- g
kvæmt framansögðu. Það 2
gæti orðið ófagurt stríð sem I
upphæfist á milli bænda og i
byggðarlaga um slíka „þjóð- I
areign", en orrustuvöllurinn ■
yrði sjálft Alþingi, og segir I
mér hugur um, að þar myndu ■
mál oft þannig skipast, að I
allur þingheimur berðist. ■
Þessvegna hafa sum sveitar- I
iclög leitað eftir því að fá ■
keypt rikiseignarlönd í afrétt- |
um þeirra, sem menn utan ■
viðkomandi sveitar telja sig |
hafa rétt til að nota.
Þar sem afréttirnar eru ein |
af helstu undirstöðum sauð- ■
Qárbúskaparins, þá er alveg |
eðlilegt að bændur vilji og eigi ■
að hafa þar öll ráð. Afnot |
afrétta verða þá samninga- ■
mál milli hreppa, og þyrfti |
ekkert að skurka í Alþingi J
með þau. Við slika samninga |
yrði stuðst við mat sérfræð- !
inga á gróðurfari og beitarþoli I
afréttanna.
Ég held að það megi vekja I
þingmenn Alþýðubandal. til J
skilnings á þessu, og einnig á I
hinu, hve mikilvægur eignar- J
réttur bænda á bújörðum er í I
auðvaldsríki. Oft verða bænd- J
ur svo hart leiknir í barátt- I
unni við harðneskju náttúru- J
aflanna, að segja má að eignar ■
rétturinn einn haldi þeim á ■
jörðunum. Nefna má harð- •
indaárin milli 1960-70. Úr J
miðjum áratugnum voru mikil J
uppgrip við sjóinn en fjöldi ■
bænda aðþrengdur af harðind \
um og kölnum túnum. Hefðu ■
bændur þá almennt búið á \
ríkisjörðum, hefði ekkert forð ■
að frá stórfelldu hruni í stétt- *
inni. Líka má nefna óþurrka- ■
sumrin sunnanlands - þar •
hefðu bændur frekar yfirgef-
ið ríkisjarðir en eignarjarðir
og hefði það getað leitt til
alvarlegs mjólkurskorts á
Reykjavíkursvæðinu.
En „viðreisnarveislan" svo-
nefnda stóð ekki lengi, og fyrr
en varði var fólk tekið að flýja
land vegna atvinnuleysis og
slæmra launakjara. Hvernig
hefði ástandið orðið ef fjöldi
sveitafólks hefði þá rétt ný-
skeð fluttst úr sveitunum?
Það er svo annað mál
hvernig á að skapa sósíalískt
hagkerfi í landinu, en það
verður ekki gert með því að
leggja búskaparlönd bænda,
sem ríkiseign, undir umráð
fulltrúa hins kapítalíska pen-
ingavalds á Alþingi.
3. apríl 1978.
Olgeir Lúthersson.
Gjafir til mannúðarmála
Alltaf er til fólk sem hefur til að
bera þá fórnfýsi að leggja fé af
mörkum til hinna ýmsu mann-
úðarmála. í síðustu viku bárust
NORÐURLANDI tvær fréttir
af slíkum gjöfum, önnur er frá
barnadeild Fjórðungssjúkrahús
ins, hin er yfírlit um gjafír í
byggingasjóð Sjálfsbjargar síð-
ustu tvo mánuði síðasta árs.
f frétt frá Fjórðungssjúkra-
húsinu segir Torfi Guðlaugs-
son framkvæmdastjóri frá því
að á laugardag fyrir páska hafi
félagskonur Kvenfélagsins Hlíf-
ar á Akureyri fært barnadeild
sjúkrahússins að gjöf gott úrval
leikfanga. Segir Torfi að það sé
Minningarsjóður Hlífar sem að
þessu standi og að deildin hafi
oft áður notið gjafa frá honum.
Biður Torfi blaðið að færa
kvenfélagskonum bestu þakkir
og er þeim hér með komið á
framfæri.
Frá Sjálfsbjörg berast þær
fréttir að byggingasjóði Akur-
eyrardeildarinnar hafí borist
gjafir að upphæð kr. 666.968 á
tímabilinu 2. nóvember til 31.
desember 1977. Stærstu gefend-
urnir eru Sveinafélag járniðn-
aðarmanna á Akureyri sem gaf
250 þúsund og Iðja, félag
verksmiðjufólks á Akureyri sem
gaf 300 þúsund.
Aðrar gjafir voru þessar:
ágóði af kökubasar 12. nóv-
ember kr. 54.918, frá Valprenti
hf. kr. 10.000, ágóði af hluta-
veltu sem bræðurnir Baldvin og
Sigurjón Baldvinssynir efndu
til að Háalundi 9 kr. 2.050, frá
Konráð Ásgrímssyni kr. 5.000,
frá tveim systrum kr. 15.000, frá
NN kr. 25.000 og frá Oddnýju
Jónsdóttur Ránargötu 22 kr.
5.000.
Stjórn Sjálfsbjargar biður
blaðið að koma á framfæri
bestu þökkum fyrir veittan
stuðning og er það hér með gert.
2 -NORÐURLAND