Norðurland


Norðurland - 13.04.1978, Blaðsíða 4

Norðurland - 13.04.1978, Blaðsíða 4
Bœýtur. q/QtéshAhm Útibú Búnaðarbankans, iðnaðarbankans og Útvegsbankans á Akureyri tilkynna breyttan afgreiðsiutíma frá 1 maí n.k. sem hér greinir: Mánudaga til föstudaga frá kl. 9.15 til 12.00 og kl. 13.00 til 15.30. Síðdegisafgreiðsla aðeins á föstudögum frá kl. 17.00 til 18.00. Akureyri, 7. apríl. Búnaðarbankinn (Ö>-lðnaðarbankinn Útvegsbankinn. Samtökin Fundur verður haldinn í Samtökum vinstri manna á Akureyri að Þingvallastræti 14, fimmtud. 13. apríl, kl. 20.30. FUNDAREFNI: 1. Ákvörðun tekin um framboðslista flokksins við komandi bæjarstjórnarkosningar. 2. Önnur mál. STJÓRNIN. Tilkynning Þann 22. mars sl. var kveðinn upp lögtaksúrskurður um gjaldfallna fyrirframgreiðslu þinggjalda ársins 1978. Skattþegum skal hér með bent á, að nú er öll fyrir- framgreiðslan eindöguð og er hér með skorað á gjald- endur að gera skil á ógreiddum gjöldum sínum nú þegar, svo þeir firri sig óþægindum er af lögtökum og dráttarvöxtum leiðir. Ólafsfirði, 6. apríl 1978. Bæjarfógetinn í Ólafsfirði. á öllum skíðavörum Sport og hljóðfærsverslun Akurevrar «✓ Sími 23510 Viðtal - Jill Framhald af bls. 6 Bertold Brecht, þe. að leik- ararnir fara andartak út úr atburðarásinni og ávarpa áhorfendur, spyrja þá álits á gangi mála. Þetta var gert í fyrstu uppfærslu verksins og ég held að Johan Littlewood hafi bætt því inn í. - Að síðustu, Jill, hvernig hefur samstarfið gengið við starfslið LA ? - Það hefur gengið vel. Þau hafa verið þolinmóð því ís- lenskan mín er ekki góð - ekki enn. Við höfum hjálpasj að við að skilja hvort annað og það hefur allt blessast. - ÞH Akureyrarkirkja Messað í Akureyrarkirkju sunnudaginn 16. apríl kl. 2 e.h. Sálmar nr. 18,45,48,460, 518. ■ - P. S. Hjálpræðisherinn Sunnudaginn 16. apríl kl. 13.30: Sunnudagaskóli. Kl. 17.00: Almenn samkoma. - Mánud. kl. 16.00: Heimilis- sambandið. Þriðjud. kl. 20.30: Hjálparflokkurinn. Allir vel- komnir. Kristniboðshúsið Zíon: Sunnudaginn 16. apríl. Sunnu dagaskóli kl. 11. Samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Benedikt Arnkelsson. Allir velkomnir. íbúðir til sölu Byggjum í sumar 18 íbúða fjölbýlishús við Borg- arhlíð 1-3-5. 2ja herb. íbúð er 57 ferm. nettó og 85 ferm. með geymslum og sameign. 3ja herb. íbúð er 72.2 ferm. nettó og 100.8 ferm. með geymslum og sameign. 4ra herb. íbúð er 86.6 ferm. nettó og 11 5.2 ferm. með geymslum og sameign. ATH. að seljandi tekur 2/3 hluta húsnæðis- málastjórnarláns, sem nú hefur hækkað úr 2.700.000 í 3.600.000. fbúðirnar afhendast um mitt árið 1979. FJÖLNISGÖTU 3a ••fi1 (96)23248 - Pósthólf 536 • Akureyrl 602 Starfsfólk óskast á gæsluvelli bæjarins frá 15. maí til næsta hausts. Skriflegar umsóknir sendist leikvallanefnd, skrif- stofum Akureyrarbæjar, fyrir 22. apríl. Umsækjendur verða að vera fullra 18 ára og fúsir að sækja 20-30 tíma kvöldnámskeið í vor. Nánari upplýsingar gefur Einar Hallgrímsson í síma 12894 eftir kl. 18 á daginn. LEIKVALLANEFND. Skoðunargjald á Mæðradeild fyrir konur utan Akur- eyrar og Eyjafjarðarsýslu verður sem hér segirfrá 1. apríl 1978: Blóðflokkun, fyrsta skipti Kr. 2000,- í hvert sinn þar á eftir Kr. 600,- HEILSUVERNDARSTÖÐ AKUREYRAR MÆÐRADEILD RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður KRISTNESHÆLIÐ. YFIRLÆKNIR. Staða yfirlæknis við Krisfnes- hælið er laus til umsóknar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda Stjórnanefnd ríkisspítalanna, Eiríks götu 5, fyrir 2. maí n.k. Reykjavík, 2. apríl 1978. SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA EIRÍKSGÖTU 5. - SÍMI 29000 Ferðafélag Akureyrar Gönguferð á Háurinda laug- ardaginn 15. apríl kl. 1. Þátt- taka tilkynnist í síma 23692, föstudag kl. 19-21. Ffladelfía, Lundargötu 12. Almenn samkoma sunnudag- inn 16. apríl kl. 20.30. Ræðu- maður: Hinrik Þorsteinsson. Fimmtudag 13. apríl, almenn- ur biblíulestur kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir á sam- komur þessar. - Sunnudaga- skóli hvern sunnudag kl. 11 f.h. öll börn hjartanlega vel- komin. - Fíladelfía. Kökubasar Sjálfsbjörg og íþróttafélag fatlaðra halda sameiginlegan kökubasar sunnudaginn 16. apríl kl. 15.00, að Laxagötu 5. Verið dugleg að baka. Vin- samlega beðin að koma kök- unum í Laxagötu5 milli 12 og 14 sama dag. - Nefndin. Konur takið eftir Þriðjudaginn 18. apríl hefir Kristnildoðsfélag kvenna fund í Zíon kl. 20.30 með kristni- boðunum Ingunni Gísladóttur Kjelrun og Skúla Svavars- syni. Þar verður kristniboðið kynnt í máli og myndum. Kvenfélagi Akureyrarkirkju sérstaklega boðið. Fjölmenn- ið nú og kynnist störfum kristniboðanna. 1. maí Framhald af bls. 1. tími til stefnu, liðlega hálfur mánuður. Ekki er heldur annað sæmandi í miðjum harðvítug- um stéttaátökum en að 1. maí verði gerður að gildum þætti í kjarabaráttunni, þar gefst stétt- inni kjörið tækifæri til að sýna mátt sinn. Söngsveit Framhald af bls. 3 manna að það hafi að nokkru leyti tekist. Sveitin er blönduð og telur hátt í 30 manns sem hafa stundað æfingar tvisvar í viku í vetur. Fyrir nokkru efndi söngsveit- in til söng- og dansskemmtun- ar í Hlíðarbæ í fjáröflunar- skyni. Var þar fluttur hluti þeirrar efnisskrár sem nú er boðið upp á og voru móttökur áheyrenda góðar. Eftir skemt- unina í Hlíðarbæ er það ætlun- in að fara með dagskrána á vit Þingeyinga og syngja fyrir þá í Stóru-Tjarnarskóla. Tónleikarnir á laugardaginn verða kl. 21 um kvöldið. Hótelið í Úlafsfirði (Stofnað 1970) Aðalgötu 15 Símar (96)62315 og (96)62384 Nafnnúmer: 8932-2413 Starfssvið: Ferðamannaþjónusta allt árið. Gisting í eins, tveggja eða þriggja manna herbergjum. Allar almennar veitingar. Hótelið J Úlafsfirði ^ 4 > NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.