Norðurland - 13.04.1978, Blaðsíða 5
Að leiðrétta
lýðræðið
Framhald af baksíðu.
stjórn og flokknum. Nú
hefur hann safnað ym sig
hópi fallkandidata og von-
leysingja úr öðrum flokk-
um og hyggst bjóða fram.
Meðal þeirra sem orðaðir
eru við lista Sigurðar eru
þeir Jón Ármann Héðins-
son alþingismaður sem
ekki hlaut náð fyrir augum
kjósenda í prófkjöri Al-
þýðuflokksins, Björn Ein-
arsson úr Framsóknar-
flokknum og Sigurður Ingi
Hillaríusson sem situr í
bæjarstjórn fyrir Samtökin
en þykir sennilega væn-
legra til árangurs að rjúfa
tengslin við þá sundruðu
hjörð.
Já, Bárður minn, það eru
víðar til vonsviknir fall-
kandidatar en hér á Akur-
eyri.
Leikfélag
Akureyrar
Hunangsilmur
eftir
Shelagh Delaney
Þýðing:
Ásgeir Hjartarson
Búnirjgar:
Freygerður Magnúsdóttir
Leikmynd:
Hallmundur Kristinsson
Leikstjóri:
Jill Brooke Árnason
Frumsýning
föstudag 1 4. aprí/ kl. 8.30
2. sýning laugardag
3. sýning sunnudag
Galdraland
sunnudag kl. 2.
Miðasala frá og með mið-
vikudegi frá kl. 5-7.
Sími11073.
„Tungan í tímans
straumi"
Eftir
Einar
Kristjánsson
Þáttur sjónvarpsins síðastliðið mánudagskvöld, um
„tunguna í tímans straumi", var að mörgu leyti ágæt
viðleitni í þá átt að hugleiða og ræða vandamál, sem
hefuralltaf verið, og verður aðkallandi. Tungumál smá-
þjóðar á alltaf í vök að verjast. Til dæmis má íslensk
tunga biðja góðan guð að varðveita sig fyrir þeim
vinum sínum, sem ákafast biðja um endurreisn Kefla-
víkursjónvarpsins, og einnig hinum, sem vilja að út-
varpsrekstur og sjónvarpssendingar megi hvaða ang-
urgapi sem er, hafa með höndum, ef áhugi og fjármagn
er til staðar.
í þessum pistli er ekki rúm til að ræða í löngu máli. En
mér finnst vert að minnast á einn þátt móðurmáls-
kennslunnar, sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi, en
það er kennsla í framsögn. Slík tilsögn fer yfirleitt ekki
fram í skólunum, að undanteknum leiklistarskólum og
námskeiðum. Ekki virðistástæða til að ætla aðfólk læri
þá list að tala svo vel sé, án tilsagnar, enda er tafs,
þvoglumæli, áhersluskekkjur og latmæli alltof algengt
f tali fólks, jafnvel þó að skólagengið sé, og hafi bæði
greind og getu til að gera miklu betur. Því hefur aðeins
aldrei komið til hugar, að í þessu efni væri þörf úrbóta.
Þokkaleg framkoma og marinasiðir eru heldur ekki á
neinni námsskrá, og ber margur þess merki.
Margir fá að vísu slíka tilsögn í foreldrahúsum, en
miklu fleiri alls ekki, heldur hið gagnstæða, því uppal-
endurnir eru oftfjarri þvíað vera súfyrirmynd, sem þeir
ættu að vera. Lærifeðurnir, sem komu fram í þessum
sjónvarpsþætti, báru nemendum fremur vel söguna.
En þess er að gæta, að segja má að nemendur mennta-
skólakennara, eins og Gísla Jónssonar, séu raunar úr-
val. Þeir eru fólk, sem reynist hæft til langskólanáms
og vill læra, og vitanlega eru þetta góðir nemendur.
Þrautin er þyngri í grunnskólunum, þar sem verið er
að stríða við að fræða nemendur, sem eiga örðugt með
nám, og vilja beinlínis ekki læra. í hverjum grunnskóla
er alltaf töluverður hópur því marki brenndur, og þegar
heil bekkjardeild samanstendur af einstaklingum af því
tæi, verður vandamálið óviðráðanlegt, einsog margur
kennarinn þekkir af eigin raun. Eitt er það sem glæða
mætti bjartsýni þeirra, sem bera ugg í brjósti vegna
hnignunar tungunnar í mæltu máli. Oft ber það við í
sjónvarps- og útvarpsþáttum, að sjómaður, iðnaðar-
maður, bóndi eða annað fólk úr verkalýðsstétt, ertekið
tali óvænt, þegar það á sér einskis ills von.
Og það er ótrúlega oft, að þarna koma fram prýði-
legir viðmælendur, greinagóðir, hispurslausir og svo
vel máli farnir, að hvaða þjóðhöfðingi sem væri, mætti
teljast fullsæmdur af. Og þessi frammistaða mun oft
ekki, nema að litlu leyti, vera að þakka málfræðikunn-
áttu frá skólakerfinu, heldur ættgengum eiginleikum,
og sambúð við hugsandi og iesandi kjarnafólk. Að
loknum þessum sjónvarpsþætti fór ég að skyggnast
um æskubyggð mína. Þar voru liðlega þrjátíu heimili,
þegar ég var að alast upp, og maður sem hafði verið í
skóla, var alger undantekning.
Þetta fólk talaði yfirleitt málfræðilega rétt, en þekkti
þó engan orðflokk með nafni. Þágufallssýki brá fyrirá
einum þremur bæjum, og var nokkuð skopast að. Og
ég er viss um, að á meira en helmingi þessara heimila,
var að finna einn eða fleiri, sem ritaði lýtalausa réttrit-
un, og hefði getað orðið sómasamlegur blaðamaðurá
örskömmum tíma.
Einnig voru þarna nokkrir einstaklingar, sem kunnu
naumlega að draga til stafs, en höfðu frásagnargáfu
eins og hún gerist best, og bjuggu yfir margvíslegum
þjóðlegum fróðleik. Ekki harma ég annað meir en að
lítið sem ekkert skyldi varðveitast af því, sem með
þessu fólki bjó.
*
Móðurmálið átti gott athvarf á þessum slóðum, og
svo mun hafa verið í sveitum yfirleitt, þó að
skólamenntun væri af skornum skammti, eða engin.
Vonandi verður þessi móðurmálsþáttur sjónvarpsins
upphaf að miklu og góðu starfi. Umræður þátttakenda
voru prúðmannlegar og málefnalegar, nema hvað
Sverrir Hermannsson fór allt í einu að ræða um ein-
hvern ,,hóp manna", sem teldi sig sjálfkjörinn til að
yrkja og skrifa fyrir alla þjóðina, án þess að hafa
nokkurn rétt til þess. Þessari fáránlegu fullyrðingu
fylgdu engar skynsamlegar röksemdir, svo sem vænta
mátti.
I--------------------
Snerpa og skaphiti
I Strokkvartettinn Reykjavík-
I Ensemble skipa Guðný Guð-
| mundsdóttir 1. fiðla, Ásdís
I Þorsteinsdóttir Stross, 2. fiðla,
Mark Reedman, lágfiðla og
Nina G. Flyer, selló.
Reykjavík-Ensemble var
stofnað árið 1975 og hefur
margsinnis leikið þar syðra
I fyrir félaga Kammermúsikk-
I klúbbsins og farið tónleika-
| ferðir íjórum sinnum til Þýzka
lands. Nú er hópurinn á förum
I til Frakklands til þess að taka
I þar þátt í tóniistarkeppni fyrir
I strokkvartetta.
I Tónlistarfélag Akureyrar
lætur skammt stórra högga
I milli um þessar mundir. í
I dymbilviku lék hér á vegum
| félagsins Martin Berkofsky
píanóleikari, sem er mikill
| sniildarmaður og eftir því
I fjölhæfur. Tónlistarskólinn
i naut góðs af fágætum eigin-
leikum hans sem kennara, er
| hann hafði hóptíma fyrir nem-
endur og kennara skólans sl.
Isunnudag. 9. apríl var svo á
ferðinni Reykjavík-Ensemble
I sem lék í Ákureyrarkirkju
strokkvartetta eftir Mozart,
Beethoven og Béla Bartok.
Voru þetta fimmtu tónleikar
Tónlistarfélags Akureyrar á
þessu starfsári. Eitt og annað
stendur til hjá félaginu, og eru
Soffía Guðmundsdóttir fjallar
um tónleika Reykjavík Ensemble
árlegir tónlistardagar í undir-
búningi.
Passíukórinn lætur til skar-
ar skríða innan tíðar og flytur
Requiem, Sálumessu eftir
Mozart og Kantötu nr. 23 eftir
J.S. Bach, og tónleikar nem-
enda Tónlistarskólans fara
senn að hefjast.
Efnisskrá umræddra tón-
leika í Akureyrarkirkju var
hin veglegasta og ekki ráðizt á
garðinn þar sem hann er lægst-
ur. Þar var farið um vítt svið
allt frá klassik til nútímans, og
ber þeim fjórmenningum heið-
ur og þökk fyrir að flytja
okkur svo mikið.efni og merki
legt. Allur flutningur þeirraer
einstaklega vandaður og ein-
kennist af snerpu ogskaphita.
Þeim er töluvert niðri fyrir og
fara enga erindisleysu á' tón-
leikapallinn. Áheyrendur voru
reyndar ekki fjölmargir, en ég
hygg, að allir hafi þeir fylgst af
óskiptri athygli með því, sem
var að gerast á þessum tón-
heyrt
leikum. Þarna náðu flytjendur
til áheyrenda.
Það skal játað, að sístur
þótti mér flutningur á strok-
kvartett eftir Mozart, og var
hann þó einkar fallega leikinn
á köflum og stílhreint. Þetta er
gamla sagan, að örðugt er að
festa hönd á tónhugsun klass-
íska tímans og gera þau áhuga
verð og nærtæk nútímafólki.
Á þetta í ríkum mæli við um
snilldarverk Mozarts, en þau
er um hartnær tveggja alda
skeið búið að leika svo oft og
svo vel að mörgum kann að
virðast sem þar sé litlu við að
bæta og örðugt að finna sinn
eigin tón andspænis öðrum
eins sögulegum staðreyndum.
Þar að auki eru viðhorf
áheyrenda meira og minna
fyrirfram fastbundin og mót-
uð. Hér kemur fjölmargt til,
sem of langt mál væri að fara
nánar út í, þótt freistandi sé,
en Mozart er ekki bara leik-
andi léttur, glæsilegur og and-
ríkur formsins meistari. Hann
hafði mikilvægan boðskap að
flytja um sína daga, en það er
ærinn vandi að koma honum
til skila á okkar dögum. Það
má ekki gera hann of þægi-
legan. Með strokkvartett Beet
hovens fór svo um munaði að
draga til tíðinda, enda er þar
ekkert smáræði á ferð að inni-
haldi og öllu umfangi.
Hátindur þessara tónleika
var tvímælalaust strokkvartett
eftir Béla Bartok bæði hvað
verk og flutning áhrærði. Er
síst ofmælt, að það er merkis-
viðburður að fá að heyra
annað eins. Helst hefðu þau
íjórmenningar átt að flytja
þetta verk í tvígang með hléi á
milli en það er vísast til of
mikils mælzt. Þau fengu vissu-
lega undir því risið að færast
annað eins verkefni í fang.
------------------------------1
I
Béla Bartok samdi þetta
ógnþrungna verk rétt í þann
mund, er heimsstyrjöldin síð-
ari var að hefjast og hann
sjálfur að flýja land sitt |
Ungverjaland. Állir kaflarnir I
byrja með sorgarstefi, mesto, .
er myndar vissa einingu innan
verksins, sem annars er svo
margbreytilegt sem verða má I
að allri framsetningu og notk-
un á möguleikum strokhljóð-
færanna. Þarna er komin
tónlist í öllu veldi, sem er
tímabær og aðkallandi, á
erindi við nútímafólk, ef það
vildi ljá henni eyra. Að lokum I
var flutt sem aukalag Scherzo
úr strokkvartett eftir Schu-
mann.
Það kann að virðast nöld-
ur, en mér kemur í hug hvort
þessi ágæti hópur geti ekki I
fundið sér skikkanlegt nafn, I
sem fari vel að íslensku máli.
Ég get vel fellt mig við Reykja-
vík-Ensemble (án eignarfalls) |
fyrir erlendan markað, en til
heimabrúks væri fengur að
skaplegra heiti, sem léti skár í
eyrum. Hljómeyki er til, væri
sameyki eða því um líkt fjar- I
stæða? Þetta skiptir þó ekki
meginmáli, heldur sú ánægju- I
lega staðreynd, að með okkur I
hefur uppvakist hópur tónlist-
arfólks, sem af alvöru og list-
rænni hæfni iðkar Iist sam- |
leiksins, kammermúsíkina. I
Þeim eru hérmeð fluttar ein-
lægar þakkir fyrir komuna og
árnað heilla. S.G.
NORÐURLAND- 5