Norðurland


Norðurland - 13.04.1978, Side 6

Norðurland - 13.04.1978, Side 6
NORÐURIAND Fimmtudagur 13. aprfl 1978 MÁLGAGN sósíalista í NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 - Reynum að endur- skapa árið 1958 segir Jill Brooke Árnason sem leikstýrir Hunangsilmi hjá Leikfélagi Akureyrar Annað kvöld, föstudag, frumsýnir Leikfélag Akureyrar fimmta verkefni sitt í vetur. Það er leikritið Hunangsilmur eftir enska leikritahöfundinn Shelagh Delaney. í síðasta blaði var sagt frá þessu verki en nú er ætlunin að spjalla við leikstjórann Jill Brooke Árnason sem er ensk eins og leikritið. Fyrst var hún beðin að greina frá ferli sínum við leikhús. Ég lærði leiklist í London við Royal Academy of Drama tic Art (RADA) og að námi loknu hef ég fengist við allt sem viðkemur leikhúsi. Ég hef leikið, leikstýrt og verið sviðs- stjóri í hefðbundnu leikhúsi, ferðaleikhúsi og í tilraunaleik- hópum. Ég hef einnig leikið í sjónvarpi og útvarpi, lesið upp og leikið í sjónvarpsauglýs- ingum þar sem ég hef selt sápu og tekex með meiru. Þá hef ég talað inn á erlendar kvik- myndir og unnið í hópi sem skipulagði tónleikahald fyrir börn, það fannst mér spenn- andi verkefni. - Hvað rekur þig svo íil íslands? Ég kynntist manni mín- um, Benedikt Árnasyni leik- stjóra, í Englandi og kom með' honum hingað fyrir tæpum tveimur árum. Mér líkaði vel og hef verið hér síðan. - Hvað tókstu þér fyrir hend- ur þegar þú komst? Ég byrjaði á því að kenna ensku. í fyrravetur fékk ég svo það verkefni að gera búninga og sviðsmynd fyrir Kátlegar kvonbænir sem Leikfélag Hveragerðis sýndi. í haust leik stýrði ég svo einþáttungum eftir Terence Rattigan sem Nemendaleikhús Leiklistar- skóla íslands sýndi en þeir hétu einu nafni Viðeins manns borð. Svo má nefna það að ég var einu sinni fengin til að leika smáhlutverk í útvarps- leikriti. Það vantaði einhverja til að leika franska stofu- stúlku og ég varð fyrir valinu, ekki vegna þess að ég hljóm- aði svo franskt en ég hafði allavega ekki íslenskan hreim. - Og nú ertu komin hingað norður til að sviðsetja Hunagnsilm. Ertu hrifin af því verki? - Já, það vinnur mjög á við kynningu, maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í því. Svo vill nú til að höfund’urinn, Shelagh Delaney, býr við sömu götu og ég bjó við í London og ég þekki hana vel. Ég get not- fært mér þau kynni mín í sýn- ingunni. Það er ekki hægt að segja að þetta sé hennar saga en þaðermikiðafhenniíverk- inu. Auk þess þekki ég sögu- sviðið sem er upprunalega iðnaðarbærinn Salford í Norð ur-Englandi. Við færum sögu- sviðið hins vegartil Manchest- er af því að sennilega þekkja fáir til í Salford. - Nú er þetta enskt verk, held- urðu að það skili sér til fulls hér uppi á íslandi? - Áð sumu leyti er þetta sérenskt verk en vandamálið sem fjallað er um er persónu- legt og því alþjóðlegt. Þetta verk er skrifað á árunum 1956-58 og kom fram á svip- uðum tíma og Horfðu reiður um öxl en þessi tvö verk breyttu ensku leikhúsi mikið, það varð aldrei það sama. Þó eru þau ólík, Horfðu reiður um öxl fjallar um ungan reið- an mann sem vill breyta heim- inum en Jo í Hunangsilmi er ekki í uppreisnarhug, hún sættir sig við tilveruna og reynir ekki að breyta henni. Hunangsilmur greinir frá Af æfingu a Hunangsilmi, fra vmstri: Kristin A. Olafsdóttir sem leikur Jo, Gestur E. Jónasson sem leikur kynvilltan vin hennar, Geoffrey, og Sigurveig Jónsdóttir sem leikur Helen, móður Jo. (Ljósm. Norðurmynd) AUGLÝSIÐ í NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Jill Brooke Árnason leikstjóri. viðhorfum 17 ára stúlku til heimsins en á þeim aldrei er fólk ekki svo meðvitað um lífið. Jo segist vera nútíma- kona en hún notfærir sér ekki það sem nútíminn hefur upp á að bjóða. Til dæmis segist hún ekki hafa efni á að fara í lista- skóla sem hana langar til en það er rangt því á þessum árum kostaði ekkert að ganga í slíka skóla. Einnig neitar hún að fara á sjúkrahús til að eiga barn sitt en vill eiga það heima. Hún lifir í lokuðum heimi sem afmarkast af íbúð- inni. Við sjáum fremur lítið af heiminum fyrir utan - við vitum jú að hún hefur verið í skóla og að hún vinnur á bar - og hún á fáa vini. Allt þetta gefur leikritinu óraunsæis- blæ, það er líkast draumi. Við fyrstu sýn virðist það trú- verðugt en ef grannt er skoð- að kemur í ljós að þessi heimur stenst ekki. Hallmundur Kristinsson hefur tekið mið af þessu við gerð leikmyndarinnar sem er gerð af miklu hugviti. Eini raunverulegi hlutinn í henni er gatan fyrir utan húsið, inni fyrir er allt með óraunsæjum svip. Hunangsilmur fjallar um ákveðna tíma, nánar tiltekið fyrir 20 árum. Ég man þessa tíma og mér finnst leikritið lýsa þeim vel. Við ákváðum strax að halda þessari tíma- setningu og reyna að endur- skapa árið 1958 með fram- komu, búningum, tónlist og leikmunum. Saumakonan okkar, hún Freyja, kynnti sér myndir og blöð frá þessum tíma og gerði eftirmyndir af þeim fötum sem hún sá. - Er þetta dapurlegt verk? - Bæði og. Það má segja að í því sé gleði og sorg í jafn- vægi, það skiptast á skin og skúrir mjög ört, jafnvel í sömu senunni. Við beitum líka einu leikbragði sem oft er kennt við Framhald á bls. 4. I Cr sýnin(>u Leikfélags Húsavíkur á Skjaldhömrum Jónasar Árnasonar. Skj aldhamr ar sýndir á Húsavík Skjaldhamrar, sjónleikur í fimm þáttum eftir Jónas Árna- son, var frumsyndur á Húsavík 3. aprfl s.l. fyrir fullu húsi og við frábærar undirtektir áhorfenda. Leikstjóri er Sigurður Hall- marsson og er þetta tólfta verk- ið, sem hann setur á svið hjá Leikfélagi Húsavíkur. Leikmynd gerði Sveinbjörn Magnússon, lýsingu Grímur Leifsson og sýningarstjóri er Halldór Bárðarson. Með aðal- hlutverk fara Snædís Gunn- laugsdóttir, sem leikur leftenant Katrínu Stanton og Benedikt Sigurðsson, sem leikur Kormák vitavörð. Aðrir leikarar eru Jón Benónýsson, Ólafur Straum- land, María Axfjörð og Einar Njálsson. Ekki var að sjá neinn viðvan- ingsbrag á þessari ágætu sýn- ingu, þó að sumir í hópi leikenda væru að heyja hér frumraun sína á fjölunum. Und- irtektir leikhúsgesta sýndu líka að þeim fannst sýningin lofs- verð í alla staði og þökkuðu þeir leikendum og leikstjóra að sýn- ingu lokinni með blómum og langvinnu lófataki, sem seint ætlaði að linna. Snær Karlsson. Að leiðrétta lýðrœðið Það gengur á ýmsu hjá blessuðum lýðræðisöflun- um í landinu. Nú er próf- kjörum víðast hvar lokið og því mætti ætla að fram- boð lægju ljóst fyrir, það þyrfti ekki annað en vélrita úrslit prófkjara upp á blað, senda það kjörstjórn og blása listann svo út á heilli síðu málgagnsins með myndum og öllu tilheyr- andi. En vegir lýðræðisins eru ekki alltaf beinir og króka- lausir. Stundum koma á þá hlykkir og fyrir getur kom- ið að þeir greinist í tvennt eða þrennt án þess nokkur fái við ráðið. Þetta hafa forystumenn lýðræðisaflanna - einkum Sjálfstæðisflokksins - í Kópavogi fengið að reyna. Eftir að almennir kjósend- ur höfðu þyrpst á kjörstað íhaldsins og kveðið upp sinn dóm um niðurröðun framboðslista flokksins gaus upp megn óánægja í röðum fallkandídata og flokkseigenda. Gerðu þeir áhlaup á fulltrúaráð flokks ins í Kópavogi undir for- ystu lýðfrelsarans Hannes- ar Hólmsteins Gissurar- sonar, forseta bæjarstjórn- ar Richards Björgvinsson- ar ofl. Þessir menn vildu ekki una dómi almennings, lýðræðið hafði gengið of langt. Gerðu þeir sér lítið fyrir og breyttu framboðs- listanum, færðu suma ofar og aðra neðar, bættu inn mönnum sem ekki höfðu tekið þátt í prófkjörinu en fjarlægðu aðra sem það höfðu gert. Að þessu loknu þóttust þeir hafa vel að ver- ið og auglýstu listann með pompi og pragt. En þeir voru til sem ekki vildu una því að vera ýtt niður eftir listanum eða út af honum. Guðni Stefáns- son járnsmiður sem verið hafði í öðru sæti eftir próf- kjörið en fulltrúaráðið ýtti niður í fjórða sæti sagði sig af listanum og greindi frá því í Morgunblaðinu að hann hygðist safna óánægð um flokksmönnum saman á nýjan framboðslista og bjóða fram gegn opinber- um lista flokksins. Þar með eru raunir flokksins í Kópavogi ekki upptaldar. Á miðju kjör- tímabili sagði einn bæjar- fulltrúi íhaldsins, Sigurður Helgason, sig úr bæjar- Framhald á bls. 5. Nú eru góðir dagar NORÐURLAND á sér víða aðdáendur og velunn- ara sem sjá tilgang í því að gefa út blað til að andæfa gegn ofurvaldi íhaidsins á fj ölmiðlun í landinu. Einn slíkur sendi blaðinu eftir- farandi vísu sem hann hafði ort: Auðvaldspressan ekki grand okkar heilsu bagar. Nú er lesið NORÐURLAND. Nú eru góðir dagar.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.