Norðurland


Norðurland - 19.04.1978, Qupperneq 5

Norðurland - 19.04.1978, Qupperneq 5
R í MAÍ ammersveitar sem skipuð er liðs- ijörnsdóttir en þetta mun vera í 'yrsta sinn sem einleikur á það ljóðfæri heyrist á.tónleikum ér á Akureyri. Laugardaginn 13. maí verður nikið um að vera, Þá verða rlásaratónleikar þar sem blás- irar úr Lúðrasveit Akureyrar )g Sinfóníuhljómsveit íslands eggja saman krafta sína. Með eim syngur uþb. J60 manna cór undir stjórn Röars Kvam en órinn er skipaður félögum úr Dllum kórum Akureyrar. Ein- eikarar verða Sigurður Ingi Snorrason á klarinett og Ole Christian Hansen á básúnu. Á efnisskránni verða verk eftir Mendelsohn, A. Reed, H. van Lijnschooten og Berlioz en öll verkin eiga það sammerkt að þau hafa aldrei verið flutt áður hér á landi. Má því segja að hér sé um merkan tónlistarviðburð að ræða. Sunnudaginn 14. maí verða tónleikar Passíukórsins sem syngur undir stjórn Roars Kvam. Á efnisskránni verða Kantata nr. 21 eftir Johan Sebastian Bach og Requiem K V 626 eftir Mozart. Kantata Bachs hefur aldrei verið flutt áður hér á landi og Requiem Mozarts aðeins einu sinni fyrir meira en aldar- fjórðungi. Með Passíukórnum leikur kammersveit skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníu- hljómsveit íslands en einsöngv- arar verða Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, Ruth Magnússon, Jón Þorsteinsson og Halldór Vil- helmsson. Allt er þetta þjóð- kunnugt söngfólk nema Jón Þorsteinsson. Hann er frá Ólafs firði en stundar söngnám í Árósum í Danmörku. Hefur hann þegar haldið konserta á nokkrum stöðum í Evrópu og vakið mikla athygli. Framkvæmdastjóri Tónlistar daga i maí hefur verið ráðinn Jón Helgi Þórarinsson en Jón Hlöðver er formaður undir- búningsnefndar. Þess má að lokum geta að for sala aðgöngumiða hefst í Bóka- búðinni Huld og Bókabúð Jónasar 2. maí nk. Verð að- göngumiða er kr. 1.500 á hverja tónleika en hægt er að kaupa miða á alla tónleikana fyrir kr. 3.500. Skólafólk fær40%afslátt frá þessu verði. íþróttaskemman á Akureyri - það tekur viku að breyta henni í tónleikasal. Engin aðstaða til tónleikahalds Á blaðamannafundi sem skipu- leggjendur Tónlistardaga í maí efndu til á dögunum og greint er frá hér að ofan barst í tal það aðstöðuleysi sem tónlistarfólk á við að búa hér á Akureyri hvað varðar tónleikahald. Hér er enginn tónleikasalur en mestallt tónleikahald hefur farið fram í Borgarbíói og Akureyrarkirkju. Þótt aðstand- endur þessara staða hafi sýnt tónlistarfólki velvild hefur tón- leikahald þó af eðlilegum ástæð um orðið að víkja fyrir annarri starfsemi þessara húsa og oft verið erfitt að samræma þetta tvennt. Á fundinum sagði Jón Hlöð- ver ma. að ekki væri gott til þess að vita að þegar Sinfóníu- hljómsveit íslands fer í hljóm- leikaferðir um landið getur hún leikið víðast hvar í góðum félags heimilum. En hér á Akureyri verður að rjúka til og breyta íþróttaskemmunni í tónleika- sal ef gefa á bæjarbúum kost á að hlýða á þessa hljómsveit þjóð arinnar. Það kom fram á fundinum að fyrir Tónlistardaga í maí í fyrra þurfti viku til að standsetja skemmuna, þilja hana af, smíða palla undir tónlistarfólkið oþh. Þetta var allt gert í sjálfboða- vinnu og efni fengið að láni. Að hátíðinni lokinni þurfti að rífa allt niður og skila efninu þannig að nú þarf að endurtaka allt saman. Leitað var til bæjarins um að hann kæmi upp þeirri aðstöðu sem þarf og á þann veg að pallar og annað væri alltaf tiltækt þegar á þyrfti að halda. Þessu var synjað á þeim forsendum að bærinn hefði ekkert geymslu- pláss. Nú hefur hins vegar feng- ist vilyrði fyrir því að bærinn taki að sér að sjá um undir- búning skemmunnar fyrir tón- leikahaldið. Það var mál manna að þessi háttur á framkvæmdum væri með öllu óviðunandi. Það væri ótækt að bær af þessari stærð ætti ekkert hús undir tónleika- hald. Var bent. á þá lausn að bærinn réðist í byggingu félags- miðstöðvar þar sem tónlistar- fólk fengi inni með tónleika- hald auk þess sem önnur félags- og menningarstarfsemi gæti átt þar athvarf. Þokulúður um heimi og leitá ekki út fyrir þröngt afmarkað svið. Þær eru ekki í upþreisnarhug, reyna ekki að breyta lífi sínu auk heldur heiminum, en sætta sig við eigin tilveru. Leikurinn heftlr ekki á sér beinan raunsæisblæ, og því er líkast sem svipirtynd líði hjá, en býsna áleitin þó. Frammistaða leikendanna var til sóma, og er á engan hallað, þótt það sé sagt, að leikur Kristínar Ólafsdóttur hafi þarna borið af. Kristín er frábær leikkona, og manni virðist sem henni sé flest það léð, sem prýða má góðan leikara. Röddin og framþurð- urinn eru þar mjög ráðandi þættir, og hún ratar ævinlega beina leið til áhorfandans, kemur svo einstaklega fallega og umsvifalaust að viðfangs- efninu, af smekkvísi, sem ekki bregst. Sigurveig Jónsdóttir hefur margoft sýnt góðan leik og eftirminnilegan, en ekki minn- ist ég þess að hafa séð hana gera öllu betur en að þessu sinni. Leikur hennar var bæði samfelldur frá upphafi til enda og markvisst uppbyggður. Ef til vill mætti segja, að gervið væri full afkáralegt á stund- um, eða a.m.k. heldur stáss- legt og hefði að ósekju mátt vera dálítið hirðuleysislegra, sjúskaðra. Þá sýndi Aðalsteinn Berg- dal þarna nýja og óvænta hlið og náði einkar góðum tóni og trúverðugum. Sama má segja um þá Gest E. Jónasson og Þóri Steingrímsson. Gesti tókst með látlausum hætti að sýna unga manninn, sem er gæddur þeim eiginleikum að vera bæði móðurlegur og Framhald á bls. 6. Fuglinn segir bí-bí-bí. Ekki getur sú gamla húsgangsvísa sem byrjar svona og enginn veit hver gert hefir átt við Vilmund Gylfason. Hann er reifur mað- ur, síglaður, en nefnd vísa endar á kveldúlfi. Og ekki lækkar risið á léttlyndinu við opinberun kjallaragreinar í Dagblaðinu 31. mars sl. þarsemNORÐUR- LANDS er getið. Margur held- ur mann af sér. Nú virtist svo sem alist hafí upp sérhæfð kynslóð í Alþýðuflokknum, miðkynslóð þess flokks, kyn- slóð grátittlinga sem geysist með þokulúður í rassinum og dökkgult viðvörunarljós á nef- broddinum, sérhæfð í tittlinga- þrumum út af hverju krækiberi sem ekki fellur þeimr í gin. öðru vísi mér áður brá, mætti flokkurinn segja og minnast Haraldar Guðmundssonar og Jóns Baldvinssonar, að ógleymdum Ólafi Friðrikssyni. Þessum mönnum er allt það gott að þakka sem flokkurinn hefir getað unnið, og hvað hafa þeir sem þar hafa síðan komið við sögu gert annað en að hjálpa íhaldinu einu eða þrennu til að aflaga hin fyrri góðu verk? Kannski miðkynslóð Alþýðu- flokksins hafi leitað sérhæf- ingar sinnar í þeim tilgangi að fullkomna þjóðfélagslega eyði- leggingu? Mér er spurn and- spænis þeirri staðreynd að á meðan því fer fram sem fram fer og hefir alllengi farið innan Alþýðuflokksins, hafa sósíal- istar dregið hverja burstina af annarri úr nefjum krata, ein- mitt í krafti síns vísindalega skipulags sem er í samræmi við athuganir á þjóðfélagsástand- inu. Hvar ætlar Vilmundur Gylfason að taka burstir úr nefjum, aðeins með þeytings- legu glaðlyndi og þvæli um allt og ekkert? Líklega hjá bændum landsins? Eitt er það, að laga og breyta landbúnaðarrekstri svo sem hæfir aðstæðum til framleiðslu og þjóðareðli, en annað hitt, það sem Alþýðuflokkurinn ger- ir eða viss kynslóð hans, að vilja leggja íslenskan landbúnað svo til niður og flytja í stað þess inn landbúnaðarafurðir frá öðrum löndum. Mikið mega þeir menn vera djúpt á kafi inni í hag- fræðiþokunni sem slíkan óska- lista bera fyrir brjósti. Þykjast þeir ekki samt sem áður ætla að. bjarga þjóðinni frá glötun, ma. með Vörðu landi sem núorðið gerir ekkert annað en að skíta í nytina sína í hverju máli? En hvernig færi um ísland ef heims stríð skylli á og innflutningur Iheftist en engar innanlandsaf- urðir fyrir hendi? Nei, gráttittlingarnir með þokulúðurinn vilja heldur mæta hverjum draug upp á þann gamla móð að bölva honum, í staðinn fyrir að setja fund í nafni nýrra vísinda og hjálpa draugnum til að átta sig í tilver- unni. Handa svona gráttittling- um eru engin krækiber í kosn- ingamóunum. Og þeir mega svo sem trúa því að guð haft skapað þá á tæpum hálftíma. Sigurður Draumland. NORÐURLAND - S

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.