Norðurland


Norðurland - 25.01.1979, Blaðsíða 2

Norðurland - 25.01.1979, Blaðsíða 2
NORÐURIAND Málgagn sósíalista í Noröurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Siguröarson, Páll Hlöðvesson, Katrfn Jónsdóttirog Guörún Aöalsteinsdóttir. Ritstjóri: Óskar Guömundsson (ábm.). Dreifing og auglýsingar: Kristin Á. Ólafsdóttir. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Eiösvallagata 18, sími 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Andlistlyfting kapitalismans Enn á ný eru efnahagsmálin í brennidepli. Allir stjórnarflokkarnir hafa lagt fram tillögur sínar og virðast síður en svo vera á einu máli. Alþýðubanda lagið hefur alla tíð mótmælt því að eina leiðin til að sigrast á verðbólgunni sé sú að afnema verðlags bætur, og enn mótmælir það öllum hugmyndum um lækkun á kaupmætti launa en bendir á leiðir til að auka framleiðni og afkastagetu íslensks efnahagslífs þannig að meira verði til skiptanna en áður. Hitt er svo annað mál, hvort sósíalískur flokkur sé sjálfkrafa öðrum flokkum hæfari að fá kapítalískt hagkerfi til að skila sem mestum afrakstri svo að sem mest verði til skiptanna og allir fái stærri skammt en áður. Veilurnar í íslensku hagkerfí eru býsna margar og kerfið skilar ekki eins miklu og búast mætti við að óathuguðu máli. Fjölmörg dæmi eru um fjárfestingar sem ekki hafa skilað þjóðinni í heild neinum arði þótt ákveðnir einstaklingar hafi makað krókinn. Víst má segja að þjóðin hafi orðið reynslunni ríkari, en þá reynslu hefur gengið sorg- lega illa að nýta. f»ess eru mörg dæmi í sögu þjóða að gerðar séu endurbætur á ríkjandi hagkerfi. Hugmyndirnar að baki slíkum breytingum hafa nær alltaf verið að bæta þjóðarhag. En þjóðarhagur er furðulegt orð og þýðir ekki það sama í munni allra; menn gera gjarna þjóðarhag og eigin persónulega hags- muni að einu og sama fyrirbærinu. Til dæmis er ekki ólíklegt að bílainnflytjandi teldi niður- fellingu á aðflutningsgjöldum af bifreiðum mjög vel til þess fallna að efla þjóðarhag. Það er meira að segja mjög líklegt að hann hafl á takteinum ýmiss konar tölur og skýrslur máli sínu til stuðnings. Það er síður en svo einfalt mál að breyta hag- kerfínu svo að öllum líki enda getur slík draum- sýn aldrei verið á stefnuskrá hjá flokki sem á stéttarlegar rætur hjá launþegum. Ef boðaðar eru breytingar á íslensku hagkerfí, liggur beint við að spyrja hversu djúptækar þær eigi að verða, innan hvaða marka eigi að vinna. Ljóst er að flokkspólitískum hlutföllum og félagslegu valdi er ekki þannig háttað nú að vænta megi róttækrar umbyltingar, þótt sjálfsagt sé að sósíalískur flokkur krefjist hennar. Því miður er líklegast að breytingar í náinni framtíð munu í stórum dráttum verða innan þess ramma er borgaralegur eignarréttur setur. Tillögur sósíal- ísks flokks falla því væntanlega ekki vel að þeim veruleika sem takmarkast af vilja ríkjandi stéttar, en þó má gera því skóna að blinda sósíalista á heilagleika ýmissa borgaralegra kúa geri þeim léttara um vik en öðrum að fítja upp á nýjungum innan ríkjandi hagkerfls. Sósíalistar mega ekki gleyma því að ríkisstjórn verður ekki sjálfkrafa sósíalísk með þátttöku þeirra. Sá uppskurður sem núverandi ríkisstjórn mun ef til vill reyna að gera á hagkerfínu getur ekki orðið annað en plástur á skeinu, eins konar andlitslyfting. En hitt ber að hafa í huga að jafnvel slíkar smábreytingar geta þokað þjóðfélagi okkar til betri vegar og undirbúið jarðveginn fyrir það stökk sem fyrr eða síðar verður að taka ef umbylta á kerfinu í þá átt að einkagróðinn verði ekki lengur sá leiðarsteinn er einn getur vísað til vegar. En ekki má heldur gleyma því að ríkjandi stétt og ríkjandi hagkerfí setur mark sitt á allt þjóð- líflð og birtist t.d. í samkeppnisanda skólanna og þeirri furðulegu afstöðu samtaka láglaunafólks að samþykkja aftur og aftur að sá sem grefur skurð með vélskóflu skuli fá hærra kaup en sá sem ekki fær af vinnuveitanda sínum önnur tól en skóflu og haka. - ÓP. LEIKLIST Hvar er hann þá? Stalín er ekki hér: Vésteinn Lúðvíksson. Leikstjóri: Sigmundur Ö. Arngrímsson. Leikmynd: Hallmundur Kristinsson. Loksins er okkur, langþreytt* um leikhúsgestum, boðið upp á nýtt verk, leikrit, sem vekur umhugsun og spurn- ingar, og er um leið spenn- andi og fullt gamansemi. Leikrit Vésteins Lúðvíks- sonar, Stalín er ekki hér, sýnir okkur pólitíkina í öll- um myndum; flokkinn, fjöl- skylduna, einstaklinginn og tilfinningarnar. Þórður járnsmiður, gamall og stéttvís stalínisti, elskar rétt- lætið og umburðarlyndið í orði en kúgar fjölskyldu sína á borði. Og íjölskyldan, börnin Svandís og Kalli, tengdasonurinn Stjáni og nýja konan hans, Munda, gerir enga uppreisn. Það er ekki fyrr en elsta dóttirin, Huldu- stelpan hans pabba, kemur heim eftir þriggja ára útivist, að pólitík er aftur á dagskrá á þessu heimili. Og þá eru ekki allir sem sætta sig við gönguferðir um aldingarða Stalíns og co. Það er komið að uppgjöri barnanna við föðurinn, sem stjórnað hefur fjölskyldunni með járnaga. Og í lokin stendur Þórður gamall og einmanna, jafnvel heimsmyndin stendur ekki á traustum grunni lengur. Stalín, nýjasta verk Vésteins, er snjallt og vel skrifað. Víða er komið við og alvara lífsins tekin fyrir hæfilega kímniblönduð. Spennandi verður að sjá næsta verk höfundar. Leikstjóranum hefur tekist að skapa heilsteypta og lifandi sýningu. Samstilltur leikur leik- aranna, leikmyndin, búningar og lýsing kemur okkur til að rumska. Leikararnir standa sig allir með mestu prýði. Þráinn Karlsson/Þórður, Saga Jónsdótt- ir/Hulda, og Sigurveig Jóns- dóttir/Munda sýna sýnar bestu hliðar. Og það gera Viðar „Þar hrundi heimsmyndin, - heimsmyndin þín“. Saga Jónsdóttir og Þráinn Karlsson í hlutverkum Huldu og Þórðar. Eggertsson/Kalli, Svanhildur Jóhannesdóttir/Svandís og Aðalsteinn Bergdal/Stjáni svo sannarlega líka. En þau koma manni aðeins meira á óvart með þessum ágæta leik. Sérstaklega þar sem Svanhildur og Aðal- steinn hafa ekki sýnt annað eins fyrr í vetur. Leikmynd Hallmundar Krist- inssonar er einföld og dökk en nær mjög vel að undirstrika andrúmsloftið, svo sem í lokin, þar sem grindin stendur nakin rétt eins og Þórður gamli. Við frumsýningu Stalíns í Þjóðleikhúsinu spruttu miklar ritdeilur. Verkið kom hreyfíngu á hjörtu fólksins, ekki síst þau, sem vinstra megin slá. Ef til vill er það sönnun þess hve gott leikhúsverk Stalín er. Eða hvað er leikhús, sem sýnir okkur eintómar gamlar glansmyndir, sem engan vekja, og það á þessum viðsjárverðu tímum? Félagar, sjáið þessa ágætu sýningu L.A. Lítið svo í spegil- brotið hans Þórðar. Hrynur heimsmyndin eða stendur hún óbifanleg? - Odda Margrét. / % 0 9 £»■ 2 é> Wffl WA 7 8 7 9 2 z // 5 fZ /3 /y m /2 8 Pf 5 /5 7 /3 8 ÍL, D 2 9 /V /3 6 /7 mrn pl \ /9 V 2o Ö /? N m 8 /3 9 /y 2 (e> 'J'Mwá W / 7 /9 /2 5 WWM /3 5 % b 2 WM i® V 2/ 2 8 2 8 'ÁU/Jrf/W 23 8 /3 8 V 8 ay /s z 8 jj 8 /3 9 H WÉ i|li /o -Hiil 5 2 25 /8 25 8 |n 2 H Hg 7 2 8 w /0 2 n /8 Wm 'wWk S U 18 5 % 25 9 /y M g Z 9 /8 2,5 8 /3 /7 /7 WWM 8 wm 'jyJufifh /y 2 fb % 3 i /3 WA 2? (o Wi 7 9 mm §p 3 25 (o mm. '/yy&ÆfjL /8 l!_ /8 8 23 L 2$ 8 Vegna vinsælda jólakrossgátunn ar verður lesendum NORÐUR- LANDS boðið upp á að spreyta sig á krossgátum hér í blaðinu. Rétt er að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinar- munur á breiðum sérhljóða og grönnum, t.d. getur a aldrei komið í stað á, og öfugt. Starfirnir í reitunum undir krossgátunni mynda nafn á eyju við ísland. - Góða skemmtun! 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (25.01.1979)
https://timarit.is/issue/335174

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (25.01.1979)

Aðgerðir: