Norðurland


Norðurland - 25.01.1979, Blaðsíða 5

Norðurland - 25.01.1979, Blaðsíða 5
Félagar athugið! jr Arshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður t Alþýðuhúsinu laugardaginn 3. febrúar ncestkomandi. Girnilegur þorramatur! Fjölbreytt dagskrá í gamni og alvöru. Hljómsveit leikur fyrir dansi. Allir félagar og gestir þeirra velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Verð miða kr. 6000,- Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu Norðurlands í síma 2-18-75, tilRagn- heiðar í síma 2-33-97 eða Ottars í síma 2-12-64. Nánar í ncesta blaði. Nefndin. IÞROTTIR Skemmtileg viðureign Ncestu leikir Á næstkomandi föstudags- kvöld heldur áfram hin hníf- jafna og spennandi keppni í annarri deildinni í hand- knattleik. Þá leika KA-menn við Þór VM og daginn eftir leiða Þórsarar og Þórarar saman hesta sína. Fyrstu deildar lið Þórs í kvennaflokki á tvo leiki um helgina. Báðir eru gegn Breiða- bliki úr Kópavogi, annar þeirra verður á laugardag í fyrstu deild en hinn á sunnudag í bikar- kepninni. Lið Þórs í Urvals- deildinni fer suður yfir heiðar um næstu helgi og leikur þar tvo leiki. Sá fyrri er á föstudags- kvöld gegn I. R. en sá síðari er við Njarðvíkinga á sunnudeginum. - E.B. Eldhúsmellur Félögum ABA er sérstak- lega bent á umræðuefni málfundafélags ABA 1. febr. Það eru Eldhúsmell- ur þær sem svo mjög hafa notið vinsælda undanfarið. Þarna gefst sósíalistum kær- komið tækifæri til að átta sig enn betur á ýmsum þáttum jafnréttisins, þ.e. skortin- um á þvi merka fyrirbæri. Sjá nánar auglýsingu. Innritun í Myndlistaskólann hcfst fimmtudaginn 25. janúar. I. Tciknun og málun fyrir börn og unglinga 1. fl. 5, 6 og 7 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 5, 6 og 7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8, 9 og 10 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 11, 12 og 13 ára. Tvisvar í viku. 5. fl. 14 og 15 ára. Tvisvar í viku. II. Teiknun og málun fyrir fullorðna 1. fl. Byrjcndanámskeið. Tvisvar í viku. 2. fl. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. 3. fl. Framhaldsnámskcið. Tvisvar í viku. 4. fl. Byrjendanámskeið. Ætlað ncmendum M.A. 5. fl. Framhaldsnámskeið. Ætlað nemendum M.A. m. Textíl 1. fl. Hnýtingar og vefnaður. Byrjendanámskeið. 2. fl. Hnýtingar og vefnaður. Framhaldsnámskeið. 3. fl. Tauþrykk. Einu sinni í viku. 4. fl. Textíl. Ætlað nemcndum M.A. IV. Byggingalist 1. fl. Einu sinni í viku. Ætlað nemendum M.A. 2. fl. Einu sinni i viku. Ætlað nemendum M.A. Námskeiðin hefjast 6. febrúar og standa til 4. maí. - Innritun fcr fram í skrifstofu skólans daglega milli kl. 16.30 og 19.30. Sími 24958. SKÓLASTJÓRI. Glerárgötu 34 simi:?4958 Á fostudagskvöldið fengu Þórsarar KR-inga í heim- sókn hingað norður til bar- áttu í úrvalsdeildinni í körfu knattleik. Leikur þessi var hinn skemmtilegasti á að jhorfa og oft á tíðum sýndu leikmenn beggja liða tilþrif sem glöddu augað. I fyrstu náðu KR-ingar und- irtökunum eins og búist var við. En Þórsarar sóttu í sig veðrið þegar á leið og náðu að jafna leik- inn. Rétt er og skylt aðgeta þess, að í fyrri hluta leiksins sýndi Mark Christiansen hvílíkur af- burða leikmaður hann er.Maður hafði á tilfmningunni á tíma- bili að hann gæti úr hvaða stöðu og hvenær sem er lætt boltanum niður í gegnum hringinn. Þrátt fyrir ágætan leik Þórs- ara í fyrri hálfleik höfðu KR- ingar heldur frumkvæðið. Þegar flautað var til leikhlés höfðu KR- ingar gert 46 stig gegn 43 stigum Þórsara. KR-ingar sýndu og sönnuðu í seinni hálfleik að fá lið standast þeim snúning. Lið þeirra hefur á að skipa frábær- um einstaklingum og hefur auk þess mikla breidd. Hjá þeim voru þeir Jón Sigurðsson og hinn þeldökki Hudson fremstir í flokki og í seinni hálfleik bættu þeir sífellt við forskotið. Bæði þeir Þröstur Guðjónsson og Eiríkur Sigurðsson urðu að yfírgefa völlinn með fímm villur og varð það nokkur blóðtaka fyrir Þór, þegar svo mjótt var á mununum. KR-ingar létu hvergi undan síga á lokamínút- unum og þeir báru sigur úr býtum. Lokatölur urðu 95 stig gegn 82 stigum Þórsara. Einkum og sér í lagi átti Jón Indriðason góðan leik í liði Þórs og var gaman að sjá hann hirða fráköst undir körfunni frá tveggja metra mönnum. Þetta var besti leikur Jóns í langan tíma. Einnig átti Eiríkur Sig- urðsson ágætan leik. Stigin: Hjá KR skoruðu: Jón Sigurðsson 28, John Hudson, Einar Bollason og. Eiríkur Jóhannesson 16, Garðar 14 og Gunnar Jóakimsson 5 stig. Hjá Þór: Jón Indriðason 27, Mark Christiansen 23, Eiríkur 19, Karl Ólafsson 3, Þröstur og Ágúst Pálsson 2 hvor. - E.B. Amerikanarnir kljást undir körfunni. Mark var undir stöðugu eftirliti landa sins í leiknum eins og myndin sýnir. Slökkvilið Akureyrar óskar að ráða starfsmenn til sumarafleysinga á komandi sumri. Upplýsingar gefur slökkviliðsstjóri. Hygginna manna ráð Það má þjóðartetrið eiga að hún valdi sér í síðustu kosningum miklu skemmtilegri pólitíkusa til þess að ráðskast með lífskjör sín en undanfarnar kosningar. Hinir bráðlátu sósíaldemókratar hafa vissulega haft lag á að smyrja gamlar lummur þannig að þær sýnast eins og nýjar, alveg þangað til farið er að smakka á þeim. Hinar „gerbreyttu" lummur Alþýðuflokksins í efna- hagsmálum eru kallaðar niðurskurður eftir því sem næst verður komist. Það á að skera niður allt mögulegt til að takast á við verðbólguna. Þannig hefur heilsuleysi íslendinga verið svo verðbólguhvetjandi að hin „ger- breytta efnahagsstefna" krefst niðurskuðar á framlög- um til sjúkrahúsabygginga. Þá er nú ekki að spyrja að menntuninni. Svo verðbólguhvetjandi sem sjúkdómar og slys eru þá eru lestur og skrift að ekki sé minnst á reikning og tungumál hálfu verri. Því skulu menn draga sem mest úr nýbyggingum skóla og spara viðhald eins og hægt er. Það verður auðvitað að segjast eins og er að þetta er hygginna manna ráð einkum þó og sér í lagi vegna þess að niðurfelling skólahalds myndi leiða til batnandi heilsu hjá börnum. Eins og allir vita er litla fólkið sem á að erfa land hinnar „gerbreyttu efnahags- stefnu“ langlúið af kvefi, nefrennsli og innantökum vegna þess að þökin á skólabyggingum hinnar gömlu og úreltu efnahagsstefnu eru notuð sem trektar og vatninu hleypt inn í húsin. Gamlar heimildir um húsabyggingar benda hins vegar til þess að áður fyrr hafi þótt praktískara að láta vatnið renna út af þökunum. Eftir því sem næst verður komist var það gert með því að hafa þau hærri í miðjunni og reikna síðan með að vatnið rynni út af þeim til beggja hliða. En auk þessa hefur nútímamaðurinn mikla til- hneigingu til vinnusparnaðar. Þess vegna hafa nýtísku skólabyggingar verið hannaðar þannig að ekki þarf að opna glugga til loftræstingar. Þess í stað eru þeir hafðir hæfilega óþéttir. Þetta tvennt, trektin og vindljórinn (nýkomið frá nýyrðanefnd sem ekki getur fellt sig við hið gamla og úrelta orð hverfigluggi) þykja fremur vel til þess fallið að efla kvef og heilsuleysi í börnum. Ekki eru nein tök á því í stuttri hugvekju að benda á öll þau fjölmörgu vandamál sem menn ætla að leysa með hinni „gerbreyttu efnahagsstefnu“. En ekki verður svo skilist við hina nýju hugsjón að ekki sé minnst á blessuð vinnulaunin. Þessa guðsgjöf sem almúginn hefur þegið úr hendi taprekinna fyrirtækja svo lengi sem elstu menn muna. Það er alveg augljóst að ekki getur svo gengið lengur að fólk taki kinnroðalaust við svo háum launum sem verið hefur. Þess vegna leggja fylgjendur gerbreyttrar efnahags- stefnu nú mikla áherslu á að þeirri ósvinnu verði hætt hið bráðasta, og ekki seinna en á miðnætti hinn 28. febrúar n.k., því annars blasir hrunið við strax morguninn eftir. Af öllu þessu sést að efnahagsmál eru alvörumál og ekki má hafa þau í flimtingum. Þetta ætti launafólk að hugleiða vel þegar það gerir upp hug sinn til hinnar gerbreyttu efnahagsstefnu, ekki síst vegna þeirrar góðu reynslu sem þjóðin hefur af kjaraskerðingum sem baráttutæki gegn verðbólgu. Hinn 31. janúar næstkom- andi fellur stóridómur í pólitískri ábyrgð. Hafi formanni Alþýðuflokksins þá ekki borist tilkynning um einlægan áhuga samstarfsflokkanna á því að skerða kjör launafólks mun ríkisstjórnin falla og aðstandendur „verðbólguflokkanna" fá makleg málagjöld. Gildirelnu þó að þeim dytti í hug að gera það um hádegið þann 1. febrúar. Það er ekki lítil ábyrgð á kommaræflunum núna frekar en fyrri daginn. KLÓI. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (25.01.1979)
https://timarit.is/issue/335174

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (25.01.1979)

Aðgerðir: