Norðurland


Norðurland - 22.02.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 22.02.1979, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 4. árgangur Fímmtudagur 22. febrúar 1979 6. tölublað Olafsíjörður: BÁTUR FÓRST Einn maður drukknaði Ólafsfjörður 20 /2. Tuttugu og fimm lesta bátur frá Ólafsfirði, Guðmundur Ólafsson ÓF 40, fórst í netjavitjun sl. mánudag. Gerðist þetta um íjórar sjómílur norðaustur af Héðinsfirði. Sex manna áhöfn var á bátnum og björguðust fimm þeirra en einn, Þórir Guðlaugsson drukknaði. Skipið fékk á sig sjó og lagð- ist á hliðina. Féllu allir skipverj- ar í sjóinn. Tveir björgunarbát- ar voru um borð, en þeir náðu ekki nema öðrum áður en skip- ið sökk. Skipbrotsmenn voru við illan kost í björgunarbátn- um, þar sem hann var hálfur af sjó og hvolfdi einu sinni. Vél- báturinn Arnar ÓF 3 kom á vett vang og bjargaði þeim um þrjú- leytið. Voru þeir þá orðnir nokkuð þjakaðir. Var komið með skipbrotsmennina heim til Ólafsfjarðar á fimmta tíman- um. Skipstjóri á Guðmundi Ólafssyni var Garðar Guð- mundsson og með honum um borð voru Agúst Sigurlaugs- son, Halldór Guðmundsson, Barði Jakobsson og Óskar Finnsson auk Þóris. Þórir Guðlaugsson lætur eftir sig konu og fjögur börn. Norð- urland vottar þeim og Ólafsfirð- ingum öllum samúð sína.Agnar Fjör á skíðum Ólafsfjörður 20 jl. Ólafur Bekkur landaði hér fyrir helgi 90 tonnum . Sólberg kom í dag með um 200 tonn til löndunar. Hér hefur verið mikil blíða undanfarið og jafnvel snjó tekið upp. Tregt hefur verið hjá neta- bátunum eins og áður hefur komið fram í Norðurlandi.. Ný togbraut var nýlega tekin í notkun og er flutningsgeta hennar 400 manns á klukku- stund. Hún mun kosta fullbúin um 26 miljónir króna. Landslið- ið í skíðagöngu, sem skipað er 4 Ólafsfirðingum fór fyrir skömmu héðan til æfinga í Sví- þjóð. Agnar GEGN BRASKI Tillaga þar að lútandi var samþykkt síðla fundar svo- hljóðandi: „Félagsfundur í Alþýðu- bandalaginu á Akureyri, nald- inn 15. feb. 1979þakkarSvavari Gestssyni viðskiptaráðherra fyr ir viðleitni hans til að koma á bættum viðskiptaháttum. Þá vill fundurinn koma á framfæri því áliti sínu að fráleitt sé að láta þá einstaklinga og fyrirtæki, sem uppvís verða að misferli í meðferð gjaldeyris, annast inn- kaup og innflutning á vörum til landsins og viðskipti við banda- ríska setuliðið. Fundurinn skorar á yfirvöld dómsmála að láta reyna á það hvort ekki sé hægt að svifta þessa innflytjendur leyfi til verslunar við útlönd. Ef svo reynist ekki telur fundurinn brýnt að Alþingi setji hið bráð- asta lög sem geri slíkt kleyft og veiti þeim sem annast viðskipti til landsins við útlönd strangt aðhald.“ Félagi Svavar Gestsson, full- trúi sósíalista í ríkisstjórn. Á fundinum hjá Alþýðubanda- laginu á Akureyri sl. fimmtu- dagskvöld var rætt um að senda félaga Svavari Gestssyni brýn- ingu um að herja á hermangara og annan braskaralýð hér eftir sem hingað til. Húsvíkingar kaupa NÝJANBÁT Húsavík 19 feb. Svo sem fram hefur komið áður í NORÐUR- LANDI þá hefur verkefna- skortur hrjáð starfsemi Fisk- iðjusamlagsins undanfarið. Raddir hafa verið uppi um kaup á nýjum togara. En leyfi til slíkra kaupa fæst ekki nema skip sé selt úr landi í staðinn. Útgerðarfélagið Höfði fékk heimild til að kaupa bát milli 100 og 200 tonn. Bæjarstjórn samþykkti nauðsynlega hluta- Qáraukningu til að gera kaupin möguleg. I Höfða á Fiskiðju- samlagið meirihluta en auk þess eiga Húsavíkurbær og Kaupfé- lag Þingeyinga verulegan hlut í félaginu. Margir bátar eru nú á sölulista, en kaupin verða að gerast fljótt, bæði vegna at- vinnuástandsins hér og svo vegna þess að hætt er við að betri bátar af sölulista lendi á veiðum í næsta mánuði. Fjárhagsáætlunin var lögð fram til fyrri umræðu í bæjar- stjórn 15. feb. sl. Heildarvelta bæjarins og fyrirtækja hans er áætluð einn miljarður fjögur hundruð tuttugu og níu miljónir og fjögur hundruð þúsund krón ur. Tekjur bæjarsjóðs eru áætl- aðar 625 miljónir, en tekjuaf- gangur til framkvæmda 145 miljónir. Rekstrargjöld eru áætluð 476 miljónir. Arið 1970 var hlutfall framkvæmdarfjár 46% en árið 1979 áætlað um 23%. Stærstu framkvæmdaliðirnir á áætluninni er bygging barna- dagheimilis um 70 milj. og til leigu- og söluíbúða 135 milj. kr. Til fróðleiks um þankaganginn hér í bæ má geta þess að skóla- tannlækningar lenda undir liðn- um fræðslumál á áætlun! Ný- lega voru afhentar ein leiguíbúð og 4 söluíbúðir á vegum bæjar- félagsins. HaFist er handa um fram- kvæmdir við „Framtíðina“, - nýbyggingu við Fiskiðjusam- lagið. Hér er um að ræða stækkun á vinnslusal, nýjan vélasal og aðstöðu fyrir hand- flökun. Nýbyggingin mun vænt anlega verða tekin í notkun á ár- inu. Ben. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Stjórnarfundur mánudag 26. febrúar kl. 20.00 í Lárusarhúsi. Bæjarmálaráðsfundur mánudaginn 26. febrúar kl. 20.30 í Lárusarhúsi. FUNDAREFNI: Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar o.fl. Mikilvægt að nefndamenn félagsins komi. ATH. Allir félagar ABA eiga rétt á setu i bæjar- mðlaráði. Neyðarás tand í neysluvatnsmálum Raufarhöfn 19.2. Mjög slæmt ástand er í neysluvatnsmálum þorpsins. 2/3 hluti íbúanna búa við neysluvatn, sem dæmt hefur verið óhæft til drykkjar. Vatnið er mengað af ýmsum óæskilegum efnum eins og klórsamböndum, kísil, brenni- steini og saltsamböndum. Það bragðast oft eins og lítið eitt þynntur sjór. Heimilistæki skemmast vegna þessa,- og vatnið stingur einnig í augu vegna þess hve brúnt það er. Fólk er farið að bera vatn á milli húsa í vatnsnauðinni. Lítil von er um að úr rætist á næstunni. Borholurnar eru að tæmast og ekki eftir meira vatni að bora hér í þorpinu. Mennfrá Orkustofnun komu hingað sl. sumar og rannsökuðu vatnsból í næsta nágrenni Raufarhafnar. Leist þeim best á lindir nálægt Ormarsá en þaðan þarf að leiða vatnið um 8 km. leið. Áætlaður kostnaður við lagningu vatns- leiðslu þaðan er um 100 milj. Líney Fundarhöld 30. mars Samtök herstöðvaandstæðinga héldu fund sl. laugardag í Lár- usarhúsi á Akureyri. Ásmundur Ásmundsson formaður mið- nefnar samtakanna skýrði frá verkefnum herstöðvaandstæð- inga upp á síðkastið. Þá sagði Ásmundur frá 30. mars undirbúningi í Reykjavík. í tilefni þrjátíu ára aðildar ís- lands að hernaðarbandalaginu NATO verða herstöðvaand- stæðingar með víðtækar að- gerðir, menningarlegar og pólitískar fyrir og eftir 30. mars nk. Þar má nefna myndlistar- sýningar, ljósmyndasýningu, kvikmyndarsýningar, tónlistar- hátíð og þannig mætti lengi telja. Herstöðvaandstæðingar á Akur eyri, sem hafa verið í nokkurri einangrun vilja nú margeflast með víðtæku starfi á næstunni. Til að byrja með verður starfið einskorðað við undirbúning að fundarhaldi með menningar- legu ívafi 30. mars. Starfshópar munu starfa um einstaka dag- skrárlið 30. marsfundarins. Nk. sunnudag verður haldinn fund- ur um undirbúninginn og skip- að í starfshópana svo sem um leiklist, tónlist o. fl. Fundurinn verður eins og áður sagði nk. sunnudag kl. 14.30 í litla saln- um á Hótel KEA. HERINN BURT Grein Glúms er um alda- mótapólitíkina. Bls. 3 Kennarar úr Hafnarfirði vara við keldum í skóla- kerfinu, bls. 2 * Fróði hinn rauði landnáms- maður óskalandsins heldur innreið sína á síðu 2

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.