Norðurland


Norðurland - 22.02.1979, Blaðsíða 3

Norðurland - 22.02.1979, Blaðsíða 3
Glúmur Hólmgeirsson Vallakoti skrifar: 1 tilefni 75 ára afmælis Glúmur Hólmgeirsson. Það komst í barnshuga minn, að árin upp úr síðustu aldamót- um hefðu verið ár vakningar og framfara. Þá skiftust menn í flokka eftir afstöðunni til Dana- veldis. Tveirflokkar voru þávið lýði; Valtýingar og Heima- stjórnarmenn. Nafngiftirnar áttu rætur aftur fyrir aldamót. Þá átti sæti á alþingi, sem aðeins kom saman annað hvert ár, Valtýr Guðmundsson kenn- ari við Háskólann í Kaup- mannahöfn og búsettur þar. Hann hafði lagt fram á alþingi 1897, frumvarp til breytingar á stjórnarskrá Islands. Þar var gert ráð fyrir að sérstakur ráð- gjafi yrði skipaður fyrir ísland. Ætti hann að skilja íslensku, þótt ekki væri gert að skilyrði að hann væri íslenskur, hann ætti að mæta á alþingi, en sitja í ríkisráði Dana og vera búsettur í Danmörku. Á alþingi myndaðist hörð andstaða gegn þessu frumvarpi. Þar munu hafa verið fremstir í andstöðuflokki gamla kempan Benedikt eldri Sveinsson og Hannes Hafstein. Vildu þeir að ráðgjafinn væri íslenskur og bú- settur í landinu og bæri ábyrgð fyrir alþingi. Því voru þeir nefndir heimastjórnarmenn, en þeir er fylgdu Valtý fengu nafn af honum. Á þessu þingi féll frumv. Valtýs með talsverðum mun. Á alþingi 1899 leggur Valtýr svo aftur fram frumvarp - I skíðaferðir fer ekki þriðj- ungur nemenda. Afgang- urinn lætur þó ekki sjá sig í tímum á meðan. Á kennarastofunni er áhug- inn svipaður. Samstaða meðal kennara næst frekast þegar þeir þurfa að hóta öllu illu til að fá laun sín greidd löngu eftir gjalddaga. A llt á sömu torfunni Norðlendingar! Þið njótið þess kannski framyfir Hafnfirðinga að sameiginlegum fjármunum ykkar sé ráðstafað af fólki sem hefur nokkurn skilning á félags- legum þörfum og umbótum. Því ættuð þið ef til vill að geta komið á áfangakerfi í þeirri mynd að kostir kerfisins blóm- stri - ekki ókostir. Þar fyrir utan er sú aðstaða sem Akureyringar hafa góð, miklu betri en sú sem Hafnfirðingar búa við. Á Akur- eyri eru allir skólar sem að áfangakerfinu munu falla á sömu torfunni. Þar eru og sundlaug og íþróttahús. Það sem tryggja þarf er góð aðstaða miðsvæðis á þessari torfu til vinnu og hvíldar fyrir nemendur og kennara. Gamli húsmæðra- skólinn væri kjörinn til þessa. Þar ætti að vera bókasafn allra skólanna, vinnuaðstaða fyrir nemendur og kennara, félags- aðstaða nemenda, aðsetur náms ráðgjafa og félagsráðgjafa auk annarrar stjórnunar skólanna. Svona aðsetur er líka nauð- sitt óbreytt. Því er enn veitt hörð andstaða, - en Heima- stjórnarmenn urðu fyrir því áfalli að harðasti baráttumaður þeirra Benedikt Sveinsson and- aðist meðan alþingi var að störfum. Þá mun Hannes Haf- stein hafa orðið forystumaður flokksins. Lauk svo þessu þingi, að frumvarpið féll meðjöfnum atkvæðum. Þá er komið fram yfir alda- mót og ég farinn að fylgjast nokkuð með gangi mála. Finnst mér að þá hafi verið barist all hart, - og síst deigar en nú ger- ist. Nú líður að alþingi 1901. Hvað gerist þá, - nær Valtýrað fá frumvarp sitt samþykkt? Já, það varð. Frumvarpið varsam- þykkt á þinginu 1901, - og tók nú að loga í kolunum. Heima- stjórnarmenn undu illa sínum hlut og gripu nú til þess ráðs, að senda mann á konungsfund og freista þess hvort ekki væri hægt að fá betri boð í sjálfstæðismál- inu en væri fólgið i frumvarpi Valtýs. Nú væri komin frjáls- lyndari stjórn í valdastólana í Danmörku. Valtýr hafði haldið því fram, að hægt væri að fá því fram- gengt, sem í hans frumvarpi væri og ekki meira. Því væri skynsamlegra, að taka því, heldur en halda áfram deilu, sem engan árangur bæri. Sum- ir miður góðgjarnir höfðu á orði að Valtýr væri að berjast fyrir því að búa sér til embætti við hirð Dana. Það var Hannes Hafstein sem hafði verið sendur á konungsfund af Heimastjórn- armönnum. Lítið heyrðist um árangur af þeirri för, svo beðið var í ofvæni. Snemma árs 1902 kom boðskapur'konungs: hann rýfur þing og fyrirskipar kosn- ingar til alþingis snemma í júní. Síðan skyldi hið nýkjörna þing koma saman 26. júní. Þar yrði Framhald af bls. 2. synlegt til að vega upp á móti sundrungunni sem skapast meðal nemenda í áfangakerfi. Ákveðnar einingar gætu líka komið í stað. félagsheildarinnar sem bekkirnir voru áður, t.d. í tengslum við umsjónarkennara, áhugasvið nemenda, markmið o.fl. Mötuneyti væri örugglega best að hafa áfram í heimavist M.A. en það þyrfti að opna það öllum nemendum skólanna. Þá erum við nánast búin að ljúka okkur af. Við tökum ekki afstöðu til þess hvort þið hafið skólann einn eða fleiri. Náið samstarf á að gefa sömu raun og sameining. Hins vegar viljum við biðja ykkur um að leggja frá upphafi jafna áherslu á hinn fé- lagslega þátt skólastarfsins og hinn námslega. Okkar mistök voru fyrst og fremst fólgin í því að við fórum af stað með kennslu og nám án þess að fé- lagsleg aðstaða væri fyrir hendi. Og lagfæringar reynast okkur torsóttar. En meðan við reynum að krafsa okkur upp úr keld- unni, treystum vi ð ykkur til að taka krókinn! Bergljót Soffía Kristjánsdóttir. Hallgrímur Hróðmarsson. Jóhann Guðjónsson. NORÐURLAND þakkar þeim Göflurum skrifin og tekur undir hvatningu þeirra um nauðsyn þess að félagslegi þátt- urinn njóti forgangs. lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingu á stjórnarskránni, sem uppfyllti óskir íslendinga um ráðgjafa íslenskan búsettan í Reykjavík og bæri hann ábyrgð á gerðum sínum fyrir alþingi. Risu Valtýingar öndverðir gegn þessu frumvarpi og fundu því sérstaklega til foráttu, að ráðgjafi ætti að leggja fram lög fyrir konung í ríkisráði Dana. Þetta var reyndar sama ákvæði og var í frumvarpi Valtýs. Hófst nú hin harðvítugasta kosninga- barátta, sem endaði með því að Heimastjórnarflokkurinn fékk 17 þingmenn en Valtýingar 10. Utanflokka voru 3. Þau tíðindi gerðust í kosningunum sem fá- tíð munu teljast að foringjar beggja flokkanna féllu. Hannes Hafstein í ísafjarðarsýslu fyrir Valtýr Guðmundsson. sr. Sigurði Stefánssyni og Val- týr í Vestmannaeyjum fyrir Jóni bæjarfógeta Magnússyni. Áttu þeir báðir langa þingsetu fyrir höndum. Til gamans má geta þess, að í orrahríðinni þetta ár komu út alþingisrímur Valdimars Ás- mundssonar um þingin 1899 og 1901. Þar er skýrt frá störfum þeirra á gamansaman hátt og svo hnyttinn, að almenna kát- ínu vakti. Má þó vera að þar hafi verið hnýflar, sem sviðið hafi undan. Að afloknum kosningum fjallaði alþingi um stjórnar- skrárbreytingarnar en lauk þó eigi afgreiðslu. Að venjulegum þingstörfum loknum var þing rofið og ákveðið að efna til kosninga næsta ár, og það kall- að saman til að taka loka- ákvörðun um stjórnarskrár- málið. Við þessar kosningar 1903 komu fram tveir flokkar: Heimastjórnarflokkur og Fram sóknarflokkur, - en þar voru gömlu Valtýingarnir skipulagð- ir. Ætla ég það vera í eina skiptið sem þeir komu fram með því nafni. í kosningunum hlaut Heimastjórnarflokkurinn 14 þingmenn, Framsóknar- flokkurinn 13 og þrírvoru utan- flokka. Á hinu nýkjörna alþingi var stjórnarskrárbreytingin svo endanlega samþykkt þrátt fyrir ákvæðið: „í ríkisráði Dana“, sem á þessu þingi og lengi síðan var heitt deilumál flokka hér á landi. Ég hygg þó að þetta ákvæði hafi ekki orðið okkurtil baga í reynd. I sambandi við þessa stjórn- arskrárbreytingu var ákveðið, að nýja stjórnskipunin takigildi 1. febrúar 1904. Þá átti fyrsti íslenski ráðgjafinn að taka til starfa og vera búið að koma á laggirnar vísi að stjórnarráði í Reykjavík. Konungi bar að tilnefna ráð- gjafann í samráði við ráðandi flokk á alþingi, sem var Heima- stjórnarflokkurinn. Val kon- ungs á ráðherra bendir ein- dregið til að svo hafi verið. Þá var enginn sími kominn, svo beðið var í ofvæni frétta um hver hlyti sætið. Það var fyrst 25/11 1903, að konungsbréf kemur með skipi, þarsem Hannes Hafstein er skipaður fyrsti íslenski ráðherrann með aðsetur í Reykjavík. Mun Val- týingum hafa sviðið það sárt. Áreiðanlega mun þó hávaði þjóðarinnar hafa heilshugar fagnað þessari breytingu á stjórnskipun landsins og talið hana merkan áfanga í sjálf- stæðisbaráttunni. Nú væri mik- ilsverður þáttur í stjórnkerfinu fluttur inn í landið, sem áður hefði verið í höndum Dana og við þar með orðnir sjálfstæðari í eigin málum. Einnig fögnuðu menn almennt vali ráðgjafans. Þjóðin dáði Hannes Hafstein sem eitt sitt dáðasta og besta skáld. Þó fannst mér gæta tómlætis hjá Valtýingum með stjórnar- skiptin, persónulegs metings við val ráðherrans og sárinda að hafa komið sínu frumvarpi í höfn og ráðið ráðgjafavali. Stjórnarandstaða þeirra virtist mér bera mestan svip persónu- legrar óvildar á Hannesi Haf- stein. Voru þeir á móti flestum málum sem hann bar fram. Má þar til nefna tvö mál, sem Hannes fór að vinna að þegar á fyrsta starfsári sínu. Það voru túngirðingalög, þarsem bænd- um átti að vera tryggð lán til 42 ára til kaupa á girðingaefni og gekkst stjórnin fyrir útvegun efnis, - gaddavírs og staura, sem þá voru svo til óþekkt hér á landi. Á þeim tíma hefði ekki verið hægt að gera neitt, sem kom bændum betur. Þeir voru búnir að standa í þúsund ára baráttu við að verja túnskekla sína. Enda tóku bændur þessum lögum með fögnuði. En Valtý- ingar börðust hatrammlega gegn þeim og linntu ekki látum fyrr en þeir gátu spillt þeim nokkrum árum síðar. Hitt var símamálið. Móti því var reist svo glórulaust mold- viðri æsinga og ofstækis að einsdæmi er. Svo langt gengu æsingarnar, að jafnvel bændur á Suðurlandi og Suðaustur- landi fleygðu um hásláttinn orf- um sínum í slægjuna og fóru hundruðum saman til Reykja- víkur til að mótmæla því að sími yrði lagður til þeirra og ann- arra landsmanna. En þeir höfðu ekki árangur sem erfiði. Sím- inn kom, - og símalínan var lögð frá Seyðisfirði til Reykja- víkur 1906. En svo einsýnt ofstæki var búið að vekja í mál- inu að heilar sveitir þar sem Valtýingar réðu og síminn var lagður um, neituðu að taka við símstöð. En þrátt fyrir þessa einsýnu og óbilgjörnu stjórnar- andstöðu fylgdu þó þessum tímamótum meiri bjartsýni og framfarir í landinu en áður þekktust. Fór svo að sumir vildu minnast þessa merka áfanga í sjálfstæðisbaráttu okk- ar. Því varð það siður Reykdæl- inga um árabil að hafa skemmti fund 1. feb. til að minnast þessa atburðar. Það var alltaf lítið um Valtý- inga hér í héraði og líklega hafa þeir litið heimastjórnarmenn hornauga. Að minnsta kosti sendu þeir eitt sinn þetta vísu- korn: Rennur yfir Reykjadal rauða frelsisþráin. Heilög þegar halda skal Heimastjórnar-jólin. Hannes Hafstein. Heimastjórnarmenn þökk- uðu sendinguna þannig: Raunir eru í Reykjadal reynist lítt um skjólin. Hafið er því harmatal um Hafnarstjórnar-jólin. Aðrir segja hana þannig: Ríkir sorg í Reykjadal reis ei frægðar sólin. Hafið er nú harmatal horfin Valtýs-jólin. Með þessu lýkur rabbi um hin merku tímamót, þegarfyrsti íslenski ráðherrann varð bú- settur í landinu. Er hér byggt á þeim áhrifum, er ég varð fyrir meðan á átökunum stóð, - og sérstaklega þeim breytingum er urðu á stöðu okkar gagnvart Dönum. Ég ætla að það sé 1904 og 1944, sem þjóðin finnur gleggst fyrir, að stærstu sporin eru stigin í sjálfstæðisbarátt- unni. (Sett saman í jan. 1979 vegna hugsanlegra Heimastjórnar- jóla, sem koma þó ekki.) Glúmur Hólmgeirsson. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING: AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 25. febrúar og hefst kl. 14. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða kjaramálin á dagskrá, og mun hagfræðingur ASÍ mæta á fundinum. Félagar eru vinsamlegast beðnir að sýna félagsskír- teini við innganginn. Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar. Betri er krókur en... NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.