Norðurland - 22.02.1979, Síða 2

Norðurland - 22.02.1979, Síða 2
NORÐURLAIMD Málgagn sósíalista I Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Sigurðarson, Páll Hlöðvesson, Katrfn Jónsdóttir, Guðrún Aðalstelnsdóttlr og Kristfn Á. Ólafsdóttir. Ritstjóri: óskar Guðmundsson (ábm.). Drelfing og auglýsingar: Tryggvi Jakobsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Eiðsvallagata 18, simi 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýöubandalagsins. Ódýrara að smíða nýtt Forsætisráðherra hefur óskað þess að Alþýðubanda- lagsmenn lesi betur frumvarp sitt hið fræga um efnahagsmál, svo að þeir komist að þeirri niðurstöðu að það sé nú miklu betra en þeim hafi virst við fyrstu sýn. Þó er nú plaggið þess eðlis, að ekki batnar það við nánari ígrundun: Hér er stefnt að sjálfvirkri kjara- rýrnun, skipulögðum samdrætti efnahagslífs og skerð- ingu ýmisskonar réttinda, sem launþegasamtökin höfðu öðlast með áralangri baráttu.- Plagg þetta er í heild sinni sniðið að skapi þeirra íhaldshagfræðinga á landi hér í þá veru sem dæmin sanna. í heild er frumvarpið þess háttar, að höfundum þess má hafa verið það Ijóst að Alþýðubandalagið myndi ekki fallast á efni þess án svo róttækra breytinga, að “ódýrara væri að smíða nýtt“ - svo enn sé tekið líking af húsakaupum fyrrverandi ríkisstjórnar af ónefndum sjálfstæðismanni í Reykjavík. Ólafur Jóhannesson leggur nú áherslu á aðfrumvarp sitt hafi frá upphafi verið ætlað til breytinga í meðferð ríkisstjórnarinnar og að fengnum athugasemdum launþegasamtakanna. Nú liggur fyrir að gera þess háttar breytingar. Takist Alþýðubandalaginu að koma fram þess háttar lagfæringum sem til þess nægi að uppfylla lágmarkskröfur um kjaratryggingu, atvinnu- öryggi og skipulagsbreytingar á efnahagskerfinu, þá er einsætt að ríkisstjórnin mun sitja áfram. Takist það ekki er jafn augljóst að Alþýðubandalagið getur ekki staðið að setningu laga sem brjóta myndu gjörsamlega í bága við fyrirheit flokksins í síðustu kosningum. I frumvarpi Ólafs Jóhannessonar er ráðgert lögbann við launahækkunum án tillits til verðlags. Ráðgert er að framlög til atvinnuleysistryggingarsjóðs verð afnumin. Umsaminn launaskattur, sem renna á til húsbygginga, yrði tekinn beint inn í ríkissjóð. Framlög til byggðasjóðs yrðu aflögð og sett í vald meirihluta Alþingis hverju sinni. Kveðið er á um hávaxtastefnu, sem setja myndi atvinnurekstur í voða ef miðað er við verðbólguástand undanfarinna áratuga, og loks eru ákvæði um samdrátt í opinberum framkvæmdum, sem auðsýnilega myndi valda stórfelldu atvinnuleysi. Það má vera nokkur mælikvarði á eðli frumvarpsins, að Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gefið hressilega undir fótinn þeirri hugmynd að flokkur hans gangi í stjórnarsamstarf með Framsóknar flokki og Alþýðuflokki um framkvæmd þeirrar stefnu, sem Ólafur Jóhannesson boðar, með lítilsháttar breytingum einum saman. A allra næstu dögum verður það efalaust fullreynt hvort Alþýðubandalaginu auðnast að snúa málunum á þann veg að hægt verði að halda áfram því starfi, sem þegar hefur leitt til þess að verðbólgan hefur minnkað á sex mánaða tímabili um röskan helming.Það kemur nú í ljós hvort forystumenn Alþýðuflokks og Framsóknar ætla að miða stjórn efnahagsmálanna og kjör alþýðu manna við það að heildsalastéttin fái enn sem fyrr að skammta sér sjálf sinn hlut af þjóðararðinum. Hvort enn skuli beitt atvinnuleysisjárnunum til þess að hefta sókn fólksins til betra lífs. Hvort frelsi braskaranna til auðsöfnunar skuli tekið fram yfir þau félagslegu markmið, sem stefna verður að ef þessari blessuðu þjóð á að takast að koma málefnum sínum í sæmilegt horf. Alþýðubandalagið vill miklu til kosta að núverandi stjórnarsamstarf geti haldist - en það mun ekki styðja stjórnarstefnu, sem er andstæð grundvallarsjónar- miðum þess sjálfs. SJ Betri er krókur en helda Bréf frá þremur kennurum um framhaldsskóla á Norðurlandi Nýverið lásum við undirrituð - kennarar við Flensborgarskóla í Hafnarfirði - grein í Norðurlandi sem skýrði frá hugmyndum framhaldsskólanefndar um skipulag og uppbyggingu fram- haldsskólastigsins á Norðurlandi eystra. Þar sem blaðið óskaði þess beinlínis að fólk legði orð í belg um þetta mál, stingum við nú niður penna til að segja frá reynslu okkar af rekstri áfangakerfis við Flensborgarskóla. Áfangakerfi fjölbrautaskóla Áfangakerfi var tekið upp í Flensborg haustið 1976 eða fyr- ir rúmum tveimur árum. Skóla- meistari og kennarar sáu um gerð þess og höfðu með sér ágæta samvinnu, héldu t.d. fund innan skólans og fóru í vinnuferð að Munaðarnesi í Borgarfirði. Kerfið var að nokkru leyti sniðið eftir áfanga- kerfi því sem notað hafði verið um hríð við MH en í Flens- borgarkerfinu voru einnig ýmsar nýjungar, sem miðaðar voru sérstaklega við nemendur fjölbrautaskóla - þar sem meiri munur er á kunnáttu þeirra en nemenda í menntaskólum. Einnig var reynt að sjá til þess að kerfið gerði nemendum kleift að breyta um þyngdastig áfanga allt eftir getu og áhuga. Þannig voru t.d. mótaðir sérstakir áfangar þar sem tímafjöldi er hinn sami og í verjulegum áföngum en minni námskröfur gerðar og einkunnargjöf höfð rýmri. Eitt meginmarkmið áfangakerfis er, eins og kunnugt er, að tengja saman verknám og bóknám. Því markmiði höfum við aldrei náð. Skortur á starfsliði - skortur á húsnœði Áfangakerfið hóf feril sinn í skólahúsnæði Flensborgar- skólans en byggt hafði verið við gamla skólann. Viðbyggingin var skipulögð sem gagnfræða- skóli og hentar á margan hátt illa. T.d. eru sérstofur alls ófullnægjandi auk þess almenn kennsla fer þar fram vegna þrengsla. Síðastliðið haust fékk skólinn viðbótarhúsnæði sem notað er til kennslu á viðskipta- braut og er aðeins takmörkuð lausn á húsnæðisvandanum. Gert var ráð fyrir að við stjórnun skólans kæmi til aðstoðar skólameistara, kenn- urum og nemendum sérhæft lið áfangastjóra, náms- og félags- ráðgjafa auk bókavarða og skrifstofufólks. Yfirstjórn skólans er í höndum fræðslu- ráðs Hafnarfjarðar og Reykja- neskjördæmis. Sá hængur er á stjórninni að hvorki hefur feng- ist fjárveiting til að ráða menn i starf áfangastjóra, náms- eða félagsráðgjafa né bókavarðar og hafa kennarar gegnt nauð- synlegustu þáttum þessara starfa, en öðrum ekki verið sinnt. Helst hefur þetta bitnað á nemendum sem þurfa með til- komu áfangakerfis miklu rýmri vinnuaðstöðu innan skólans vegna slitróttar stundatöflu. Mataraðstöðu hafa þeir enga og vinnuaðstaðan sem þeim er boðin væri ekki talin boðleg á neinum almennum vinnustað. Þannig eru borð í bókasafni af stærð sem hentar barnaskóla- börnum. En kennarar hafa heldur ekki farið varhluta af ástandinu. Vinnuherbergi þeirra eru notuð sem kennslu- stofur og innréttingum í kenn- arastofu er enn ekki lokið. Um 60 kennarar skólans verða því að láta sér nægja lítið glugga- laust vinnuherbergi sem hýsir í mesta lagi einn í einu. Yfir- völdum virðist ofbjóða sá kostn aður sem lagfæringum fylgir svo fjárveitingar nægja ekki einu sinni til eðlilegs viðhalds, t.d. ekki til að mála glugga eða þétta þakið, en eðlilega lekur húsið eins og flest skóla- húsnæði. Afleiðingarnar eru áhugaleysi Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Nýr kennari - sem kom frá öðrum skóla - sagði að sér fyndust nemendur vera þeir neikvæðustu (latir og áhuga- lausir) sem hann hefði kennt. Félagslíf nemenda er í molum: - Skólablaðið kemur út með auðum síðum. - Skólaleikritið fellur vegna þess að 20 áhorfendur sækja frumsýningu. - Tónlistarkynningar falla niður vegna þess að ekki mæta aðrir en flytjendur. Framhald á bls. 3. Félagslífið er einn nauðsynlegasti þáttur námsins. Andstœður auðvaidsþjóð- félagsins ólu af sér sósialisma nútimans, hann er andsvar við þeim. Jafnframt er sósialism- inn viðleitni til að sigrast a ‘ mótsögnum auðvaldsþjóðfé- lagsins og leysa það af hólmi. Frá öndverðu felur sósíal- isminn í séF vísindalega grein- Samtimis er sósialisminn frœðileg leiðsögn um það hversu mófsagnir þessar skuli leystar og hvernig þeir mögu- leikar, sem þróun iðnaðar- þjóðfélagsins hefur skapað en samrýmast ekki þeirri um- gjörð sem auðvaldið hefur sett þvi, verði nýttir til fulls iþágu vinnandi stétta og mannkyns- ins alls. Hér er ekki eingöngu um að ræða háþróaða tœkni- og efnahagsundirstöðu held- ur og margs konar menningar- og félagslegar framfarir sem fylgt hafaþróun auðvaldssam- fé/agsins en það hefur um leið takmarkað og afskrœmt. (Almenn stefnuskrá Alþýðu bandalagsins, Sósíalisminn 1). Rekist þú á rikan mann þá reyndu ef þú getur að bregða fœti fyrir hann svo fjöldanum líði betur. (Gamall húsgangur) Rétt eins og borgarastéttin kollvarpar í rauninni öllum gömlum og grónum og œru- j verðugum stofnunum með stóriðnaðinum, samkeppninni og heimsmarkaðinum, svo ónýtir hin díalektiska heim- speki allar hugmyndir um óhagganlegan, algildan sann- leika og tilsvarandi algild lokastig mannkynsins. Frá hennar sjónarmiði er ekkert til, sem er óhagganlegt, algilt, heilagt. Hún sýnirfram á fall- valtleika al/s ogfaílvaltleikann í öllu, og hún lítur svo á að ekkert sé til nema hi ð órofa ferli verðandi og hnignunar, hin endalausa þróun upp á við frá hinu lœgra til hins hærra, og sjálf er hún ekki annað en endurspeglun þessarar þróun- ar í hugsandi heila mannsins. (Fr. Engels: Ludwig Feuer- bach og endalok klassísku þýsku heimspekinnar). ingu á gerð auðvaldsþjóðfé- lagsins, þeim lögmálum sem það lýtur og þeim innri mót- sögnum sem marka alla þróun þess þó íbreytilegum myndum sé. Þú getur sagt þeimfrá mér að ísland haft ekki verið selt; ekki ' i þetta sinn. Þeir skilja það seinna. \ (Arnas Arnæus við Jón Hreggviðsson , Eldur í Kaup- inhafn, Halldór Laxness) 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.