Norðurland - 22.02.1979, Side 6

Norðurland - 22.02.1979, Side 6
NORÐURLAND Fimmtudagur 22. febr. 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA GERIST í NORÐURLANDSKJÖR- ÁSKRIFENDUR DÆMI EYSTRA - Síminn er 2-18-75 - AUGLYSIÐ I NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Soffía Guðmundsdóttir rœðir við píanóleikarann Berkovsky: „Ég hef lœrt af þessu sjálfur“ Það var heilmikið um að vera í Tónlistarskólanum á Akureyri vikuna 8.-15. febr. Er banda- ríski píanóleikarinn Martin Berkofsky, sem einnig lék á vegum Tónlistarfélags Ak. var leiðbeinandi á námskeiði, sem skólinn efndi til. Er skemmst frá að segja, að þessa námskeiðs og frábærra leiðbeininga af hálfu Martin Berkofsky nutu í ríku mæli þeir, sem heyrðu,og engu síður þeir, sem ekki koma nærri píanóleik og telja það hljóðfæri engan veginn sitt uppáhald. Þá var hann óspar á að láta viðstadda njóta sinnar eigin leikgleði og snilli og kom víða við. Kennsla hans einkenndist öll af stakri hæversku og nær- færni, en ekki leyndi sér snerpan og skarpskyggnin. Námskeið- inu slotaði með því að einn af kennurum skólans Anna Mál- fríður Sigurðardóttir lék píanó- konsert nr.3 í c-moll eftir Beethoven, og lauk leiðbein- andinn miklu lofsorði á leik hennar. Síðan var farið nánar í saumana á þessu volduga verki svo sem gert var við önnur viðfangsefni, er tekin voru fyrir á þessu námskeiði, en þar léku samtals 17 nemendur í píanó- leik. Þetta voru góðir dagar, en hvað segir leiðbeinandinn Martin Berkofsky, og hvað finnst honum um gagnsemi námskeiða áborð viðþað, ernú stóð? - Má ég taka það strax fram áður en lengra er haldið, að fyrir mig sjálfan er mikils virði að fá tækifæri til að mynda til þess að koma hingað og kenna á nýafstöðnu námskeiði. Þaðgef- ur tilefni til þess að koma saman og ræða í dálitlum hópi fjöl- margt, sem máli skiptir í píanóleik og tónlist yfirleitt. Tengsl við þá, sem eru í námi og eru að fást við margþættan vanda hljóðfæraleiks knýja mann til þess endurmats varð- andi eigin leik, sem sífellt þarf að eiga sér stað og vinnur gegn því, að maður fari að gera hlutina eins og stutt sé á hnapp án nauðsynlegrar sjálfsrýni,ein- faldlega vegna þess, að það er ekki tími eða tækifæri til slíks. - Nú voru þetta hóptímar og vel sóttir alla dagana. Við heimafólkið tókum eftir því, að ekki gœtti teljandi óstyrks hjá nemendunum, sem léku. Það var gaman og uppörvandi að sjá hvað í okkar fólki býr, þegar það er tekið þínum tökum og reynir á þess viðbrögð. -Mér fannst nemendurnir taka leiðbeiningum sérlega vel og vera snöggir að taka við sér. Þarna var líka áhugasamur áheyrendahópur, og það hefur sitt að segja. - Þú fjallaðir ekki að ráði um tœknilega hlið málsins nema svona í leiðinni að þvífrátöldu, að þú tókst einn hálfleik bein- línis í að rœða slíkt og sýndir okkur nokkuð af þínum eigin œfingum þess eðlis. - Til þess að fara ofan í tækni- málin hefði þurft lengri tíma en þarna var til umráða. Ég kaus fremur að benda á mikilvægi þess, að hver og einn geri sér hugmyndir um það hvað hann vill fá fram, hvað hann vill heyra og finni svo út hvernig það megi gerast. Tæknin og verklega kunnáttan er nú einu sinni aðeins tæki, aðeins tæki segi ég, því að það er sjálf tón- hugsunin, sem skiptir máli. Heyrnin verður að vera vegvís- irinn, henni þarf ævilega að beita til þess að meta það, sem fram kemur, og hið innra heyrnarskyn, hljómfyrirmynd- ina verður hver og einn að rækta með sér. -Hefurðu ekki trú á þeim hamagangi við tœkniœfingar sem margir iðka og telja nauð- synlegar? - Vitanlega er staðgóð tækni og verkleg kunnátta nauðsyn, en vélrænar tækniæfingar leiða í sjálfu sér ekki til neins, ef tilgangurinn og markmiðið með þessu öllu saman gleymist. Tæknihliðin við píanóleik bygg ist eins og kunnugt er ekki sízt á því að nota líkamann rétt þ.e. án áreynslu. Píanóleikur þarf að koma eðlilega fyrir eins og ekkert sé sjálfsagðara en að tjá sig á þennan máta. Oft þarf ekki nema dálitla umhugsun í stað þess að æfa og æfa án þess að velta því fyrir sér hvernig maður vill láta hljóma. - Þú lagðir á það töluverða áherzlu, að nemendurnir mœttu ómögulega vera alltof hrœddir við feilnótur og þvíumlíkt, það héldi þeim niðri og fyrir bragð- ið þvrðu þeir ekki að koma út með það, sem inni fyrir býr. - Þetta er mikilsvert atriði. Ef ABA hélt félagsfund sl. fimmtu- dagskvöld. Fundarefnið var tillaga Böðvars Guðmunds- sonar um stjórnarslit vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar í herstöðvarmálinu. Tillagan sem birtist í 2. tbl. NORÐUR- LANDS þessa árs, hafði verið send til allra félaga ABA. Framsögu um hana höfðu flutningsmaður Böðvar Guð- mundsson og Guðjón E Jóns- son, sem talaði á móti. Flestir fundarmanna tjáðu sig efnislega um málið og í heild má segja að flestir félaga hafi tjáð óánægju sína og vonbrigði með stöðu þjóðfrelsismála innan okkar flokks, Alþýðu- bandalagsins. Meirihlutifundar manna var þó þefrrar skoðunar, að svo mikið væri í húfi, að ríkisstjórnin héldi velli til varnar almenningi í landinu, að jafnvel herstöðvamálið mætti ekki verða til þess að slíta stjórnarsamvinnunni. Tillaga Böðvars var því felld með 6 atkvæða mun. Umræðunni um þjóðfrelsis- málin lauk með samþykkt eftir- farandi tillögu: „Almennur félagsfundur ABA haldinn 15. febrúar 1979 ályktar: Að flokkurinn taki nú þegar í stórauknum mæli inn í daglega umfjöllun sína amerísku her- maður ætti endlaust að vera svona hræddur við feilnóturn- ar, myndi maður aldrei þora að snerta hljóðfæri,aldrei að gera neitt. Þarna þarf vissa dirfsku og áræði og sannarlega þarf að yfirvinna eitt og annað. - Hefurðu oft áður tekið þátt t svipuðum námskeiðum og þessu? - Á námsárunum tók ég þátt í námskeiðum og hafði ærið gagn af. Það var fróðlegt og skemmti legt bæði að leika sjálfur, heyra aðra leika og finna viðbrögð lei ðbeinenda við einu og öðru, sem upp kemur. Ég hef líka nokkuð oft verið leiðbeinandi og haft af því bæði ánægju og gagn. Svona námskeið gefa nemendum tækifæri til að leika hver fyrir annan og fá þannig veður af því, sem aðrir eru að takast á við. Nemendur eru mjög kröfuharðir og gagnrýnir áheyrendur, og stundum hvarfl- ar að mér, að þar fari þeir örðugustu áheyrendur, sem hægt er að hugsa sér. Ég lít svo á, að svona námskeið séu mikil- vægur og raunar nauðsynlegur þáttur í starfi hvers tónlistar- skóla og vil fyrir mitt leyti stuðla að slíku eftir föngum. - Nú að aflokinniþessari lotu eru áhöld um það hvorir séu upplyftari, kennarar eða nem- endur. - Það er augljóst mál, að kennslustarf er þess eðlis, að þar þarf ætíð að koma til einhver sá hvati, sem vinnur gegn því, að kennarinn fari að vinna sitt verk vanabundið, og hann þarf sífellt að vera að læra sjálfur, það gefur auga leið. Kennarinn setuna á Miðnesheiði og aðild íslands að NATO. Að lögð verði aukin áhersla á starf flokksfélaga í samtökum herstöðvaandstæðinga. Að flokkurinn beiti lipurð sinni og mætti til að hafa þau áhrif á ísl. verkalýðshreyfingu, þannig að hún í náinni framtíð flétti þjóðfrelsisbaráttuna inn í daglega kjara- og stéttabaráttu sína. Að flokkurinn verði að taka á herstöðvamálinu ogNATO-að- ildinni í því efnahagslega sam- hengi að öllum verði ljós sam- tvinnun ísl. auðvalds og ame- rískrar hersetu ogNATO-aðild- ar. Jafnframt lýsir fundurinn því yfir, að skoða beri pólitíska framvindu í landinu síðustu misseri í því ljósi að Alþýðu- bandalagið og verkalýðshreyf- ingin hafi vanrækt eða ekki gert sér grein fyrir samhengi ofan- greindra atriða með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Vonast fundurinn til að verði starf flokks og verkalýðshreyfingar tendrað með fyrrgreindum hætti, þá sé þess enn kostur að forðast braut kratisma og krónuhyggju og efla víðtæka stéttabaráttu, sem þokar okkur áleiðis að markmiðinu, -sósíal- ísku samfélagi.“ Hrísey 19.2. Leikritið Beðið í myrkri, var frumsýnt sl. föstudagskvöld. Sýningin var vel sótt og viðtökur áhorfenda góðar. Leikfélagið Krafla sýndi svo leikritið aftur á mánudagskvöld íHrísey. Eins og áður hefur komið fram í NORÐUR- LANDI þá eru sýningar fyrirhugaðar í nágranna- byggðum á næstunni. - Guðjón. Framhald á bls. 5. ABA: Enn kostur að forðast Kratisma og krónuhyggju Listamanna- laun að sunnan Kjartan Guðjónsson mynd listarmaður ánafnaði Myndlistarskólanum á Ak- ureyri listamannalaun sín. Hér er um að ræða 150 þúsund krónur, sem lista- maðurinn fékk.j sinn hlut frá úthlutunárnefnd lista- mannalauna, sem frægt er orðið. Dalvíkur- skerfur Á sunnudaginn var komu herstöðvaandstæðingar á Dalvík saman til fundar um undirbúning dagskrár í til- efni 30 ára aðildar að NATO. Herstöðvaandstæð ingar á Dalvík hafa ekki lengi verið skipulagðir, en sjá-nú ærnar ástæður til að gera bragabót. Ásmundur Ásmundsson formaður miðnefndar samtaka her- stöðvaandstæðinga mætti á fundinn og skýrði upp- byggingu samtakanna og fyrirhugað menningar- og fræðslutímabil syðra vegna 30 ára NATOaðild- arinnar. Þá var hvatt til umræðna um þjóðarat- kvæðagreiðslu um þjóð- frelsismálin og hún rædd. Dalvíkingar hafa nú hafið undirbúning dagskrár og hyggjast halda fund 30. mars nk. Alþýðu- bankinn Hætt er við að mörg Skjaldan verði drepin úr fjósi fátæka mannsins áður en bankar verði fjárhagsleg vörn fólks og skjól. Eins og kunnugt er þá reka verka- lýðssamtökin í landinu Álþýðubankann. Vinnandi fólk um allt land er því í rauninni hluthafar í bank- anum. Það hefur oft komið til tals að stofnsetja útibú Alþýðubankans hér á Ak- ureyri en aldrei orðið úr. Nú virðist á ný vera komin einhver hreyfing á málið. Halldór Björnsson ritari Dagsbrúnar og Kristján Ólafsson skrifstofustjóri Alþýðubankans voru nyrðra á dögunum til að ræða um málefni bankans við Akureyringa, sem telja tengslin við hluthafana nyrðra of lítil. Stofnun útibús fékk nýjan hljóm- grun og Akureyringarnir munu kanna málið á næst- unni. Ríkið á Raufarhöfn Raufarhöfn 19.2. Ríkis- valdið hefur veitt 20 milj. í íþróttahús og sundlaug. Áætlaður kostnaður við bygginguna er 45 milj. króna. Þá veitir ríkið 22.5 milj. í hafnargerð til að ljúica við viðlegukant í smá- bátahöfninni. Við það er áætluð vinna fyrir u.þ.b. 40 miljónir. Líney. Hríseyjar- tjáning Hrísey 19.2. Alexandra Kurugei kennir Hríseying- um að tala með kroppnum þessa dagana. Nemendur hennar svífa nú frjálslega um eyna án þess þó að iðka pólitískar líkamstjáningar að marki, amk. ekki á mannamótum. Guðjón.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.