Norðurland - 01.03.1979, Page 1

Norðurland - 01.03.1979, Page 1
NORÐURLAND 4. árgangur___Fimmtudagur 1. mars 1979_7. tölublað Punhtamót á shíðum: Kvikir krakhar Punktamót unglinga á skíðum sem fara átti fram á Húsavík Björn Olgeirsson. Nanna Leifsdóttir. hægt að halda þar vegna snjóleysis. Dalvík varð fyrir vai- inu í staðinn, enda nægur snjór fyrir hendi hér. Skíðafélag Dal- víkur sá um framkvæmd móts- ins undir stjórn Þorsteins Skaftasonar. Húsvíkingar og Akureyringar veittu góða og nauðsynlega aðstoð. Skráðir þátttakendur voru 142, ræstir 122. Mótið hófst á laugardaginn kl. 10.30 með keppni í stórsvigi. Fyrst var keppt í flokki drengja, 15-16 ára. Daníel Hilmarsson. Úrslit: 1. Björn Olgeirsson H 110.07 2. Elías Bjarnason A 113.81 3. Ólafur Harðarson A 116.12 Stúlkur, 13-15 ára: 1. Nanna Leifsdóttir A 117.13 2: Ásta Ásmundsdóttir A 122.84 3. Kristín A. Símonard. D 124.39 Drengir, 13-14 ára: 1. Daníel Hilmarsson D 117.35 2. Ingi J. Valsson A 120.44 3. Sveinn Aðalgeirsson H 120.58 Daginn eftir fór fram keppni í svigi. Úrslit urðu þessi. Drengir, 13-14 ára: 1. Daníel Hilmarsson D 79.15 2. Bjarni Bjarnason A 82.22 3. Gunnar Svanbergsson A 85.18 Stúlkur, 13-15 ára: 1. Nanna Leifsdóttir A 84.90 2. Lena Hallgrímsd. A 89.88 3. Þórunn Egilsdóttir R 90.54 Drengir, 15-16 ára: 1. Björn Olgeirsson H 74.91 2. Ólafur Harðarson A 79.16 3. Guðmundur Jóhannss. í 79.48 Eindæma veðurblíða var á laugardag en kaldara á sunnu- daginn, og seinni hluta hans gerði norðan él. - Stefán. Magnús sextugur Byggt yfir börrdn Bæjarstjórn kom saman til 4. fundar síns á árinu, á þriðju- daginn var. Á dagskrá var m.a. síðari umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs. Lítilsháttar breytingar höfðu orðið á henni í meðförum bæj- arráðs, frá því í fyrri umræðu. Mesta athygli vakti hækkun á framlagi til byggingar dag- heimilis í Glerárhverfi um 10 miljónir króna og að framlag til dvalarheimila hafði hækkað úr 17 miljónum í 21 miljón. Þá er komin fjárveiting 2 milj. til hönnunar næstu dagvistar- stofnunar. Það er trygging fyrir því að hafist verði handa um áframhaldandi uppbyggingu dagvistarstofnana á Akureyri. Hafði róðurinn verið þungur hjá fulltr. Alþýðubandalagsins í bæjarráði a ð knýja þessar hækk anir fram. Þá var og ákveðið framlag til sundlaugarbygging- ar í Þorpinu að upphæð 15 miljónir króna. Alls hafði íjár- hagsáætlunin hækkað um 40 miljónir króna. Samstaða náð- ist með öllum bæjarfulltrúum um afgreiðslu málsins. Það kom fram í máli Helga Guðmunds- sonar bæjarfulltrúa Abl. að breytingarnar væru viðunandi og stefndu í rétta átt. Ánægju- legt væri til að vita að ljúka mætti byggingu dagvistunar- stofnunar í Þorpinu á næsta ári. Þá kom fram að væntanleg er hækkun á gjaldskrá Rafveit- unnarum 15.8%, semerveruleg lækkun frá því sem farið var fram á, en hækkunarbeiðnin hafði hljóðað upp á 33%. SJÖ STELPUR Leikklúbburinn SAGA æfir nú leikritið „Sjö stelpur“ eftir Sví- ann Erik Thorstensson, í þýð- ingu Sigmundar Arnar Arn- grímssonar. Leikstjóri er Viðar Eggertsson. Þetta er 4. starfsár klúbbsins, sem upphaflega starf- aði á vegum Æskulýðsráðs, en síðan á síðasta ári hefur hann starfað sjálfstætt með aðild að Bandalagi ísl. leikfélaga. „Sjö stelpur“ er fjórða viðfangsefni klúbbsins og það viðamesta hingað til. Frumsýning verður væntanlega í Samkomuhúsinu í apríl næstkomandi. Leikendur eru 10, flestir nemendur í Gagn- fræðaskólanum og Menntaskól anum. Ánægjulegt er til þess að vita að leiklistaráhugi Akureyringa skuli leyfa að um leið og leik- félag bæjarins er orðið atvinnu- leikfélag, skuli spretta upp hér áhugamannaleikfélag. Gæti það ekki leyst mörg innanfél- agsvandamál. LA? Magnús Kjartansson varð sex- tugur sl. sunnudag 25. febrúar. Hann var ritsstjóri Þjóðviljans frá 1947 til 1971, að hann varð ráðherra. Á Þjóðviljaárum s ínum varð Magnús Kjartans- son kunnur fyrir hárbeitt skrif sín um menn og málefni. Máttu margir úr andskotaflokki vorum hljóta háðulega útreið af Magnúsarpenna Kjartansson- ar. Skrifaði Magnús títt undir nafni Austra, - og ilja þær greinar sósíalistum enn um hjartarætur þegar ber á góma. Það er ekki rými hér í blaðinu til að tíunda verk Magnúsar Kjartanssonar í þágu sósíal- iskrar hreyfingar. IJtan umsvifa hans á Þjóðviljanum megum við þó til með að nefna þær þrjár bækur hans, sem snortið hafa marga til fylgis við fram- sækni sósíalismans, - en það eru bækurnar um þjóðfrelsis- byltingar á Kúbu.í Kína og Víet nam. Þá hefurMagnús sinnt ýmsum bókmenntaiðkunum öðrum fyrir Mál og Menningu í áranna rás. Síðustu misseri hef- ur Magnús Kjartansson, sem hefur átt við heilsubrest að etja, tekið þátt í mannréttindabar- áttu fatlaðra af þeirri elju, sem honum er einum lagin. Síðast- liðinn sunnudag skrifa fjöl- margir félagár Magnúsar úr hreyfingu sósíalista greinar í til- efni sextugsafmælis hans í Þjóð- viljanum. NORÐURLAND sendir þakkir og góðar baráttu- kveðjur til Magnúsar Kjartans- sonar. Nýlega afhenti Styrktarsjóður kvenna við Verkalýðsfélag Húsa- víkur Sjúkrahúsinu í Húsavík að gjöf Sogklukku (Electric Extractor /Aspiration pump), til notkunar á fæðingardeild sjúkrahússins. Verðmæti gjafarinnar er kr. 408.000 utan inn- flutningsgjalda og söluskatts, en ljármálaráðuneytið gaf eftir þessi gjöld. Sjúkrahúsið færir gefendum alúðarþakkir. Með- fylgjandi mynd er tekin við afhendingu gjafarinnar. v - Hríseyjar Krafla er til umfjöllunar hjá Viðari Eggertssyni á bls. 2. ^ Tryggvi Jakobsson legg- ur sitt lóð á vogarskál- arnar. Skólamál. Bls. 3. ' ^ Pistill Oddu Margrétar er um okkar þreyttu Þalíu á bls. 5.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.