Norðurland


Norðurland - 01.03.1979, Blaðsíða 5

Norðurland - 01.03.1979, Blaðsíða 5
IÞRÓTTIR Þór-UMFN í Skemmunni Rótslitnir Þórsarar LJUF SPENNA Staðan í annarri deildinni verð- ur æ óljósari með hverjum leik sem fram fer. Á föstudagskvöld ið áttust við KA-menn og KR- ingar hér norðan fjalla. Þessa leiks var beðið með mikilli óþreyju enda langt um liðið frá því að hann átti upphaflega að fara fram. KA menn komu ákveðnir til leiks og auðséð var á öllu að þeir ætluðu ekki að gefa sig fyrr en í fulla hnefana. Það sem var sér- staklega einkennandi í fyrri hálf leik var slakur varnaleikur beggja liða. Til marks um það má nefna að eftir 10 mín. leik var staðan 6-5 fyrir KA. Eins og á þessum tölum sést var mikil markasúpa í leiknum. KA-menn höfðu ávallt frum- kvæðið í fyrri hálfleik og áttu þeir þá nokkrar ágætar sóknar- lotur. Þegar blásið var til leik- hlés höfðu KA-menn skorað 14 mörk en KR-ingar 12. KR-ingar settu fljótlega mann til höfuðs A.lla Gísla og naut hann sín ekki sem skyldi í leiknum. Þess í stað blómstraði Jón Árni Rúnarsson og er þetta eflaust besti leikur hans með KA-liðinu til þessa. Sérstaklega nutu KA-menn liðstyrks hans í fyrri hluta seinni hálfleiks en á fyrstu tíu mín. hálfleiksins skor- aði hann 5 mörk. Á síðustu 5 mín. leiksins leið ljúfur spennuhríslingur um áhorfendahópinn. Fram að því hafði lýðurinn verið frekar sljór en þá fyrst var sigur KA í ein- hverri hættu. Þegar staðan var 25-23 fyrir KA áttu KR-ingar tækifæri á að minnka muninn í eitt mark en þá var dæmd töf á liðið í sókninni. KA-menn þökk- uðu fyrir sig me ð því að bæta við 26. markinu en KR-ingar svöruðu strax í sömu mynt. Þegar ein og hálf mín. var eftir varði Gauti markvörður KA víti frá Símoni Unndórssyni og var það geysilega afdrifaríkt. Á síðustu mín. tókst KR-ing- um að pota marki en engu að síður stóðu KA-menn uppi sem sigurverar í leiknum enda höfðu þeir skorað fleiri mörk eða 26 en KR 25. Bestu menn KA í þess- um leik voru þeir Jón Árni og Jóhann Einarsson sem hefði m átt vera meira nýttur í leikn- um. Mörk KA: Jón 8 (2v), Þor- leifur og Alfreð 5 hvor, Jóhann 4, Gunnar Gíslason 3 og Guð- björn 1. Flest mörk KR: Björn Péturs son og Símon 8 hvor, Ólafur Lárusson4, aðrir minna. Hínn knái leikmaður Þórs, Eiríkur Sigurðsson, Iék fyrir skömmu sinn 100. mfl.leik í körfuknattleik. Af því tilefni var hann blómum prýddur fyrir leikinn. JUDO Sunnudaginn 25 þessa mánaðar kepptu fjórir akureyskir judo- menn á móti höldnu í Reykja- vík, glímdu þeir allir í drengja- flokki. Skipt var í tvo þungavigtar- flokka. Léttari flokkinn vann Bjarni Stefánsson IBA í öðru sæti varð Broddi Magnússon. Þyngri flokkinn vann Þorsteinn Hjaltason og Kristján Friðriks- son varð þriðji. Þeir Bjarni og Þorsteinn unnu allar sínar glímur á Ippon, sem þýðir fullkominn sigur, 10 stig. Síðari heimaleikur Þórs í Úr- valsdeildinni gegn U.M. F.N. var leikinn síðastliðinn laugar- dag. í fyrri leik liðanna var um auðveldan sigur Njarðvikinga að ræða og horfðu menn því síður en svo björtum augum til þessa leiks. Þó að u.þ.b. 250 ásjónur í Skemmunni beindu allri hugarorku sinni í þágu Þórsliðsins og vonuðu heitt og innilega að hið ólíklega mundi gerast kom allt fyrir ekki. Liðin tvö inni á vellinum höfðu ekki fyrr skorað sina hvora körfuna en Njarðvíking- ar ruddust með miklu offorsi upp stigatöfluna. Ekki varlangt liðið af leik er þeir höfðu náð 20 stiga forysu. í þessu tilliti munaði mest um varnartaktik sunnanmanna. Um leið og þórsarar hófu leið sína upp völlinn með knöttinn pressuðu Njarðvíkingar svo stíft „maður á mann“ að þórs- arar virtust eiga ákaflega lítið svar við þessari leikaðferð. Jafn framt þessu hóf U.M.F.N. mikla skothríð að körfu Þórs. Einkum og sér í lagi skoruðu þeir mörg stig úr hraðaupp- hlaupum og hirtu nær öll frá- köst sem um var að ræða. Þrátt fyrir auman leik Þórs- liðsins í heild stóð hin bjargfasta eik Þórsliðsins þar sem Mark Christiansen var upp úr hríslu- kjarrinu. Hann hélt að vanda uppi heiðri ogsóma Þórsliðsins. En því miður voru Njarðvík- ingar mun sterkari á svellinu og aldrei var spurning um hvort liðið færi með sigur af hólmi. Ásamt Mark spratt Jón Indriða öðru hvoru úr spori en Þórsarar máttu sín lítils gegn ágætu liði U.M.F.N. sem sigraði með 103 stigum gegn 83. Stig Þórs gerðu: Mark 38, Jón Indriða 16, Eiríkur 12, Karl 6, Hjörtur 6, Birgir , Sigurgeir, Ómar og Alfreð Tulinius 2 stig hver. Flest stig U.M.F.N. gerðu Ted Bee 21, Gunnar Þorvarðar- son 14, Geir Þorsteinsson 13, og Stefán Bjarkarson 10. Holl hreyfing X. antar . erbergi i Ungur menntaskóla- kennari óskar eftir herbergi sem næst Menntaskólanum. Uppl. í síma 24316. Eins og öllum á að vera kunn- ugt, gengust ýmsir aðilar, sem starfa á sviði íþrótta og útivist- ar fyrir svokölluðum útivistar- degi þann 18. febrúar síðastlið- inn. Þátttaka var víðast góð, þrátt fyrir að veðurguðirnir væru trimmurum ekki hliðholl- ir. Að sögn Hermanns Sig- tryggssonar, íþróttafulltrúa, þótti mjög vel til takast á fsa- firði, Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Austanlands var veður slæmt og sömuleiðis á Reykja- víkursvæðinu, svo þátttaka var ekki sem skyldi. Hér á Akureyri var þátttaka all sæmileg, þrátt fyrir leiðinlegt veður. T.d. var þó nokkuð um að menn væru með í gönguferðum þeim sem farnar voru um Kjarnaland og n ágrenni. í framhaldi af útivistardegin- um verður reynt að halda á lofti áróðri fyrir útivist og hollri hreyfingu. Með hækkandi sól og betri tíð er kjörið að tengja saman gönguferðir og náttúru- skoðun, en víða eru mjög góðar aðstæður til slíks, eins og td. hér á Akureyri. Því miður hefur snjóleysi hrjáð skíðaunnendur svo enn meiri ástæða er því til að hyggja að annarskonar trimmi. 1 því sambandi má minnaáað nú feríhöndsátími er ferðafélög og fleiri klúbbar fara að hugsa sér til hreyfings og ættu menn að huga að því. NORÐURLAND mun gera grein fyrir ferðaáætlunum ferðafélaganna þegar þær ber- ast. Karlaleikur Á eftir blaklandsleik íslensku stúlknanna gegn færeyskum stallsystrum fer fram landsleik- ur karla sömu þjóða. Þeir eru hinir vörpulegustu, - svo ekki er útilokað að leikur þeirra verði jafn spennandi og leikur stúlkn- anna (sjá baksíðu). Karlaleikur- inn hefst kl. 20.00. Leikfélag Akureyrar Skugga-Sveinn Sýning fimmtudag kl. 20.30 Sunnudag kl. 16.00. Síðasta sinn. Stalín er ekki hér Sýning laugardag kl. 20.30 vegna fjölda áskorana. Allra síðasta sýning. Miðasala daglega frá 17-19 og sýningardagana frá 17- 20.30. Aðgöngumiðasalap er opin frá kl. 17.00. Sími 2-40-73. PISTILL VIKUNNAR Okkar þreytta Þalía Hrörnar þöll sú er stendur þorpi á, hlýr-at henni börkur né barr. Svo er maður sá er mangi ann. Hvað skal hann lengi lifa? Geysast nú skriffinnar miklir fram á ritvöllinn í blaðinu mínu, vopnaðir stóryrðum í hvors annars garð. Tilefnið er leikhúsið okkar. Vitaskuld er vert að ræða leikhús- mál í þessum bæ, og það í fullri alvöru. Hver er staða atvinnuleikhússins í bæjarfélaginu og hver er staða leikaranna innan leikhússins? Er leikfé- lagið stefnulaust og þar með atvinnuleikhúsið eða nær stefnan aðeins til fárra? Er ekki tímabærara að ræða þetta en það, hvort börn- in okkar skuli fermast upp á Skugga-Svein eða hvort leikarar og aðrir bæjarbúar standi gleiðir og hoknir í hnjánum? Viljum við þetta leikhús eins og það er og vilja að- standendur þess það svona? Ég fyrir mitt leyti á bágt með að trúa því, og verð að segja að oft hefur mér gramist það sem gert hefur verið og fundist það eiga lítt skylt við atvinnumennsku. Verkefnaval hvers leikárs virðist til dæmis á skjön við veruleikann. Okkur er líka sárasjaldan boðið uppá það nýjasta í heimsleiklistinni bæði hvað leikrit og tækni snertir. Það er ekki einu sinni verið að bjóða okkur klassískar perlur. Ástæður fyrir þessu eru ýmsar, m.a. þær hversu fáliðaður leikarahópurinn er og eins að úr litlu er að spila. Hefur þá atvinnuleikhúsið einhvern tilverurétt? Sér bæjarfólagið fyrir þörfum þess. Því hver rekur leikhús án peninga og áhorfenda, og hvaða leikhúsi dugar, að fleygt sé í það einhverjum upphæðum, sem varla duga til lágmarksrekstrar og áhorfendur, sem ekkert vilja annað en Skugga-Svein? Hvaða leikara líkar til lengdar að vinna við slík skil- yrði, takast aldrei á við neitt nema misgóð kassastykki? Hafa þeirengin áhrif eða var réttilega minnstá virðing- una um daginn? Ég heyrði eitt sinn mann halda því fram, að þarsem svo margir væru svo óánægðir með leikhúsið okkar og starfsemi þess, væri réttast að láta nýútskrifaðan bekk úr Leiklistarskóianum hafa það til lengri eða skemmri tíma. Og ég hreifst af hugmyndinni. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.