Norðurland


Norðurland - 01.03.1979, Blaðsíða 6

Norðurland - 01.03.1979, Blaðsíða 6
NORÐURLAND Fimmtudagur 1. mars 1979. MÁLGAGN SÓSÍALISTA I' NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 - AUGLÝSIÐ.I NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 Tónlistarfólkið, sem er frá Noregi eins og áður hefur verið gefið í skyn, hefur verið búsett á Akureyri um nokkurt skeið seljandi vinnuafl sitt á hinum ýmsu stöðum. Þar sem þau búa sex saman í Áshlíðinni, má heyra ómþýða tónlist út um glugga er þau tóna sér til yndis á aftni hverjum. Þau munu einnig fara nokkrum orðum um list- kryddað brauðstrit sitt og heim- ilislíf hér í bæ. Á boðstólum verða sem endranær lútsterkt kaffi og vel útlítandi kökur. Þess má geta að nýtt forkunnarfagurt bolla- stell með austrænum boga- línum eins og Kremlarmúr í morgunroða og blómaskrúða Bjarmalands, verður brúkað í fyrsta sinn á sunnudaginn. Allir sem vettlingi geta valdið og hjarta slær í vinstri síðu, ættu að , Sprungin jörð frá Krummaskarði í Námafjalli er afleiðing kvikuhlaupa í suður frá Leirhnjúk. SOLARKAFFI Aðalfundur Vestfirðingafélags- ins á Akureyri var haldinn að Hótel Varðborg sunnudaginn 18. febrúar sl. A fundinum var ákveðið að efna til Sólarkaffis, sem um mörg undanfarin ár hefur verið árviss viðburður meðal Vestfirðinga hér í bæ, enda þótt það félli niður í fyrra. Sólarkaffi verður nú með seinna móti eða laugardaginn 3. mars í Alþýðuhúsinu og hefst skemmtunin kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 20 og miðar seldir við innganginn. Arnfinnur Arnfinnsson, hótelstjóri, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin ár baðst undan endurkjöri. í stjórn voru kjörin: Sigrún Hall- dórsdóttir, formaður, Gyða Zamla rokk - djass Nk. laugardag 3. mars mun sænska hljómsveitin Zamla heimsækja Akureyri og leika fyrir bæjarbúa. Hljómleikarn- ir verða haldnir í Sjálfstæðis- húsinu kl. 3 áðurnefndan dag. Hljómsveitin leikur svokall- aðan rokk-djass og hefur getið sér gott orð á Norðurlöndum undanfarið. Hljómsveitina skipa fjórir valinkunnir tón- listarlistamenn og leika þeir á hin fjölbreytilegustu hljóð- færi. Er vonandi að þetta lífgi upp á flutning lifandi tónlistar hér í bæ. Hljómsveitin kemur hingað fyrir atbeina Tónlistar- félags Menntaskólans á Akur- eyri. Guðmundsdóttir, Bárður Hall- dórsson, Guðfinnur Magnús- son og Hjörleifur Hafliðason, og í varastjórn Ólafía Halldórs- dóttir, Fríða Sæmundsdóttir og Ása Helgadóttir. Stjórnin. Frumherji Esperanto hreyfing- arinnar á íslandi látinn Sl. miðvikudag þ. 21. feb. andaðist Þorsteinn Þorsteins- son fyrrverandi hagstofustjóri á 99. aldursári. Hann fæddist að Brú í Biskupstungum þann 5. apríl 1880, lauk hagfræðiprófi frá Háskólanum í Kaupmanna- höfn vorið 1908 og réðist þá þegar til starfa hjá íslenskum stjórnv öldum. Hann samdi og gaf út hina fyrstu íslensku kennslubók í Esperanto árið 1909 aðeins 22 árum eftir að Zamenhof gaf ut fyrstu bókina um það tungu- mál. Hann var alla tíð áhuga- samur baráttumaður í Esper- antohreyfingunni á íslandi og hafði nú alllengi verið heiðurs- félagi í samtökum íslenskra Esperantista. Hann var heiðurs- gestur á 62. Heimsþingi Esper- antista, sem haldið var í Reykja- vík fyrir hálfu öðru ári. Tæki afhent til Magashoðunar Krabbameinsfélag Suður-þing- eyinga afhenti sjúkrahúsinu ný- lega að gjöf, mjög fullkomið tæki til magaskoðunar, (Gas- trointestinal Fiberskop), sem er að verðmæti kr. 3.2 milljónir án innflutningsgjalda og sölu- skatts en fjármálaráðuneytið gaf þessi gjöld eftir. Krabbameinsfélagið stóð fyrir söfnun innan héraðsins til þessara kauj'a. Öll kvenfélögá svæðinu styrktn Krabbameins- félagið til kaupanna svo og Lionsklúbbur Húsavíkur og Sig. Lúther, Kiwanisklúbbur- ihn Herðubreið og Skjálfandi, Rotaryklúbbur Húsavíkur Kaupfélag Þingeyinga og Bún- aðarsamband S-Þingeyinga. Krabbameinsfélag S-Þingey- inga var stofnað að Breiðumýri í Reykjadal 29. ágúst 1968. Formaður félagsins frá upp- hafi hefur verið Kolbrún Bjarna dóttir, Yztafelli. Sjúkrahúsið þakkar af alhug þessa höfðinglegu gjöf. Krabba- meinsfélag Suður- Þingeyinga hefur á undanförnum árum fært sjúkrahúsinu margar stórgjafir. Meðfylgjandi mynd er tekin við afhendingu gjafarinnar. OPIÐ HUS Góðir gestir í heimsókn Nk. sunnudag 4. mars verður hið stöðugt vinsælla „opna hús að Eiðsvallagötu 18, Lárusar- húsi“. Þar gerist það stór- tíðinda, að Norska blokkilautu- sveitin Ieikur danslög og önnur Ijúflingslög frá endurreisnar- tímanum. koma á opið hús, - börnin hlakka líka til að komast á allaball í Lárusarhúsi á sunnu- daginn kl. 3. Ves tfirð ingafélagið ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Málfundafélag ABA heldur fund fimmtudaginn 1. mars kl. 20.30. UMRÆÐUEFNI: Karlaklúbbar o.fi. Guðjón E. Jónsson er framsögumaður um karlaklúbbana. Enn geta félagar bæst í hópinn. Undirbúningsnefnd Verkalýðsmálaráðs ABA heldur sinn fýrsta fund fimmtudaginm 1. mars kl. 20.30. Stjórnarfundur veröur mánud. 5. mars kl. 20.30. - Og síöast en ekki síst minnum við á Opna húsið á sunnudaginn (Sjá hér að ofanj. Stjðrnin og nefndirnar. LANDRIS Enn er Krafla komin af stað. Landris þar náði fyrir skömmu sömu hæð og verið hafði fyrir síðustu umbrot. Síðastliðna þrjá daga hefur svo skipst á landris og landsig og hafa það verið meiri sveiflur en áður er dæmi til. Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur sagði í við- tali við NORÐURLAND í morgun, að lítið hefði gerst í nótt. Þó hefur orðið áframhald- andi hægfara landris, með tilheyrandi gliðnun á sprungum við Leirhnjúk. Engin skjálfta- virkni hefur komið fram við þessi umbrot. Þessar hræringar þykja benda til einhverrar kviku- hreyfingar, þar sem kvikan leitar sér rúms í jarðskorpunni. Ekki kvaðst Eysteinn geta séð hvert kvikan leitaði og of snemmt er að spá nokkru um framvindu mála í nágrenni hinnar birtu-og ylgæfu Kröflu- virkjunar. Verslunar- barlómur Ekkert lát er á barlómi kaupmanna þessa dag- ana. Telja þeir sig ekki ríða feitum hrossum frá viðskiptum sínum við ríkis- stjórnina. Ekki verður almenningur í landinu þó var við minnkandi umsvif mangara og höndlunar- fólks. Enda man enginn aðra tíð en nöldurs úr þessari átt. Hitt er lakara þegar samvinnuhreyfingin tekur undir sífursöng kaup- manna eins og landsmenn hafa mátt þola nú undan- farið.KEÁ-Fregnir herma í þessum líka harmatón frá þvi að sameining Kjör- markaðarins í Glerárgötu og stórverslunar félagsins að Hrísarlundi 5 standi fyrir dyrum. Þrátt fyrir nöldrið um „brostinn rekstursgrundvöll“ smá- söluverslunar, - þá fylgir fyrirhugaðri sameiningu „hagræðing og sparnaður í rekstri, auk þess sem verslunarkjör fólks á Eyja- fjarðarsvæðinu myndu enn batna þar sem aðfluttar vörur í dagvörubúð Hrísa- lundar 5 yrðu þá á kjör- markaðsverði, en kjör- markaðsverð KEA hefur samkvæmt athugunum reynst vera með því hagstæðasta, sem þekkist í landinu“. Hvernig vilja menn hafa það öðruvísi?? Helgi formaður Bygginganefnd Akureyrar- bæjar kaus á fundi sínum fyrir skemmstu, HelgaGuð mundsson sósíalista, for- mann bygginganefndar. Landsleikur kvenna í blaki Nk. föstudag verður háður landsleikur í blaki í íþrótta- skemmunni á Akureyri. Landslið kvenna frá Fær- eyjum og íslandi munu þar eigast við kl. 6. íslenska liðið er að stærstum hluta skipað stúlkum úr Völsungi á Húsavík og ÍMA. Leikur þessi var nýlega fastákveð- inn og er þetta fyrsti kvennalandsleikur íslend- inga í blaki. Áhangendur keppnisíþrótta eiga því kost á sögulegum atburði á föstudaginn. í Þokkabót Söngsveitin rauða Þokka- bót kemur til Akureyrar og heldur hljómleika í Möðru- vallakjallara nk. miðviku- dagskvöld kl. 20.00. Þokka bót skipa þeir Ingólfur Steinsson, Halldór Gunn- arsson og Lárus Grímsson. Tónlistarfélag Menntaskól ans stendur fyrir hingað- komu þeirra félaga. Hljóm- leikarnir eru öllum opnir.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.