Norðurland - 01.03.1979, Síða 2

Norðurland - 01.03.1979, Síða 2
Viðar Eggertsson NORÐURLAND Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Sigurðarson, Páll Hlöðvesson, Katrin Jónsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir. Ritstjóri: Óskar Guðmundsson (ábm.). Dreifina og auglýsingar: Tryggvi Jakobsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Eiðsvallagata 18, simi 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Óbermið skal upprætast í auðvaldssamfélagi ræður gróðinn ríkjum. Þróun framleiðsluháttanna lýtur lögmálum peninganna. Framleiðslan er vegna fjárins, - fólkið skiptir ekki máli nema sem vinnuafl og neytendur. I andófí gegn því að mannlífíð sé njörvað niður eftir lögmálum auðmagns- ins verður sósíalisminn til. Samhygð og sósíalismi gegn einkagróða og arðráni. Sósíalistar af ýmsum toga hafa í tímans rás gert margar tilraunir til að skipuleggja framleiðslu sína og neyslu í auðvaldssamfélögum. Hér hefur verið erfitt um vik, - við lifum í kapitalismanum umlukt allri hans andstyggð. Samvinnufélög hafa átt erfítt uppdráttar. Þau hafa lent í hringiðu samkeppninnar eftir lögmál- um „frjáls markaðar“. Islenskir sósíalistar hafa ratað í marga raun við uppbyggingu samvinnufélaga. Það er heldur ekkert launungamál að aðstandendum fram- leiðslusamvinnufélaga hafa verið mislagðar sósíaliskar hendur. Aldrei er of mikil umræða um það hvernig standa beri að slíkum tilraunum. Aldrei verða þær of margar. En takmarkanirnar eru augljósar. Meðan þjóðfélagið er ekki sósíaliskt, meðan gróðasjónarmiðið og þörfín fyrir gróða ræður þá verða þessar tilraunir lítið annað en dropar í reynslubrunn sósíalismans. Sama gegnir um skipulag neytenda í þágu félags- hyggjunnar. Allt frá þeim tíma að þingeyskir bændur af skynsemi sinni skipulögðu sig gegn kaupmannavald- inu, hafandi bergt af evrópskum menningarstraumum sósíaliskrar ættar, - til þess tíma að KRON átti að verða reykvískum verkalýð að Jagsbrún betri tíðar, - hafa ósigr- ar og vonbrigði dunið yfir þessa hreyfíngu. Samvinnu- félögin, kaupfélögin hafa aldrei verið og geta ekki orð- ið nema illskárri en einkafyrirtækin. Samt sem áður hlýtur það að vera verkefni sósíalista að taka virkan þátt í og hafa frumkvæði að stofnun samvinnufélaga um framleiðslu og neyslu. En markmiðið þar sem mað- urinn er herra framleiðslu sinnar, neyslu og umhverfís, - en ekki auður, - þar sem samyinnan er í allra þágu, það er enn fjarri. Margir sósíalistar hafa átt erfítt með að kyngja von- brigðunum af starfsemi samvinnufyrirtækja. Og marg- ir hafa varað við ranghugmyndum um eðli slíkra fyrir- tækja. Þau eru ekki sósíalísk í kapitalisku samfélagi þó þau miðist ögn meir við hagsmuni einhverrar heildar fólks í stað upphleðslu og útþenslu auðmagns eingöngu. Framleiðendur og neytendur sem skipu- leggja sig í KEA samfylkja með þeim hætti gegn gírug- um einkagróða. En Jón bóndi á Hóli og Eyjólfur á eyrinni ráða litlu um fjármagnspólitík KEA, - ef nokkru. Það er æviverkefni að gera almenna félaga í samvinnuhreyfingunni að virku og ráðandi afli. Hætt er við að mörg ábreiðan verði enn ofín í verksmiðjum SÍS hér í bæ áður en verksmiðjustúlkan fær nokkru öðru ráðið en sölunni á vinnuafli sínu. EinS er um ríkisvaldið. f auðvaldssamfélögum stend- ur það berstrípað í þjónustu borgarastéttarinnar. Svo sem viðskiptaráðherra, félagi Svavar Gestsson hefur marg oft ítrekað, þá verður ríkisvaldið ekki á nokkurn hátt sósíaliskt með stjórnarþátttöku sósíalista. Það getur í besta falli auðveldað almenningi að þreyja Þorra og Góu. En kapitalismi er það enn. Óbermið skal upprætast. óg Lýs milda Ijós . . . eða Vafurlogar heimsglaumsins Leikfélagið Krafla: Beðið í myrkri. Höfundur: Frederick Knott. Þýðandi: Loftur Guðmundsson Leikstjóri: Hörður Torfason. Það vakti athygli hér fyrir u.þ.b. þremur árum þegar stofn- að var leikfélag í Hrísey, 300 manna byggð á hjara veraldar. En það sem vakti þó meiri athygli var nafngiftin á hinu nýja félagi, sem þótti hnyttin á tímum stórra Kröfluæfintýra. Leikfélagið hlaut sum sé nafnið Krafla. Hin eiginlega Krafla hefur þótt standa sig báglega við að lýsa upp byggðir og ból, sem frægt er orðið. En litla systir, leikfélagið Krafla, hefur lýst sínu milda ljósi í vetrar- myrkvum Hríseyjar og veitt birtu og yl, heimamönnum og fleirum til gleði. Því skaut upp í hugann hjá undirrituðum á leiðinni á frumsýninguna, hvort nafnið á leikritinu hafi ráðið valinu hjá aðstandendum félagsins. Þaðer óneitanlega dálítið fyndið að heyra að Leikfélagið Krafla sýni leikritið „Beðið í myrkri"! Hvort sem svo er eða ekki, þá er slík glettni ekki nægileg ástæða fyrir vali á leikriti. Vissu lega er verkið spennandi og vel skrifað, en það gerir stórar kröfur til þeirra sem að því vinna - og óþarfíega stórar að þessu sinni. Þó ekki væri nema umfjöllunarefni þess: Blind kona í viðureign við harðvítuga glæpamenn, Heróínsmygl, fólki hrint fyrir strætisvagna o. sv. frv. Einhvernveginn hljómar, þetta ankannaíega að verða vitni að slíku í litlu og gömlu samkomuhúsi á lítilli eyju bak við fjöll. Flestir leikenda og áhorfenda fást við sjósókn og fiskverkun eða vinna í „kuf- félaginu“. Hefði þetta fólk ekki átt skilið leiksýningu sem fjallar meira um þeirra hvers- dagslíf, eitthvað sem hefði getað gerst hjá því, leikrit sem það hefði fundið sjálft sig í? Mér dettur í hug t.d. „Hart í bak“, svo ég nefni eitthvað til skýr- ingar- Sjónvarpið veitir okkur ómælt af vafurlogum heims- glaumsins, á það þarf vart að bæta. Leikfélagið sýndi í þessari sýningu að það hefur slitið barnsskónum. Þó „Beðið í myrkri“ sé erfitt viðureignar fyrir lítt vana leikendur, tókst þeim furðu oft að skapa spennu, en þó ekki samfellt eins og nauð synlega hefði þurft. Leikstjórinn Hörður Torfa- son hefur að baki litríkan feril í leikhúsvinnu, sem sýndi sig í þessari uppfærslu hans. Mörgu var haganlega komið fyrir á sviðinu og vandlega gert við frumstæðar aðstæður, sér- staklega voru skemmtilegar lausnir í beitingu ljósa. Herði hefur þó ekki tekist að þurrka burt leiðan lestrartón í fram- sögn leikenda. Leiktjöld voru haganlega gerð, en búningar misjafnir og einstaka andlits- gerfi ofgert, sem má auðvitað auðveldlega kippa í lag. Af leikendum mæddi einna mest á Veru Sigurðardóttur í. hlutverki Susy Henderson. Margt var þokkalegt og næm- lega gert hjá Veru. Hún náði vel að gera blindu konuna trú- verðuga. Framanaf var hún óþarflega dauf, en náði sér vel á strik þegar á leið. Besta atriðið í leiknum var án efa síðasta atrið- Greinarhöfundur með glott á vör. f baksýn akureyrskur villi- gróður. Til hliðar: dularfulla höndin. ið á milli hennar og Gunnlaugs Ingvarssonar (Roat). Gunn- laugur er efnilegur leikari og átti marga góða stund á sviðinu og sýndi hinn samviskulausa bófa á mjög svo sannfærandi hátt, sérstaklega í slðasta atriðinu. Gunnlaugur býr yfir góðri rödd, en beitti henn oft til lýta, sem má skrifast á reikning leikstjór- ans. Hina glæpamennina tvo leika þeir Sigurður Björnsson (Mike) og Jakob Kristinsson (Crocer). Mike er frá höfunar- ins hendi viðkvæmur. Sigurði tókst ekki að gera hann nógu trúverðugan. Kom það niður á annars ágætlega skrifuðu atriði þegar hann kveður Susy undir lokin. Það er mikils vert að það heppnist vegna þess sem á eftir gerist. Kannski er um að kenna frumsýningarskrekk. Jakobi tókst sæmilega að sýna hinn grunnhyggna Crocker og vakti oft hlátur eins og til stóð. Kristfn Alfreðsdóttir leikur Gloríu, frakka stelpugálu átrú- verðugan hátt. Konráð Alfreðs- son leikur Sam eiginmann Susy. Lítið hlutverk en vandasamt. Konráð mun hafa tekið við þessu hlutverki ásíðustustundu og útkoman bar þess aðeins merki. Ásgeir Halldórsson og Sigurbjörn Ólason léku reffi- lega lögreglumenn. Að lokum vil ég hvetja fólk til þess að sjá þessa sýningu Leik- félagsins Kröfíu, en um þessar mundir eru sýningar í nágranna- byggðalögum. V.E. Leikstjóri og leikendur ræðast við að tjaldabaki. Hríseyjar- Kraila virkjuð vel. Er þaó gleði andskotam uniboðslaun og gróði fémunir þá fátœks manns fúna í ríkra sjóði. Bólu Hjálmar Jónsson. Streita firring formöngun furðumikil ódöngun. /II er kúgun kapitals, krónu, rúflu, marks og dals. Einu skáldi er um megn öllu þessu að kveða gegn. Bækur falla ein og ein, allar saman holastein. Þórarinn Eldjárn, Disneyrím- ur, Fimmta ríma, 4. og 5. vísa. 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.