Norðurland - 08.03.1979, Síða 1

Norðurland - 08.03.1979, Síða 1
NORÐURIAND 4. árgangur Fimmtudagur 8. mars 1979 8. tölublað Misklíð og gagnrýni A Einingarfundi Aðalfundur verkalýðsfélagsins Einingar var haldinn sl. sunnudag. Um sjötíu manns sóttu fundinn, sem segir sína sögu um ástandið í verkalýðshreyfingunni. Félagar í Einingu eru nú 2840 talsins. Samkv. upplýsingum Jóns Helgasonar var ætlunin að fá rútu til fólksflutninga frá þorpunum í kring, þar sem deildir Einingar starfa, - en vegna áhugaleysis og ófærðar um Ólafsíjarðarmúla, varð ekki af því. Ályktun um stjórnina var samþykkt á fundinum. Annars gerðist þar markverðast að gagnrýni var töluverð á stjórn- ina og mikið málþóf um aðild Sævars Frímannssonar starfsmanns Einingar að félaginu. Þorsteinn Jónatansson lagði til að honum væri ekki heimiluð innganga í verkalýðsfélagið. Lauk sennunni með því að Þorsteinn sagði sig úr félaginu, en hann hefur verið þar forystumaður um árabil. Jón Helgason stóð í orðastappi við Þor- stein vegna þessa máls. Blaðið hafði samband við málsaðila á þriðjudaginn og spurði fyrst Þorstein Jónatans- son fregna. Þorsteinn kannaðist ekki við það að hefðu verið átök á fundinum. Sagði aðeins hafa verið smávegis gagnrýni, og spurningar og svör. Sagðist hann ekkert vilja tjá sig frekar um mál þetta. NORÐURLAND spurði Jón Helgason fyrst um kaup stjórnar Einingar á orlofhúsi vestur á Barðaströnd. Jón Þorsteinn Jónatansson. sagði, „að þau kaup hefðu komið fram í skýrslu stjórnar eins og annað sem hún hefði gert á árinu. Stjórnin ákvað aupin til viðbótar því sem gert ar í Fnjóskadalnum, þar voru tekin tvö hús í notkun á árinu og fullgerð. Síðan tókum við ákvörðun um það rétt fyrir áramótin, að taka það hús sem var óselt á Barðaströndinni, án þess náttúrulega að leggja það fyrir félagsfund. Við höfum nú áður gert það, þegar að einróma samþykktir liggja fyrir og það var áður búið að ræða það að komast inn í þá mynd , svoleiðis að stjórnin tók það á sig, og komu engin andmæli út á það. Nema menn voru að reyna að segja um það, að svona stórar ákvarðanir ætti að leggja fyrir félagsfund. Það er alveg rétt en þarna var verið að berjast um þetta hús, - og það var kannski vegna þess að við höfðum fjármagn til þess að láta í það, að við hrepptum það með því að taka ákvörðun þarna strax. Og ég vildi ekki verða til þess að við Framhald á bls. 4. a KópaskeH jnfofr bjartsýni Kópasker 6/3. Rækjuveiðar gengu vel fyrri hluta síðustu viku, en þá voru Húsavíkur- bátar ekki með á veiðum. Það virðist koma í ljós, að of margir bátar eru að veiðum á þessum miðum. Það munu vera tíu bát- ar frá Húsavík og 6 frá Kópa- skeri sem stunda þessar veiðar, - en aflinn skiptist jafnt á milli staðanna. Kemur því minna í hlut hvers Húsavíkurbáts. Rækjuveiðasjómenn munu vera óánægðir með hve lítið þeir mega veiða. Um tíu hús munu hafa verið í smíðum sl. ár á Kópaskeri. Ný- verið var flutt í fyrsta húsið og fleiri munu fylgja fljótlega í kjölfarið. Atvinnuástand er nokkuð gott. Fólk flyst hingað í þó nokkrum mæli til dæmis af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það er töluverð eftirspurn eftir hús- næði, þrátt fyrir allar nýbygg- ingarnar. Ogmannfólkið virðist ekkert hræðast sprungusvæðið hérna. Jarðfræðingar eru að spá umbrotum núna, en ekki er alveg laust við að fólk hér kími svolítið að þeim, - það virðist nú ekki fara eftir öllu sem þeir spá blessaðir. Svo slíkt er nú frekar til að létta skapið í fólki frekar heldur en hitt. Tíð hefur annars verið risjótt í vetur og slæmar gæftir fram eftir öllum vetri. Þó hafa komið góðir dagar, og þá ganga rækju- veiðar ágætlega, nema þegar allir bátarnir eru að veiðum eins og áður er sagt. Óhætt er að segja að hér séu menn annars bjartsýnir. Ragnar/óg Dalvíkurhöfn í Norðurlandi hefur áður verið sagt frá slæmu ástandi Daivík- urhafnar og tillögum hafnar- nefndar Dalvíkur til Vita- og Hafnarmálaskrifstofunnar um niðurröðun framkvæmda við höfnina. Þar var lögð áhersla á að byrjað skyldi á að setja niður stálþil á norðurgarðinn ásamt steyptri þekju og dýpkun. Því næst skyldi byggja smábáta- höfn. Starfsmenn Vita- og Hafnarmálaskrst., sem í haust unnu að módelrannsóknum á Dalvíkurhöfn töldu ráðlegra að byrja á smábátahöfninni og lögðu til við fjárveitinganefnd Alþingis að veitt yrði fé til þess. Heimamenn ákváðu að andæfa því eigi frekar svo íjárveiting til hafnarframkvæmda drægist ekki lengur en orðið er. Á fjárlögum fyrir 1979 ætlar ríkið 30.5 milljónir til smá- bátahafnarinnar, sem auðvitað er hvergi nærri nóg, en hálfnað er verk þá hafið er. Brynja. BLÁSARAR Islenski Blásarakvintettinn leik- ur í Akureyrarkirkju n.k. laug- ardag 10. mars kl. 17. Blásara- kvintettinn er skipaður kunnum hljóðfæraleikurum, þeim: Manúelu Wiesler á flautu, Kristjáni Stephensen á óbó, Sigurði I. Snorrasyni á klar- inett, Stefáni Stephensen á horn og Hafsteini Guðmundssyni á fagott. Blásarakvintettinn var stofn- aður sumarið 1976, og hefur haldið tónleika í Reykjavík og víðar. Hann hefur flutt alla kvintetta sem til eru eftir íslensk tónskáld. Blásarakvintettinn tekur þátt í þekktri alþjóðlegri tónlistarkeppni í Colmar í Frakklandi eftir mánuð, einnig er fyrirhuguð hljómplötuútgáfa á næstunni. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, og á henni eru verk eftir Ibert, Carl Nielsen, Ross- ini, Leif Þórarinsson og Villa Lobos. Kvintettinn leikur á föstudagskvöldið fyrir Tónlist- arfélag og Tónlistarskólann á Sauðárkróki, en tónleikarnir á Akureyri eru 4. tónleikar Tón- listarfélags Akureyrar á þessum vetri. Aðgöngumiðasala á Ak- ureyri fer fram í Bókabúðinni Huld, og við innganginn 1 klst. fyrir tónleikæ Bátakaup í bið Húsavík 6/3. í janúar voru skráðir atvinnuleysisdagar hér 1663 og greiddar atvinnuleysis- bætur á félagssvæði Verkalýðs- félags Húsavíkur voru 8 milj. 165 þús. Flestir atvinnuleysis- daganna koma til af því að 9 vinnudagar féllu niður hjá Fisk- iðjusamlaginu og Rækjuvinnsl- unni. Um þessar mundir er nóg vinna í Fiskiðjuverinu. Ísíðustu viku var landað 50 tonnum úr Júlíusi Hafstein og 150 tonn- um úr Sólbak. Auk þess er báta- aflinn heldur að glæðast. Þeir eru allir nema einn komnir á net. Höfði hefur því sett fyrjr- huguð bátakaup sín í bið, - meðan verið er að athuga fram- vinduna um hríð. Verkalýðsfé- lagið sendi frá sér ályktun um atvinnumál til bæjarstjórnar á aðalfundi sínum, sem haldinn var nú nýverið. Bæjarstjórn og atvinnumálanefnd eru nú að at- huga möguleika á nýstofnun atvinnugreina hér á staðnum, - þá fyrst og fremst með tilliti til íúllnýtingar sjávarafla. Bæjar- ráð er að vinna að breytingar- tillögum á fjárhagsáætlun fyrir 1979 fyrir aðra umræðu og af- greiðslu, sem trúlega verður annan fimmtudag. ^ ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Undirbúningsnefnd verkalýðsmálaráðs heldur annan fund sinn föstudaginn 9. mars kl. 20.30. Stjörnarfundur ABA mánudaginn 12. mars kl. 20.00. Bæjarmálaráðsfundur mánudaginn 12. mars ki. 20.30. Fjallað verður um dagskrá bæjarstjórnarfundar 13. mars o.fl. Ath. að allir félagar ABA eiga rétt á setu í ráðinu. Fulltrúar í nefndum eru sérstaklega hvattir til að koma á fundinn. Allir fundirnir eru í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. ASKRIFENDUR Nú er að Ijúka útsendingu gíró- seðla til innheimtu á vangoldn- um áskriftargjöldum NORÐ- URLANDS fyrir síðasta ár. Það er engum ofsögum sagt af bágum hag blaðsins um þessar mundir. Og því er hér með heitið á hvern þann er slíka skuldheimtu hefur fengið heim, að senda blaðinu um hæl þær krónur sem um er beðið. Við álítum að flest ykkar muni Iítið um það tveggja eða þriggja klukkustunda kaup sem um er beðið fyrir blaðið í hálft ár. Hins vegar munar blaðið mikið um hvert og eitt framlag Blaðið mun áfram berjast í bökkum, en það mun lifa. Líkt og það er takmörkuð tillitssemi hjá okkur sem að rekstri þess stöndum að standa illa ískilum, er það líka takmörkuð tillits- semi hjá allmörgum áskrifend- um að draga blaðið á áskriftar- gjaldinu. En hér leiðir eitt af öðru. Stöðugar Ijárhagsáhyggj- ur leggjast þungt á blað - það lætur fljótt á sjá ef ekki er hægt að hafa efni á neinu. Því hvetj- um við ykkur enn á ný til að gera skil bæði fljótt og vel. Útgáfustjórn. Akureyrarlúsinni er gerð vísindaleg og þjóðleg skil á bls. 2 ^ Stórvirkjunarkálfur mogga til umfjöllunar í pistli - Sjá bls. 5 $£ Mystik og málaralist Úlfs Ragnarssonar er reifuð á baksíðu ---------- ^

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.