Norðurland - 08.03.1979, Page 2

Norðurland - 08.03.1979, Page 2
NORÐURLAND I Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Siguröarson, Páll Hlöövesson, Katrin Jónsdóttlr Guörún Aöalsteinsdóttir og Kristin Á. Ólafsdóttir. Ritstjóri: Óskar Guömundsson (ábm.). Dreifina og auglýsingar: Tryggvi Jakobsson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Eiösvallagata 18, sími 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Batnar þeim aldrei? Þá er hún liðin sú tíð að kratarnir séu einir í stjórnarand- stöðu. Nú er íhaldið að staulast upp að hlið þeirra, að vísu fatlað bæði andlega og líkamlega eftir hjaðningavíg innan flokksins, og hefur ekki enn sleikt allan sviða úr sárum kosn- ingaósigursins á liðnu sumri. En loksins höfðu þeir sig þó til þess greyin að sameinast um það út á við að flytja endemis- tillögu um þingrof og nýjar kosningar. Þar gripu þeir bolta kratanna á lofti, en leiðin í borg mun verða þeim síst auð- farnari en hún reyndist í fyrrasumar. Það er hætt við að ein- hverjir þeirra verði skotnir úr leik með þeim sama bolta og þeir nú halda á, ef þeir áræða að sleppa honum. Annars þarf ekki að hafa áhyggjur af sýndarmennsku- upphlaupum af þessu tagi eða því sem birtist í hinni vitlaus- ustu tillögu af öllum vitlausum sem Bragi Sigurjónsson flutti til breytingar á þingrofstillögu íhaldsins. Hún sannar það eitt að elliglöp Braga eru farin að ganga sömu braut og sýndar- mennska þeirra Aragötufeðga. En það er ekki furða þótt ýmis ókyrrð rísi eftir að hin furðulegu frumvarpsdrög Ólafs Jóhannessonar komu fram. Nú hafa þau helst áorkað því að sameina íhaldið í sýndar- mennskunni út á við, auk þess sem Vilmundur hefur átt hálfs- mánaðar hveitibrauðsdaga með forsætisráðherra. En hvað olli því að pólitískur refur á borð við Ólaf Jóhannesson lagði slíkt frumvarp fram í upphafi? Skaust honum þar svo alvarlega sem raun hefur borið vitni þegar hann nú er búinn að gjörbreyta sínum upphaflegu tillögum? Vissi hann kannski tæpast hvað í þessu uppsópi embættismannagreina stóð þegar hann gaf þeim frumvarpsnafn? Eða svo litjð sé á niálin með hliðsjón af pókerandliti Ólafs Jóhannessonar: Vissi hann kannski allt frá upphafi að hann var að leiða kratana enn eina hringferðina - og sjálfan sig og sinn flokk að vísu með. Sé sú raunin sannar það enn einu sinni pólitískt stefnuleysi framsóknar. Þeirra spilamennska byggist öll á því, hvað þeir halda að andstæðingarnir séu með á hendi. En jafnvel bestu spilamönnum geta orðið á mistök. Alþýðubandalagið og verkalýðshreyfingin sem er guð- faðir þessarar ríkisstjórnar hafa unnið þessa fyrstu lotu og kveðið niður drauginn sem gekk Ijósum logum í frumvarpi forsætisráðherra. Þá er að spyrja hve langt muni þess að bíða að hann verði uppvakinn á ný af hávaðaliði kratanna. Það er sama hve oft því liði er kennd sín lexía, aldrei skilur það hana - alltaf rís það upp á ný áður en það hefur rankað við sér eftir eigin klámhögg. Þeir sem enn halda í þær fölsku hugmyndir sem stundum er hampað innan raða íslenskra sósíalista, að flokkur þeirra eigi eitthvað sameiginlegt með krötum - flokkarnir séu „bræðraflokkar alþýðunnar“ í þessu landi - ættu að vera farnir að skilja að þeir eiga ekkert sameiginlegt nema fyrri hluta nafnsins - þann sem kenndur er við alþýðuna. Því betur er ekki svo hörmulega komið enn fyrir Alþýðubandalaginu að það standi nærri krötum í allri þeirra vitleysu og fjand- skap við þá alþýðu þessa lands sem þeir kenna sig svo fagur- lega við. Hafi einhver sósíalisti hingað til efast hlýtur nú að vera komin sú skíma á sálargluggann hjá honum að hann skynji að kratarnir hvar sem þeir sýna sig eru kaþólskari en páfinn - afturhaldssamari en íhaldið. Það er dapurlegt hlutskipti að þurfa að brúka þvílíkt liðtil fylgilags sér til að freista þess að fá komið fram hagsbótum íslensks alþýðufólks og þreytandi fyrir þá sem í því standa. En „batnar honum aldrei?“ spurði barnið forðum er það leit reifabarnið í bleyju sinni. Svipað má álykta um þann Alþýðuflokk sem við höfum kynni af. Hve lengi og til hvers eiga menn að hafa þann djöful að draga? Flýtur á meðan ekki sekkur og meðan kratarnir ekki missa lystina á að éta það ofan í sig sem frá þeim hefur komið. En missi þeir lystina - megi þeir þá hvíla í náðarfaðmi íhaldsins - og korríró. Erl. Héraðslœknir Oddsson Lús á Akureyri Nýlega hefur orðið vart við höfuðlús á Akureyri. Vitneskja um þetta barst siðastliðinn mánudag til lækna á Lækna- miðstöðinni og hjúkrunar- kvenna tveggja skóla. Við nánari leit fannst lús hjá um það bil fimmtán einstaklingum, börnum og fullorðnum. Daginn eftir fór fram lúsaleit í öllum barnaskólum bæjarins og síðastliðinn föstudag í hluta af Menntaskólanum. Engin lús fannst við þessa leit. Virðist hún þess vegna ekki hafa breiðst út. Höfuðlúsin er 2-3 mm. langt gráleitt skordýr. Hún heldursig venjulega í hársverðinum og festir egg sín, nitina, á höfuð- hárin. Nitin, sem er egglaga, situr föst við hár ef strokið er eftir því með þumal og vísi- fingri, en flasa dettur aftur á móti af. Höfuðlús veldur kláða og stundum koma sár á hnakka ef viðkomandi hefur klórað sér mikið. Lúsin hefur frá ómuna tíð lifað með þjóðinni. Síðustu áratugi hefur lítið borið á henni. Enda þótt lús hafi komið upp nú þá er engin ástæða til að örvænta. Með árvekni á að vera hægt að uppræta hana. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að fá lús. Með þeim almenna þrifnaði sem nú er ríkjandi á það ekkert skylt við sóðaskap að fá á sig lús. Lúsin getur borist hratt á milli fólks, einkum á mannmörgum heim- ilum og í skólum. Rétt er að vera hreinskilinn og láta nágranna eða bekkjar- systkini vita ef lús hefur komið upp á heimili. Þannig getur fólk leitað að lús hvert hjá öðru og fljótt komist að raun um hvort hún hefur breiðst út. Meðslíkri röggsemi eru mestar líkur á að hægt verði að útrýma henni fljótt og örugglega. Meðferð: 1. möguleiki: Þvoið hárið og þerrið á venjulegan hátt. Gegnvætið hárið í klófenótan spritti: Kembið hárið með þéttum kambi á meðan það er vott. Þannig næst nitin best úr. Þvoið sprittið ekki úr, heldur látið það sitja í hárinu í 5-6 daga. Endurtakið þá sömu meðferð. 2. möguleiki: Gegnvætið hárið með volgu vatni. Hellið 2 matskeiðum af quellada hársápu í hárið og látið freyða. Nuddið allan hár- svörðinn vel að minnsta kosti í 4 mínútur. Skolið vandlega og þerrið með handklæði. Kembið hárið vandlega til þess að fjarlægja nit. Endurtakið með- ferðina eftir 5-6 daga. Bæði efnin fást í lyfjabúðum án lyfseðils. Geymið þau þar sem börn ná ekki til. Tilkynna ber heimilislækni eða skólahjúkrunarkonu ef vart verður lúsar. Héraðslæknir. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að lúsar hefur ekki orðið vart í Sundlaug Akur- eyrar.. Það er því beinlínis rangt, að meina börnum að fara í sund af þeim sökum. Frjósöm kykvendi Með fréttatilkynningu frá héraðslækninum fylgdi Ijós- rit úr læknabók ásamt mynd af höfuðlús. Vegna rúmleysis getum við ekki birt alla lús- arumsögnina né fagurlega dregna mynd af skepnunni, en til fróðleiks (og gamans) er hér glefsa úr frásögninni: „Viðkoman er geysimikil. Höfuðlúsin verpir þannig 50 eggjum á 6 dögum. Ungarnir skríða úr eggjunum eftir 8 daga. Þeir verða kynþroska á fáum dögum og eftir 2-3 vikur hafa þeir aftur eignast afkvæmi. Talið er, að af- komendur einnar lúsar geti á 4 vikum numið 170 þúsund- um, þ.e. langt til álíka fjöldi og allir íslendingar.“ „Saursœll maður er jafnan auðsœll“. Það fer vart hjá því, að nokkur ótti hafi gripið um sig hér á Akureyri vegna lús- argangsins nú undanfarið. Sú var tíð að lúsin þótti mikill aufúsugestur á hverj- um skrokki. f íslenskum Þjóðháttum eftir Jónas Jón- asson frá Hrafnagili segir svo: „Flær og lýs voru al- gengir gestir á flestum bæj- um og virðist svo sem sumir væru á því, að þær væru heldur til hollustu og heilsu- bótar, drægju illa vessa úr líkainanum.“ f lækningum sanikvæmt þjóðtrú segir frá því hvernig gula var læknuð á fjölmarga vísu. Algengasta læknisráðið var að éta lif- andi marflær, sem áttu að skriða úr maganum í lifrina og eta það spillta burt. „Þá er og gott að sjóða seyði af heimulnjóla og helluhnoðra, láta 3,5 eða 7 lýs af sjúklingi í seyðið og láta hann drekka það.“ Meðal þeirra þjóðráða sem Islendingar höfðu gegn lús voru að leggja lúsalyng undir rúmfötin í rúmiðelleg- ar að bera á sér bein úr dauð- um manni. NORÐUR- LAND vonar að lesendur séu nokkru fróðari um höf- uðskepnuna, sem Akureyr- ingar verjast hetjulega þessa dagana. óg NÝR SPARISJÓÐSSTJÓRI Eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu sagði Sveinn Jó- hannsson upp starfi sínu sem sparisjóðsstjóri við Sparisjóð Svarfdæla sl. haust. Nýr maður hefur verið ráðinn til starfsins, Gunnar Hjartarson, en hann er Akureyringur. Hefur hann ver- ið útibússtjóri Búnaðarbankans á Hellu síðan 1971, en áður starfaði hann á skrifstofu KEA á Akureyri og síðar við Búnað- arbankann þar. Sveinn Jóhannsson hefur verið sparisjóðsstjóri í 20 ár, eða frá 1959. Það ár nam heildar- velta sjóðsins 10 milljónum og varasjóður var kr. 215.000. Skv. reikningum sjóðsins fyrir 1978 var heildarveltan 7.7 milljarðar og varsjóður er nú tæpar 90 milljónir. Sparisjóðurinn er í raun eign byggðarlagsins, og segir svo í samþykkt hans: „Leggist sparisjóðurinn niður, skal varasjóður hans og aðrar Starfsmenn Sparisjóðs Svarfdæla talið frá vinstri: Tryggvi Jónsson, Sveinn Jóhannsson, Friðrik Friðriksson og Gunnar Hjartarson. (Ljósm. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson) eignir verða eign Dalvíkur- kaupstaðar og Svarfaðardals- hrepps ..." Sjóðnum hefur vaxið fiskur um hrygg í traustum höndum Sveins og er vonandi að svo verði enn undir forystu hins nýja sparisjóðsstjóra. Brynja. rórti raudi Höfuðandstœður auðvalds- skipulagsins eru einkum þrenns konar: 1. Mótsögnin milli félags- legrar vinnu verkalýðsstéttar- innar annars vegar og hins vegar skipulagshútta þeirra og ' eignarhalds sem tengd eru einkaeignaréttinum og gætir jafnt við framleiðslu. dreif- ingu og neyslu afurðanna. 2. Mótsögnin milli þeirra t vegg/a þjóðfélagshópa sem auðvaldsframleiðsla fyrst og fremst er reist ú - það er að segja: annars vegar eigenda aðal framleiðslutækjanna og hins vegar launavinnufólks sem myndar verkalýðsstéttina i víðasta skilningi þess orðs. 3. Mótsögnin milli nýtingar auðvaldsins ú tœkninni ann- ars vegar og svo hins vegar þeirra möguleika sem hún felur í sér til alhliða uppfyll- ingar mannlegra þarfa. stór- felldrar styttingar vinnutim- ans og breytingar ú allri stöðu mannsins í heiminum. Stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins I Sósíalisminn. 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.