Norðurland


Norðurland - 08.03.1979, Qupperneq 5

Norðurland - 08.03.1979, Qupperneq 5
ÍÞRÖTTIR Umsjón: Einar Björns- son J Alþjóðlegt blak Leifur spilar upp og stuttu síðar skall boltinn frá Böðvari í gólfið hjá Færeyingum. Langþráður sigur vannst Eftir mörg súr epli á alþjóð- legum vettvangi vaknaði dauf ljósskíma í hjörtum ísienskra blakunnenda um helgina. Is- lenska karlalandsliðið stóð uppi sem sigurvegari í leik við erlent lið. Að vísu hafði þetta átt sér stað í nokkrum leikjum við sama aðila Þ.e.a.s. Færeyinga. Leikur þessi var lítt merkilegur frá íþróttalegu sjónarmiði en á stundum sýndu íslensku pilt- arnir ágæt tilþrif. Hins vegar KA í kennslustund STJÖRNUSTRÍÐ KA menn fengu Stjörnuna úr Garðabæ í heimsókn á fimmtu- daginn. Var nú komið að leik þessara aðila í bikarkeppninni í handknattleik sem hafði staðið til lengi. Stjörnuliðið (að sunnan) hefur komið geysilega á óvart að undanförnu og lagt mörg sterk lið að velli. Því var fyrirfram búist við spennandi viðureign og áhorf- endur biðu með mikilli eftir- væntingu eftir því að utanbæjar mennirnir yrðu kaffærðir. Stjörnurnar voru hins vegar ekki á þeim buxunum. Þær sýndu frá byrjun mikla festu og náðu undirtökunum í leiknum. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik ef frá er talið dulítið broslegt atvik sem ef til vill hefur stafað af taugaspennu. Þá lentu þeir Hörður Hilmarsson fyrrum KA maður og Þorleifur í handalögmálum og var báðum vikið af leikvelli. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir sunnan- menn og höfðu m.a. tvö víti farið forgörðum hjá KA. Sóknarnýtng KA liðsins í fyrri hálfleik var með eindæmum léleg. Mikið var um mis- heppnaðar sendingar og yfir- vegun í sókninni í lágmarki. Alli Gísla var undir ströngu eftirliti og naut hann alls ekki nógu mikillar aðstoðar sam- herja sinna.Stjörnuliðið hafði yfirhöndina allan seinni hálf- leikinn og munurinn oftast 2-3 mörk. Þegar staðan var 22-20 fyrir Stjörnuna blésu dómararnir í ílautur sínar til marks um að þessum leik væri lokið. Áhorf- endur sátu eftir með sárt ennið og vonandi tekst betur til hjá KA liðinu í næstu leikjum. Mörk KA: Alfreð, Jóhann og Þorleifur 5 hver, Haraldur 2, Magnús Birgisson, Guðbjörn og Guðmundur 1 hver. Flest mörk Stjörnunnar: Magnús Teitsson 8 og Hörður Hilmarsson 4. PISTILL VIKUNNAR var munurinn á getu liðanna of mikill til þess að einhver stemm- ing myndaðist. Leikmenn íslenska landsliðs- ins voru fremur áþekkir en Haraldur Geir vakti athygli fyrir góðan leik og dúndur smöss. Það má telja nær öruggt að uppgangur blakíþróttar- innar verður að vera mikill ef íslendingar ætla sér að ná einhverjum árangri í keppni við útlendinga. Mikið íþróttabrölt átti sér stað hér fyrir norðan um helgina. Akureyringum veittist sá mikli heiður að verða fyrstir fs- lendinga að sjá blakkonur okkar etja kappi við erlenda þjóð. Þar sem þetta var nú söguleg stund voru forráðamenn B.L.I einkar forsjálir og völdu keppi- nauta við hæfi. Það voru sem sé vinir okkar og frændur Færey- ingar sem urðu fyrir valinu. Það er síður en svo ætlunin að gera lítið úr Færeyingum með því að reifa þetta mál. Hins vegar verðum við að sætta okkur við þá beisku staðreynd að Færey- ingar eru nánast eina þjóðin á hnattkúlunni sem íslendingar geta unnið sigur á í þessari íþróttagrein. En eftir miklar fánahyllingar og óheyrilegar serimoníur hófst leikurinn. Uppistaðan í ísl. liðinu voru stúlkur úr ný- bökuðu meistaraliði Völsungs og f.S. liðinu. Auk þess áttu Akureyringar sína fulltrúa þ.e.a.s. tvær stúlkur úr Í.M.A. liðinu. Það voru þær Erna Þórarinsdóttir og Margrét Jóns* dóttir. En skemmst er fá því að segja að íslenska liðið gjörsigraði það færeyska. Bestan leik íslensku stúlkn- anna áttu þær stöllur Helga Jónsdóttir og Anna Guðný Tiríksdóttir sem að sjálfsögðu litu fyrstu blakskónum í M.A. í hópi færeysku stúlknanna var það einkum Anna Gásadal sem sýndi tilþrif. Lúnir Þórsarar Til sölu: Notað sófasett og á sama stað baðborð. Upplýsingar í síma 21740 Heldur er nú farið að syrta í álinn hjá hinum ágætu drengj- um í Þórsliðinu í Úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. Einn ósigur enn var staðreynd á sunnudaginn. Með tapi í þeim leik sem var gegn Í.S. minnkuðu mjög svo líkur á því að Þórsliðið haldi sér uppi í deildinni. Þórsliðið var ekki svipur hjá sjón ef miðað er við þeirra bestu leiki í vetur. Mjög lítil sam- heldni virtist ríkja í herbúðum Þórsara og svo fór sem fór. Boltinn fékk hverfandi lítið að ganga á milli manna heldur reyndi hver og einn að gera allt á eigin spýtur. Þessar fálm- kenndu tilraunir báru lítinn árangur eins og gefur að skilja. Stúdentar hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið og eru nú komnir með 10 stig en Þórsarar aðeins 4. Þórsarar þurfa því að vinna þessa leiki sem eftir eru til þess að komast upp fyrir Í.S. Stúdentar voru yfir allan tímann og í hálfleik var staðan 47-40 fyrir þá. Þegar upp var staðið vantaði Í.S. aðeins eitt stig í hundrað en Þórsarar höfðu gert 85. Óneitanlega blasir við fall hjá Þórsliðinu en allt getur gerst á íþróttasviðinu eins og marg oft hefur sýnt sig. Það verður því látið ógert að spá nokkru um framvindu mála í Úrvajsdeild- inni en við norðanmenn vonum hið besta. ATHYGU SKAL AUGLÝSING VEKJA ! TEIKNISTOFAN ■ r .KUREVR, ÍMÍ S'mi: 23688 Tomma fram í tímann Þær eru stórkostlegar áætlanirnar, sem orkusérfræð- ingar okkar hafa á prjónunum þessa dagana. Tillögur að austurlandsvirkjun hafa litið dagsins Ijós og þær eru ekkert sior ef marka má marglitan uppdrátt, sem birtist i mogga fyrir helgina. Þegar ég las um þessa eftilvill fyrirhuguðu virkjun tók svart/rauða transistorviðtækið í brjósti mínu kipp og ég hentist heljarstökk út á hlið og annað áfram og upp fyrir mig af einskærri kæti. Og nú þegar ég depla augunum bregður fyrir geislumböðuð mynd Einars Ben og sfkvikt dollararegn með glás af kókakóla sem sagt er að bæti baslið. Þegar þessum tillögum hefur verið hrint f framkvæmd og hvítir múrar stærstu stfflu i Evrópu utan Sovétríkj- anna ber fyrir augu, þá verður nú margt breytt til ánægjulegri hluta. Hugsið ykkur, i stað hversdagsgrárra og þaðanaf verrá hversdagsgrænna hlíða allra fjarða og voga frá Axarfirði til Hornafjarðar rísa marglitir reykháfar og upp frá þeim munu rísa mislitir og vissulega misþykkir reykjarmekkir. Á hálendinu, þar sem nú er auðn hin mesta munu túristar bejja augum úr loftunum heilmikið stöðuvatn með tilbúnum hólm- um, gaggandi plastöndum og gúmmísvönum þýskum, kvakandi angurværa Blessuðsértusöngva. í stað hvítrar auðnar, sem er Vatnajökull, munu augum mæta grösugir dalir og fell, hólar og ásar, allt yfirfullt af sóleyjabreiðum og liljum. E.t.v. þykir nauðsynlegt að bræða jökulinn til að fullnægja vatnsmagnsþörfinni í þessa virkjun. Bræðsla hjarn- breiðunnar yrði sjálfsagt framkvæmd á þann hátt að speglaneti yrði komið fyrir á háum fjöllum viðsvegar um landið, sem síðan endurvarpa sólargeislum í risastór safngler fyrir ofan jökulinn. Ef til þess kæmi að skortur yrði á vatni, væri hægt að stefna mestum hluta þeirra regnskýja sem til landsins viliast norður fyrir hinn fyrrverandi jökul og gleddust þá bændur jafnt sunnan-, vestan- og norðanlands við það. Jökulsá á Fjöllum mun þurrkast upp. Nakið og þurrt bergið gefur þá landslagsmálurum okkar gullið tækifæri tíl að spreyta sig á að mála fossverk á steininn. Tónlistarmenn þyrfti til að likja sem nákvæmlegast eftir dunum og dynkjum móðunnar fyrrverandi, til að fyrirbyggja þá skömm að skáldin hætti að fá hríðir við niðinn í náinni eða allri framtíð. Við þetta aukast auðsjáanlega gjaldeyristekjur þjóðarinnar til mikilla muna. Túristar munu sækja heim land hinnar miklu listrænu sameiningar og mun hróður íslenska þjóðarhjartans aukast stórlega um allan hinn Civiliseraða heim. Skilyrðum um viðunandi klósett- skálar þyrfti að fullnægja, svo við töpum ekki af dýrmætum dollurum, mörkum og yenum, eins og lengi hefur viljað brenna við vegna skammsýni og alræmds sauðsháttar ráðamanna. Til að landið fyllist nú ekki af tartaralýð og mislitungum er verðugt verkefni ffyrir verkfræðingafjöld þjóðarinnar að koma á sem víðtækastri sjálfvirkni í þeim járn, stál og álbræðslum, sem rísa munu í hverju krummaskuði austanlands. Þjóðinni stendur jú stöðug ógn af ruslaralýð frá þeim löndum, þar sem sólin skin lengur og skærar en hér á norðurhjara. Það er von min og trú að stjórnmálamenn og verktakar bindist nú einingarböndum og drffi í framkvæmd allt það, sem í virkjunartillögunum kemur fram. Þó nokkrir bæir fari í eyði og hreindýr hætti að naga gróður, þá er það minni skaði en sá að missa af því að komast á spjöld heimsmetabókar Guinness. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.