Norðurland


Norðurland - 08.03.1979, Blaðsíða 6

Norðurland - 08.03.1979, Blaðsíða 6
NORÐURLAND Fimmtudagur 8. mars 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA í NORÐURLANDSKJÖR DÆMI EYSTRA GERIST ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 AUGLYSIÐ I NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 Listbræður á samtalssessi með Úlfskúnst á milli sín. ÚLFUR AÐ OPNA NORÐURLAND fékk góða gesti í kaffi sl. manudag. I>ar voru á ferð tveir bræður í kúnstinni, -þeir Steingrímur Sigurðsson og Úlfur Ragnars- son. Slíkir menn hafa alltaf eitthvað á prjónunum, - og sjá mannlífið af annars konar innsæi en vér aðrir breyskir, - svo það er alltaf upplvfting andanum að hlvða á þá. Þeir töluðu tæpitungulaust um úni- versalinn á meðan þeir siitruðu kaffið á kontórnum hjá okkur. Stcingrímur símaði inter- messo suður á land og seldi fcitum bánkastjóra málverk að óscnu. og blcsu allir vindar í segl listagyðjunnar. Annars var heimsókn þeirra í tilefni þcss, að Úlfur opnar 2. sýningu sína að Gallery Háhóli nk. laugardag kl. 3. Úlfur er danskur að móðerni en af Arnardalsætt í hina (galdramenn í fyrndinni). Steingrímur sem cr mun skól- aðri í kynningum á kúnstinni og þekkir bransann út í hörgul hafði aðallega orð fyrir þcim félögum. Listin hefur ólgað í Úlfi frá því á menntaskólaárum, en þann sautjánda júní árið 1977 fór Úlfur að mála. Fyrir honum cr málaralistin ekkert aukaatriði, hann hefur frá þcim dcgi tckið köllunina alvar- lega, og málar af innri ástríðu. Annars er hann yfirlæknir á Kristnesi. Hann hefur gegnt héraðslæknisstörfum víðs vegar um landið, og verið í fram- haldsnámi í geðlækningum og sálarfræði. Verkin bera mann- inum vitni, reynslu hans ok leitun. Úlfur Itefur þó ekki ráðið heimsgátuna frckar cn Stein- grímur kollega hans. Hefur þó gcfið sér mikinn tíma til að kanna myrk djúp mannssálar- innar. Völdin spilla manninum, segir Úlfur. og þrúgun um- hverfisins á manninum þarf að upprætá. Á sýningunni eru um 50 verk byggð á mannlegri reynslu. og Stcingrímur skýtur inn í að þrátt fyrir að kcnna megi áhugamál Úlfs in primo í verkunum. þá séu þau líka náttúrumikil. cn liann fari pcnt með náttúruna. Alyktun Einingar Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar, haldinn 4. mars 1979, fagnar því að það tókst að mynda vinstri stjórn með fé- lagsleg markmið að leiðarljósi. En um leið harmar funthirinn þó þann seinagang og þá sundrung, sem uppi virðist vera inn- an stjórnarflokkanna, og tefur fyrir því að mótuð sé sú lang- tímastefna í þjóðarbúskapnum, er geri land þetta byggilegra en nú er, m.a. með því að hamla gegn verðbólgu og siðspill- andi fylgifiskum hennar. Fundurinn bendir á, að það var fyrir þrýsting frá laun- þegasamtökunum í landinu, og þá sérstaklcga Verkamanna- sambandi fslands, að þessi stjórn var mynduð. Það hefði því verið eðlilegt framhald af stjórnarmyndun- inni að stefnumótunar Verkamannasambandsins hefði gætt meira við lausn kjaramálanna en raun ber vitni, þ.e. að lægstu launin hefðu verið verðbætt að fullu upp að ákveðnu marki, en þar fyrir ofan hefði verið greidd sama krónutala, saman- ber samþykkt 33. þings ASf, en þar segir í kjaramálaályktun þingsins: „Fullar vísitölubætur komi á lágmarkslaunin, en sama krónutala á þau laun, sem hærri eru.“ Fundurinn bendir á það, að ef sú leið hefði verið valin, hefði ekki þurft að grípa til jafn róttækrar skattheimtu af launafólki og í reynd hefur orðið, sem síðan kallar á aukna spennu og kröfur til að standa undir þeirri skattpíningu, sem þegar er orðin á framleiðslustéttunum. Kröfur fundarins eru því þessar: 1. Kastið sundurlyndisfjanda og persónumetingi fyrir borð. 2. Komið ykkur umsvifalaust saman um langtíma-stefnu- mörkun, er miði að aukinni framleiðni og auknum kaup- mætti launafólks. 3. Tryggið öllum vinnu við arðbær störf, er skapa aukinn þjóðarauð til skipta. 4. Upprætið spillinguna í innflutningsversluninni neytend- um til hagsbóta, og styrkið með því kaupmáttinn. 5. Og að síðustu, gleymið því ekki, að það var launafólkið, sem veitti ykkur umboð í síðustu kosningum til að ger- breyta því þjóðfélagi, sem við búum í. Þeir, sem standa í vegi fyrir því, að þeim breytingum verði náð, geta ekki eftir það vænst stuðnings frá launafólki í náinni framtíð. Það er og hefur verið skoðun a.m.k. lægst launaða fólksins, að kaupmátturinn felist ekki alltaf í auknum krónutöluhækkunum, heldur því hvað fæst fyrir þær krónur, sem í umslaginu eru hverju sinni. Þar um veltur mest á virkri fjármálastjórn og nýtingu fjármagns til verðmætasköpunar. Á aðalfundi Einingar voru eftirfarandi ákvarðanir teknar um ráðstöfun tekju- afgangs frá árinu 1978: Af tekjuafgangi félags- sjóðs leggjast 8 milljónir króna í Byggingasjóð félags ins og 2 milljónir í Vinnu- deilusjóð. Sjúkrasjóður félagsins leggur fram 5 milljónir króna til styrktar bygg- ingu Endurhæfingarstöðv- ar Sjálfsbjargar, og 500 þúsund til styrktar Sam- tökum áhugafólks um áfengisvandamálið. Þá var samþykkt, að fé- lagssjóður kaupi hlutabréf i Listaskála alþýðu í Reykja- vík fyrir kr. 200 þúsund. Fréttabréf Ur Reykja- dal 8/2 Ekki er hægt að segja annað en veturinn hafi verið góður það sem af er og óvenju snjóléttur. Þó setti niður nokkurn snjó í síðari hluta janúar og fyrri hluta febrúar, - en síðari hluti mán- aðarins hefur verið góðviðra- samur og góð hláka 23.-25. Tók þá mikið snjó, svo nú eru allir vegir færir. f gamla daga hefði verið talið, að komin væri góð beitarjörð, en nú á dögum er hún lítið nýtt þó menn lofi fé að viðra sig. Það er fremur fátt tíðinda héðan, lítið um samkomur. Þorrablót var þó fjölmennt og þótti góð skemmtun, - öll heimafengin. Bridsspilarar hafa starfað af fjöri í vetur. Nú stendur yfir bridskeppni í sýsl- unni og er ein lota eftir. Tvær sveitir héðan úr dalnum taka þátt í henni. Þá er rétt lokið skákkeppni sem fram fór í öllum barna og unglingaskólum héraðsins. Ber þeim þakkir sem unnið hafa að því að koma þessari keppni á, í íþrótt sem er þroskandi og holl fyrir ung- linga Félagsstarfsemi er nú fremur lítil virðist mér, nema hjá kvenfélaginu. Það starfar af miklum dugnaði í vetur. Leik- starfsemi hefur ekki komist á í vetur, þó nokkuð hafi verið um það rætt. Ýmis ljón hafa orðið þar á vegi, svo ekki hefur orðið af framkvæmdum enn sem komið er. Tannlæknir er búinn að flytja heimilisfang sitt til okkar, en hann hefur ekki verið hér stöðugt enn. Vonandi verður vera hans hér til góðs, ekki síst ef hann sinnti því sem ætti að vera skylda tannlæknis, - að kenna mönnum að lifa svo þeir haldi sínum tönnum, en ekki að vera bara handverks- maður, sem lappar í það, sem við spillum. Hernámsanstæðingar eru nú í miklum önnum við undir- búning 30. mars baráttuhátíðar að Breiðumýri. Vonast er til að þar geti mætt einn þeirra, sem dæmdur var sem glæpamaður eftir uppþotið á Austurvelli 30. mars 1949, sem fylgjendur herstöðva áttu höfuðsök á. G.H. Mikil fjölgun áskrifenda NORÐURLANDI berast stöð- ugt nýir áskrifendur, - og blað- ið er í góðri sókn. En hagurinn er bágur og betur má ef duga skðl • NORÐURLAND hefur nú ákveðið að tvöfalda tölu áskrif- enda sinna. I því sambandi mun blaðið ekki bjóða til sólarlanda- ferðar eins og vinsælt er í slíkum tilvikum. Þess í stað heitir það á alla sína áskrifendur að leggja því lið í þessari viðleitni og færa því einn nýjan áskrifanda hver. Mættu þeir þar taka dæmi af elsta heimilisiðnaði sem sögur fara af, þar sem unnið er að við- haldi mannkynsins. En þar hef- ur líka stundum borið við að tvíburar fæddust og jafnvel þrí- burar, og hét ekki kvikmyndin forðum: „Átta börn á einu ári“? Það er því vel þegið að menn séu frjósamir í þessum efnum og uppskeri margfalt. Takmarkið er hátt - einn nýr áskrifandi á mann sem fær blaðið nú þegar. En það er auðveldara að ná því en margur hyggur, eða átt þú annars ekki kunningja sem mætti bjóða blaðið? Væri þá ekki ráð að ganga til hans í kvöld eða á morgun og gera það? Er ekki blaðið þess virði að vera lesið víðar? Svari hver fyr- ir sig - við höldum að svo sé og í trausti þess óskum við ykkur góðs gengis. Útgáfustjórn. Annir í Hrísey Hrísey 6/3. í síðustu viku landaði Snæfell 156 tonn- um. Afli netabáta er góður um þessar mundir og því mjög mikil vinna þessa dagana við fiskvinnslu. Þá jók á annríki síðustu viku, að á meðan var að landa úr Snæfelli lestaði Jökulfell freðFisk og á meðan á því stóð landaði Drangur vörum í venjulegri á- ætlanaferð. Var nú farið að þrengjast við bryggju en Drangur lagðist þar að, sem Hríseyingar í daglegu tali nefna Ferjustiga Daginn eftir var svo Suður- land á ferðinni með salt og á meðan var að afferma það lestaði Drangur Fisk, sem fluttur var til Siglu- fjarðar. Það ber nýrra við að sjá 3 skip í einu við bryggju í Hrísey, ekki síst þegar það gerist dag eftir dag. Guðjón. Heilsu- gœslustöð Nokkrir fjármunir eru enn til í sjóði Heilsugæslu- stöðvar á Dalvik af Qár- veitingu 1978. Fram- kvæmdir við bygginguna hafa taFist óeðlilega og veldur endurskoðun á loft- ræstikerFi eins og hér hefur áður verið sagt frá. Nú eru 40 milljónir króna á íjár- veitingu Alþingis til heilsu- gæslustöðvarinnar fyrir árið 1979. Vonir manna standa nú til að Innkaupa- stofnunin fari að koma hreyFingu á framkvæmdir með því að bjóða út hin ýmsu verk sem eftir eru, en byggingin er nú fokheld og sannarlega ekki vanþörf á að hún fari að komast í gagnið. Brynja. Eldur í radíovita Raufarhöfn 5/3 Það er helst tíðinda hcðan. að það kviknaði í radíovitanum. sem staðsettur er á ásnum l'yrir ofan bæinn. Skcmmd- ist hann töluvert af cldi, eldsupptök eru trúlega af völdum rafmagns. Veldur þetta sé'rstökum erfiðleik- um vegna hlindllugs. Þann- ig \æri ekki luegt að fljúga sjúkrallug við crfiðar að- stæður vegna þcssa. Flogið er til Riiufarhafnar 4 sinn- um í viku að vetrarlagi en 5 sinnum á sumrin. Grá- sleppuvertíöin bvrjar 10. mars og erumenn farnir að huga að netum fyrir hana. Engin loðnubræðsla hefur verið undanfariö en at- vinnuástand samt ekkert slæmt. - Líney. Aðalfundur Sjálfs- bjargar Sjálfsbjörg félag fatlaðra og lamaðra á Akureyri heldur aðalfund sinn að Bjargi laugardaginn 10. mars nk. kl. 14.00. Dag- skrá fundarins verður sam- kvæmt lögum félagsins.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.