Norðurland


Norðurland - 15.03.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 15.03.1979, Blaðsíða 1
NORÐURLAND Neytendasamtökin Stofnfundur á Akureyri Neytendasamtökin boða tii stofnfundar deildar fyrir Akur- eyri og nágrenni laugardaginn 17. mars nk. Verður fundurinn að Hótel Varðborg kl. 2 e.h. Markmiðið með stofnun deildarinnar er að gæta að hags- munum neytenda á verslunar- svæði Akureyrar með því m.a. að veita félagsmönnum leið- beiningar og fyrirgreiðslu ef þeir verða fyrir tjóni vegna kaupa á vörum eða þjónustu. Enn fremur er rekin á vegum Neytendasamtakanna útgáfu- og fræðslustarfsemi. Á fundinn mun m.a. koma Jóhannes Gunnarsson formaður deildar- innar í Borgarnesi. í stuttu sam- tali við NORÐURLAND sagði Jóhannes að það hefði tekist vel í Borgarnesi að veita verslun- inni aðhald út frá félagslegum forsendum. Sagði Jóhannes að meginverkefni Borgarfjarðar- deildarinnar hafi verið útgáfa dreifibréfs í öll hús á félags- svæðinu. Þar væri að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir neytendur, s.s. verðkann- anir. Hins vegar væri um kvört- unarþjónustu að ræða. Þegar neytendur telja sig hafa verið hlunnfarna í kaupum á vöru eða þjónustu,- þá taka Neytenda- samtökin á viðkomandi stað málið upp og reka með lög- fræðilegri aðstoð ef ekki vill betur. I Borgarnesi hafa 8 slík mál verið að vinnast á síðustu mánuðum fyrir neytendur, sagði Jóhannes að lokum. NORÐURLAND skorar á lesendur sína að fjölmenna á stofnfundinn nk. laugardag. Sjá leiðara bls.2. - ■~íw — p-ass^,- ' “ Þórshöfn 13/3 Togarinn Dagný landaði hér í dag 150 tonnum. 6 bátar stunda nú netaveiðar héðan. Frá áramótum hafa veiðst yfir 600 tonn þegar afli togarans er talinn með. Tið hefur verið fremur risjótt og bátarnir nú flúið undan ísn- um. Verið er að setja bónuskerfi á laggirnar í frystihúsinu. Eftir helgina hefjast svo grásleppu- veiðarnar og er mikill hugur í veiðimönnum. Mikil árshátíð- aröld ríkir hér um slóðir. Um næstu helgi heldur Hraðfrysti- stöðin árshátíð, - og þar næstu helgi mun kaupfélagið hafa árs- hátíð á prjónunum. Pöntunar- félagið hefur fengið sína fyrstu sendingu, - aðallega sekkja- vöru. Þar sem atvinnuástandið er orðið gott er hljóðið í okkur orðið betra. Arnþór Sitt af hverju Úr Mývatnssveit NORÐURLAND hafði sam- band við Þorgrím Starra Björg- vinsson að Garði í Mývatnssveit og spurði hann tíðinda úr Þorgrímur Starri í Garði héraði. Þorgrímur varómyrkur í máli að vanda: Herstöðvaandstæðingar, sem eru mjög fjölmennir hér í sveit- um hafa undanfarin tvö ár minnst aðildarinnar að NATO 30. mars að Breiðumýri. Nú ætlum við enn að efna til dag- skrár og vanda sérstaklega til efnisins sem er bæði héðan og aðfengið. Við höfum verið að undirbúa dagskrána nú undan- farið og vonumst til að hún verði fjölsótt enda tilefnið ærið, 30 ára aðild íslands að NATO. Dagskráin verður eins og áður sagði að Breiðumýri 30. mars að kveldi, hamli veður og færi Síðustu fréttir Stjómin völt 4. árgangur Fimmtudagur 15. mars 1979 9. tölublað Skjótt skipast veður í lofti í stjórnarbúðunum. Sú ríkis- stjórn sem mynduð var fyrir til- stuðlan launþegasamtakanna í landinu og með samráð við þau sem grundvallarforsendu stjórn arsamstarfs, stendur nú klofin frammi fyrir skapendum sínum. Alþýðubandalagið stendur nú eitt með launþegasamtökunum í andófi gegn svívirðilegum að- förum meirihluta ríkisstjórnar- innar að kjörum almennings. Ráðherrar krata og framsókn-; ar hundsa nú vilja launþega- samtakanna í landinu. Ráðherrar Alþýðubandalags ins hafa ekki gert aðra kröfu en þá, að farið verði að samstarfs- samningi ríkisstjórnarinnar um samráð við verkalýðshreyfing- una. Launþegasamtökin hafa ásamt Alþýðubandalaginu krafist endurskoðunar á verð- bótakaflanum ífrumvarpi Ólafs Jóhannessonar. Tillögur Fram- sóknarmanna og krata fela í sér 6-7% kauplækkun, sem engir verkalýðssinnar geta náttúru- lega sætt sig við. Ólafur Jó- hannesson leggur afturhalds- ráðafrumvarp sitt fram á þingi í dag. Á næstu dögum mun fram- tíð ríkisstjórnarinnar ráðast í meðferð frumvarpsins á alþingi. Svavar Gestsson og Stefán Jónsson munu segja gerr frá spennandi gangi mála á opna fundinum í Alþýðuhúsinu á föstudaginn. (Sjá augl. hér á síðunni.) Þórshöfn: GÓÐUR TÓNN Nýlega afhenti Kvennasamband Akureyrar Fæðingardeild F.S.A. tæki til að auðvelda eftirlit og auka á öryggi fyrir konur í fæðingu. Verðmæti þessa tækis er rúmlega 3 milj. án innflutningsgjalda og söluskatts. Myndin er frá afliendingu gjafarinnar. ekki, - en við höfum verið óheppin með veður undanfar- in ár. Lítill snjór, -mikill kuldi. Veturinn hefur verið óvenju snjóléttur en mikil frost. Við höfum t.d. sloppið núna upp á síðkastið betur en margir aðrir landsmenn, aldrei komið veru- legur hvellur, - eina nótt sem var hvasst og vont veður en aldrei mikill snjór. Það hefur verið óvenju greitt um samgöngur og getum við hrósað happi af þeim sökum. Æðruleysi í Kröflumálum En fyrst Kröfíu ber á góma, þá má geta þess hvað við kemur virkjuninni, þá eru menn hneykslaðir á að eigi að gefa framkvæmdir nú á bátinn. Okkur finnst það dálítið skrítin búmennska að vera búið að eyða þarna tugum miljarða og það sýnt sig að þarna hefur náðst vald yfir nokkurri orku. Þarna er framleitt rafmagn og vélakostur virðist vera í lagi, - en þá er ekki þrautseigjan meiri en svo, að það á ekki að að- hafast neitt. Hvert megavatt sem Krafla framleiðir er þó í átt- ina, - svo menn eru ákaflega undrandi á þessari pólitík. Hins vegar veit ég ekki hvað kann að breytast í þessu efni. Það hefur verið boðað af einum þing- manni hér úr kjördæmi, - Ingvari Gíslasyni, að hann ætli Framhald á bls. 3. - ftF HVER3U i TENDURÐU SVONA CdLEIÐUR . SlMMI -ECd ÆTLft ftÐSÆKJA UM HLUTVERK HJftLElKFÉL- fthlNU > Sólveig Brynja Grétars- dóttir skrifar um innræt- inguna í pistli á bls. 5 * Hvemig var frumvarpi Ólafs breytt? OPINN FUNDUR í Alþýðuhúsinu fostudaginn 16. mars kl. 21.00. Ræðumaður: Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra. Fundarstjórar: Stefán Jónsson, alþingismaður, og Soffía Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi. Almennar umraeður - Svavar og Stefán svara spurningum fundarmanna. • Vísitalan og kjaramálin • Heildsalarnir • Þjóðnýting • Alþýðubandalagið og herinn - o.fl. til umrœðu á fundinum. Akureyringar - Nærsveitamenn - Fjölmennið á fundinn ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Á AKUREYRI. íþróttaþættinum er farið ofsamlegum orðum um rammistöðu KA í Rvík Á baksíðu eru viðtöl við fólk í fjallinu og ljósmyndir þaðan

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.