Norðurland


Norðurland - 15.03.1979, Blaðsíða 5

Norðurland - 15.03.1979, Blaðsíða 5
KA mærir bœinn SUÐURí SIGURFÖR Það má með sanni segja að Þor- leifur hafi verið í þrumustuði Ananíason sl. sunnudagskvöld. Hann skoraði 16 mörk fyrir KA, þegar þeir KA piltar burst- uðu Þróttara í handknattleik með 29 mörkum gegn 25. Sam- herjarnir hófu hann hátt í loft í fagnaðarskyni. KA klifrar nú með glæsileg- um hætti upp stigatöfluna í annari deildinni í haridknatt- leik. Á laugardagskvöldið knús- uðu KA strákar og jörðuðu lipurð sneidda Leiknismenn með 33 mörkum gegn 20. Ef K A heldur þessari hrynjandi í fram- tíðinni er ekki að efa að þeirra bíða glæstir sigrar, - jafnvel gegn erlendum stórliðum. Víst er að einhverjum hefur heyrst hvíslað í huga: KA menn tóku sunnlendinga í kennslustund um sl. helgi. ÍBÚÐ óskast til leigu sem fyrst. Upplýsingar í síma 25725 eða 22325. Sjálfstætt fólk eftir HALLDÓR LAXNESS Leikgerð Baldvin Halldórsson. Leikstjóri Baldvin Halldórsson Leikmynd Gunnar Bjarnason Frumsýnin: Föstudaginn 23. mars kl. 8.30. 2. sýning: Laugard. 24. mars kl. 8.30. Gul kort gilda. 3. sýning: Sunnud. 25. mars kl. 8.30. Græn kort gilda. Aðgöngumiðasala frá og með þriðjud. 20. mars. Opin kl. 17-19 og 17-20.30 sýn- ingardagana. Sími 24073. ATHVGU SKAL AUGLÝSING VEKJA ! TEIKNISTOFAN Fundist í fjalli Framhaíd af baksíðu. Hann er líka öryggistœki? Já, við erum með inni í honum sjúkrabörur, sjúkrakassa, spelk ur, teppi og fleira. Á honum eru útbúnar festingar fyrir sjúkra- börur, - þannig að það er mikið öryggi af þessu tæki. Hvernig fmnst þér aðstaðan hérna? Ég er kannski ekki dóm- bær á það. Ég er fæddur hérna og þekki ekki neitt annað. Hvað finnst þér um klœðnað fólks, finnst þér fólk ekki vera í dýrum úlbúnaði? Þetta verður náttúrulega tískufyrirbæri, það verður hver að klæða sig eftir eigin geðþótta. Aftur á móti erum við strangir með það að fólk sé ekki með flagsandi fatn- að eða trefla. Það hefur stór- hættu í för með sér. Guðmundur Pétursson lyftu- vörður var að aðstoða barn við að lyfta öryggisslánni af stóln- um þegar við komum að. Hann Ragnar Sverrisson segir skíðaút- búnaðinn alltof dýran, - en fötin séu ekki númer eitt. Aðstaðan að öðru leyti_góð en því að hér vant- ar snjó. Ur því á að bæta með nýrri lyftu næsta ár, breyti bæjar- stjórn ekki til. kvað það ekki algengt að fólk ætti í erfileikum með það, -helst þeir litlu. Guðmundur kvað það algengt að fólk væri í dýrindis útbúnaði, þótt þaðviti ekki hvað snýr fram og aftur á skíðum. Guðmundur sagði að- stöðuna til skíðaiðkana frábæra í Fjallinu nema snjóleysið í vetur. Hins vegar kvað Guð- mundur fólk ekki nýta sér leiðirna nógu vel. Væri t.d. alltof sjaldgæft að fólk færi Hjaltyrarleiðina svo kölluðu. Að lokum sagði Guðmundur vilja brýna fyrir fólki að vera ekki með flagsandi fatnað í lyftunni. IÞRÖTTIR Þór-ÍR 88-83 REKA AF SÉR SLYÐRUORÐIÐ Þórsdrengirnir í körfuboltan- um ráku af sér slyðruorðið að nokkru leyti um helgina. Þá komu ÍR-ingar til leiks við þá öðru sinni hér í höfuðstað norðurlands. í þessari viðureign brá öðru hvoru fyrir ágætum leikköflum og ánægjulegt var að sjá að Þórsararnir höfðu hrist af sér slenið og sýndu gott baráttu- þrek. Einkum og sér í lagi voru þeir ákveðnir í fráköstunum og hirtu þau af mikilli áfergju und- ir körfunni. Þetta hefur verið ákaflega veikur hlekkur hjá lið- inu og getur auðveldlega ráðið úrslitum. Menntaskólasvein- arnir ungu BirgÍr og Karl gengu hvað lengst fram í þessu og gerðu báðir mikið gagn. Kalli Ólafs átti góðan dag og leik- maður eins og hann þ.e. jafn yfirvegaður er nauðsynlegur hverju liði. Mikið áhugaleysi var ríkjandi hjá ÍR-ingum og getur það hugsanlega stafað af því að þeir eygja ekki möguleika á titlinum en hafa jafnframt gulltryggt sig í deildinni. Nema hvað Þórsarar voru allan tímann ívið sterkari og maður hafði á tilfinningunni allan tímann að þeir færu með sigur af hólmi. Þegar 10 sek voru til leiksloka fiskaði Birgir Rafn 3 vítaskot. Staðan þá var 85-83 fyrir Þór og með tveimur hnitmiðuðum skotum Birgis var sigurinn í höfn. Jón Indriða átti síðasta orðið í leiknum þegar hann bætti við 88. stigi Þórs einnig úr víti. Með sigri í þessum leik hafa Þórsarar möguleika á að halda sér uppi en það er þó aðalega á fræðileg- um grundvelli. Þrír síðustu leik- irnir eru gegn Stúdentum, Völs- urum og KR. Þetta verðaerfiðir hjallar en öllu máli skiftir það að láta ekki deigan síga. Rífum upp móralinn Þórsarar. Flest stig Þórs: Mark 26, Jón og Eiríkur I6, Karl 14, ogBirgir 12. Flest stig ÍR: Stewart 21, Ste- fán Kristjánsson 18 og Kristinn Jörundsson 12. PRSTIL.I. VIKUNNAR Brynja Grétars dóttir Pólitísk innræting Þungt slá hjörtun í „frjálsum" brjóstum íhaldsmanna um þessar mundir vegna nokkurs sem þeir kalla póli- tíska innrætingu í skólum. Engin furða þar sem yngstu kjósendurnir hafa undanfarið sýnt að hugsjónir sjálf- stæðisflokksins og afleiðingar stjórnar hans eru þeim ekki meira en svo hugleiknar. Ungt fólk rís upp nú ívet- ur í hverjum framhaldsskólanum af öðrum og sýnir óspart áhuga á stefnum sósíalískra hreyfinga. Vegna hvers? Já, spyrji nú hver sjálfan sig. Svar Sjálfstæðis- manna er það, að hér sé um að ræða svívirðilega inn- rætingu frá sósíalískt hugsandi kennurum. Aldrei fyrr hefur íhaldið útblásið sig svo um þetta fyrirbæri, enda ekki ástæða til meðan ungir, uppvaxandi Sjálfstæðis- menn réðu lögum og lofum I allflestum skólafélögum sem eitthvað kvað að, s.s. H.í. (alltfram til 1970-'71). Hefur einhverjum dottið í hug að þar hafi verið um inn- rætingu að ræða? Neisussunei, engin er synd nema sósíalísk. Það voru bara „frjálsir" menn með „frjáls- ar" hugsjónir. Það var ekki laust við að manni stykki bros í haust er sjálfur Geir lýsti því yfir á „Beinni línu" í útvarpinu að hann hefði ungur fengið áhuga á pólitík. Og að skóla- félagar hans hefðu gjarnan kvartað undan því hve mikið hann talaði um pólitík í skóla! Ætli kennarar á íhaldslínu hafi verið aðalhvatar þess eldmóðs? Á mað- ur að trúa því, þegar allir helstu boðberar „frelsis og sannleika" í landinu, s.s. Geir, Birgir Ísleifur og nú síðast Ragnhildur, eru búnir að margsegja okkur að innrætingin í skólunum sé einhlít og af hinu illa fædd? Nei, ungt fólk er sem betur fer yfirleitt hreinskilið við sjálft sig og aðra og breytir eftir sannfæringu sinni. A.m.k. vona ég að svo hafi verið með áðurnefnda þremenninga. Að þau hafi ekki orðið helstu pólitísku leiðtogar þjóðarinnar eingöngu fyrir innrætingu eða fjarstýringu frá öðrum. Eftir Ragnhildarfrumvarp hið snjalla sem fjallar mjög um þessi mál, hafa bæði hún og aðrir þráttað mikinn í blöðum um „frjálsa", óhlutbundna kennslu. Þar virðist mér styrinn helst standa um það hvort í skólunum sé gengið í berhögg við lífsskoðanir foreldra eður ei. Getum við foreldrar ætlast til þess, að afkvæmi okkar (jafnvel þótt frjálsborin séu) heyri aldrei né læri neitt annað en það sem okkur best líkar? Ragnhildur o.fl. telja óæskilegt að ræða ágreinings- og álitamál þjóðfélagsins í grunnskóium. Hvers vegna mér er spurn? Heldur þetta fólk að nemendur í grunn- skólum séu andlega náttúrulausir aumingjar sem ekkert skilji nema steindauðar staðreyndir? Ég fæ held- ur ekki séð hvernig verður komist hjá slíkum umræð- um í ýmsum námsgreinum, s.s. sögu og samfélags- fræði. Hvers konar stofnun á skólinn að vera? Lifandi uppeldisstofnun eða leiðinda geymslustaður? Ragnhildarfrumvarp og öll umræða um hina svoköll- uðu innrætingu eru reyndar ekki annað en staðfesting á þeim aldagamla veikleika fullorðins fólks að geta aldrei rætt málefni barna og unglinga nema út frá sínum eigin hagsmunum og sjónarmiðum. Ergo: börnin, ungling- arnir og hagsmunir þeirra týnast í þrasinu. í fjögur ár stundaði ég kennslu við grunnskóla. Þar varð mér einn hlutur Ijós: Nemendur vilja umræðurum hvert það mál sem ber á góma og með staðreynda- staglinu einu saman vekur maður lítinn áhuga hjá þeim. Fæstir þeirra sætta sig við valdníðslu af nokkru tagi, eigi að beita henni í skólanum, og mér segir svo hugur að svo muni einnig verða er þeir ganga út í þjóð- félagið sem virkir þegnar. Mér er minnisstætt er nem- endur báðu mig að skýra fyrir þeim hvers vegna ég og fleiri ætluðum ekki að kenna þeim í vinnustöðvuninni í mars '78. Mér fannst þeir eiga fulla heimtingu á því og sagði bekknum frá ákvörðun þáv. ríkisstjórnar um brot á kjarasamningum. Síðan sagði ég þeim að vinnu- stöðvun væri einkamál hvers og eins. Ég legði niður vinnu til að mótmæla því að stjórnvöld, hvaða nafni sem þau nefndust, gætu hvenær sem væri farið með launafólk hvernig sem væri. Þá sagði einn nemenda: „Er þessi valdbeiting stjórnarinnar ekki hliðstæð því sem við þurfum oft að þola af skólayfirvöldum? Ekki spyrjið þið okkur álits á því sem þið ákveðið í skóla- málum." Við erum hætt að berja börn og unglinga til hlýðni. Þau eru því sem betur fer flest óhrædd við að láta álit sitt í Ijós og mótmæla hvers kyns órétti. Hver sá sem eitthvað hefur umgengist unglinga ætti að vita það betur en svo að ástæða sé til að æpa á torgum um inn- rætingu. Minnkandi fylgi ungs fólks við sjálfstæðis- flokkinn segir sína sögu, þótt sá flokkur hafi allra hæst tónað boðskap frelsis og réttlætis. Sennilega mun íhaldið enn um sinn klína sökinni á kommahelvítin í skólunum. Það er eftir öðrum þeirra vinnubrögðum. Svo er líka alltaf hægt að nota þá afsökun sem mis- heppnaðir stjórnarherrar hafa gjarnan beitt fyrir mis- heppnuðum stjórnaraðgerðum: Að alþýðan í landinu (þ.m.t. skólaæskan) hafi misskilið ... Hvað? Þá kapítal- ísku frelsishugsjón að frelsi einstaklingsins nái aðeins lengra en að nefinu á næsta manni og eins dauði sé annars brauð? Að f orði séum við öll jöfn, en í verki séu sumir jafnari en aðrir? NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.