Norðurland


Norðurland - 22.03.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 22.03.1979, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 4. árgangur Fimmtudagur 22. mars 1979 10. tölublað Svavar og Stefán með Marx á milli sín á fundinum í Alþyðuhúsinu. Ljósm. Sig. Rúnar. ABA Opni fundurinn Þeir morgunhanar hlutlausa fjölmiðilsins, Ríkisútvarps, Sigmar B. Hauksson og Páll Heiðar Jónsson hafa enn á nv komið til Akureyrar að útvarpa hinum ólíku viðhorfum norðanmanna. Á mánudaginn brugðu þeir á létt hjal með ritstjórum íslendings auglýsingabláa og Dags, þar sem grasið grænkar og grær. Sérstaklega var ljörgandi að hlusta á þá kollega segja félaga, bróður og þjóð á launfyndinn máta af létta um pólitík norðanblaðanna. Ljósm. Leifur. Raufarhafnarbúar VERJAST ÍS Alþýðubandalagið á Akureyri stóð fyrir opnum fundi um stjórnmálaástandið sl. föstu- dag. Á fundinn komu þeir Svavar Gestsson og Stefán Jónsson frá aiþingi. Fundar- stjórar voru Soffía Guðmunds- dóttir og Stefán Jónsson, sem jafnframt svaraði fyrirspurnum með Svavari. Svavar útskýrði og rakti hið fræga af endemum efnahags- frumvarp, sem nú um stundir er kennt við Ólaf Jóhannesson. Fjölmargir tóku til máls auk framsögumanna. Vildu flestir ræðumanna, að allt, sem mögu- legt væri, yrði gert til að halda lífi í ríkisstjórninni. Minna var fjallað um aðra möguleika í stéttabaráttunni, - og vofa hægri stjórnar lagðist þungt á hugi. Svavar lagði ríka áherslu á, að almenningur gerði sér ljóst, að nú væri komið að öðr- um en launþegum að taka á sig kreppu kapitalismans. Fundur- inn var fjölmennur og þótti mjög upplýsandi. 04 FORNI FJANDI Ólafsfjörður 20/3. Landsins forni fjandi, sem hefur verið á hægri leið inn fjörðinn, er nú kominn hingað inn. fsinn er samfelldur endanna á milli nú í kvöld. Þótt ekki séu þetta stórir jakar er ísinn samfelldur og því skeinuhættur bátum. Vír var strengdur fyrir hafnarmynnið nú í kvöld, - og netabátar hafa tekið upp net sín. Grásleppu- netin, sem áttu að leggjast á þriðjudag voru ekki lögð fyrir vikið, svo nærri má geta hvers konar ástand gæti orðið hér uppi í útgerðinni og atvinnumál um, haldi sem horfir. Togarinn Ölafur Bekkur landaði ídag 110 tonnum og átti að fara út í fyrra- málið ef hann kemst þá út vegna íssins. Næg vinna er enn í fiskverk- unarhúsum, og ætti að verða ef togararnir komast ásjó. Annars hefur tíð verið risjótt og ekki mega Ólafsfirðingar við skakka- föllum af völdum íssins í viðbót. Skemmdir af völdum eldsins í félagsheimilinu Tjarnarborg, sem sagt hefur verið frá í fjöl- miðlum, munu sem betur fer ekki hafa orðið svo miklarsem í fyrstu var álitið. Agnar/óg Raufarhöfn 20/3 - Næg atvinna hefur verið í frystihúsinu að undanförnu. Togarinn Rauði- núpur landaði þann 15. sl. 158 tonnum eftir ljögurra daga veiði- ferð. En þá var ekki búið að vinna allan aflann sem komið hafði á land þar áður. Mikill skortur hefur verið á fólki í vinnu í frystihúsinu og voru því unglingar úr tveim elstu bekkjum grunnskólans fengnir í frystihúsið í nokkra daga. í Saltfiskverkun Guð- mundar Friðrikssonar hafa ver- ið söltuð um 130 tonn frá ára- mótum. Einn bátur hefur lagt þar upp í vetur, Hrönnin, sem er 29 tonn. í gær og nótt var norðan 8 til 9 vindstig og dimm stórhríð. í morgun mátti sjá litlar ísspangir og töluvert jakahrafl á hraðri leið í suðvestur átt. Töluverður ís er kominn inn í Hólsvík en þar hafa bátanir verið með þorskanetin að undanförnu. í morgun var eitthvað tekið upp af netunum. Grásleppunetin liggja mun dýpra ennþá,en erfitt getur verið að stunda grásleppu veiðar ef mikill ís kemur. í morg un var strengdur vír fyrir hafn- armynnið og kemur hann í veg fyrir að höfnin fyllist af ís og bryggjur og bátar brotni. Líney. Dalvíhurfrétt Góð og stöðug vinna hefur ver- ið hjá Frystihúsi ÚKE á Dalvík frá áramótum að undanskyldu því þegar togarinn Björgúlfur sigldi til Bretlands í byrjun janúar. Þá þurfti að halda uppi atvinnubótavinnu í tvo daga og loka húsinu í aðra tvo. Þar sem Útgerðarfélag Dalvíkinga er að jöfnu eign Dalvíkurbæjar og ÚKED að frádregnum 3% sem eru í einkaeign, má deila um hvort réttmætt er að sigla með fiskinn úr landi þegar ekki er hægt að halda uppi fullri at- vinnu heima fyrir. Þorskurinn er nú mjog skammt undan, liggur við ís- röndina nærri Kolbeinsey, og þar var Björgvin á veiðum. Kom hann inn á fimmtudag með 160 tonn. ísinn hefur lítil- lega hamlað veiðum togarans. Björgúlfur landaði 110 tn. af góðum fiski á þriðjudag. Aðsögn Árna Óskarssonar frystihússtjóra hef ur alltaf verið unnið til kl. sjö eftir að netavertíðin hófst og síðustu þrjá laugardaga var einnig vinna í húsinu. í salthúsi hefur verið unnið fram eftir kvöldum og mikið um helgar einnig. Árni sagði að bónusinn gengi 'el og stæði til að verkafólk greiddi endanlega atkvæði um framhald hans nú á næstunni. Brynja. ’AV/V JÆM - Þ9Z ÞOIDI SJ/9U//VA/ £M/ ALÞÝÐUBANDALAGIÐ BÆJARMALARÁD ABA Fundur laugardaginn 24. mars kl. 2.00 í Lárusarhúsi, Eiðs- vallagötu 18. FUNDAREFNI: Börn á Akureyri. Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund í tilefni barnaárs. Starfshópur skilar áliti. Umræður. Félagar ABA eru hvattir til að sækja fundinn. „Af hverju ertu að gráta?“ Svanhildur Jóhannesdóttir og Benedikt Helgason í hlutvcrkum Ástu Sóllilju og Nonna. Sjálfstætt Fólk I.axness í leikgerð Baldvins Halldórssonar (í samv.við höfund),verður frumsýnt á föstudagskvöldið í Samkomuhúsinu.Baldvin leikstýrir verkinu en leikmynd er eftir Gunnar Bjarnason.Leikfélagið hefur æft Bjart af kappi undanfarið og væntir góðs árangurs af erfiðinu.Mikil eftirvænting ríkir meðal þeirra sem unna skáldverkinu,-og víst er aungum aukvisa ætlandi að snúa verkinu til heillandi leikgerðar. (I.jósm.st. Páls) Steingrímur Eggertsson Helgi Ólafsson skrifar um Könnun verðlagsskrifstof- segir sögu úr umferðinni á Skákmót Norðurlands á unnar á Akureyri er birt bls. 2 bls. 4 á bls. 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.