Norðurland - 22.03.1979, Side 4

Norðurland - 22.03.1979, Side 4
Helgi Ólafsson Helgi Ólafsson skrifar um: SKÁKÞING Skákþrautin NORÐURLANDS Lausnin á skákdæminu síðasta er sem hér segir: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. Rd3 Ka2 Rb4+ Kal Kcl f5 Rc2+ Ka2 Rd4 Kal Kc2 Ka2 Re2 Kal Rcl a2 Rb3 mát. Og þá er það þraut vikunnar: Hvítur mátar í 3. leik. - Svo kann að fara að þetta verði síðasta skákþrautin í Norðurlandi um skeið. Sá sem þessar línur skrifar er nefnilega á leiðinni á skákmót í Guðs eigin landi (Bandaríkjun- um) og gæti e.t.v. dvalist þar í mánaðartíma. Lausnin á þess- ari þraut gæti m.ö.o. ekki birst fyrr en eftir mánuð. Eru skák- unnendur beðnir að þrauka á meðan! Fjölmennasta og jafnframt eitt best heppnaða Skákþing Norð- urlands var haldið hér á Akur- eyri í síðustu viku. 68 skákmenn og konur tóku þátt í mótinu og komu frá ófáum stöðum á Norðurlandi, allt frá afskekkt- ustu sveitabæjum til stærstu bæjarfélaga. I meistaraflokki þar sem keppendur voru 27, voru tefldar 7 umferðir eftir svissneska kerf- inu. Efstur varð 14 ára piltur Pálmi Pétursson, hlaut 5 'Æ vinning. í 2. sæti varð Ólafur Kristjánsson með 5'/2 vinningen var lægri á stigum. Guðmund- ur Búason hlaut 3. sætiðeftirað hafa leitt mótið lengst af, hann hlaut 5 vinninga. I 4.-8. sæti komu svo Gylfi Þórhallsson, Atli Benediktsson og Hreinn Hrafnsson, allir frá Akureyri, sem og Gunnar Bergmann, Hrísey. Þeir hlutu 4'Æ vinning. Óhætt er að fullyrða að sigur Pálma hafi komið mikið á óvart. Fyrirfram hafði veriðbú- ist við að þeir Gylfí Þórhalls- son, ÓÍafur Kristjánsson, Guð- mundur Búason og Jóhann Snorrason myndu berjast um 1. sætið en Pálmi var greinilega á annari skoðun, það bera úrslit mótsins með sér. Með sigri sín- um öðlast Pálmi réttindi til að tefla í Áskorendaflokki á Skák- þingi íslands sem fram fer um páskana í höfuðborginni. Viljum ráða nú þegar 1-2 starfsmenn við saumaskap allan daginn í vinnufatadeild. Upplýsingar gefur Agnar Tómasson. Fataverksmiðjan Hekla, sími 21900, innanhússsími 54. Sendibílar sf. Höfum lagt niður starfssemi okkar að Helga- magrastræti 10. Höfum sameinast Sendibílastöð- inni Tryggvabraut 1, sími 22133. Þökkum viðskipt- in. Opinberir starfsmenn Akureyri Munið námskeið BSRB um félags- og kjaramál, sem hefst á Hótel Varðborg nk. fimmtudag, 22. mars, kl. 17.00. Námskeiðinu lýkur með fundi á Hótel Varðborg kl. 1 6, laugardaginn 24. mars. Þar mun Haraldur Steinþórs- son hafa framsögu um núverandi stöðu í kjaramálum, verðbólgu- og vísitölumálum. Opinberir starfsmenn, Akureyri, fjölmennið á nám- skeið og fund og kynnið ykkur stöðu kjaramála ykkar í dag. Stjórn BSRB. Aðalfundur Daivíkurdeildar Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Víkurröst mánudaginn 26. mars nk. kl. 20.00. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn mætið vel og stundvís/ega! DEILDARSTJÓRN. Önnur úrslit á Norðurlands- mótinu urðu sem hér segir: Unglingaflokkur: 1. Ragnar Ragnarsson (Akur- eyri) 6'A v. 2. Jón H. Björnsson (Húsavík) 6 v. 3. Jón Þórisson (Ólafsfirði) 5'A v. 4. -6. Anton Jörgensson (V- Húnavatnssýslu) 5 v. 4.-6. Haraldur Sigurjónsson (Akureyri) 5 v. 4.-6. Hannar Jónsson (Húsa- vík) 5 v. Keppendur í unglingaflokki voru alls 35 og eins og í meist- araflokknum voru tefldar 7 um- ferðir eftir svissneska kerfinu. Sá sögulegi atburður gerðist á Norðurlandsmótinu að teflt var í fyrsta sinn í kvennaflokki. 6 valkyrjur mættu til leiks og tefldu tvöfalda umferð. Úrslitin urðu þessi: 1. Arnfríður Friðriksdóttir (Svarfaðardal) 9 v. (af 10) 2. Sveinfríður Jónsdóttir (öxnadal) S'Æ v. 3. Guðrún Björgvinsdóttir (Skagafirði) 6'Æ v. 4. Aðalbjörg Eiríksdóttir (Eyjafirði) 3 v. 5. Jóhanna Stefánsdóttir (Skagafirði) 2 v. 6. Asdís Lúðvíksdóttir (Skaga- firði) 1 'Æ v. Á fjörur greinarhöfundar ráku tvær skákir úr meistara- flokki. Þær eru báðar tefldar í 6tu og næstsíðustu umferð. í þeirri fyrri vinnur Guðmundur Búason góðan sigur, en eins og áður sagði leiddi hann mótið allt til loka, en í síðustu umferð varð hann að þola tap gegn Ólafi Kristjánssyni. í seinni skákinni er Ólafur Kristjáns- son í aðalhlutverkinu. Því mið- ur verða lesendur ekki vitni að handbragði Pálma Pétursson- ar en skákir hans voru að sögn æði langar og því plássfrekar um of. Hvítt: Guðmundur Búason (Akureyrí) Svart: Jóhann Snorrason (Akureyrí) Sikilevjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. Bc4 Rc6 8. f3 Rcd4 (Athyglisvert er framhaldið 8. - Db6 7. Rf5 Dxb2 10. Rxg7+ Kf8.) 9. Bxd4 0-0 10. Dd2 a6 (?) (Ekki virðist þessi leikur uppfylla kröfur stöðunnar. Betra er 10. - Be6, 10. *— AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR VINNUSKÓLI AKUREYRAR auglýsir eftir umsóknum um starf FORSTÖÐU- MANNS í sumar. Einnig vantar nokkra FLOKKSSTJÓRA. Umsóknir berist til garðyrkjudeildar fyrir 6. apríl nk. Upplýsingar gefnar í síma 24047 milli kl. 10 og 12. SKRÚÐGARÐANEFND AKUREYRAR. Verslunarstjóri Kaupfélag Vopnfiróinga óskar að ráða verslun- arstjóra í kjörbúð sem fyrst. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Halldóri Halldórssyni kaupfélags- stjóra eða starfsmannastjóra Samhandsins, sem gefa nánari upplýsingar. KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA Akureyrardeild K.E.A. heldur aðalfund sinn að Hótel K.E.A. fimmtu- daginn 29. mars og hefst hann kl. 20,30. Kosnir verða á fundinum: 1. Deildarstjóri til þriggja ára. 2. Tveir menn í deildarstjórn til þriggja ára og tveir varamánn til eins árs. 3. Einn maður í félagsráð til eins árs og einn til vara. 4. Eitthundrað og fimm fulltrúar á aðalfund KEA og þrjátíu og fimm til vara. Listum til fulltrúakjörs ber að skila til deildar- stjóra eigi síðar en 26. mars n.k. DEILDARSTJÓRNIN. - a6 virkar sem hrein tímasóun i skák eins og í mannlífinu skiptir tíminn meginmáli.) 11. Bb3 Be6 12. 0-0-0 b5 13. Kbl Dd7 14. h4 a5 15. h5 Bxb3 16. cxb3! (Eftir 16. axb3 hefur svartur mögu- leika á að opna a-línuna sér í hag.) 16. . . gxhS? (Auðvitað hljóta slíkir leikir að leiða til ófarnaðar fyrr eða síðar. G-línan og síðar meir h-línan opnast og þá fer heldur betur að kárna gamanið hjá svarta kónginum. 16. - b4 varskömm- inni skárra þó hvítur haldi öflugu frumkvæði eftir t.d. 17. Rd5.) 17. Dg5 b4 18. Rd5 Dd8 19. Bxf6 exf6 20. Dxh5 He8 21. Dxh7= Kf8 22. g4 (Það má heita smekksatriði hvemig skákin er leidd til lykta. 22. Hh3 ásamt. . . . Hg3 við tækifæri er einnig afger- andi.) 22. . . a4 23. Hh2! (Undirbúningur að snotru mátneti sem hvítur rlður 1 mestu makindum.) 23. . . axb3 24. Hdhl f5 25. Dxg7+!! (Drottningarfórn eins og þær gerast bestar. Svartur hefði að sjálfsögðu getað gefist upp en kýs að tefla fram í rauðan dauðann - eða því sem næst.) 25. . . Kxg7 26. Hh7+ Kg8 27. Hh8+ Kg7 28. Hlh7+ Kg6 29. gxf5+ - svartur gafst upp. Hann er mát í næsta leik, 29. - Kg5 30. Hg7 mát. Hvítt: Ólafur Kristjánsson (Akureyri) Svart: Kári Kárason (Húsavík) ftalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d4 exd4 5. 0-0 Rxe4 6. Hel d5 7. Bxd5 Dxd5 8. Rc3 Dh5 9. Rxe4 Be7 10. Bg5 Bg4 11. Bxe7 Bxf3 12. gxf3 Rxe7 13. Rg3 Dg5 14. De2 Kd7 15. Í4 Df6 16. Dg4+ Kd8 17. Hadl Rc6 18. Re4 Dg6 19. Rg5 h6 20. He6! f6 21. Hxc6! hxg5 22. Hxd4+ Ke8 23. Hxc7 Hh4 24. Hc8+ Hxc8 25. Dxc8+ Kf7 26. Hd7+ - og svartur gafst upp. Hraðskákmót Norðurlands var svo haltíið síðastliðinn sunnudag í Félagsborg, en þar fór Norðurlandsmótið reyndar allt fram. Hraðskákmeistari Norðurlands varð Ólafur Krist- jánsson hlaut 13+ v. af 18 mögu- legum. Keppendur voru u.þ.b. 60. Skákstjóri á Skákþingi Norð- urlands var Albert Sigurðsson. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Fréttir af Norö- urlandi. Hressileg póli- tfsk umrœfia. Skrif um listir og menningarmál. Skákþraut Helga Ólafssonar. 4 -NORÐÚRLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.