Norðurland - 22.03.1979, Síða 5

Norðurland - 22.03.1979, Síða 5
IÞROTTIR Dottiö úr deild Þórsdrengirnir í körfunni sóttu ekki gull í greipar sunnan- manna um helgina. Með ósigri í báðum leikjunum var endan- lega fullljós staða liðsins. Fall úr úrvalsdeildinni blasir ekki lengur við heldur er það stað- reynd. Þór lék við KR-inga á laugar- dag. Þeir voru í ofsa stuði og Arnar Guðlaugsson í kröppum dansi. KA marði sigur Leik KA við Þór í annarri deild- inni á fimmtudaginn var beðið með mikilli óþreyju. Bæði liðin höfðu sýnt af sér mikil afrek í síðustu leikjum en misjafnlega var látið af þeirra árangri. Bæjarblöðin höfðu greint frá þeirra yfirgripsmiklu sigrum bæði á Akureyri og annars staðar. Það var því mikið í húfi fyrir þessa aðila á fimmtudag- inn að gefa ágætum íþrótta- unnendum á Akureyri nasa- sjón af eigin verðleikum. Strax frá byrjun upphófst mikil barátta og þá voru LEIKFÉLAG MENNTASKÓLANS Á AKUREYRI frumsýnir GRÍSIR GJALDA gömul svín valda eftir Böðvar Guðmundsson þriðjudaginn 27. mars kl. 20.30 í Samkomuhúsinu. Leikstjóri: Kristín Á. Ólafsdóttir. Tónlist: Sverrir Páll Erlendsson. Önnur sýning: Miðvikudag 28. mars kl. 20.30. Þriðja sýning: Fimmtudag 29. mars kl. 20.3CL, Miðasalan er í Samkomu- húsinu frá laugardegi til miðvikudagsfrá kl. 13-15 og klukkustund fyrir hverja sýningu’ LMA Leikfélag Akureyrar Sjálfstætt fólk eftir HALLDÓR LAXNESS Leikgerð og leikstjórn: Baldvin Halldórsson. Leikstjóri Baldvin Halldórsson Leikmynd Gunnar Bjarnason Frumsýning: Föstud. 23. mars kl. 8.30. Uppselt. 2. sýning: Laugard. 24. mars kl. 8.30. Gul kort gilda. 3. sýning: Sunnud. 25. mars kl. 8.30. Græn kort gilda. Aðgöngumiðasala frá og með þriðjud. 20. mars. Opið frá 17-19 daglega og sýn- ingardagana til 20.30. Handhafar afsláttarkorta vitji miðanna í síðasta lagi daginn fyrir sýningu. Sími24073. markverðir liðanna í aðalhlut- verki. Þegar 5 mín voru liðnar af leik hafði Tryggvi Gunnars- son markvörður Þórsliðsins varið 3 víti frá liðsmunnum K A. Gauti í KA markinu vildi ekki vera eftirbátur kollega síns í Þórsmarkinu og 3 víti fóru einnig forgörðum hjá Þórs- urum. Þórsarar gerðu þá regin skyssu í fyrri hálfleik að hleypa Þorleifi hvað eftir annað inn úr vinstra horninu. Þessi mistök voru afdrifarík því ekki færri en 4 mörk sáu dagsins ljós eftir innhlaup Þorleifs. Jafnræði var með liðunum mestan hluta fyrri hálfleiks og þegar leikur var hálfnaður höfðu bæði skorað 9 mörk. Þórsarar sóttu nokkuð í sig veðrið í byrjun seinni hálfleiks og komust tvö mörk yfir. Þá hins vegar skipuðust blikur all- verulega í lofti. K A menn sýndu þá af sér afburða leik og snéru stöðunni sér í hag næð því að bæta við 6 mörkum. Á þessum leikkafla sýndu KA menn sínar bestu hliðar og virtust þórsarar standa varnarlausir gagnvart þessari flugeldasýningu. Að vísu voru auðnudísir ekki með þeim í för . Til marks um það nýttu þeir ekki sín dauðafæri heldur fengu stangir KA marks- ins að kenna á þrumuskotum Þórsara. Þegar KA menn höfðu náð 5 marka forystu 20-15 færðist fjörkippur í daufa Þórsara. Á þessum fáu mín sem eftir voru kviknaði hjá þeim lífsneisti sem hefði getað orðið að stóru báli. En hvað um það Þórsarar skoruðu 4 mörk í röð og fór þá heldur betur að færast líf í tuskurnar. Þegar aðeins 40 sek voru til leiksloka hófu Þórsarar sína síðustu sókn. Þessi mjög svo skammi tími nægði þeim ekki til að jafna metin og voru því lokatölur leiksins 20-19 fyrir KA. Það má segja með sanni að KA menn hafi verð- skuldað að bæði stigin og og voru þeir á köflum mjög góðir í sókninni. Sóknarleikur Þórs liðsins virtist hins vegar mun fálmkenndari og byggjast of mikið á tilviljunum. Arnar þjálfari Þórs átti bestan leik sinna manna en einnig voru þeir Bolli og Siggi sæmilegir. Hjá KA var Þorleifur í banastuði og fékk einhverra hluta vegna mun greiðari aðgang að Þórsmark- mu en í fyrri leikjum KA og Þórs Mörk Þórs: Arnar Guðlaugs- son 5(2), Sigtryggur og Sig- urður 4 hvor, Jón Sig 2, Gunnar Ólafur Guðmundur og Ragnar 1 mark hver. Mörk KA: Þorleifur 7(3), Alfreð og Gunnar Gíslasynir 4 hvor, Jón Árni 3 og Jóhann 2. Ýmislegt fór forgörðum í prent- un á síðasta blaði. Kátbrosleg- ustu mistökin voru þó í filmu- skeytingu á forsíðu þar sem Stefán Jónsson var sagður Soffía og öfugt í auglýsingu um fund sl. föstudag. Þetta varð einu skáldanna tilefni til vísna- gerðar: Enn hefur blaðið okkar prýkkað, er það mikil sálubót. Stefán hefur frekar fríkkað, en fjandi er Soffía orðin Ijót. FERMINGAR gjafirnðLr fást í FIÐRILDI LEÐURVÖRUR: td.pullur,veski og töskur. Krossar og hálsmen. Bali-styttur. Bambusmynd- irogfiórilda- myndir. Kerta- stjakar, tré-og bast- áf? munir og margt fleira. MUSSUR, stuttar og síðarásamtefnum úr indverskri bómull.thai- silki, batik og hrásilki. Opiðfrá kl.10 til kl.18 'Wff/LD/ Hafnarstræti 85 s: 25757 sölluðu okkar menn niður. Aðeins Mark Christiansen hélt höfði en lokatölur voru 103-76 fyrir Vesturbæjarliðið. Á sunnudaginn var lagt til atlögu við Stúdenta. Þórsarar fóru illa í gang og Í.S. komst í 13-0. Þórsarar jöfnuðu þójafnt og þétt metin og undir lok leiksins var staðan jöfn. Þá meiddist hins vegar Mark og við það féll Þórsurum allur ketill í eld. Leiknum lauk því með sigri Stúdenta sem skoruðu 108 stig gegn 96. Nœstu leikir í2. deild í handbolta Nú fer að líða að lokum hinnar erilsömu og æsispennandi ann- arardeildarkeppni í handboltan* um. Þar hefur mörg hildi verið háð og keppnin sjaldan verið jafnari. Þó að aðeins örfáir leikir séu eftir er allt í lausu lofti um úrslit deildarinnar. Eins og kunnugt er fær lið nr. 2 að leika um sæti í fyrstu deild við næst neðsta liðið í þeirri deild. Um næstu helgi munu lín- ur skýrast allverulega en þá leika Þórsarar fyrir sunnan. Fyrri leikurinn er gegn Þrótti en sá síðari við K.R. KA-menn eiga undir högg að sækja í síðasta leik sínum í mótinu því keppinautarnir eru engir aðrir en Stjörnumenn úr Garðabæ. Leikur þessara aðila fyrir skömmu bar það með sér að leikur þessi verður jafn og tvísýnn. Eins og fram kemur á öðrum stað hér á síðunni hrundu Þórsarar með braki og brestum I úr Úrvaldsdeildinni í körfu- I bolta. Aðeinseinn leikur ereftir þ.e. gegn Val í Reykjavík. Vonandi kveður Þórsliðið deild lina með sigri gegn besta liði deildarinnar. RiSTILL VIKUNNAR I því steinda húsi Það var hér í eina tíð, að menn jafnt sem konur höfðu í öllu verki orð guðs að leiðar Ijósi. Varþá alloft vitnað til orða þess tungulipra skapara, þeirra orða sem vald- hafar notuðu sem spennitreyju á lýðinn. Nú hafa greipar drottnara nútímaauðvalds visnað, og króknað í eigin kulda. Mannsandinn fær eigi sveim- að svo um himinblámann að hann reki sig^ekki í bífur þessar óbiflegar. Haftahendur þessareru þau tæki sem drottnarar okkar þjóðfélags nota. til þess að halda fólki inn við eigin sálarbrynju. Sjónvarp vaktar vinnulýð. svo að menn gr ípi ekki frammí fyrir skaparanum. Bíómyndir og búllsjitttónlist blása úr mönnum allan þrótt til frekari afreka á leik- sviði eigin tjáningar. Leikhús flytur lofgjarðir um liðinn tíma. Dagblöð færa okkur kjarnlausar fréttir. Séu daufar samvistir með sjónvarpi og fýsi menn í leit að fjórðu víddinni, þykir það ráða snjallast og sniðugast að leita á fund víngyðjunnar. Fá musteri eru betur fallin til þeirra verka en Sjálfstæðishúsið. Þar baða menn sig í áfengi og eigin Ijósi. Ergyðjunni blótað veglega, og alls ekki auvirðilegri fórn en eigin mann- virðingu og sálar.heill. Þar geta menn tappað af þeirri lífsorku sem með þeim er borin. í Sjallanum er séð fyrir því að talandinn beri menn ekki ofurliði, því vitað er að allir elska náungann, að boðorðinu ógteymdu. Sam- ræðna þarf ekki við í þeirri kærleiksparadís. Á efri söl- um þessa vitskuhúss má hlýða á rödd gjafarans í kræsi- legri batterístónlist. Vilji mannskapurinn sjá batteríið læf getur hann fært sig á neðra plan, niður í sal. Þar er frjálst að sveifla veskjum sínum í takt við lifandi eftir- mynd batterísins, (hljómsveitina). Svo er lífsgjafinn fullkominn í verki sínu, að hann sýnir ekki einungis fyrirmyndir og frummyndir heldur einnig afmyndir og eftirmyndir og geri aðrir betur i list sinni. Nei, nei, nei. Það er mun skemmtilegra aðfara eigin höndum um tiiveruna, en að leggjast í faðm þessarar krikavisnu menningar. Heyrðu væri okkur ekki nær að telja steina götunnar, að tala við steina götunnar, en að opinbera eigin hug- myndaheftu fyrir sjálfdauðu steinhúsi, Sjálfstæðis- húsinu. Bændur við megum ekki láta kvarnirnar hætta að mala hugmyndir og þekkingu. Lifi baráttan fyrir bættu brauði. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.