Norðurland - 29.03.1979, Side 2

Norðurland - 29.03.1979, Side 2
NORÐURIAIMD Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Siguröarson, Páll Hlöövesson, Katrín Jónsdóttir, Guörún Aöalsteinsdóttir og Kristfn Á. Óiafsdóttir. Rltstjóri: Óskar Guömundsson (ábm.). Dreifina og auglýsingar: Tryggvi Jakobsson. Ritstjóm, afgreiösla, auglýsingar: Eiösvallagata 18, sími 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Þijátíu ára stríð Þeir sem fyrir þrjátíu árum hófu baráttuna gegn aðild íslands að NATO og erlendum her á ísiandi, hafa lík- lega fáir átt von á því að hún yrði svo löng sem raun ber vitni, og enn sér ekki á leiðarenda. Herinn hefur reynst rótfastari í íslenskri jörð, en menn væntu, og það illgresi hefur náð að festa rætur jafnvei í hinum grýttasta jarð- vegi, uns nú er svo komið að það ógnar þroska annarra jurta og byrgir þeim sólarsýn. Því miður hefur þeim fjölgað sem látið hafa blekkjast af lúmskum áróðri leppa þess hernaðarbandalags sem svo fagurlega nefnir sjálft sig: „Varnarbandaiag vestrænna þjóða.“ Sá sem situr á prúðurtunnu er manna ólíklegastur til að lifa af í stríði. Þrjátíu ár ættu að vera nógur reynslu- tími fyrir menn til að færa þeim heim sanninn um að friður verður aldrei tryggður með vopnum. En þeirra er mátturinn sem fénu og fjölmiðlum ráða og sinna því verkefni að brjála íslenska þjóð, svo hún ekki lengur þekki sinn vitjunartíma. Þeir hinir sömu eru vel aldir og feitir þjónar amerísks leppríkis. En hvað segir ekki Arnas Arneus í íslandskulukkunni?: „Feitur þjónn er ekki mikill maður; barður þræll er mikill maður því í hans brjósti á frelsið heima.“ Þessara orða ættu þeir menn íslenskir að vera minn- ugir, sem ekki sjá út yfir barm þess baunadisks sem þeir hafa selt sál sína og umbjóðenda sinna fyrir. Og þeim sem í þeirri súpu hafa lent hefur því miður fjölgað að undanförnu eða eignast nýja liðsmenn á áður óvæntum stöðum. Þessir liðsmenn standa að vísu ekki á torgum og hrópa um dýrð hins ameríska hers og blessun sam- fylgdarinnar í NATO. En þögn þeirra er engu að síður liðsauki þeim er slíkt iðka. Og sá ber ekki síður sök er þegir en hinn er segir. Herstöðvaandstæðingar hafa háð sitt þrjátíu ára stríð. Hann hefur verið kaldur á köflum og oft væst um þá er ótrauðast hafa fram gengið. En alltaf hefur bjart- sýnin og trúin á sigur góðs málstaðar fylgt hinu sókn- djarfa liði, og svo mun enn þótt lengra virðist á leiðar- enda nú en stundum áður. Sumir liðsmanna hafa slíðr- að vopn sín og telja það nú verðugra viðfangsefni að lappa upp á götótta flík auðvaldsskipulagsins á íslandi en að koma þjóðfrelsismálunum í höfn. „En það er ekki hægt að komast hjá því að hlutur sem liggur í saltvatni taki í sig salt,“ segir í Atómstöðinni. Því er á þetta minnt. að í árdaga baráttunnar beittu samtök verkafólks bæði fagleg og pólitísk sér af öllum mætti þótt ekki tækist að koma í veg fyrir óhæfuverkin. Síðan hefur af þeim dregið uns nú er svo komið að menn láta sér sæma að utanríkisráðherra arki á fund Ameríkana og grátbiðji þá að lofa íslendingum að hreinsa undam þeim. Og á sama tíma stendur til að ráða erlent vinnuafl í frystihús á Suðurnesjum. En saltfiskur verður aldrei útvatnaður svo að hann verði nýr aftur. íslensk verkalýðshreyfing og flokkar hennar verða að spyrja sig þeirrar spurningar hverju fórna megi fyrir frjálst og herlaust lahd, laust af klafa NATO. Eru menn reiðubúnir að berjast, vitandi að það mun kosta þá meiri en þrjátíu silfurpeninga að endur- heimta fullt sjálfræði svo slunginn sem herinn er orðinn íslensku efnahagslífi? Þeir fá að sönnu minna á diskinn, en það er eitt að heita maður og annað að vera það. Erl. L.EIKUST Odda Margrét Sjálfdautt verk Sjálfstætt fólk: Halldór Laxness. Leikgerð: Baldvin Halldórsson. Leikmynd: Gunnar Bjarnason. Leikstjórn: Baldvin Halldórsson. Undarleg er sú árátta mann- anna að þurfa að breyta góðum og gallalausum skáldsögum í samlestraræfingar fyrir leiksvið. L.A. sýnir um þessar mundir eitt slíkt afkvæmi - Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Skáld- sagan Sjálfstætt fólk er afskap- lega þykk og góð bók, sem lýsir sjálfstæðisbaráttu einyrkjans Bjarts í Sumarhúsum, hvurnin hann eftir 18 ára strit hjá öðrum eignast sinn bæ og sína jörð, hengislaus og það sem verra er, hugsunin á bak við verkið er útþynnt. Þetta hefur þau áhrif að lesendum sögunnar gremst og sárnar og hinir sem ekki hafa lesið söguna botna hvorki upp né niður í henni eða misskilja heila gallaríið. Það er nánast kraftaverk hvað tekist hefur að gera úr leikgerð þessari, svo dapurleg er hún. Uppsetning leikstjórans er hrein og bein og nokkuð vandvirknislega unnin. Þó má deila um túlkun ein- stakra persóna t.a.m. Bjarts sem er kotroskinn og kjaftaglaður, ekki þungbúinn og þumbara- blómið hans Bjarts, er sérkenni- leg persóna, sem segir fátt, en lætur tilfinningar sínar í ljós með svipbrigðum og fasi, Svan- hildi Jóhannesdóttur tekst einkar vel upp í þessu hlutverki. Af öðrum leikurum má nefna Gest Jónasson, sem túlkaði verkamanninn á látlausan og einfaldan hátt, Jóhann Ög- mundsson og Heimi Ingimars- son, sem voru virkilega bros- legir í hlutverkum Séra Guð- mundar og hreppstjórans. Leikmynd Gunnars Bjarna- sonar var allt of snotur og snur- fusuð til að samræmast verkinu, Ég kem ekki aftur fyrr en um páska. Bjartur við Ástu Sóllilju. Þráinn Karlsson og Svanhildur Jóhannesdóttir í hlutverkum sínum. hvurnin hið daglega líf leikur hann grátt með kvenna, barna og fjárdauða, hvurnin hórbarn- ið Asta Sóllilja - lífsblómið reynist honum bæði dýpsta sorg og gleði, hvurnin kaupfélag og einkaframtak fara með hann, hvurnin hann í lokin flosnar upp af jörðinni sinni, sami ein- stæðingurinn, til þess að byrja að nýju, enn þá með sjálfstæðis- hugsjónina að leiðarljósi. Líf og kjör Bjarts í Sumarhúsum eru um leið líf og kjör hinnar íslensku alþýðu. En leikgerðin Sjálfstætt fólk er aðeins svipur hjá sjón - nánast sýnishorn af Bjarti á ýmsum tímum einyrkjaferilsins - sam- legur. Séra Guðmundur og hreppstjórinn verða bara kát- broslegir karlar, en ekki dramb- söm yfirvöld. Einnig er mikið ósamræmi í leik barna og full- orðinna og hefði þurft að leggja meiri rækt við þessi atriði. Sögur herma að leikarar hafi lagt nótt við dag til að sýning þessi mætti lukkast (synd að verkefnið skyldi ekki vera verð- ugra) og verður ekki annað sagt en flestir uppskeri eins og til var sáð. Þráinn Karlsson leikur Bjart í Sumarhúsum og tekst það vel eins og við var að búast, að vísu varð of lítil breyting á fasi Bjarts er árin tóku að færast yfir hann. Ásta Sóllilja, lífs- beitarhúsin hans Bjarts hafa varla verið eins og þessi vistlega baðstofa. Og þetta hvíta fortjald varð til þess að draga úr hraða og spennu og olli þrálátum leiða. Finnst mér að birta hefði mátt kaflaheitin á einhvern annan hátt. Eg er ein af þeim sem las söguna Sjálfstætt fólk og varð því fyrir miklum vonbrigðum með sýningu þessa og er þar fyrst og fremst við þá að sakast, er fengu þá skrítnu hugmynd að Sjálfstætt fólk væri leikhúsverk. Eg skora á ykkur öll að lesa þessa bók hvort sem þið strun- sið í leikhúsið eða sitjið heima. Odda Margrét. magaveikir skriðandi hjartveikir fallandi afsagðir víxlar í bunurn hugleysi og grinvnd og miskunnalaus heimska slúðurvélarinnar sem urgar nú úr sér tannhjólin við að hakka i sig banabitann sunnudagaskóHnn á KeflavikurflugveUi. Tvö íslönd Þegar ég hafði þvœlst erlendis í ár minnti mig ekki að ísland vœri: velferðarlygar um daginn og veginn malandinn í Geir og Bengó umkomuleysi öryrkjanna og uggur æskunnar gljáandi sljóleiki burgeisanna II heldur djúpvitrar kellíngar sem hella uppá af alúð kveðandi stöku eftir Breiðfjörð úngir stóreygir elskendur sem leiðast eftir fjörunni og teyga þángilminn með tilfinningu fyrir heitum trylltum púls hvors annars í lófum og gómum Ijósaskiptin á Selvogsbánka Snœfellsjökull í hillíngum þrykkin hans Völundar og raulið hans Péturs glottin Jónanna og Hornafjarðarmáninn hross að kljást i stormi litlar stelpur hoppandi i parís eða bakandi drullukökur í sólinni flumbrustrákar sem snarast fyrir horn og kippa i flétturnar á þeim III en þvi miður eru lil tvö fslönd: annað er Island föðurland mitt hitt er versti óvinUr þess einskonar and-ísland Öllum hafís verri er taugahrollurinn i Austurstrœti eftir hádegið Rógmálmur og grásilfur 1971 Dagur 2 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.