Norðurland - 29.03.1979, Page 5

Norðurland - 29.03.1979, Page 5
Slæm útreið Það er víst engum vafa undirorp- ið að síðasta helgi var engin sér- stök Þórshelgi. Aðeins einn leikur gladdi Þórsunnendur þ.e. leikur Þórs og F.H. í kvennahandbolta. Frá honurn er sagt á öðrum stað á síðunni. Undirrituðum varð ekki að ósk sinni hvað varðaði síðasta leik körfuknattleiksmanna Þórs. Við minntumst á sigur í þeim leik í síðasta blaði en aldrei nálguðust Þórsarar það hugtak á laugardaginn. Þá mættu þeir Val fyrir sunnan og voru rótburstaðir. Leiknum lauk með þeim skelfilegu töl- um 143-78 fyrir Val. Þar með hefur Þórsliðið lokið leikjum sínum í Urvalsdeildinni og hlut- skipti þeirra verður að leika í 1. deild að ári. Stelpur í stuði 1. deildarlið Þórs í kvennahand- bolta kom skemmtilega á óvart um helgina. FH stelpurnar komu í heimsókn á laugardaginn og reiknuðu flestir með sigri þeirra. Þórsstúlkurnar voru þó síður en svo inni á þeirri línu og unnu öruggan sigur á Hafnfirðing- unum. Allan tímann börðust Þórsstúlkurnar af mikilli heift og uppskáru 2 stig í hinni hörðu 1. deildar keppni. Jafnt var á komið með lið- unum í hálfleik en þá höfðu báðir aðilar skorað 9 mörk. En Þórsliðið seig hins vegar jafnt og þétt fram úr og voru stelpurnar óvenju brattar. FH-ingar brugðu á það ráð að taka Önnu Grétu hina marksæknu úrsam- bandi. En á handboltamáli þýðir það að ein úr liði andstæð inganna elti Önnu um allan völl inn. Hún reif sig þó nokkrum sinnum lausa og skoraði ágæt mörk. Hanna Rúna Jóhanns- dóttir var markahæst í liði Þórs með 8 mörk og átti hún skínandi leik. Einnig átti Magnea Friðriksdóttir góðan leik bæði í vörn og sókn. Þegar upp var staðið hafði Þórsliðið gert 18 mörk gegn 15 mörkum FH. Þórsstúlkurnar voru vel að sigr- inum komnar og vonandi verð- ur þessi sigur vatn á myllu þeirra í lokabaráttunni. Ihaldið í KA Knattspyrnuhátíð KA verður haldin í kvöld. íhaldsþingmenn irnir Albert Guðmundsson og Ellert Schram eru vegsamlega auglýstir þáttakendur á henni. Nú velta menn fyrir sér hinu rétta pólitíska svari Þórs við þessari uppákomu; - þingflokk- ur Alþýðubandalagsins? Leikfélag Akureyrar Sjálfstætt fólk eftir HALLDÓR LAXNESS Leikgerð og leikstjórn: Baldvin Halldórsson. 4. sýning föstudag kl. 20.30. Bleik kort. 5. sýning laugard. kl. 20.30. 6. sýning sunnud. kl. 20.30., Aðgöngumiðasalan er opin daglega frá 17-19 og til 20.30 sýningardagana. Sími 24073. Handhafar afsláttarkorta vitji miða sinna ekki síðar en daginn fyrir sýningardag. Þórsarar sækja í leik sínuni við Ármann. Boltinn víðsfjarri góðu gamni. Bikarstunur Þórsara ÍÞRÓTTIR Umsjón: Einar Björns- son KA á möguleiha Þó að Tryggvi Gunnarsson mark- vörður Þórs nái því að verða 300 ára, sem vonandi kemur ekki til, nær hann aldrei að vinna annað eins íþróttaafrek og hér á dög- unum. Loksins kom að því að það kviknaði á perunni á réttu augna- bliki hjá Tryggva og var þá nátt- úrulega ekki að sökum að spyrja. Kringumstæðurnar voru þær að eina Akureyrarliðið sem eftir var í bikarkeppni H.S.I,Þór átti í höggi við Armann fráTleykja- vík. Leikur þessi var fremur daufur og eftir jafntefli í hálfleik skiftust liðin á að sko/a allan seinni hálfleikinn. Armenn- ingar voru þó alltaf fyrri til og voru reyndar skárri. aðilinn nema hvað Þórsarar jafna á síð- ustu mínútu og var staðan þá 23-23. Ármenningar hefja þá sókn og þar sem u.þ.b. ein mín- úta var eftir áttu þeir góða möguleika á að komast yfir. Þegar aðeins örfáar sek voru eftir kemst Ármenningur í ágætt skotfæri og lætur boltann vaða í átt að marki. En hvað gerist Tryggvi gerir sér lítið fyrir og ver þetta dúndurskot. Honum þótti þá ekki nóg komið heldur handsamar knöttinn og grýtir honum beinustu leið yfirvöllinn þar sem hann endaði í bláhorni Ármannsmarksins. Algjörlega óverjandi. En sem sagt boltinn hafði ekki fyrr siglt í möskvana en tímavörður gaf til kynna að leiknum væri lokið. Áhorfendur vissu ekki hvort þeir áttu að hlæja eða gráta en blaðasnápar fórnuðu höndum. Norðurland útnefnir þetta mark tvímæla- laust mark ársins. Þar með var Þórsliðið komið í átta liða úrslit í bikarnum. Þar drógust þeir á móti I.R. I þeim leik var heppninni ekki fyrir að fara en Þórsarar töpuðu mjög naumlega 23-24. Síðasta helgi var Þórsurum þung í skauti því að á föstudagskvöldið biðu þeir mjög óyænt ósigur fyrir Þrótti 22-23. í þeim leik skoraði Sig- urður Sigurðsson 10 mörk og var hann sá eini sem reis upp úr meðalmennskunni. Möguleikar Þórsliðsins á aukaleik eru nú því miður orðnir úr sögunni. Að öllum líkindum verða úrslit komin í deildinni um næstu helgi.. KA liðinu í handbolta vex nú heldur betur fiskur um hrygg. Burðarásar liðsins voru á fullu gasi um síðustu helgi og heimtur þeirra voru með ágætum. Stjörnurnar úr Garðabænum litu við hér á Akureyri og voru heldur betur teknir í karphúsið af KA mönnum. Þessi leikur var sá síðasti í deildinni hjá KA en möguleikar þeirra á aukaleik um fyrstudeildar sæti eru mjög miklir. Síðustu leikir helstu andstæðinga þeirra þ.e. K.R. og Ármanns fá hins vegar úr því skorið hvort KA menn heilsa vorinu með blómum og sæti í fyrstu deild. En engum bæjar- blöðum er um það að fletta að KA liðið var betri aðilinn á laugardaginn. Ef frá eru taldar fyrstu 10 mín leiksins báru KA drengirnir höfuð og herðar yfir stirðbusalega Stjörnumenn. Strax á fyrstu mín. var settur púki á fyrrverandi KA mann Hörð Hilmarsson enda var hann félögum sínum óþægur ljár í þúfu hér á dögunum. Gauti yfirmarkvörður KA var ekki hrifinn af því að hirða boltann úr netamöskvunum og gerði því allt til að láta skjóta í sig. Þetta helsta hlutskipti mark varða féll Gauta vel úr hendi. Staðan í hálfleik var 13-8 fyrir KA. KA menn héldu skothríð- inni áfram í síðari hálfleik og sóknarleikurinn byggðist þá að mestu leyti á útiskyttunum Jóni Árna og Alla Gísla. Þeir skor- uðu 10 af 12 mörkum í seinni hálflejknum og ærðu margan óstöðugan á áhorfendapöllun- um. Alli er nú u.þ.b. að springa út sem handboltamaður og má mikið vera ef hann nær ekki mjög svo umtalsverðum árangri í framtíðinni. Endanleg úrslit voru þau að KA menn skoruðu auðveldlega 25 mörk en Stjarnan náði litlum 22. Það er auðséð á öllu að reyndur þjálfari hefur skólað KA strákana til enda er hann enginn annar en fyrrverandi landsliðsþjálfari Birgir Björns- son. Flest mörk KA: Jón Árni 11 (5), Alli Gísla 7 og Þorleifur 5. Flest mörk Stjörnunnar: Eyjólfur 7 (2), Magnús Arnars- son 5 og Magnús Teitsson 4. Blaðbera vantar á Ytri-Brekkunni N0RÐURIAND AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR UTBOÐ Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum í Jagningu dreifikerfis í Glerárhverfi austan Hörgárbrautar (13. áfangi). Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Hafnarstræti 88B gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Til- boð verða opnuð í fundarsal Bæjarráðs að Geisla- götu 9 föstudaginn 6. apríl kl. 11.00. HITAVEITA AKUREYRAR. Tæplega trúfrelsi Kirkjuveldi miðalda réði með aðlinum að mestu stjórn- arfari þeirra tíma, menningu og fræðslu. í krafti auðs og valds einokaði það þekkingarvitund manna með aldagömlu og órökvísu óráðshjali er fyrir löngu var bú- ið að missa gildi sitt. Augljóst var og er að kirkja þess- ara tíma lifði í litlu eftir kenningum sínum og var jafn- vel í fararbroddi við að brjóta þær. Samt sem áður var fólk aldrei trúaðra en einmitt á þessum tíma. Kirkju- veldið tók síðan að dvína á seinni öldum með uppgangi borgarastéttarinnar og frjálslyndara stjórnarfari. Inn- rætingaraðferðir kirkjunnar hafa lítið breyst á þeim tíma, sem stjórnarfarið hefur þó þróast til þess sem það er í dag. Ef þú ferð í kirkju, heyrirðu ef þú ert ekki sofnaður sömu aldagömlu tugguna, er á sér litla sem enga stoð í veruleikanum.. En hvernig er þá kirkjunnar áróðri háttað hér á Fróni. Einhvern veginn hef ég aldrei getað sætt mig við þá staðreynd að hér á landi skuli vera lögboðin evngelisk lútersk trú og fá undanfæri. Ef þú átt kristið foreldri, munt þú líka verða kristinn. Það er sannfæring mín, að einstaklingurinn eigi sjálfur að ráða trú sinni, ef hann vill á annað borð trúa á eitthvað. Hann eigi sjálfur að velja eftir sinni skoðun og vilja án áhrifa annarra, annað væri og er þvíngun. Ef íhugað er hvernig Þjóðkirkjan býrtil kristinn mann kemur margt skrítið í Ijós. Fyrst er það jú skírnin, þegar þér óafvitandi er gefið nafn og tilheyrandi vatns- skammtur og það sem meira er, þú ert gerður að kristnum einstaklingi er trúa skal á Jesúm krist. Síðan kemur fermingin og hún er tímasett á einum viðkvæm- asta aldri ævi þinnar, - kynþroskaaldrinum. Vegna ómeðvitaðs þrýstings foreldra þinna og vina staðfestir þú skírnina með viðeigandi veislu og gjöfum, sem var aðalatriðið í þínum augum. En af hverju er fermingin ekki færð fram til t.d. tvítugs? Svar Sigur- björns biskups Einarssonar við þessari spurningu er mér enn hugleikið. Hann taldi að fjöldi ferminga á ári hverju fækkaði svo verulega. Þetta er nokkuð hjákát- legt, því eflaust hefur biskup hugsað þannig að ungl- ingar væru búnir að mynda sér sjálfstæða skoðun á Kristinni trú jafnt sem öðrum á þessum aldri. Sú er raunin. Því mætti áætla af biskups orðum, að ferming- in og jafnframt skírnin séu blekking kirkjunnar gagn- vart unglingum. Frá skírn til fermingar gerist skólinn, bragðbættur með sunnudagsskóla iðulega ofsatrúar, áróðurstæki og kennir þér kristinfræði. Að mínu mati eina þá mestu fásinnu er skólakerfi okkar býr við. Mun eðlilegra væri að kenna trúarbragðafræði. Það má einna helst bera kristinfræðikennslu í skólum við það, að landafræði- kennsla væri einskorðuð við ísland. Á íslandi erlögboðiðtrúfrelsi, hversu skrítiðsem það nú er. En er eitthvert frelsi á þessu sviði hér á landi? Það er fullvissa mín í Ijósi þeirra staðreynda sem ég hef hér imprað á að við búum ekki við trúfrelsi. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.